Þjóðviljinn - 20.04.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 20.04.1963, Blaðsíða 10
« pmimLimtf pfrWléÍi^ ^‘íirnYný IWw5«Wwö®f W' PW1® GWEN BRISTOW: jr I HAMINGJU LEIT Garnet kinkaði kolli og hann kom með slopp. Nú var hún á fótum smástund á degi hverjum. Risinn gekk með henni fram og aftur og studdi hana með sterk- um örmum, unz hún varð fær um að ganga ein og óstudd. Hún var orðin mikta styrkari, en hún varð fljótt hreytt og fór snemma í rúmið. Þegar hún sofnaði fóru Risinn og Florinda inn í hitt herbergið og hann færði henni kvöldmat neðan úr eldhúsinu. Florindu bótti gaman að tala við hann. Hann hafði alizt upp meðal veiðimanna og bekkti ekki annað en allra óbrotnasta líf í Kalifornlíu, og hann var svo óreyndur á veraldarviisu að Florindu bótti það öldungis furðulegt. Hann hafði aldrei komið í banka eða réttarsal og einu vitneskjuna um slíkar og aðrar stofnanir hafði ha-nn frá bandarískum vinum sínum. En hann var skynsamur og vel gerður og kunni ekki að hræsna. — Þú kemur mér alltaf á óvart. sagði Florinda við hann. — Þegar ég heyri þig tala, veit ég ekki hvort ég á að hlæja eða gráta. — Þú grætur áreiðanlega ekki, Hárgreiðslan P E R M A. Garðsenda 21, sími 33968. Hárgreiðslu. og snyrtistofa Oömur, hárgreiðsla við allra hæfi. TJARNARSTOFAN, Tjamargötu 10. Vonarstræt- ismegjn Simi 14662 Hárgreiðslu- og snyrtistofa STEINU OG DÓDÓ. Laugavegi 11. sími 24616. Hárgreiðslustofan S Ó L E Y Sólvailagötu 72 Sími 14853 HárgTeiðslustofa AUSTURBÆJAR fMaría Guðmundscóttirj Laugavegj 13 sími 14656. Vuddstofa á sama stað sagði Risinn. — Þú grætur aldrei. Hann horfði íhugandi á hana. — Af hverju grætur þú aldrei, Ftorinda? spurði hann. — Aulinn þinn, af hverju ætti ég að. gráta? — Ég veit það ekki, sagði Ris- inn. — En það er ekki hollt að loka sér svona eins og þú gerir. — Æ, vertu ekki að því arna, sagði Florinda. Hún hló reyndar að honum, en hún talaði frjálslegar við hann en flesta aðra. Eitt kvöldið sagði hún honum frá norska sjó- manninum sem var faðir henn- ar. Risinn komst í uppnám. Flor- inda sagði kaldhæðnislega, að ef hann hefði kynnzt lífinu eins vel og hún. þá hefði hann ekki orðið eins hissa. Fjölmargir karlmenn væru erkiþorparar og fjöldi barna ólst upp án þess að neinum þætti vænt um þau. — Engum? sagði Risinn. Hann hugsaði sig um og svo sagði hann: — En móður þinni, henni þótti vænt um þig? Florinda h«gsaði sig líka um andartak. — Ekki svo mjög að það kæmi að sök. Jú, reyndar, henni þótti vænt um mig á sinn hátt — ég var það eina sem hún átti — en ég var svo lík hon- um. Ég man eftir því frá þvi að ég var kornung, að hún tók stundum um axlir mér og starði á mig, rétt eins og hún tryði naumast sínum eigin augum.. — Og þótt þér það leiðinlegt? — Já, stundum. Mér þótti leitt að ég skyldi vera barn sem hún óskaði ekki eftir, í stað þess að vera karlmaðurinn sem hún þráði. Ég skammaðist mín næst- um fyrir að vera svona lík hon- um, fyrst ég gat ekki verið hann. Risinn velti þessu fyrir sér. — Er það þess vegna sem þú skoðar þig svona oft í speglin- um? spurði hann. — Ég skoða mig í speglinum vegna þess að mér geðjast að þvi sem ég sé, kjáninn þinn. Hvað er það annars sem þú átt við? — Ég á við það. sagði Risinn, — að móðir þín sagði að þú liktist pabba þínum og hún sagði líka að hann væri vond- ur maður. Þú skammaðist þín að vissu leyti fyrir útlit þitt. En seinna þegar fólk hafði orð á þvi að þú værir falleg, þá varðstu undrandi og giöð og það ertu ennþá. Florinda seti stút á munninn. — Ég veit svei mér ekki. Kann- ski. Svo yppti hún öxlum og hló að honum. — Það er skoll- ans sama hvaðan fésið mit er sprottið, ég er ánægð með það, sagði hún og bætti við: — þvi að ég er bráðfalleg, skal ég segja þér. — Jú, sagði Rrisinn,'— Þú ert | ljómandi falleg. Hann sagði þetta á ópersónulegan hátt, rétt ejns og hann væri að tala um landslag. Hún hló enn að hon- um. Nokkrum kvöldum seinna sagði Risinn henni, að sig langaði til að fara til Rússlands aftur. Hann ætlaði bráðlega að fara þangað á einu af skinnaskip- unum, sagði hann. — Áttu við að þú ætlir að setjast þar að? spurði hún. — Ég veit það ekki, sagði Rsinn. Kannske kann ég ekkí við mig þar. En mig lang- ar til að sjá landið aftur. — Það hlýtur að verða þér framandi? 