Þjóðviljinn - 20.04.1963, Blaðsíða 4
4 SlÐA
Otgefandi: Samemmgarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk
urmn —
Ritstjórar: ívar H. Jónsson Magnús Kjartansson. Sigurð
ur Guðmundsson (áb)
Préttaritstjórar: Jón Bjarnason Sigurður V Friðbjófsson.
Hns " ' '••"'vsmgar orentsmifiia Skólavörðnst 19
Sími 17-500 (5 línur) Áskriftarverð kr 65 á mánuði
Frú Gylfi
T útvarpsumræðunum frá Alþingi sá Gylfi Þ.
Gíslason menntamálaráðherra fyrir skemmti-
þættinum. Hann lýsti yfir því í upphafi máls
síns að eðlilegt væri að fólk þreyttist á því að
heyra stjómmálamenn tala, því þeim hætti
mjög við því að fara með fráleitar staðhæfingar
og ósatt mál. Því ætlaði hann ekki að tala sem
stjórnmálamaður heldur sem reykvísk húsmóð-
ir sem daglega sæi um að kaupa soðningu og
mjólk í matinn, senda börn sín í skóla, taka
við fjölskyldubótum frá tryggingunum og ann-
ast heimilið. Og enda þótt menn hefðu af eðli-
legum ástæðum illan bifur á stjórnmálamann-
inum Gylfa Þ. Gíslasyni skyldu þeir trúa hús-
móðurinni með sama nafni, því húsmæður fyndu
í daglegri önn hvað stjórnmálin merktu í raun
og veru. Síðan tiplaði frú Gylfi á títuprjóns-
hælum út í ræðu sína.
TTm suma menn er mælt að þegar þeir lýsi yf-
ir því fyrirfram að þeir ætli að segja sann-
leikann sé það öruggt merki þess að frá þeim
muni ekkert satt orð koma. Formáli Gylfa Þ.
Gíslasonar reyndist einnig tákn þess að hann
ætlaði að bera á borð fráleitari staðhæfingar
en nokkur annar málsvari stjórnarflokkanna.
Hann hélt því fram að viðreisnin hefði haft þau
áhrif að lífskjörin hefðu batnað,'kaupið-hrykki-
betur en áður fyrir lífsnauðsynjum, húsmóðir-
inn á alþýðuheimilunum ætti auðveldara með
það en áður að láta tekjur og gjöld mætast —
vantaði hana fé stafaði það af því einu að hún
gerði hærri kröfur til lífsins en nokkru sinni
fyrr. Hér í blaðinu var það rakið í gær hvern-
ig óðaverðbólgan hefur magnazt mánuð frá
mánuði síðan viðreisnin hófst. Nauðþurftir þær
sem vísitölufjölskyldan þarf að kaupa eru nú
49% hærri en í ársbyrjun 1960, en á sama tíma
hefur almennt kaup verkamanna aðeins hækk-
að um 27%. Þetta eru hinar opinberu tölur hag-
stofunnar, en Gylfi notaði allt aðrar tölur, þar
sem hann lét síldaruppgripin verða að almennri
kauphækkun alls verkafólks! En raunar skipta
tölur ekki máli í þessu sambandi; húsmæður á
heimilum launafólks vita af reynslu sem endur-
tekur sig dag hvern að raunverulegt kaup hef-
ur stöðugt farið lækkandi á undanförnum ár-
um. Að vísu eru til húsmæður sem hafa aðra
reynslu; hátekjumenn hafa fengið svo stórfelld-
ar skattaeftirgjafir að þær hafa miklu meira en
vegið upp verðhækkanirnar. Lækkunin á skött-
um menntamálaráðherrans jafngilti til að
mynda árslaunum verkamanns, þannig að segja
má að frú Gylfi hafi verið að lýsa eigin kjörum
í bjartsýnishjali sínu. En þau kjör eru fengin
á kostnað alls þorra hiismæðra í landinu.
