Þjóðviljinn - 28.03.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 28.03.1963, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 28. marz 1963 ÞTðÐVILJINN SfÐA 3 Sovétstjórnin í harðorðri orðsendingu: Bandaríkin bera ábyrgð á ,s jóránum" útlaga í rá Kúbu MOSKVU og WASHINGTON 27/3 — Sovétstjórnin sendi í dag Bandaríkjastjóm horðorð mótmæli vegna árásar sem útlagar frá Kúbu, nú búsettir í Bandaríkjunum, gerðu á sovézkt kaupfar í hafnarbænum Isabello-la-Sagua á Kúbu 17. marz sl. 1 orðsendingunni segir jð Bandaríkjastjóm loki augunum fyrir þeirri staðreynd að atburð- ir sem þessi spilli ástandinu í al- þjóðamálum og þó einkum á Karíbahafi og lýsir fullri ábyrgð á hendur henni á slíku fram- ferði sem líkt er við sjórán >g sagt að brjóti í bága við sam- komulagíð sem ríkin gerðu með sér um lausn Kúbudeilunnar. Enn ein árás Aðeins fáeinum klukkustund- um eftir að orðsending sovét- stjórnarinnar hafði verið birt var frá því skýrt í Miami á Flórida að landflótta gagnbyitingarmenn frá Kúbu hefðu aftiir ráðizt á sovézkt kaupfar f þessum sama hafnarbæ. Sú árás var að sögn blaðsins Miam'i Herald gerð á þriðjudagskvöld og stóð fyrír henni flokkur útlaga sem kall- ar sig „Commando 1“. Annar flokkur Talsmaður flokksins sagði að árásarsveitin hefði komizt heilu og höldnu til bækistöðvar sinn- ar einhvers staðar við Kariba- haf. Það var annar flokkur land- flótta Kúbumanna, Alpha 66, sem gerði árásina á kaupskipið 17. Sovétstjómin segir að þessir svikarar við málstað sinnar eigin þjóðar myndu ekki geta stundað óhæfuverk sín ef þeir fengju ekki vopn og aðra aðstoð frá Banda- ríkjunum og gætu leitað þar hæl- is að þeim unnum. Talsmaður bandaríska utanrík- isráðuneytisins vísaði í dag á marz, sem mótmælt er í sovézku j bug hinum sovézku mótmælum, orðsendingunni. Skotið var mörg- um skotum að því úr hlaupvíð- um vélbyssum, en ekki er getið um að manntjón hafi orðið. sagði að Bandaríkjastjóm reyndi allt sem i hennar valdi stæðl til að koma í veg fyrir slíka á- rekstra. Ekkert lát á verkföllum í Frakklandi Járnbrautarsamgöngur enn í gær í algeru öngþveiti PARÍS 27/3 — Algerður glundroði var í öllu járnbraut- arkerfi Frakklands í dag og var það í fjórða sinn á mán- uði sem jámbrautarsamgöngur um landið lamast vegna verkfalla. Langferðalestir voru 4—5 stundir eftir áætl- un og lestarferðir í París og nágrenni og öðrum stórborg- um lögðust alveg niður á mesta umferðartímanum. Verkfalli prentara í New York lokið Blöðin koma aftur út eftir 110 daga Re''nt 38 neyða ver! fallsmenn að upp vinnu » HBLSINKI 27/3 — Finnska stjórnin skipaði í dag opinber- um starfsmönnum. m.a. póst- mönnum, tollurum og starfs- mönnum járnbrauta að tilkynna persónulega. í síðasta lagi á laugardag. hvort beir ætluðu að taka upp vinnu. Er gefið í skyn að þeir sem ekki hverfi aftur ti' vinnu geti átt á hættu að verða sagt upp og stjórnin vonast greinilega til þess að hluti starfsmanna hennar a-m.k. muni beygja sig fyrir þeirri hótun. NEW YORK 27/3 — Hinu lang- vinna verkfalli við dagblöðin í New York, sem stóð í 110 daga, er lokið og munu biöðin nú koma út aftur. En þau verða dýrari en áður: Times og Her- ald Tribune tilkynntu í dag að Iausasöluverð þeirra myndi hækka úr fimm sentum í tíu sent á virkum dögum til að vega upp á móti auknum útgáfukostn- aði. Prentarar samþykktu á sunnu- dag máiamiðlunarlausn Wagners borgarstjóra og aðfaranótt mið- vikudagsins féllust prentmynda- smiðir einnig á hana og hafði þá náðst samkomulag við alla iiðpa vérkfallsmanna. W Tvö önnur dagblöð borgarinn- ar