1 — Jú, mjög framandi. Ég fór þaðan þegar ég var átta ára. Nú er ég tuttugu og sjö. Það er langur tími. Florinda drakk súkkulaðið sem hann hafði komið með úr eldhúsinu. — Manstu vel eftir Rússlandi? spurði hún. — Jú, að vissu leyti, en það er sjálfsagt margt sem ég man ekki. Ég man eftir hríðarbylj- unum og húsinu okkar í sveit- inni og húsinu í Pétursborg. Og ég man eftir mömmu minni. f flöktandi Ijósinu var andlit hans alvariegt og sælt og fjólu- blá augun voru fjarræn og dreymandi. Florinda brosti þegar hún setti frá sér bollann. — Þú segir þetta þannig að móðir þín hlýtur að hafa verið indæl manneskja. — Það var hún. Hann brosti líka. —• Hvernig leit hún út? — Hún var hávaxin og hún var með dökkblá augu og ljóst hár. Ég man eftir henni síðan ég var lítill og hún kom inn í herbergið mitt til að bjóða góða nótt Hún og pabbi fóru oft í veizlur. Þau voru kát og úti var mikill snjór sem lýsti í bjarmanum frá gluggunum. Hún var vön að beygja sig yfir rúmið mitt og hún var með hvít skinn og gimsteina í hár- inu og af henni var indæll og hlýr ilmur. Þegar hún kyssti mig, fann' ég hvita loð- skinnið snerta vanga minn. — Mikið er þetta fallegt! Það var tregi í rödd Florindu. — Segðu mér meira frá henni. Hvenær dó hún? — Þegar ég var fjmm ára. — Var hún lengi heilsulaus? — Heilsulaus? Hún var aldrei veik. Hún reið öllum þeim hestum sem aðrir þorðu ekki á bak, og hún ók sínum eigin sleða í hríðinni. Hún kom oft inn með rósir 5 kinnum og snjóflygsur á fötunum, og hún tók mig upp og hélt á mér, hún var sterk og hún hló mikið og ég hió líka. því að fötin henn- ar voru svo köld og þegar hún þrýsti mér að sér voru vang- ar hennar svo heitir. Af hverju heilsulaus? — Þú sagðir að hún hefði dáið ung, þess vegna purði ég. — Hún fórst þegar hún var að ríða trylltum hesti. Enginn maður gat setið hann, en hún var sannfærð um að hún gæti það. Hún hafði svo oft gert það. Hún stökk á bak, og þeir heyrðu hana hlæja, þegar hann þeysti af stað með hana og pabbi hló líka. Hann var viss um að hún gæti setið hestinn, en í þetta skipti tókst það ekki. Þeir heyrðu hana reka upp hljóð. það var allt og sumt. Þeir fundu hana þar sem hann hafði fleygt henni af baki. — Mikið er þetta hræðilegt. — Ekki fyrir hana, Florinda. Það var hræðilegt fyrir pabba og mig og alla sem elskuðu hána. En ekkj fyrir hana. Þann- ig hefði hún viljað hafa það. i Við hljótum öll að deyja, það er ekki svo slæmt. Það er gott að deyja, þegar maður er að gera það sem manni þykir skemmtilegt og er ekki hrædd- ur. Það væri slæmt að deyja hræddur. Florinda brosti til hans dá- lítið ringluð. — Þú hefur varla hugsað svona þegar þú varst fimm ára. Hver hefur sagt þér þetta? •— Faðir minn. — En þú sagðir að þetta hefðj verið hræðilegt fyrir hann. Hvemig gat hann litið þannig á þetta? — Hann var alveg einstakur ejns og hún, sagði hann, — og jafn hugrakkur. Hann tók mig Erlend tíðindi Framhald af 6. síðu. farin ár hafa bandarísk fyrir- tæki flutt úr römönskum Ame- ríkulöndum gróða sem nemur hærri fjárupphæðum en ný fjárfesting þeirra á sama tíma í þessum ríkjum. Blóðpeningar frá Rómönsku Ameriku fylla vasa fleiri en Trujillo-fjölskyldunnar. A