Þjóðviljinn - 20.04.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 20.04.1963, Blaðsíða 12
 . ■ '&' 'st; Vöruskemma ai rísa á Crandagaríi Hafin er nú bygging mikillar vöruskemmu sem Eimsktipafélag Islands lætur reisa á Grandagaröi og tók ljósmyndari Þjóð- viljans þessar myndir af þeim framkvæmdum í gær. A stærri myndinni sjást burðarsúlui úr steini sem veriö er að reiisa en maðurinn á minni myndinni fylgist með því í þar til gerðum kíki, aö súlurnar séu rétt settar niður. Vöruskemma þessi verður mikil byggiing og þrengist mjög um alla umferð þarna þegar hún er risin upp. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.), Þjóðleikhúsið frumsýnir í miðjum maí „T rúbadúrinn"; óperuna víðkunnu eftír G. Verdi Síðasta verkefni Þjóðleikhúss- ins á þessum vetri er óperan Trúbadúrinn eftir Verdi og verður hún væntanlega frum- sýnd 11. eða 12. maí. Þetta er þriðja Verdi-óperan sem Þjóðleikhúsið sýnir, en áður I dag kemur í bókabúðir nýtt tímarit og nefnist Jörð. Rit- stjórar eru tvcir ungir háskóla- stúdentar, þeir Þorsteinn Gylfa- son og Sverrir Ilólmarsson, en Helgafcll sér um útgáfu. Ritinu er cinkum ætlaö að fjalla um bókmenntagagnrýni, en hana telja ritstjórarnir ungu í hinni mestu niðurlægingu á Iandi hér. í upphafsorðum kveðast rit- stjórar ekki munu bera vits- muni ó borð fyrir lesendur — að svo miklu leyti sem slíkt lýsi sér í ákveðinni afstöðu til allra hluta og reiðum svörum við hverri spurningu. Báðir stunda ristjórarnir nám við heimspekideild Háskólans, og lýsa svo andrúmslofti þeirrar stofnunar. að þar sé þorra nem- enda tamara að tala um brenni- vín en bækur, en kennarar ræði meir um kaup sitt en vísindi. Brugðið er upp hrollvekjandi mynd af stúdentafundi um bók- menntir og listir, þar sem „fífl hafi steðjað í stólinn og þvælt hefur það sýnt Rigoletto og La Traviata, sem var reyndar fyrsta óperan sem leikhúsið glímdi við. Trúbadúrinn verður 17. óperan sem sett er á svið í Þjóðleik- húsinu, en auk þeirra hafa er- lendir óperuflokkar komið fram um allt annað en yfirlýst efni umræðnanna“. Ljótt er ef satt væri, og er nokkur vorkunn að ritstjóra fýsi að hreinsa and- rúmsloftið með skynsamlegum rökræðum um vandamál bók- menntagagnrýni og meginreglur hennar. Um tímaritið er það annað að segja, að Helgafellsháttur verð- ur hafður á útgáfunni, og er ekki vitað. hvenær næsta heft- is er að vænta. Ritstjórar þakka séra Birni O. Björnssyni fyrir að hafa látið þeim í té nafnið á hinu forna tímariti sínu. Einnig er Ragnars Jónssonar, sem að sögn þeirra félaga er jafnt kenndur til smjörlíkis og menn- ingarmála, vinsamlega getið. Tímaritið Jörð kostar 35 krón- ur. Efni þess er sem hér segir: Upphafsorð, Vísa Hildar Hrólfs- dóttur, Sweeney á meðal næt- urgala, Einkennilegir menn. Die kunst ist lang. . . , Stund og staðir, Aðventa og Lokaorð. Rit- stjórar merkja ekki greinarnar nafni og gefa þá skýringu á, að hvor hafi hjálpað öðrum. á sviði þess. Hundrað og tíu ár eru nú lið- in síðan þetta ástríðumikla verk Verdis var frumflutt og hefur það allar götur síðan verið í tölu vinsælustu verkefna óperu- leikhúsa. Leikstjórinn er sænskur, Lars Rönsten, og hefur hann starfað við