Þjóðviljinn - 20.04.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 20.04.1963, Blaðsíða 7
Laugardagur 20- apnl 1963 P1O0V1LHNN Framfarabandalag í afturför Skrifuð orð verða enn sfður aft- ur tekin en þau töluðu. £>etta fær Kennedy Bandaríkja- forseti óspart að reyna um þess- ar mundir. Fyrst átti hann yfir höfði sér birtingu ókurteislegra athugasemda um forsætisráð- herra Kanada, sem honum varð á að festa á blað en starfsmenn hans glopruðu því síðan i hend- ur Kanadamönnum. Varla var sú hætta afstaðin þegar kúbansk- ir gagnbyltingarmenn tóku að hóta því að birta gögn sem sýndu að Kennedy hefði svik- ið hátíðlega gefin og sk.ialfest heit sín við þá. Kanadiska Kennedy-plaggið er varla nema skrítla. 1 nýafstaðinni kosn- ingabaráttu létu stuðningsmenn Diefenbakers fráfarandi for- sætisráðherra það berast út, að hann hefði í fórum sínum bandarískt stjórnarskjal frá fyrsta fundi forustumanna grannríkjanna. Á spássíur þess hefði Kennedy skrifað ýmis- legt, og meðaí annars kallað Diefenbaker tíkarson. Embætt- ismenn utanríkisráðuneytisins í Washington viðurkenndu að skjal af þessu tagi myndi hafa gleymzt í fundarherbergi í Ottawa fyrir tveim árum, en varð að þeirri von sinni að Diefenbaker myndi stilla sig um að birta það, enda þótt að- þrengdur væri eins og kosn- ingaúrslitin sýndu. Skriflegt loforð Kennedy um bandaríska aðstoð við árás- ir gagnbyltingarmanna á Kúbu er alvarlegt mál. Þegar Sovét- stjórnin féllst á að flytja frá ans í Vestur-Indium. Vöktu þessar ráðstafanir sára gremju gagnbyltingarmanna, sem hóta nú að hefna sín með þvi að stimpla Bandaríkjaforseta svik- Eftir ófarir innrásarliðsins í Svínaflóa fylltist Banda- ríkjastjóm ótta við að bylting- aralda myndi flæða um Róm- önsku Ameríku, og setti fram í skyndi tillögur um svonefnt Framfarabandalag, nokkurs konar Marshalláætlun fyrir ríki Suður- og Mið-Ameríku. Yfir- lýstur tilgangur bandalagsins er að stuðla að efnaihagslegum framförum, þjóðfélagsumbótum og lýðræðislegum stjórnarhátt- um frá Mexíkó til Eldlands með bandarískum fjárframlög- um. Reynslan af Framfara- bandalaginu til þessa er væg- ast sagt með endemum. Síðan það kom til sögunnar hafa afturhaldsklíkur herforingja hrifsað völdin í hverju ríki Rómönsku Ameríku á fætur öðru, ýmist til að ógilda úrsUt kosninga sem þeim voru ekki að skapi, ÓMk - bf; i' ‘ ArgtjrttíiiU' og Perú, eða til að hindra að kosningar færu fram, eins og nú nýskeð í Guatemnla. I Arg- klíkum Rómönsku Ameríku undir handarjaðri Bandaríkj- anna eiga sér engin takmörk. Bandarískt herlið og fjármagn lyfti Leonidas Trujillo til valda í Dominikanska lýðveldinu. sem hann stjórnaði í þrjá ára- tugi að hætti miðaldarharð- stjóra. Trujillo fór með ríkið eins og gróðafyrirtæki f þágu fjölskyldu sinnar. Víðfræg varð námsdvöl Ramfis sonar hans við einn æðsta herskóla Bandarríkjanna. Litlar sögur fóru af námsafrekum Trujillo yngra, en örlæti hans við Hollywoodstjörnur eins og Kim Novak og Zsa Zsa Gabor varð bandarískum æsifréttablöðum mikið írásagnarefni. Á einu ári tókst honum að eyða í veizlur og gjafir til fylgikvenna sinna ámóta upphæð og Dóminik- anska lýðveldið naut í hernað- ar- og efnahagsaðstoð frá Bandaríkjunum, einni milljón dollara. Þegar Trujillo gamli var loks myrtur vorið 1961, tók Ramfis forustuna fyrir fjöl- skyldunni. Fyrsta verk hans var að láta handtaka og pynda sex tugi kunnra 'stjórnarand- stæðinga. Aðeins einn þeirra. læknir að nafni Duran, slapp lifandi. Honum segist svo frá: ..Ramfis lét safna maura- búum á trjánum og varpa þeim inn í fangaklefana, þar sem tryllt skorkvikindin réðust á ‘ nakta líkami hlekkjaðra fanganna.