Þjóðviljinn - 28.03.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 28.03.1963, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 28. marz 1963 — 28. árgangur — 73. tölublað. Jarðskjálftakippir í Reykjavik, Akureyri, Stykkishólmi og Sig/afírði Sjá frétt á 12. síðu ! In var loks ram a Þanníg sagði Vísir í fyrra- dag Irá því fagnaðarcríndi* sem Gunnar Thoroddsea f jármálaráðherra átti að flytja á Varðarfundi í gærkvöld, — aður en hann leggur málið formlega fyrir Alþingi. w a Börn, sól og vor Þótt frost óg kuldár hafi herjað suður í Evrópu undanfarnar vakur höfum við íslendingar lítið haft af vetrarhörkum að segja. Hér í Reykjavík og raunar um land allt hefur verið vortíð að undanförnu enda'brumknappar trjánha farnir að þriitna og blóm að skjóta upp kollinum í görðum þegar á góu. Nú í byrjun vikunnar gerði að vísu smáhret og ofurlítið snjóföl kom á göturnar, en það hvarf strax og í gærmorgun var aftur komið glampandi sólskin. Og hér koma svo vormyndir sem Ijósmyndari Þjóðviljans hefur tekið. A stærri myndinni sjást börn í boltalejk í góða. veðrinu en á minni mynrlinni lítil stúlka umvafin Ijósi og skuggum vor- morgunsins. — (Ljósmynd Þjóðviljinn Ari K árason). Kfcrð mótmæii Sovétríkjanna vegna árása á skip við Kúbu Sjá síðu @ Hin nýja tollskrá ríkisstjórnarinnar var loks lögð fyr- ir Alþingi í gasr og mun ætlunin að fyrsta umræða um málið fari fram strax á morgun, enda þótt hér sé um að ræða plagg upp á 174 bls. og því ekki hlaupið að því í einni svipan að kynna sér efni tollskrárinnar niður í kjölinn og bera saman við gömlu tollskrána.. Meginbreytingar .¥©11- skrárinnar eru í því fólgnar, að ýmis gjöld og tollar af innflutningi eru færð saman í eitt beildargjald og er al- mennt gert ráð fyrir að hámarksálagning sé 125%. Um nokkrar tolla- lækkanir er að ræða á ýmsum vöruflokkum en lítilsháttar hækkanir á öðrum. í greinargerð fyr- ir frumvarpinu er talið að hið nýja frumvarp feli í sér 8,3% lækkun á tollabyrðum miðað við innfiutning síðasta árs, eða um 97 milljónir króna. Hins vegar kem- ur hvergi fram, hvernig eigi að mæta þeirri tekjulækkun ríkissjóðs, sem þessar breytingar hafa í för með sér. Eins og Þjóðviljinn hefur áður bent á hafa vinnubrögð við end- urskoðun tollskrárinnar verið með miklum endemum. 1 stað þess að fela málið þingkjörinni nefnd svo að fulltrúar stjómai-- andstöðunnar ættu þess kost að fylgjast með málinu og koma sjónarmiðum sínum á framfæri, eins og jafnan hefur tíðkazt, þeg- ar um stórmál sem þetta hefur verið að ræða, fól ríkisstjórnin nokkrum stuðningsmönnum sín- um að framkvæma þetta verk. Mun því hafa verið lokið nokkru fyrir áramót og ríkisstjórnin boð- aði að þetta mál yrði lagt fram á hverri stundu. Samt sem áður dróst að leggja tollskrána fyrir Alþingi, enda þótt kaupmannasamtökin hafi skýrt frá því opinberlega nokkru fyrir áramót, að þau hefðu tollskrána til meðferðar. Hafa þeir að sjálfsögðu neytt að- stöðu sinnar til þess að hagræða innkaupum sínum í samræmi við það, og notað aðstöðu sína og á- hrif innan stjórflarflokkanna til þess að knýja fram breytingar eftir sínu höfði. Mun það algert einsdæmi að nær helmingur þingmanna sé sviptur öllum möguleikum til þess að kynna sér slíkt stórmál, en ýmsar stofn- anir utan þingsins fái málið til, eafgreiðslu. .. Loks skýrðu stjórnarblöðin frá því í fyrradag, að Gunnar Thor- oddsen