Stokkhólmsóperuna síðast- liðin átta ár og sett þar á svið um tuttugu óperur — nú síð- ast Sælueyna eftir Hilding Ros- enberg. Hann hefur einnig sett þrjár óperur á svið fyrir Kon- unglega leikhúsið 1 Kaupmanna- höfn. Lars Rönsten kom til lands- ins á miðvikudagskvöld og er þegar tekinn fil starfa og lízt mætavel á þær íslenzkar raddir sem senn hljóta að túlka spánsk- ar fimmtándualdarástríður á sviði Þjóðleikhússins. Hann hef- ur sagt frá því, að í haust muni hann setja á svið Aídu fyrir Stokkhólmsóperuna og verður sú sýning gerð í tilefni hundrað og fimmtíu ára ártíð- ar Verdis sem verður minnzt þann tíunda október. Hlutverkum verður svo skipt, að Luna greifa syngur Guð- mundur Jónsson, og Leonoru syngur Ingeborg 'Kjellgren, sem kemur frá Stokkhólmsóperunni eins og leikstjórinn, en þar hef- ur hún sungið síðastliðin átta ár að tveim árum undanskyldum er hún vann við óperuna í Köln. Sígaunakonuna Azucenu syngur Sigurveig Hjaltested, með hið erfiða tenórhlutverk Manricos fer Guðmundur Guðjónsson, Jón Sigurbjörnsson syngur Ferrando og Svala Nielsen Ines. Það hafði verið búizt við því að William Framhall á 3. síðn. Jöri—nýtt tímarit um gagnrýni bóka -100% -75% -50% -25% Hægt og bítandi sig- ur þetta í áttina. í gær bættust okkur ellefu þúsund af þessum þrjá- tíu sem okkur vantar fyrir sunnudaginn og þurfum við því að fá nítján þúsund lágmark í dag. Við höfum und- anfarna daga feng- ið sendingar frá Siglu- firði, Hveragerði, Sel- fossi, ísafirði, Akra- nesi, Keflavík, Hafnar- firði og sveitum Árnes- sýslu og Borgarfjarðar- sýslu og flytjum við styrktarmönnum okkar þar beztu þakkir. Við vonumst eftir því að fleiri staðir bætist í hópinn á næstu dögum og að enn fleiri taki þátt í styrktarmanna- kerfi okkar. í Reykja- vík og Kópavogi er orð- inn all vænn hópur manna sem hefur lagt okkur lið, en betur má ef duga skal. Gerum daginn í dag að virkilegum sigur- degi. Náum settu marki. — Skrifstofan er opin frá kl. 10—12 f.h og kl. 1—4 e.h. að Þórs- götu 1, 2. hæð. — Súl- an er í 41%. Laugardagur 20. apríl 1963 — 28. árgangur — 89. tölublað. Framvariasveitir íhaldsins í vígahug imsh «aíriH iflázRMvmifl Nýnazistar um alla Vestur- Evrópu munu sjálfsagt láta eitt- hvað á sér kræla í dag 20. apríl í tilefni afmælisdags Adolfs Hitlers. í gær fóru t.d. á kreik hér í Reykjavík framvarðasveit- ir íhaldsins — unglíngar þeir (margir hverjir tengdir Heim- dalli, félagi ungra íhaldsmanna) sem æstastir eru í „baráttunni gegn kommúnismanum“ og límdu á gluggarúður víða í borg- inni miða eins og þann sem myndin er af hér fyrir ofan. Hefur bersýnilega nokkru fé verið til þessa fyrirtækis kost- að, því að á miöana, sem eru límbornir öðrum megin, hefur verið prentað ekki einungis með venjulegri prentsvertu heldur og rauðum endurskiinslit. Borgarbókasa!nið fjörutíu ára I gær voru liðin 40 ár frá stofnun Borgarbókasafns Reykja- víkur og var fréttamönnum og nokkrum öðrum gestum boðið af því tilefni til kaffidrykkju í húsakynnum safnsins að Þing- holtsstræti 29A. Borgarstjóri ÍGeir Hallgrímsson. bauð gesti vel- komna og rakti stuttlega til- drög að stofnun safnsins og þakkaði borgarbókaverði, Snorra Hjartarsyni, svo og öðru starfs- liði safnsins vel unnin störf í þágu þess á Iiðnum árum. Að lokum sýndi borgarbókavörður gestunum húsakynni safnsins. Borgarbókasafn Reykjavíkur tók til starfa 19. apríl 1923. 