Þjóðviljinn - 20.04.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 20.04.1963, Blaðsíða 6
T 1 0 SÍÐA ÞlðDVIUINN Laugardagur 20. aPríl 1963 Njósnarar friðarins hafa sýnt fram á fánýti aimannavarna „Staðreyndunum er haldið leyndum fyrir þér, vegna þess að þú gætir verið njósnari. Ekki njósn- ari í þágu Rússlands, heldur allra manna — alls staðar. Vegna þess að verið getur að þú haldir að þú hafir rétt til að vita hvaða ráðstafanir eru gerðar varðandi framtíð þína, í þínu nafni, fyr- ir þitt fé, en án samþykkis þíns. Við erum njósnarar friðarins. Við höfum á- kveðið að opinbera ríkisleyndarmál. Allt sem við höfum yfir að ráða er rödd. Við höfum gert það sem við getum...“ Ljóstrað hefur verið upp um leyndarmál. Lestu það! Ræddu það! Komdu því áleiðis End- urprentaðu það! Enn eru þúsundir leyndarmála til staðar. Þetta verður ekki það eina sem við afhjúpum. Veizt þú sjálfur um eitthvert ríkisleyndar- mál?“ Á þessutn orðum hefst bækl- ingur sá er „Njósnarar friðar- ins“ í Bretlandi gáfu út um páskana. I bækiingnum er skýrt frá því hvernig brezk yf- irvöld hyggjast brcgðast við ef til kjarnastríðs kcmur. Bækl- ingurinn sjáifur kom cins og sprcngja úr hciðskíru lofti. Brezkir ráðamcnn standa uppi berskjaldaðir. Njósnarar friðar- ins hafa skýrt alþjóð í smáat- riðum frá því sem vcra átti leyndast af öllu Icyndu. En á- hrifa bæklingsins mun gætá um allan hcim ,þar sem upplýs- ingar hans svipta hulunni af fánýti alls almannavarnarbrölts ef ógn kjarnastríðs'ins steypist yfir mannkynið á annað borð. Staðsetningar og símanúmer Andstæðingar kjarnorkuvíg- búnaðarins um allan heim hafa hvað eftir annað bent á það að í kjarnastríði verða allar vamir kák eitt, en aldrei hefur þetta verið sannað á svo óvefengjan- legan hátt sem nú. Höfundar bæklingsins skýra svo ná- Þegar Jóhannes páfi hafði birt síðasta hirðisbréf sitt þar sem hann Ieggur megináherzlu á nauð- syn afvopnunar og banns við kjarnavopnum teiknaði Vicky þcssa mynd af honum með mcrki andstæðinga kjarnorkuvopna. Stálframleiðslan Sovét nálgast USA komin fram úr EBE Stálframleiðslan í heiminum hefur aldrei verið meiri en árið 1962. Á árinu nam framleiðslan 382,9 milljónum smálesta, 7,5 milljónum eða 2,2 prósent meira en árið 1961. Frá þessu segir í skýrslu sem bandaríska viðskiptamálaráðuneytið birti fyrir skömmu. 1 reikningum þessum er framlejðsla Kína ekkj talin með. Bandaríkjamenn framleiddu 98,3 milijónir lcsta og er það óveruleg aukning frá árinu áð- ur. Bandaríkin framleiða samt sem áður mcst allra ríkja af stáli, en yfirburðirnir hafa minnkað verulega. Stálfram- leiðsla Sovétríkjanna nam 84,1 milljón smálesta, 6,2 milljónum eða 7,9 prósentum meiru cn árið áður. Enda þótt þctta sé nokkru minna cn gert var ráð fyrir í framlciðsluáætlununum þar sem reiknað var mcð 84,9: milljónum, cr þetta í fyrsta I sinn sem Sovétríkin framleiða ( meira stál en öll EBE-ríkin j sex til samans. Stálframlciðsla EBE-Iandanna miinnkaði um 625.000 Icstir miðað við árið 1961, var 80,1 milljón lestir. Aukin framleiðsla í Benelux- löndunum nægði ekki til að vinna upp samdráttinn í Vest- ur-Þýzkalandi og Frakklandi. Japanir framleiddu 30,4 lestir á árinu en það er 2.4 milljón- um minna en 1961. Framleiðsla Breta dróst saman um 7,1 pró- sent var 22,9 milljónir lesta ár- ið 1962 en 24,7 milljónir 1961. kvæmlega frá „almannavamar- kerfinu" brezka að engu virðist líkara en þeir hafi sjálfir tek- ið þátt í að koma því á fót. Fyrst er frá því skýrt í bækl- ingnum að yfirvöldin hafi skipt landinu niður í tólf umdæmi sem hvert um sig mun lúta sinni umdæmisstjórn ef til styrjaldar kemur. Aðalbæki- stöðvamar í umdæmunum eru neðanjarðar og sprengjuheldar og til þessa hefur því verið haldið leyndu hvar þær er að finna. Njósnarar friðarins ljóstra ekki aðeins upp um staðsetningu þeirra heldur einnig símanúmer. Yfirlitinu lýkur með þessum gagnoröu upplýsingum: „Umdæmisstjóm- arkerfið svarar nokkurn veginn til almannavamarsvæðanna Aðalbækistöðvar em í London og nefnast Ohaplin (sími: ABBey 1255).