Þjóðviljinn - 20.04.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 20.04.1963, Blaðsíða 3
Laugardagur 20. april 1963 M6ÐVIUINN ------------------------------------------------S“A 3 % Krústjoff biður Franco að taka Grimau ekki af lífi MADRID og MOSKVU 19/1. Fangelsisstjórnin á Spáni hefur ákveðið að taka kommúnistann Julian Grimau af líf i og var dauðadómurinn kveðin upp í gærkvöld. Hefur þetta vakið ólgu viða um heim og í mörg- um borgum hafa veriið borin fram mótmæli við spænsku scndiráðin. I dag sendi Krústjoff, forsæt- isráðherra Sovétríkjanna, skeyti til Francos einræðisherra og skoraði á hann að hætta við fyrirætlun sína og bjarga Iífi Grimaus. í skeytinu sagði meðal anars svo: — 1 þessu voru mér að ber- ast fregnir af því að Julian Grimau hafi verið dasmdur til dauða í Madrid fyrir verk sem hann á að hafa unnið í borg- arastyrjöldinni. Slíkar fregnir eru reiðarslag fyrir þá menn sem vilja vel. Það er ekki unnt ' að vísa til ríkishagsmuna 25 árum eftir að spœnsku bargara- styrjöldinni lauk. þegar maður er dreginn fyrir rétt samkvsemt lögum sem gilda í stríði. Vegna MUONGFAN 19/4 — Hcrlið vinstrisínna í Laos hefur hrakið Kong Le, hershöfðingja hlut- leysisSinna, og Iið hans úr bæn- úm Fongsavan, en hann var síð- asta virki hlutleysissinna á Krukkusléttu. Hlutleysissinnar hafa sett upp nýjar bækistöðvar og hyggjast berjast áfram. Samt sem áður hefur hinn franski hernaðarráð- gjafi Kong Le lýst þvi yfir að stríðið sé tapað. Fongsavan er að miklu leytl í rústum cftir stórskotahríðina og manntjón var talsvert meðal hlutleysissinna. Beðið um frið Hinn hlutlausi forsætisráð- herra Souvannafuma prins lét í dag frá sér fara yfirlýsingu þar sem báðir deiluaðilar, hlutlausir og Pathet Lao, eru ásakaðir vegna átakanna. Forsætisráð- herrann hefur ennfremur sent foringja Patlhet Lao, Soufanou- vong varaforsœtisráðherra, skeyti og beðið um að hann beitti sér fyrir því að bardögum verði hætt mannlegra tilfinninga skora ég eindregið á yður að afturkalla dóminn og bjarga lífi Julians Grimaus. Viðurkennir kommúnisma Æðstu réttaryfirvöld á Spáni hafa staðfest dóminn og í dag fjallaði Franco-stjómin um hann á fundi sínum. Við réttar- höldin fullyrti saksóknarinn að Grimau væri meðlimur í mið- stjórn kommúnistaflokksins og að hann hefði pyndað hægri- menn á tímum borgarastyrjald- arinnar fyrir aldarfjórðungi, Grimau hefur harðlega neitað því að hafa gerzt sekur um pyndingar og kveðst einungis haf farið eftir fyrirskipunum löglegra yfirvalda landsins. Á stríðsárunum var hann lögreglu- stjóri í Barcelona. Um hitt ákæruatriðið sagði hann: — Ég hef verið kommúnisti í 25 ár og ég mun deyja sem kommúnisti. svo að hin alþjóðlega eftirlits- nefnd geti látið til sín taka. Soufanovong dvelst nú í aðal- bækistöðvum Pathet Lao á Krukkuslétlu. Hann hefur áður lýst því yfir að hann sé- andsnú- in öllum afskiptum nefndarinn- ar af því sem fram fer á Krukkusléttu þar sem um inn- anríkismál Laos sé að ræða. Hættuleg valdastreita Fréttastofan Nýja Kína full- yrti í dag að Deuane ofursti, sem er einn aðalforingi hlutleysis- sinna á Krukkusléttu, hafi skor- að á Kong Lex að setjast niður við samningaborðið hið skjótasta. Samkvæmt því sem fréttastofan segir mun Deuane hafa látið svo um mælt að vaxandi valdastreita og sérhagsmunabarátta meðal hlutleysissinna muni hafa það í för með sér að herlið þeirra muni ganga í lið með hinum hægrisinnaða varaforsætisráð- herra Nosavan hershöfðingja og verða verkfæri bandarfsVT-^ yfir. ráðaseggja. Bretar beðnir um að hjálpa Home lávarði. utanríkisráð- herra Bretland, barst í dag skeyti frá konu Grimaus og biður hún ráðherrann um að reyna að bjarga lífi manns síns: — 1 neyð minni bið ég yður að hjálpa mér og dætrum mín- um tveim og reyna að bjarga manni mínum Julian Grimau sem á fimmtudag var dæmdur til dauða í Madrid og verður tekinn af lífi hvenær