kostuðu áður tíu sent, en hin fjögur blöðin hafa ákveðið að hækka ekki lausasölu-verðið. síðan hefur stórborgin verið dagblaðalaus, nema New York Post sem samdi sérstaklega við verkfaUsmtenn hóf útgáfu 4. marz. Margir meiðast í óeirðum í Ankara ANKARA 27/3 — Enn í dag, fimmta daginn í röð, urðu ó- spektir í borgum Tyrklands vegna mótmælafunda stúdenta út af því að Bayar, fyrrverandi forseti, hefur verið látinn laus. f höfuðborginni Ankara meidd- usí’ sextán menn. sumir hættu- lega, þegar stúdentar gerðu að- súg að aðalstöðvum flokks fyrrverandi fylgismanna þeirra Bayars og Menderes, Réttar- Verkfailið hófst 8. desember og flokknum. Ekki bætti það úr skák að starfsmenn strætisvagna höfuð- borgarinnar lögðu skyndilega niður vinnu og áttu margir erfitt með að komast til vinnu sinnar og heim aftur. Jafnframt því sem jámbrautar- menn ýttu með verkfalli á eftir kröfum sínum um kjíirabætur, boðuðu starfsmenn gas- og raf- stöðva verkföH næstu daga og munu þau hefjast á morgun. Ekki var látið uppi hvemig vinnu- stöðvununum myndi háttað, en vitað að þær mundu verða gerð- ar við og við alla næstu viku. Það var boðað að verkföllunum myndi verða hagað með þeim hætti að þau kæmu sér sem verst fyrir ríkisstjómina, en almenn- ingur yrði fyrir sem minnstum óþægindum. Ríkisstjómin sat á fundi í dag til að ræða ástandið á vinnu- markaðnum og var de Gaulle í forsæti. Rikisstjómin hefur enn ekki fengizt til að gera kola- námumönnum sem verið hafa í verkfalli í fjórar vikur neitt nýtt kauptilboð, en á morgun munu aftur hefjast viðræður við leið- toga þeirra og búizt er við að einnig verði rætt við leiðtoga starfsmanna gas- og rafstöðva. Eina vinnudeilan sem lausn hefur fundizt á er deila verka- manna við jarðgasnámumar I Lacq í Suðyestur-Frakklandi, en þeir hófu aftur í dag vmnu eftir þriggja vifcna verkíall. Á morgun gera blaðamenn ub an Parísar sólarhrings verkfaH til að fylgja eftir kröfum sínum um 20 prósent kauphækkun, 5 vikna orlof, 5 daga vinnuviku og lækkun lífeyrisaldurs um 5 ár. Blaðamenn í höfuðborginni og starfsmenn sjónvarps og útvarps hafa verið hvattir til að stöðva vinnu í einn klukkutíma í sam- úðarskyni. Mótmæli atvinnuleysingja aftur við þinghús Breta LONDON 27/3 — Aftur í dag söfnuðust þúsundir atvinnuleys- ingja fyrir framan þinghúsið f London til að láta í Ijós óánægju sína með aðgerðarleysi rikis- Japanar bjóða góð viðskiptakjör tíl Sovétríkjanna RÚMAR ALLA FJÖLSKYLDUNA KYNNIÐ YÐUR MODEL 196° ____ Sími 24204 Svtinn^, B3ÖR NSSON 4 CO. p.o. BOX 1JM - REYKlAVlK Eldhúskollar kr: 150,— EídhúsborZ kr: 990,— StrauborS kr: 298,— Miklatorgi Fundur í sovézka rithöfundafélaginu Evtúsénkó og önnur fTOKlÖ 27/3 — Japanskar skipa- smíðastöðvar hafa í hyggju að leggja að sovézkum stjórnar- völdum að svara nú sem fyrst tilboði1 því sem þær hafa gert þeim um mjög hagstæða greiðslu- skilmála vegna smíði á mörgum sovczkum fiskiskipum í Japan. Hér er um að ræða mjög arnkil viðskipti, því að verðmæti þeirra fiskiskipa sem Sovétríkin hafa farið fram á að fá smíðuð i Japan nemur samtals 135 millj- ónum dollara eða tæplega sex milljörðum íslenzkra króna. Jap- anskar skipasmíðastöðvar hafa með samþykki japönsku ríkis- stjómarinnar boðið Sovétríkjun- um 5% árs greiðslufrest á 70 prósent af verði skipanna. Talsmaður skipasmíðastöðvar- innar sagði i dag að ef Sovét- ríkin væru ekki ánægð með þetta boð mætti taka upp viðræður við japönsku stjórnina um enn betri skilmála. lan mmna DJAKARTA 27/3 — Indónes- íska fréttastofan Antara bar í dag til baka þá frétt sem bún