VTíst var það skemmtileg tilbreyting að fá Gylfa
* Þ. Gís-lason í húsmóðurgervi í útvarpsum-
•æðunum. En það var furðuleg smekkleysa að
hann skyldi einmitt nota það gervi til að bera
fram fráleitari staðhæfingar en hann dirfist að
1ta sér um munn fara í ráðherraklæðum sínum
— m. |
ÞJÓÐVILIINN
Lofað upp í ermina me
lagningu Strákavegar
Það var ekki fyrr en á fundi
sameinaðs þings í gaer, síðdeg-
is á síðasta starfsdegi þingsins
að INGÓLFUR JÓNSSON
samgöngumálaráðherra treysti
sér til að svara fyrirspumum
sem GUNNAR JÓHANNSSON
flutti fyrir alliöngu um Stráka-
veg.
Fyrirspurnir Gunnars voru á
þessa leið: Hvaða ákvarðanir
hefur ríkisstjórnin tekið um
framkvæmdir á Siglufjarðar-
vegi ytri á þessu eða næsta
ári? Hefur verið fengið lán til
framkvæmdanna? Ef svo er þá
hvar og hvað mikið?
Nú svaraði ráðherrann þess-
um spurningum með þv>í að
benda á ti'ltekna blaðsíðu í
„framkvæmdaáætlun“ ríkis-
stjórnarinnar, en samkvæmt
henni eigi verkinu að vera að
fullu lokið á árinu 1965
Kostnaður við verkið væri á-
ætlaður 4 milljónir í ár. 10,5
milljónir 1964 og 6,5 milljónir
1965. Fram kom í svari ráð-
herrans að af fé á fjárlögum
þessa árs yrði alls varið 1
milljón króna í Strákaveg, en
honum láðist að skýra frá
hvaðan ríkisstjórnin tæki þrjár
milljónir sem á vantaði í þær
fjórar sem nota ætti á þessu
ári. Um hitt fengust heldur
engin svör hvort ráðstafanir
hefðu verið gerðar til fjáröfl-
unar í framkvæmd þessa sam-
kvæmt framkvæmdaáætlun-
inni fyrir árin 1964 og 1965,
svo það virðist allt standa op-
ið sém eitt kosningaloforð enn.
handa eftjrmönnum núverandi
ríkisstjórnar a,ð efna.
LÉLEGAR EFNDIR
Gunnar Jóhannsson rakti
gang þessa máls og baráttuna
fyrir því mikla nauðsynjamáli
Siglfirðinga og raunar allra
landsmanna að Siglufjörður
kæmist í öruggt vegarsam-
band allt árið. Bæði hann og
aðrir þingmenn Norðurlands
vestra sem töluðu deildu á
slóðaskap ríkisstjórnarinnar í
málinu og óhæfilegan drátt á
tæknilegum undirbúningi
verksins og útvegun fjár til
þess. Hins vegar samfagnaði
Ingólfur ráðherra Siglfirðing-
um með þá glæsilegu lausn
sem fengin væri með loforðinu
í framkvæmdaáætluninni og
Einar Ingimundarson (sá sem
mest hefur lofað fyrir kosning-
ar um málið) þakkaði nú í
þinglok síðasta þings kjörtíma-
bilsins ráðherranum og ríkis-
stjórninni allri innilega fyrir
frammistöðuna og loforðin um
framkvæmdir, begar ríkis-
stjórnjn verður oltin úr valda-
stóli.
Umræðum um málið var
frestað (!), enda ráðherrann
aðþrengdur.
Margar þingsályktunartillög-
ur voru afgreiddar á þessum
fundi sameinaðs þings, og
verður þeirra getið síðar.
Toílskráin
sem
Stjórnarliðið felldi allar breytingartillögur um lækkun tolla á
ýmsum nauðsynjavörum svo sem búsáhöldum, fatnaði, hreinlæt-
istækjum, heimilistækjum og endurgreiðslu tolla á byggingarefni
til íbúðabygginga.
Tollskrájn kom til annarr-
ar umræðu í neðri dejld s.l.
fimmtudag: Meirihluti fjár-
hagsnefndar
lagði til að
frumvarpið
yrði sarnþykkt
óbreytt. Fram-
sögumaður
meirihlutans.
Birgir Kjaran
(f), viður-
kenndi þó að
ýmsir vankantar kynnu að
vera á frumvarpinu og nauð-
Synlegt að gera á því ein-
hverjar breytingar. En vegna
þess hve málið væri seint
fram komið á Alþingi væri
ekki unnt að gera neitt slíkt
að þessu sinni.