sem vera skal. Ég bið yður um að nota öll þau ráð sem brezka stjórn- in hefur yfir að ráða til að bjarga manni mínum. í örvænt- Sngu þakka ég yður af öllu hjarta. Angcla Grimau. íslendingar mótmæla Fólk frá íslandi, Danmörku Finnlandi og Svíþjóð sem nú er á blaðamánnanámskeiði í Ár- húsum hefur sent skeyti varð- andi dóminn yfir Grimau til spænska sendiherrans í Kaup- mannahöfn. — Til þess að Spánn geti ver- ið virtur meðlimur í fjölskyldu þjóðanna er skorað á yfirvöld- in að koma nú þegar í veg fyrir réttarmorð, segir í skeytinu. Blaðamannanámskeiðið hefur einnig sent skeyti beint til Francos. Mun Askenasi brátt leika .aftur heima? MOSKVU 19/4 — Bandaríski píanóleikarinn Malcolm Frager, sem í vor ætlar að halda hljóm- leika í Sovétríkjunum ásamt Viadimír Askenasí er nú stadd- ur í Moskvu. í dag lét hann svo um mælt að hann vonaðist til þess að Askenasj taki þátt í hljómleikunum. — En ég þekki ekki til fyrirætlana hans, bætti hann vjð. Sovézk tóniistaryfirvöld hafa lagt til að Askenasí taki þátt í hljómleikunum en snúi síðan aftur tii Bretlands. í das var tilkynnt að Askenasá muni leika með Fílharmoníusveit Moskvu- borgar er hún kemur til Lond- on í september. Þetta hefur ver- ið ákveðið í samráði við menntamálaráðuneytj, Sovétríkj- anna, samkvæmt því sem um- boðsmaður Askenasís, Victor Hachhauser, segir. Fréttastofufregnir herma að faðir Askenasís hafi Jýsf því yfir að sonur sinn væri svikari úr því hann ákvað að dveljast áfram í Bretlandi. Kvaðst hann ekki mundu viðurkenna hann sem son sinn nema því aðeins að hann snúj aftur Franco vill i NATO WASHINGTON 19/4 — Spánski sendiherrann í Washington lét svo um mælt í gærkvöld að NATÓ-ríkin yrðu að taka Spán í bandalag sitt. Hann sagði að það væri í hæsta lagi mótsagna- kennt að Spáni hefði ekki verið boðið að taka þátt í bandalaginu og væri hann þó það land í V- Evrópu sem barizt hefði ákafast gegn kommúnismanum. Sendi- herrann sagði ennfremur að Spánverjar óskuðu eftir að her- stöðvasamningurinn við Banda- ríkin sem gerður var árið 1953 verði endurskoðaður. Sagði han.i að slík endurskoðun væri eðli- leg vegna þeirra breytinga á að- stæðum í heiminum sem gerzt I hefðu á síðastliðnum áratug. Pathet Lao í sókn á Krukkusléttu Krukkuslétta í Laos dregur nafn af stórum steinkerum sem líggja á víð og dreif um hana. Flest eiru þessi ker einmitt í námunda við bæinn Phonsavan þar sem nú er barizt, cn þar eru um hundrað þeirra. Menn vita ekkert með vissu um upp- runa þeirra, en talið er að þau séu frá því á yngri steinöld og er gizkað á að þau hafi verið notuð til greftrunar höfðingja. Þau hafa verið flutt til sléttunnar nokkuð langt að, því að steintegund sú sem þau eru úr er ekki þar að finna. Friðarsinnar og lögregla Þegar brezkir friðarsinnar söfnuðust saman úti fyrir Admiralty House í London eftir að hafa gengið frá Aldermaston var lögregla þar fyrir og urðu nokkur átök. Myndin sýnir mannfjöldann úti fyrir byggingunni. De Gaulle staðráðinn í að koma sér upp kjarnorkuher PARlS 19/4. De Gaulle Frakk- landsforseti hélt i kvöld útvarps- og sjónvaræsræðu og ítrekaði að hann væri staðráðinn í að koma á fót sjálfstæðum frönsk- um kjarnorkuhcr. Vilja ráða sér sjálfir De Gaulle sagði að Frakkar vildu ráða sér sjálfir innan Atlanzhafsbandalagsins en væru þó reiðubúnir til að tengja vam- ir sínar vömum bandamanna. — Bandaríkin eru voldugt ríki og geta lagt Sovétríkin eða að minnsta kosti hluta þeirra i rúst og Bandaríkjamenn eru staðráðnir í að berjast til að hindra að andstæðingarnir taki Vestur-Evrópu herskildi. Þeir VARSJÁ 19/4 — Um það bil 1500 Gyðingar hvaðanæva úr hciminum voru í dag viðstaddir minningarathöfn í Varsjá, en nú eru 20 ár liðin frá upprcisn Gyðinga í Varsjá gegn nazistun- um þýzku. 