Þjóðviljinn - 20.04.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 20.04.1963, Blaðsíða 1
Laugardagur tölublað. Brezkir friðarsinnar hjá Windsor Páskaganga brezkra kjarnavopnaandstæðinga v og er talið aö um 15 þúsund manns hafi tekið fram hjá Windsorkastalanum á páskadag. r í þetta sinn fjölmennari en nokkru sinnl fyrr þátt í henni. Myndin sýnir friðarsinnana ganga Tvcir úr hópnum afhentu Bretadrottniingu bænaskrá. un á farg í gær kom til framkvæmda gífurleg hækkun far- gjalda á sérleyfisleiðum milli Rvíkur og Kópavogs, Hafnarfjarðar og Suðurnesja. Á Hafnarfjarðar- leiðinni hækka til dæmis fargjöldin um 20%, xir kr. 6,25 í 7 kr. Fargjöld á Keflavíkurleiðinni hækka um tæp 18% (úr kr. 28 í 33) og loks hækka Kópavogur um gjöldin á leiðinni Reykjavík 17,6%, úr kr. 4,25 í 5 kr. Mál þetta kom fyrst fyrir Skipulagsnefnd fól'ksflutninga. Einar Ögmundsson er þar full- trúi Alþýðubandalagsins. og greiddi hann atkvæði gegn haekkuninni. Skilaði Einar sér- áliti og gerði þar grein fyrir af- stöðu sinni. Telur hann ekki nægileg rök fram komin til rétt- lætingar svo gífurlegri fargjalda- hækkun, og bendir m.a. á. að gögn vanti um rekstrarafkomu og sætanýtingu leiðanna. Auk þess má svo benda á, að nú er nýkomin tollskrá, sem gerir ráð fyrír anmikillí lækkun á vára- hlutum. Veikir bað að sjálf- sögðu þau fáu rök. sem með hækkuninni mæla. Einnig er það athyglisvert. að þessi gífur- lega hækkun verður á þeim sér- leyfisleiðum, sem mestum gróða skila. nefnd að taka jákvæða afstöðu til fargjaldahækkananna í heild þar til gögn, sem þurfa að liggja fyrir til rökstuðnings eru lögð fram. Ég mun því á þessu stigi og með tilvísun til þeirra forsenda, sem fram eru teknar, gréiða atkvæði gegn fargjaldahækkun." BANKASTJÓRN JÓN G. MAKÍASSON, formaðuri) VILHJÁLMUR ÞÓR JÓHANNES NORDAL Hótanir Seðla- bankastjórnar iir Morgrunblaðið birtir í gær heilar þrjár forustugreinar til þess að reyna að fela hótun bankastjóra Seðlabankans um nýja gengis- lækkun. Segir blaðið að ekkert slíkt komi til mála; orð Seðla- bankastjóranna hafi aðeins verið aðvörun um það sem gerast kynni ef til verulegra nýrra kauphækkana kæmi. En þessi um- mæli Morgunblaðsins eru alger fölsun. Seðlabankastjóramir segja um þær smávægilegu kauphækkanir sem orðið hafa að undan- förnu — kauphækkanir sem aðeins hafa vegið upp brot af verð- hækkununum: „Þessar launahækkanir eru nú orðnar svo mikiar, að óhjákvæmilegt er að varpa fram þeirri spuningu, hvort þjóð- arbúið geti borið þær án álvarlegra áfalla . . . Þær launahækk- anir sem orðið hafa að undnfömu, eru vafalaust meiri en æski- legt hefði verið.