birtj í gær, að 11-000 manns hefðu farizt í eldsvoðunum á Balí að undanförnu. Þessi tala hefði stafað af misskilningi og einu núlli verið ofaukið. Talan hefði átt að vera 1.100, en síð- an væri komið á daginn að 1.478 hefðu látið lífið. MOSKVU 27/3 — Ljóðskáldið Évgéní Evtúsénkó fékk í gær á fundi í sovézka rithöfundafélag- inu þungar ákúrur fyrir að hafa gefið mönnum á vesturlöndum rangar hugmyndir um sovézkar bókmenntir í viðtölum sem hann átti nýlega á ferðalagi sínu um Vestur-Evrópu. Margir félagsmenn tóku til máls á fundinum og sögðu m.a. að staðhæfingar Évtúsénkós í þessum viðtölum stönguðust hver á við aðra, segir Tass-fréttastof- an. Aðrir ungir rithöfundar, eins og t.d. Andrei Vosnesénskí og ívan Dratsj voru gagnrýndir fyrir a ðhafa glatað öllum tengsl- um við raunveruleikann vegna tilrauna til að blekkja lesendur sína með „formalistískum“ list- brögðum. Helzti talsmaður kommúnistaflokksins í menning- armálum, Leoníd Ilitsjoff, var á fundinum, en fundarstjóri var formaður rithöfundafélagsins, Konstantín Fedin. Sú fullyrðing sem oft heyrist á vesturlöndum að listamaðurinu sé óháður sqmfélaginu er blekk- ing, sagði Fedín. Sá sem hefur hana að leiðarsljósi nær ekki neinum árangri. hún leiðir að- eins til loddaraskapar og til- gangslausra formbragða. Sovézk- ur rithöfundur verður fyrst og fremst að vera sjónarvottur síns eigin tfma. Hann verður að gera sér liósa þá ábyrgð gagnvart samtíð og framtfð sem á herðar hans er lögð. Pravda birti í dag ræðu eftir hið roskna ljóðskáld Nikolaj Tíkhonoff. I henni áfellist hann brezka leikskáldið J.B. Friestlev fyrir skrif hans eftir ferð um Sovétríkin nýlega, en Priestley hafði m.a. sagt að Sovétríkin hefðu tekið miklum breytingum síðan hann var ’par síðast á ferð skömmu eftir stríðið og væri ekki lengur hægt að kalla bau lög- reglúríki. Þetta bykir Tíkhonoff ómakleg ummæli og segir að begar Priestley hafi heimsótt Savétríkin í fyrra skiptið hafi hann látið í ljós aRt annað álit á þeim en hann geri í skrifum sínúm nú. Tíkhonoff tekur einnig franska heimspekinginn og skáldið Jean- Paul Sartre til bæna fyrir þá til- lögu hans að koniið verði upp ópólitískum heimssamtökum mennta- og listamanna og segir að tillagan sé fáránleg og gefur í skyn að .hún sé runnin undan rifjum'heimsvaldasinna sém vilji á þann hátt fá aðstöðu til „íde- ólógísks" undirróðurs. stjórnarinnar I málum þelrra, tm í dag fór allt skikkanlega fram og urðu engir árekstrar við Iög- regluna eins og í " gær, þegar fjöldi manna slasaðist svo að flytja varð þá í sjúkrarhús. Iæiðtogar atvinnuleysingja höfðu góða stjóm á fundarmönn- um svo að ekki kastaðist í kekki við lögregluna, en hún lét sér nægja að halda opnum hinum miklu umferðargötum sem liggja fram hjá þinghúsiriu. Launakröfur kennara Útlit er nú fyrir að kennarar við bama- og unglingaskóla í England og Wales muni leggja niður vinnu áður en langt líður. Samtök þeirra, sem í eru um 270.000 kennarar, hafa nú í heilt ár reynt að fá ríkisstjómina til að veita þeim kauphækkun. Boyle menntamálaráðherra hefur aðeins viljað fallast á að hækka laun þeirra kennara sem hafa lengstan starfsaldur að baki, «n kennarasambandið leggur höfuð- áherzlu á að fá hækkuð lág-‘ markslaunin, sem nú erú 60® sterlingspund' á ári (72.000 krón- ur). *. SPÖRTU fermingarfötin t miklu úrvali hjá HERRABÚÐINNr Austurstræti 22 og Vesturveri. DANIEL Laugavegi. L. H. MULLER Og Herraföt h.f. Hafnarstræti. Verksmiðjan S P A R T A Borgartúni 25. Sími 16554 — 20087. J

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.