1 fyrstu nefndist það Alþýðubóka- safn Reykjavíkur, en érið 1936 var nafninu breytt í Bæiarbóka- safn Reykjavíkur og hét það svo til áramóta 1961—1962, en nú- verandi nafn var tekið upp sam- kvæmt ákvörðun borgarstjómar um heiti borgarstofnana. Fyrstu árin var safnið til húsa á Skólavörðustíg 3, en seint á árinu 1928 flutti það í Ingólfs- stræti 12. þar sem það starfaði Syningar í Tröð I kaffihúsinu Tröð hefur verið opnuð sýning á níu myndum eftir Ásgrím. Jónsson allar i einkaeign. Forstöðumenn Traðar hafa skýrt blaðamönnum frá þvi, að þeir ætli að gera sýningar að föstum lið i rekstri staðarins, og verður skipt um sýningu á hálfs mánaðarfresti. Mun Knútur Bruun sjá um sýningarnar Sýn- ingunum verður hagað með ýmsu móti — þar verður bæði eldri list og svo kynningar- og sölusýningar á verkum yngri listamanna. Meðal þeirra sýninga sem á dagskrá eru er ein sem heitir „íslenzkt silfur og gull“ en þar verða sýndir íslenzkir silfurmunir frá fyrri t.ímum og ný silfur- og gullsmíði eftir 3-5 núlifandi menn, og hefur Jó- hannes Jóhannesson verið Bruun til ráðuneytis um undii'búnins Þess er og getið að sýningun- um er fyrir komið eft.ir kerfi er Sveinn Kjarval hefur fundið upp og hann kallar Islandia. en bað gerir uppfestingu alla mjög fljó'- lega og skilur þar að auki ekki eftír 'f-rksummerki á veggj- um hússins. nær hálfan þriðja áratug. 1 árs- byrjun 1954. tók aðalsafnið til starfa i núverandi húsakynnum í Þingholtsstræti 29A. Lestrarsalur fyrir fullorðna hefur verið starfræktur frá upp- hafi, en fyrsta barnalesstofan tók til starfa árið 1924. Barnales- stofur eru nú sex talsins. Fjórar þeirra eru i bamaskólum og eru einungis opnar þann tíma árs- ins, sem skólamir starfa. Eru þær í Austurbæjarskóla. Miðbæj- arskóla. Laugamesskóla og Mela- skóla. Tvær yngstu lesstofurnar sru í útibúum safnsins i Hólm- garði og við Sólheima. og eru þær opnar allan ársins hring. ■ Auk aðalútlánadeildar safnsins [ Þingholtsstræti eru nú start- rækt þrjú útibú. bar sein börn og fullorðnir geta fengið barkur að láni. Utibú I var stofnað árið 1934 og starfaði fyrst í Austurbæiar- skóla. en flut.ti í eigið húsnæði í Hólmyarði 34 í apríl 1957. Framhald á 2 síðu Reykiavíkux Fundur i öllum deildum uæst- komandi mánudagskvöld. For- ntannafundur kl. 6 í dag síð- degis. Sósíalistafélag Reykja- víkur. Fósírur sýna Rauðu blöðruna Nemendasamband Fóstruskól- ans gengst fyrir kvikmyndasýn- ingu i Austurbæjarbíó á morg- un og hefst svningin kl. 1.30. Fóstrurnar eru hér með ný- breytni á ferðinpi og munu halda uppi stöðugum sýningum á næstunni og eru þær ætlaðar fyrir vngsta fólkið og munu þó ungir sem gamlir hafa 'gaman af myndunum Að þessu sinni verður svnd franska kvikmyndin „Rauða blaðran“ og verður sagan lesin upp áður en sýning hefst. Miðasala verður i dag i Aust- urbæjarbíói og er verði stilix i hóf. Sagan og myndir úr kvik- mvpri:--; hafa birzt að undan- förnu í Óskastund Þjóðviljans.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.