Skúli Guðmundsson (F)
lagði áherzlu á, að mál þetta
værí svo seint fram komið að
enginn tími hefði unnizt til
þess að fjalla um það á þing-
legan hátt. Vserj
það illa farjð
með slíkt stór-
mál, sem hér er
um að ræða.
Allur undir-
búningur máls-
ins væri líka
þannig, að til
vanza væri. Þingmönnuri)
stjórnarandstöðunnar hefði
ekki verið gefinn kostur á að
fylgjast með endurskoðunínni
og væri það gagnstætt þeirri
hefð. sem skapazt hefði um
meðferð svo mikilvægra
mála. Skúli gerði og grein
fyrjr allmörgum breytingartil-
lögum. sem hann flutti við
frumvarpið
Lúðvík Jósefssön (Alþýðu-
bandalág) kvað það illa farið.
að svo mjög yrði nú að reka
á eftir afvreiðslu tollskrár-
frumvarpsins að stuðnings-
mer.n stjórnarinnar treystu
sér ekki til þess að bera frám
eða fylgja
neinum
breytingar-
tillpgum,
enda þótt
beim væri
fullljóst að
vmissa breyt .
inga væri
þörf. Þeir
hugguðu sig einungis við það
að síðar mætti gera þsér úr-
bætur, sem nú ætti að ganga
framhjá. Undirbúningur to’.l-
skrárinnar hefur og allur ver-
ið með óeðlilegum hættí.
Starfsmenn píkisstj órnarjnn- r,
ar voru þar fengnir til, en forð-
azt að leyfa stjórnarandstöð-
unni að fylgjast á nokkurn
hátt með endurskoðuninni.
Loks þegar málið kemur fram
er komið fast að þinglokum,
svo að útilokað er með öllu
að þingmönnum stjómarand-
stöðunnar gefist kostur á
að kynna sér málið eins og
nauðsynlegt er. En jafnframt
er vitað að ýmsir aðrir aðilar
utan Alþingis höfðu fengið að
fjalla um tollskrérfrumvarpið
mánuðum saman. Þessi vinnu-
brögð voru svo kórónuð með
því, að fjármálaráðherra hljóp
með málið inn á flokksfund,
áður en hann gerði grein fyrir
því á Alþingi. Öll þessi vinnu-
brögð em vítaverð og andstæð
lýðræðislegum, og þingræðis-
legum venjum.
Afleiðingin er svo sú, að
neðri deild er sett í þá aðstöðu
að mega fikki gera neinar
breytingartillögur við frum-
varpið. Það verði að gera á
næsta þingi eða síðar. þar sem
nú megi ekki tefja framgang
málsins.
Þær breytingar tollakerfisins
sem miða að ejnföldun ogsam-
ræmingu tollakerfisins • í heild
eru gagnlegar, en auðvelt
hefði verið að gera þær án
þess að viðhafa þau vinnu-
brögð, sem ríkisstjómin hefur
viðhaft í þessu máli.
Að öðru leyti er það ljóst,
að þær tiltöluiega litlu lækk-
anir, sem gerðar em á tollum
með þessu frumvarpi ná eink-
um til vöruflokka. sem ónauð-
synlegir mega kallazt fró sjón-
armiði alls almennings. Neyzlu-
vömrnar lækka hins vegar
ekki svo að _gagni komi fyrir
almenning. Ýmsar breytingar
tollskrárinnar mó því telja
vafasamar, og meiri nauðsyn á
lækkun annarra vöruflokka.
Þá væri sýnilega ekki hreyft
við því mikla misræmi sem
væri á tollum á vörum til ein-
stakra atvinnugreina. í tíð nú-
verandi stjórnar hefðu tollar
einnig hækkað fliíurlega, eink-
um verðtollur vegna gengis-
féllinganna, én jafnframt lagð-
ir á innflutningssöluskáttar
Nú'váeri horfið að 'þvi að sam-'
eina alla tollana i verðtolli og
munu því hækkanir verða mun
tilfinnanlegri í framtiðinni, ef
gripið er til gengisfellingar
eða því um líkra ráðstafana.