“ Kveðjuskál veraldarinnar Eftir þetta almenna yfirlit er einni umdæmisbækistöð, RSG-6 lýst gaumgæfilega. 1 stríði á RSG-6 að stjórna svæði einu á Suður-Englandi sem byggt &r þrem milljónum manna. Bæki- stöðvamar eru merktar á korti í bæklingnum og ennfremur segir svo: „RSG-6 er rétt hjá neðan- jarðarstöðvum USAF Strategic Air Commands og RAF Bomb- er Commands í High Wyeombe- stöðvunum í Aldershot....og liggur rétt utan við áhrifa- svæði 60 megatonna sprengju sem varpað yrði á London." Síðan er innréttingu og út- búnaði stöðvarinnar lýst í smá- atriðum, en inn á milli eru kaldhæðnar athugasemdir eins og til dæmis: „Þar er einnig bar, þar sem hinir hamingjusömu íbúar geta drukkið kveðjuskál veraldar- innar fyrir ofan þá ....“ Óþægilegur nafnalisti 1 stöðinni eiga ekki aðeins að dveljast menn úr herstjóm umdæmisins og stjómendur „almannavama" heldur einnig háttsettir embættismenn úr ýmsum ráðuneytum og sér- stjórnum: „Raunar eiga allar meirihátt- ar stjórnardeildir, nema Eng- landskirkja sína fulltrúa. starfslið og skrifstofur." Síðan er birtur nákvæmur uppdráttur af innréttingu stöðvarinnar og það sem vek- ur hvað mestan áhuga meðai ákveðins hóps brezkra lesenda: nöfn og aðrar upplýsingar um þá sem stjórna munu starfs- liðinu. Sérstaklega hlýtur þettJ að vera óþægilegt fyrir þá vís- indamenn sem nefndir eru en almenningur hefur til þessa tal- ið vera friðsama háskólakenn- ara í Oxford sem á engan hátt væru riðnir við leynilegan stríðsundirbúning. Heppnir menn Mikla athygli hefur það vak- ið að sá sem stjórna á „al- mannavörnunum" í RSG-6 er núverandi „almannavarnar- stjóri“ í London. London er ckki í umdæmi RSG-6 og höf- undar bæklingsins segja: „Hef- ur þess verið gætt að segja þeim Londonarbúum sem gefið hafa sig fram sem sjálfboða- liða í almannavarnirnar, hvar yfirmaður þeirra mun láta fyr- ir berast?" Og síðar: „Það viil . svo til að RSG-4 verður einn- ig undir stjórn Londonbúa, nú- verandi næst æðsta manni í al- mannavömum í London, enn einn heppinn maður sem ekki verður í London þegar sprengj- an fellur". Kerfið gjörónýtt Að lokum skýrir bæklingur- inn frá niðurstöðum tveggja æfinga sem RSG-6 hefur verið reynd í. Sú fyrri fór fram vor- ið 1962 (10 einsmegatonns- sprengjur á Norðvestur- og Austur-London, ein fimm- megatonnasprengja á Birming- ham, 100-kílótonnasprengjur nálægt Oxford og Chetwode og ein 50-megatonnasprengja á Aldershot). Hin æfingin sem fjallað er um er NATÓ-æfingiri Fallex, en hún var undirstaðan undir gagnrýni Dcr Spiegel á vamir Vestur-Þýzkalands. Um fyrri æfinguna segir svo: „í suðurhluta umdæmisins átti herlið að aðstoða lögregl- una í starfinu. En skömmu eft- ir að Birmingham-sprengja féll varð geislunin svo megn að öllum hermönnum á svæðinu, nema við Dorset, var skipað að skýla sér í tvo sólarhringa. Engum blöðum þarf að fletta um hvað orðið hefði um ó- breytta borgara. Sambands- kerfið við RSG-6 fór svo úr skorðum að tilkynningunum seinkaði um tvær klukkustund- ir og algjör ringulreið ríkti Titiiblað bæklingsiins sem afhjúpar fánýti „almannavarnanna“ í Brctlandi. Brezkir ráðamenn hafa Iátið í það skína að höf- undar hans og útgefendur séu landráðamcnn. varðandi það hvaðan tilkynn- ingamar komu og hvert þær skyldu fara. Þetta gerðist i al- gjörlega tilbúinni æfingu og eyðileggingar vegna sprenging- anna voru i fáránlega smáum stíl“. 