50.000 menn létu þá lífið. Meðal annars var afhjúp- að minnismerki um uppreisnar- mcnnina á miðju því svæði þar sem gyðingahverflið var áður. Síðan voru nöfn þeirra sem féllu lesin upp. Hinn 19. apríl 1943 hófst upp- reisnin gegn Þjóðverjunum. Mán- uðina á undan höfðu nazistar flutt 550.000 menn konur og börn í gasklefana og útrýming- arbúðirnar eins og Treblinka, Auschwitz og Majdanek. Fólk þetta kom frá öllu Póllandi og útlöndum og var því hrúgað saman á svæði í Varsjá þar sem aðeins 40.000 manns höfðu bú- ið áður. Hverfið var umgirt há- um múr og undir strangri varð- gæzlu. Barizt í þrjár vikur I hverfinu hrundi fólk niðuf úr blóðkreppusótt og fleiri sjúk- eru góðir bandamenn okkar á sama hátt sem við erum góðir bandamenn þeirra, sagði de Gaulle. — En enginn £etur sagt fyrir um það hvar sprengurnar muni fal.la el. ,til.átaka kemur, hvort það verður einungis í Evrópu eða á svæðum kjamorkuveld- anna miklu. Því er nauðsynlegt að Frakkland hafj yfir sínum kjamaher að ráða til að verja sig og bandamenn sína, ef til vill einnig Bandaríkin, hver veit, sagði hershöfðinginn. De Gaule sagði enfremur að Efnahagsbandalagið verði að halda áfram þróun sinni í nú- verandi mynd í von um að Bret- ar gerist síðar meðlimir þess — þegar þeir hafi losað sig við dómum. Loks þegar Gyðingun- um bárust njósnir af því hvaða örlög biðu þeirra sem fluttir voru brott ákvað hópur þeirra að útvega sér vopn og veita andspyrnu. Þegar nzistamir komu venja samkvæmt til að sækja Gyðinga hinn 19. apríl mætti þeim skot- hríð. Þýzka herstjómin sendi skriðdreka, stórskotalið flugvél- ar og eldvörpur gegn Gyðingun- um og eitthvert hrottalegasta blóðbað sögunnar var hafið. Hinir raunverulegu bardagar stóðu i þrjár vikur. Þá voru langflestir Gyðinganna 50.000 fallnir, jafnt konur og börn sem karlar. Einstaka uppreisnarmað- ur börðust þó í meira en mán- uð. Þá var hverfið skotið í rúst- ir og brennt til kaldra kola. NEW YORK 19/4 — Ú Þant framkvæmdastjóri skipaðj i dag Max Dorsinvilie frá Haiti yfjr- mann Sameinuðu þjóðanna í Kongó. Dorsinville tekur við af Robert Gardiner frá Ghana en hann mun nú hverfa að starfi sínu sem yfirmaður efnahags- nefndar SÞ í Afriku með aðset- ur í Addis Abeba. það sem lokar þá úti. Dýrtíð og gjaldþrot De Gaulie lýsti yfir andstöðu sinni við sérhvert kerfi sem hefði það í för með sér að þjóð- leg yfirráð færðust í hendur al- þjóðastofnana. — Slíkt er í ó- samræmi við réttindi og skyld- ur franska lýðveldisins, sagði hann. De Gaulle barmaði sér yfir launakröfum franskra verka- manna og sagði að nú yrðu þeir að láta af slíku. — Slíkar kröf- ur myndu hafa í för með sér dýrtíð og þá myndi viðgangur efnahagsins stöðvast, flestir borgarar verða gjaldþrota og við yrðum upp á náð útlendinga komin, sagði forsetínn. Þetta ér í fyrsta sinn sem for- setinn kemur fram opinberlega frá því í janúar, en þá hélt hann hinn fræga blaðamannafund og lýsti yfir þeirri skoðun sinni að ekki skyldi hleypa Bretum í Efnahagsbandalagið . Þjóðleikhúsið Framhald af 12. siðu. Strickland myndi stjórna hljóm- sveitinni, en hann fékk því ekki annað og kemur í hans stað Gerhard Schepelem, hljómsveit- arstjóri sem hefur stjómað við flestar óperusýningar i Árósum, en ennfremur kennt við óperu- skóla Konunglega leikhússins. Hann kemur til landsins hinn 28. þ.m. Leiktjöld hefur Lárus Ingólfs- son gert í samráði við leik- stjórann. Frumsýningin verður að lík- indum 11. eða 12. mai sem fyrr segir, en æfingar hafa þeg- ar staðið yfir síðan í miðjum marz. Það upplýstist einnig á þess- um blaðamannafundi, að senn mun Ijúka sýningum á Pétri Gaut og Dýrin í Hálsaskógi, en aðsókn að báðum þessum leik- ritum hefur verið mjög góð. Trúbadúrinn verður síðasta verk- efni leikársins en það fyrsta á næsta hausti verður „Gíslinn“ eftir þann fræga Ira Bréhan, og mun írskur leikstjóri og reynd- ur vinur leikskáldsins koma hingað að setja leikinn á svið. Minnst uppreisnar gyiinga í Varsjá

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.