fjármálaróðherra, mundi ræða tollskrána & fundi Varðar, flokksfélags íhaldsins hér í bæ, í gærkvöld, — þ.e. áður en ráð- herrann kynnir málið fyrir Al- þing! l Cufífoss \ \hefur áætlun\ 8. júní I gær fékk stjórn Eim- skipafélags Islands staðfest- ingu á því í skeyti frá skipasmíðastöð Burmeister I & Wein, aö Gullfoss verði J tilbúlinn úr viðgerð fyrir á- 1 ætlun skipsíns 8. júní frá ^ Kaupmannahöfn. I Boðið Dimmuborgir Þjóðleikhúsið býður félögum nokkurra verkalýðsfélaga á „Dimmuborgir" í kvöld. Var Dagsbrún úthlutað 200 miðum og var ákveðið að þeim skyldi út- hlutað til trúnaðarmannaráðs Dagsbrúnar. Aðalmenn trúnaðar- mannaráðsins eru 100 og fékk hver tvo aðgöngumiða. Erfitt var að hafa annan hátt á með út- hlutun miðanna í svo fjölmennu félagi sem Dagsbrún er, og sjálf- sagt hefur það ekki heldur verid vandalaust í hinum verkalýðs- félögunum sem miða fengu, en það voru Sjómannafélagið, Iðja og Verkakvennafélagið Fram- sókn. Petrosjan hefur heldur betra í 3. sem fór í bið MOSKVU 27/3 — Þriðja skákin í keppni Petrosjans og Botvinniks um heimsmeistaratitilinn fór 1 bið eftir að Botvinnik hafði verið í vörn mestan hluta henn- ar. Petrosjan hafði einnig hcldur betri stöðu þegar skákin fór í bið, en þó mun það sennilega ekki nægja honum til vinninga. Búizt er við jafntefli eins og í annarri skákinni, en Botviniiife vann þá fyrstu. Yinstri menn! xC í Frama! Kosnlng stjórnar og trúnaðar- mannaráðs í Bifreiðastjórafélag- inu Frama heldur áfram í daa, kl. 1—9, og er þá lokið. Kosið er í skrifstofu félagsins, Freyju- fíiitu 26. C-Iistinn er listi vinstri manna í félaginu, og er hann þannig skipaður: Formaður: Guðbjartur Guð- mundsson, Akurgerði 35, Hreyfill Varaformaður: Kristján Jóhann- esson, Efstasundi 32, Hreyfill Ritari: Lárus Sigfússon Máfa- hlíð 43, Bæjarleiðir Meðstjórnendur. Tómas Krist- insson, Hraunbraut 2, Hreyfill og PáirEyjóIfsson, Þórsgötu 20, Hreyfill Varastjórnendur: Hafliði Gísla- son, Stórholti 20, Bæjarleiðir, Svanur Halldórsson Bræðra- tungu 49, Hreyfill Trúnaðarmannaráð: Þórður Elí- asson, Bólstaðahlíð 29, Hreyfill Hákon Sumarliðason Skipa- sundi 5, Bæjarleið, Óskar Lárusson, Bragagötu 35, Hreyf- iÍL Magnús Jónsson, Melbraut 59, Hreyfffl. Varamenn í trúnaðarmanna- ráð: Roy Ó. Breliðfjörð, Digranes- vegi 49, Hreyfill, Sigurður Ein- arsson, Asgarði 1(55, Hreyfill. Endurskoðandi: Þorvaldur Guð- jónsson, Fífuhvammsveg 17, Hreyfill. Varaendurskoðandi: Jón Ein- areson, Efstasundi 4, Hreyfill. A Z. síðu blaðsins í daff er grcin sem varðar kosningarnar í Frama. Kosning í gær Kosning hófst í gær og kusu þá 252 í báðum deildum. 1 da« verður kosið frá 1 til 9 e.h. Aflahæsti bátur- inn með 770 tonn Patreksfirði 23/3. — Aflasæld er hjá Patreksfjarðarbátum síð- ustu daga og eru þeir tvískiptir í sjósókn héðan, annarsvegar netaþorskur af Breiðafirði og hinsvegar steinbítshrotan í Látraröstinni. Þeir sem veiða steinbítinn eru með 16 til 17 tonn í róðri, en netabátarnir eru með 30 tonn í róðri. Frá áramótum er Dofri afla- hæsti báturinn og er með 770 tonn og Helgi Helgason frá Vest- mannaeyjum er annar í röðinni með 705 tonn og hefur hann róið héðan í vetur. Báðir þess- ir bátar stunda netaveiðar á Breiðafirði. Eftirtaldir bátar veiða steinbítinn: Sigurfari, Sæ- borg, Orri, Freyja og Valur o« eru með línu. ' ö

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.