“ Eftir langvarandi sult var einum fanganna bor- inn kiötréttur með hrfsgrjónum. Fjöldafundurn og hópgöngum cins og þeirri sem m yndin sýnir beitti almcnningur í Dominikanska íýðveldinu til að losna við yfirráð Trujillo-fjiiskyldunnar. Synir og ekkja einræðisherrans þrauk- uðu þó þangað til þeim hafði unnizt tími tll að láta greipar sópa um fjárhirzlur ríkisins. Kúbu þær eldflaugar sínar sem dregið gátu til Bandaríkjanna, lofaði Kennedy því á móti að stjórn sín skyldi ekki framar stuðla að hernaðaraðgerðum gegn Kúbu eins og innrásartil- rauninni í Svínaflóa vorið 1961 Eftir að kúbanskir gagnbylt- ingarmenn tóku að skjóta af hraðbátum á sovézk skip á sigl- ingu við Kúbu eða í kúbönsk um höfnum, hermdi sovét- stjórnin þetta loforð upp á Kennedy. Var gefið í skyn að sovézkum kaupförum yrði veitt herskipavernd, ef árásum á þau væri ekki hætt. Við sov- ézku mótmælin hófst Banda- ríkjasríóm handa, kyrrsetti for- ustumenn árásarsveita gagn- byltingarmanna í Miami og geröi hraðbáta þeirra og vopn i—'æk með aðstoð brezka flot- entínu ríkir látlaust ófremdar- ástand, herforingjaklíkur berj- ast um völdin og hefur hvað eftir annað legið við borgara- styrjöld. Gömlu einræðisherr- arnir, Stroessner í Paraguay, Duvalier á Haiti og Somoza- fjölskyldan í Nicaragua, sitja sem fastast í valdasessi. t Venezuela hafa uppreisnartil- raunir verið tíðar og f Kólum- bíu geisar látlaus skæruhern- aður í afskekktum héruðum Nýlega lýsti Brizzola fylkis- stjóri, mágur Goularts Brasilíu forseta, yfir að hægri öfl i landinu undirbyggju uppreisn gegn hægfara umbótastjórn forsetans. Villimennskan og spillingin sem dafnað hafa hjá valda- Frá einni uppreisninni í Venczucla. Barizt á g ötum flotasíöðvarinnar Puerto Cabello. Stjórnar- hermenn hlaupa í skjól framhjá líkum fallinna fclaga sinna. Þegar banhungraður maðurinn hafði neytt fæðunnar, báru böðlarnir fram á fati höfuð sonar hans og fræddu hann á því að hann væri að enda við að snæða hold afkvæmis síns Um stund tókst Ramfis pg bræðrum hans að hanga við völd, og tímann notaði fjöi- skyldan til að tæma ríkissjóð inn og koma öllum fjármunum sem hönd á festi úr landi. Þeg- ar hyskið loks sá sitt óvænn. og flýði land átti það um 25li milljónir dollara faldar í bönk um í Kanada, Sviss, Frakk- landi og á Spáni. Voru fjár flutningarnir rækilega raktir nýlega í grein f þýzka frétta- tímaritinu Spicgel, eftir að einn af aðstoðarmönnum Trujillo- fjölskyldunnar leysti frá skjóð- unni er hann var svikinn um erfiðislaunin. Dóminikanska lýðveldið ar hróplegasta dæmi síðari ára um ránskap og grimmd yf- irstéttarinnar í Rómönsku Ameríku, en flest ríkin sem til hennar teljast eiga sammerkt um að fámennar klíkur er- lendra auðmanna féfletta ör- bjarga almenning. Á þessu kveðst Kennedy ætla að ráða bót