“ Og síðan kemur hótunin, grímulaus: Eins'og útlitið er nú í efnahagsmálum, má fastlega búast við £ví, að þörf verðit öflugri ráðstafana af hálfu ríkisins í því skyni að draga úr umframeftirspum í þjóðarbúinu. Við þær aðstæður, sem i ríkja hér á landi nú, eru fjármálalegar^ ^aðgerðir ríkisins áhrifaríkasta meðalic til þess að koma í veg fyrir örari aukn- lingu eftirspurnar’ en framleiðslugeta þjóðarbúsins Ieyfir. Inda._bótt tekizt hafi með„:pei ir Fjármálalegar aðgerðir til að draga úr umframeftirspurn heita á mæltu máli: gengislækkun til að skerða lífskjörin. Og það eru engir angurgapar sem flika hótununum; það var eitt af afrekum viðreisnarinnar að afhenda bankastjórum Seðlabankans va'ldið til gengisskráningar. Valdið til að ákveða gen'gi íslenzku krónunnar var tekið af kjörnum fulltrúum þjóðarinnar og afhent þeim þrem- ur mönnum sem hóta nú að beita því. Þeir eru að tala um siían eigin verkefni. > if Fullt samkomulag bankastjóranna er einnig athyglisverð stað- reynd. Þar er ..ekki aðeins að finna Sjálfstæðisflokksmanninn Jón Maríasson og Alþýðuflokksfulltrúann Jóhannes Nordal — heldur og Framsóknarleiðtogann Viihjálm Þór. Á sama tíma og áróð- ursmenn þessara flokka þykjast vera að deila um stefnuna í efnahagsmáium koma æðstu sérfræðingar þeirra sér saman um nauðsynina á nýrri gengislækkun. Þeir eru þannig að búa ti'l grundvöll nýrrar ríkisstjórnar, ef Framsókn tekst í kosningunum að ná samningsaðstöðu við íhaldið. Landsmenn tóku eftir því að í útvarpsumræðunum á Alþingi treystist enginn fulltrúi Fram- sóknarflokksns til að bera á móti því að þetta væri markmið flokksins. Rannsókn enn haldið áfram FRÉTTIR FRA Noregi af rann- sókn Hrímfaxaslyssins era ekki aðrar en þær, að henni er ekki lokið og verður hald- ið áfram. í SLENDIN G ARNIR, sem utan fóru til að fylgjast með rann- sókninni, dvöldust enn ytra í gær og óvist hvenær þeir kæmu heim, en þeir eru eins og áður hefur verið skýrt frá: SIGUREIUR JÓNSSON forstööu- maður íslenzka loftferðaeftir- Iitsins og tveir starfsmenn Flugfélags íslands, Jóhann Gíslason flugdeldarstjóri og Skúli Magnússon flugstjóri. ÞÁ MUNU og sérfræðingar frá Vickers-flugvélaverksmiðjun- um brezku, sem smíðuðu Viscount-vélarnar, hafa fylgzt með rannsókninni undaníama daga. Tvær sýningar á Jart í bak“ sama kvöldið Vegna mjög mikillar aðsóknar að leikritinu „Hart í bak“ hefur Leikfélag Reykjavíkur ákveðið að bæta við miðnætursýningu í kvöld, laugardag. Allir aðgöngu- miðar að fyrri kvöldsýningunni, kl. 8,30, voru þegar seldir í gær, en aukasýningin hefst kl. 11.15. Þetta verða 63. og 64. sýning- arnar á hinum vinsæla leik Jökuls Jakobssonar og síðari sýningin jafnframt 5. miðnætur- sýningin en þær hafa mælzt vel fyrir hjá fólki. „Eðlisfræðingarnir“, leikrit Diirrenmatts, hefur nú verið sýnt 13 sinnum við ágæta að- sókn og verður 14. sýningin ann- að kvöld sunnudag. Frá skipulagsnefndinni fór málið til ríkisstjórnarinnar, og er það að sjálfsögðu hún, sem aðalábyrgðina ber á þessum hækkunum. 1 verðlagsnefnd greiddi Guðmundur Hjartarson einn atkvæði gegn hækkuninni. Vert er að geta þess, að fulltrúi Framsóknar greiddi hækkuninni atkvæði sitt. og mætti það verða væntanlegum kjósendum Jóns Skaftasonar til nokkurrar um- hugsunar. Sérálit Einars Ögmundssonar í Skipulagsnefnd fólksflutninga er á bessa leið: „Vegna þeirra stórkostlegu hækkana fargjalda.sem tillögur sérleyfishafafélágsins, sem liggja fyrir Skipulagsnefnd gera ráð fyrir og þó sérstaklega á leið- inni Reykjavík — Hafnarfjörð- ur og Reykjavík — Keflavík, þar sem um er að ræða allt að 24% hækkun og ekki liggja fyrir að mínum dómi nauðsynleg gögn til rökstuðnings, svo sem hver rekstrarafkoma og sætanýting leiðanna hefur verið á tímabil- inu milli fjargjaldahækkana, tel ég ekki unnt fyrir Skipulags- Bæjarhús að Stóra-Vatns- skarði brunnu til grunna Bærinn að Stóra-Vatnsskarði í Seyluhreppi í Skagafirði brann til kaldra kola í fyrrinótt. Fimm manns björguðust naumlega út á nærklæðunum og mátti ekki tæpara standa. Fjórir. slösuðust á höndum og fótum, þegar þeir fóru út um brotna glugga og einn var þegar fluttur á sjúkrahúsið á Sauðárkróki. Ungir gleðimenn áttu þarna leið fram hjá á fjórða tímanum um nóttina á bifreið og voru að koma af Húnavökunni á Blöndu- ósi. Sáu þeir eldslógann upp úr þakinu. Þeir urðu fyrstir varir við eldinn utan úr sveitinni. Fólkið á bænum hafði þó orðið vart við eldinn og gert tilraun að hringja neyðarhringingu á næstu bæi en brugðið of seint við þvJ síminn var orðinn óvirk- ur. Á síðustu stundu tókst því að bjargast út á nærklæðunum ! Límdu nazis taslagorð á glugga ■/sapjmrÆ&'A og fjórir slösuðust eins og fyrr segir. Þarna bjuggu þrjú systkini: Benedikt Pétursson, Kristín Pét- ursdóttir og hálfbróðir þeirra Árni Árnason. bróðir Jóns Árna- sonar, bankastjóra. Þá voru þarna einnig til heimilis Bene- dikt sonur Benedikts Pétursson- ar og Ólafur Pétursson frá Álftagerði og rak hann tamn- ingastöð fyrir hesta ásamt Bene- dikt yngra. Karlmennirnir skár- ust meira og minna við útgöngu og þó Benedikt yngri mest og var hann fluttur á sjúkrahúsið á Sauðárkróki. Sjúkrabifreið kom kl. 7 um morguninn frá Sauðárkróki og sótti þrennt, sem var minna slasað. Slökkviliðið frá Sauðárkróki kom á vettvang kl. 10 um morg- uninn og slpkkti í rústunum. Bæjarhúsin munu hafa verið vá- tryggð hjá Brunabötafélagi fs- lanls, en ekki er vifcað um inn- anstokksmuni. — J.Þ.Þ. Alþingi lýkur störfum — þinglausnir í dag Alþingi er nú að ljúka störf- um og munu þinglausnir fara fram í dag. Síðustu deildafundir fóru fram í gær. og voru á þeim fundum afgreidd sem lög frá Alþingi nokkur mikilvæg mál. Frá efri deild voru afgreidd heimildarlög um tækniskóla og breytingar á lögum um skemmt- anaskatt og þjóðleikhús. Neðri deild afgreiddi m.a. tollskrána, lög um almenningsbókasöfn, breytingar á lögum um tekju- stofna sveitarfélaga o. fl. Við fundarlok kvöddu forset- ar deildanna, Sigurður Ó. Ólafs- son (efri deild) og Jóhann Haf- stein (neðri deild), þingmenn þökkuðu þeim gott samstarf og árnuðu þeim heilla. Fyrir hönd þingmanna tók til máls í efri deild Ólafur Jóhannesson en í neðri deild Lúðvík Jósefsson. Þökkuðu þeir forsetum hlý orð í garð þingmanna. lipurt sam- starf og árnuðu þeim heilla. Þingmenn risu úr sætum og tóku unlir þessar árnaðaróskir. ÆFR Skrifstofa Æskulýðsfylkingar- innar er opin frá kl. 7—9 á kvöldin, laugardaga frá kl. 3—5. « Stjórnin. Félagsheimilii ÆFR er opið öll kvöld vikunnar. Drekkið kvöld- kaffi i félagsheimilinu. Klcin- urnar eru komnar. Stjórnin. I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.