einhverju frjósamasta svæði jarðar býr meirihluti fólksins við stöðugan næringarskort. Um og yfir helmingur fiestra þjóða á þessum slóðum fer á mis við alia fræðslu. Bama- dauði er gxfurlegur, en þó hef- ur útbreiðsla nútíma heilbrigð- ishátta dregið það mikið úr honum að mannfjölgunin er sú mesta sem nú þekkist á byggðu bóli. Munnum sem metta barf fiölgar því ört, en matvæla- framleiðsla vex hversi nærri að sama skapi. Veldur því einkum lénskt landeignarfyrir- komulag, víða er helmingur til tveir briðju ræktanlegs lands í eigu stórjarðeigendastéttar sem ekki telur nema eitt eða tvö prósent þjóðanna. Þegar við bætist. að mikið af beirri iðnvæðingu sem á sér stað hef- ur á sér einkenni versta- ráns- kapítalisma. er ekki furða bótt þessi bjóðfélög ólgi af umbrot- um. bvlting sé sífellt yfirvof- andi. Bandalag innlendra auð- stétta við bandariska hringa- valdið veldur því hvemig kom- ið er, og nú segist Kennedv ætla að kippa öllu í, lag með bví að gera blinda arðræningja í einu vettvangi að upplýstum velferðarfrumkvöðlum með töfrasorota Framfarabandalags- ins. Hætt er við að fleiri en kúbanskir gaenbyltingarmenn komist brátt að raun um að u.ndirskrift Bandaríkjaforseta á hátíðlegum plöggum getur verið harla lítils virði. M.T.ri. Almannavarnir Framhald af 8. síðu. íbúafjölda. Það er því augljóst að með hinu ævintýralega og áhrifaríka framtaki sínu hafa Njósnarar friðarins sýnt fram á að allt hjal ráðamanna i Vestur-Evrópu og víðar um „almannavamir" er helber blekking, ætluð til þess að slá ryki í augu almennings og leyna þeim ógnum sem rriann- kynsins bíða ef ekki verður látið af hinum brjálæðislega k j amorku vígbúnaði. öldin fullkomin. Hvað ertu eiginlega að pípa- Við værum svo yndislcgt par, Þú en ekki þér. ef ckki væri eitt að. Iivað er það. SKOTTA Hann þarf ekki að skiija eftir röð af smánöglum í sófanum. Á skíSum um páskana Framhald af 5. síðu. Um næstu helgi verður hald- ið áfram innanfélagsmóti Ár- manns, og verður keppt í svigi. 1 Skálafell 1 skíðaskála KR í Skálafelli voni um 40 fastagestir alla páskahelgina. Ennfremur komu margir þangað í heimsókn skemmri tíma, en jeppum var fært alla leið að skálanum. Skíðafæri er sæmilegt og á- gætt efst uppi í Skálafelli, en þangað er hægt að aka á bíl- um. Um næstu helgi áforma KR-ingar að halda innanfé- lagsskíðamót í Skálafelli, en þar mun hafa snjóað nokkuð í þessari viku. Víkiingsskálinn Fjölmenni var einnig í skíða- skála Víkings og dvöldust þar 70—80 manns. Skíðaáhugi fer mjög vaxandi hjá Víkingi. Snjór var enginn í námunda við skálann, en hinsvegar gott skíðafæri í Innstadal, en þang- að er hálfrar stundar gangur frá skálanum. Þarna héldu Víkingar hið árlega páska- skíðamót sitt. og voru kepp- endur um 20. Keppt er um silfurbikar. Farið verður í Víkingsskálann um næstu helgi, Hamragil Margir gestir komu í hinn nýja skíðaskála IR um páska- helgina. 30 fastagestir voru alla dagana, og margir lögðu leið sína þangað uppeftir, enda er bílfært að skálanum. Fjöl- mennast var á páskadag. Skíðafæri er uppi á Skarðsmýrarfjalli, og einnig var farið í Innstadal. NÚTÍMAMAÐURINN Á VEGAMÖTUM nefnist erindi sem Júlíu! Guðmundsson flytur í Aðventkirkjunni sunnudaginn 21. apríl kl. 5 e.h. Karlakvartett syngur. Einsöngvari: Jón H. Jónsson. ALLIR VELKOMNIR. Vélritunarstúlka óskast hluta úr degi. — Kaup eítir sam- komulagi. TRÉSMIÐAFÉLAC REYKJAVIKUR. Símar 14689 og 15429. BYGGINGAFÉLAG VERKA- MANNA f REYKJAVfK Til sölu 2ja herb. íbúð í 1. byggingaflokki og 3ja herb- íbúð í 4 byggingafjokki Þeir félagsmenn, sem vilja neyta félagsréttar, sendi um- sóknir sínar í skrifstofu félagsins, Stórholti 16, fyrir 26. þ.m. STJÓRNIN.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.