með Framfarabandalaginu, koma á umbótum sem afstýri því að byltingar eins og sú a Kúbu endurtaki sig. En þetta j er hægara sagt en gert. Lýð- : ræðislegir stjórnarhættir hljóta í þessum löndum að jafngilda byltingu, og jafnan þegar for- réttindi yfirstéttarinnar eru : hættu getur hún reitt sig á stuðning Bandaríkjanna. Árið 1954 stóðu Bandaríkin að inn- rás í Guatemala til að steypa vinstrisinnaðri.. stjórn, seni hugðist skipta lendum banda- ríska auðhrjngsjns United fruit milli jarðnæðislausrar alþýðu. Enn á ný hefur herinn hrifsað völdin i Guatemala og Time fullyrðir að Kennedy hafi verið með í ráðum um valda- ránið til að afstýra því að Arévalo yrði kjörinn forseti á ný, en hann var fyrirrennari Arbenz þess sem hrakinn var frá völdum 1954 með banda- rískum vopnum og málaliði. Samræmdar aðgerðir banda- rískra auðfélaga og yfir- stéttar Rómönsku Ameríku til að halda óbreyttri forréttinds- aðstöðu komu skýrt fram í dymbilvikunni. Þá var birt í Washington álit nefndar 35 bandarískra kaupsýslumanna, sem bandaríska verzlunarráöu- neytið hefði skipað til að fjalla um Framfababandalagið. f þessu plaggi er vitnað í kvart- anir fjármálamanna í Róm- önsku Ameríku yfir því að Bandaríkjastjórn gróðursetji „sósíalistiskar hugmyndir" i suðurhluta álfunnar með því að beina fjármagni til rómönsko landanna um hendur ríkis stjórnanna. Léggja kaupsýslu- mennirnir eindregið til að þeim ' og þeirra nótum verði falið „5 efla atvinnuvegi Rómönsku Ameríku á sinn hátt, þaö eitt sé í samræmi við bandarískar reglur um forgangsrétt einka- framtaksins. Skýrsla kaupsýslu- mannanefndarinnar vakti mót mælaöldu í löndum Rómönsku Ameríku, þar sem menn hafa langa reynslu af áhrifum er- lends einkafjármagns á þró'm atvinnulífsins. Afleiðing bess er að löndunum er haldið i nýlendustigi. Bandaríska fjár- magnið leitar í gróðavænleg asta atvinnureksturinn. gróða möguleikar en ekki þörf ráð’i 'ramkvæmdum. afkoma þjóð >nna veltur á verðsveiflur kaffis eða banana í braski f kauphöllum Bandaríkjanna |\rðurínn af atvinnuvegunum rennur úr landi. Sýnt hefur verjð fram á það. að undan- Framhald á 10. síðu. I Söngur Pálífónkórsins tónlist Samsöngur Pólífónkórsins 'er nú orðinn fastur þáttur ár hvert í tónlistarlífi höfuðstað- arins. Núna fyrir páskana efndi kórinn enn til samsöngs úndir öruggri stjórn Ingólfs Guð- brandssonar. sem honum hefur stjórnað allt frá stofnun hans. Kórinn setti sér í upphafi það markmið að kynna sérstak- lega hina gömlu gagnraddatón list, einkum 16. og 17. aldar, ,5gm lítt hafði verfð fluK hér, á landi til þess tíma, enda þótt þar sé'að finna margt af þvi allrabezta, sem samið hefur verið. Að þessu sinni var þó aðeins helmingur efnisskrár- innar helgaður þessari tónlist. óg er ekki - vafamál. að bað var langsamlefja betri ' hluti hennar, að því er tónlistargildi varðar. Kórinn söng hreint >e fallega þessi lög eftir Lassus. Hassler. Schein. Marenzio Gesualdo, Gastoldi, Morley og Weelkes. — Á síðari hluta efn- isskrárinnar var auk fimm laga eftir Hindemith og nokkurra negrasálma nýtt lag eftir Þor- kel Sigurbiörnsson. sem virðisi mun betra en annað, sem und- irritaður hefur heyrt eftir Þor- kel. — Einsöngvarar. sem kóm- um voru til