15 milljónir féllu í ímynduðu stríði Um Fallex-æfinguna segir m&ð.al annars i þæklingrium; ... „Enn verri var útreiðin ‘ Fallex-æfingunni í september 1962 .. Fallex-62 fór fram að viðstöddum sir Charles Cunn- ingham sem gaf stjórninni jafnóðum skýrslu um það sem hann sá í RSG-6“. Eftir lýs- ingu á fyrirætlunum með æf- una segir svo: „Hið fmyndaða kjarnorku- stríð hófst hinn 21. september — og hittist svo merkilega á að einmitt þá var öllum undirbún- ingi lokið! Stríðið hófst með á- rás á þýzka NATÓ-stöð og síð- an voru svipaðar árásir gerðar á Tyrkland, Italíu. Bretland og Bandaríkin ...." „Á fáeinum dögum varð Bretland fyrir óhemjulegum eyðileggingum og tjóni — þar á meðal létu 15 milljóni- manna lífið. Á eftir sagði vest- ur-þýzki innanríkisráðherrann að „við núverandi aðstæðar ætti enginn sér viðreisnar von“ 1 hinni hvftu bók stiómarinn- ar um vamarmál 1963 er önn- ur saga sögð: „Yfirleitt reynd- ust. áætlanirnar traustar og f ramkvæmanl egar“. við töpuðum, ’’ver svo sem vann Heilbrigðisþjónustan hruncb algjörlega saman. öll sjúkra- hús eyðilögðust eða urðu ó- starfhæf vegna geislaryks. dauða læknanna eða skorts á vistum. Sambandskerfið ónýtt- ist og vegir allir voru yfir- fullir. Smásprengjur lögðu Glaucester, Oxford og Ply- mouth í eyði. London lamað- ist: Sá sem fór út úr kjarn- orkubyrgjunum átti dauðann vísan. Belti bannvænnar geisla- virkni teygði sig alla leið til Wi-ndsor. Þrjr fjórðuhlutar lög- regluliðsins í suðurumdæminu féllu. særðust eða urðu fyrir geislun. Almenningur varð enn . verr úti. Hver svo sem sigraði í því stríði, töpuðum við því. Og f miðri þessari martrö* héldu yfirvöldin ótrauð áfram sínum bamalegu fíflalátum.i Mennimir í RSG-6 náðu enn sambandi við yfirmann sinn með því að hringja í ABBey 1255 og spyrja eftir Chaplin.“ Helber blekking Það er athyglisvert að slík- ar upplýsingar um gildi vama í kjarnorkustríði sjá dagsins Ijós í Bretlandi. Hvergi í Ev- rópu hefur verið kostað meiru til „almannavama“ miðað við Framhald á 10. síðu. | !j| yMeinuð land\ j vist vegna óvand&ðs orðhragðs \ \ \ \ \ \ Nýlega auglýsti hinn k þekkti skemmtistaður ,,The ^ Estab ihment“ i Lond- don að bráðlega gæfist borgarbúum tækiil'æri til að heyra og sjá bandaríska ” skemmtikraftinn fræga Lenny Bruce. Síðast þegar hann kom fram á sviði i London vakti orðbragð hans mikla hneykslun með- al siðavandra. . Daginn áður cn hann átti » að koma fram í fyrsta S skipti var honum ncitað um k landgönguleyfi í Brctlandi. Það kvöld hékk spjald yfir ^ Það kvöld hékk spjald yfir K I dyrum „The Establishment" ^ og a það var lctrað: Skemmtan Lennys Bruce frestað vegna athygli hátt- viirts innanrikisráðherra Henry Brookes. Brucc hefur áður átt i útistöðum við lögregluna i Chicago, Kanada og Aust- urríki vegna notkunar á ósiðlegum orðum. Eins og gagnrýnandi einn sagði: — Ilann hefur þau af öllum stærðum, þriggja, , fjögurra og fimm bókstafa, jafnvel 12 stafa risaklámyrði. Brczka innanríkisráðu- neytið gerði kunnugt: — Ráðuneytið telur ekki að það væri almenningj i hag að véita mr. Bruce landgönguleyfi \ \

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.