Þrátt fyrr það. hvernig þetta
mál hefði borið að, kvaðst Lúð-
vík vilja gera tilraun til þess
að fá fram á frumvarpinu þær
breytingar, sem mest þörf væri
á, en þær vom:
ir Búsáhöid lækki úr 80—100%
- LaugSrdagur 20. apríl 1963
tolli niður í 35—50%..
ir Fatnaður lækki úr 70—90%
tolli niður í 50—80%.
+ Hreinlætistæki lækki úr
80% tolli niður í 50%.
ir Þvottavélar o. fl. lækki nið-
ur i 50%.
ic Heimilt verði að endur
greiða allt að 75% af gjöld-
um á byggingarefni til í-
búðarhúsa miðað við 360
rúmmetra íbúðir.
Tillögur þesar eru í sam-
ræmi við tillögur, sem Al-
þýðubandalagið hefur áður
flutt á þingi og má minna á að
svipaður háttur er t.d. hafður
ó rrieð endurgreiðslu í sajn-
bandi við byggingar fiskiskipá
mnanlands og gert er ráð fyrr
um byggingarefni Þetta má.
teljast tiltölulega auðvelt í
framkvæmd en spurninain er
aðeins sú að létta torabv’-ðina
nokkuð þar sem mest er þörf-
in.
Állar breytirigartiröaur Al-
býðubándalagsins svo o,s br@vt-
ingartiMögúr Framáékriar-
manna voru felldar af þing-
mönnum stjórriarliðsins..
Vjð 3iu umræðu tójtskrár-’
innar í gær flutti Karl Guð-
jónsson nokkrar breytingartil-
lögur um að niður yrði fel’d-
ur tollur af björgunartækjum
vmiskonar Benti Karl á. að
nokkru gaeti
það skiot um
örvggisútbún,
að ýmsan o?
biörgunartækí
að bau væru
tollfrjáls. Al-
bjngi ættj fvr-
ir sitt leyti að
gera allt sem í bess valdi
stendur til bess að stuðja afi
björgun mannslífa ef bess
væri nokkur kostur Þessi
breyting væri bví bess °ðHs.
að höfundar tpllskrá»-,nnar
gætu haft nokkru bet.ri 'am-
vizku, ef hún næði fram að
ganga. bótt allar aðrar tillög-
ur yrðu felldar. og byrfti
væntaniega ekki að t.efjn pf-
greiðslu málsins að neinu ráði.
En einnig bessar tillögur
Karls voru felldar af stiórn-
arliðinu og tollskráin síftan
afgreidd óbreytt sem lög frá
Alþjngi
! Gylfi tók af sér
!svuiituna og
t
I
I
t
í útvarpsumræðunum í fyrrakvöld brá Gyífi Þ. Gísla-
son sér i húsmóðurlíki og tók að lýsa lífskjörum hér
út frá sjónarmjði húsmóðurinnar, eins og hann komst
að orði. Eins og nærri má geta liíði
hann sig svo inn i þetta hlutverk, að
menn sáu hann ljóslifandi fyrir sér
með svuntu og tilheyrandi við eld
hússtörfin á viðreisnarheimilinu. Fór
ráðherrann mörgum mjög hugmæmum
orðum um hin mikilvægu störf hús-
móðurinnar o.s.frv.
Vifl 3ju umræðu fjárlaga i gær, tók
Skúli Guðmundsson upp nokkrar breyi-
ingartillögur sínar um Iækkun toila á búsáhöldum og
heimilistækjum. Kvaðst hann vænta þess, að ráðherr-
ann stæði nú við hin hjartnæmu orð sín um störi
húsmóðurinnar og vildi sýna einhvern lit á þvi að létta
henni erilssöm störf. Það gætj ráðherrann gert með
því að fylgja tillögu um lækkun tolla á heimilistækjum
— En þegar að atkvæðagreiðsiunni kom var raðherr
ann búinn að svipta af sér eldhússvuntunni og greiddi
atkvæði gegn öilum tollalækkunum á heimilistáekjum
— Þó var ekki Iaust við, að ráðherrann yrði dáiitið
skömmustulegur á sviplnn. þegar ailur þingheiipur hló
að þesspm snöggu sinnaskiptum.
. ’ V
ik
í
%
5