aðstoðar, fóru mjög vel með sín hlutverk, en þeir voru Svala Nielsen. Guðfinna Ölafsdóttir, Sigurður Bjömsson og Halldór Vilhelmsson. Ástæða er til að geta um vandaðan frágang efnisskrár- innar, en það er hlutur, sem ekki er ævinlega hægt að Ijúka miklu lofsorði á, þegar um tónleika er að ræða. Allir söng- textarnir að negrasálmunum undanteknum hafa verið þýdd- ir og eru prentaöir i skránni. Þýðingin er að vísu í óbundnu máli, en vandvirknislega gerð og á - hreinni íslenzku. Þö bregzt þetta hrapallega á ejn- um stað, í textanum við lag Þorkéls, þar sem segir: „Bless- uð þau eyru, sem skynja púlsa hins guðdómlega hvískurs". í stað orðómyndarinnar „púlsa“ hefði mátt finna íslenzkt orð. sem þarna hefði farið betur og smekklegar, til að mynda „hrynjandi" eða „háttfall‘*. Orðið „hvískur" orkar tvimæl- is um hljóðmæli guðdómsins. Dönskusletta er betta: „Ég víl iú geta leitt málið til lykta“ íf textanum við lag Scheins). En annars er málið á textunum sem sagt til fyrirmyndar. B.F. Messíus Hándel samdi Messías á þrem vikum og þrem dögum. Hvern- ig slíkt hefur mátt gera6t, það er einn af leyndardómum snilligáfunnar, sem löngum mun verða mönnum ráðgáta os, undrunarefni. Staðreyndin er furðuleg, ef lítið er á það, hversu mikið verkið er að vöxt- um, en þó auðvitað umfram allt með tilliti þess. hvílík lista smið það er þar að auki. Þetta stórfenglega og heill- andi tónverk var frumflutt hé; á landi fyrir allmörgum árum Nú hefur það verið endurflu*: tvisvar sinnum. Undirritaður hlýddi á síðari flutninginn. sem fram fór í samkoniusal Háskól- ans á skírdag. Það var mjög hátíðleg stund og minnisstæö Söngsveítin Fílharmonía og Sinfóníuhljómsveit íslands lögðu þar fram glæsilegan ár- angur vandlega unnins undit- búningsstarfs. Um það verður varla deilt. að flutningurinr hafi í heild tekizt mjög lof samlega. Mætti nefna mör^ dæmi um það. Eg læt mér nægja að minna á hinn stór 'ega áhrifamikla flutning kór báttarins „Vér villtumst öll“ '’að var Ijóst. að stjómandinr Róbert Abraham Ottósson hafð- hér tögl og hagldir traustlega i hendi sér. Vandfýsi hans og virðing fyrir verkefninu ásamt alþekktum haefileikum og kunnáttu báru hér sannarlega góðan ávöxt. Einsöngvarar með kómum voru fjórir. Þau Hanna Bjama- dóttir, Sigurður Bjömsson jg Kristinn Hallsson eru öll vel kunnir söngvarar, og gerði hvert þeirra sínu hlutverki á- gæt skil, svo sem vænta mátti. Álfheiður Guðmundsdóttir. sem fór með aðalhlutverkið, er nýliði í hljómleikasal. Hún er þó auð- heyrilega engínn byrjandi í sönglistinni. Rödd hennar er að vísu ekki mikil að styrk. en blæfögur' og furðuvel biálfuð. Söngkonan leggur sál sína f flutninginn án þess bó að fara út fyrir takmörk hófsemdar >2 'átleysis. Það er þakkarvert. að ákveð- ið var að flytja óratoríu bessa með íslenzkum texta. Vissulega hefur ekki verið vandalaust að samræma ritningartextana söngnótunum. Þetta hefur Þor- stejnn Valdimafsson unnið { samráði við stiórnanda Má telia víst. að engum manni hefði verið betur treystandi til hessa verk« en Þorsteini. sem hæði er skáld tðnmenntað ir og biblíufróður ng hefur auK bess mareh.áttaða revnslu f störfum af þessu tæi B.F.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.