Þjóðviljinn - 23.04.1963, Side 6

Þjóðviljinn - 23.04.1963, Side 6
g SfÐA MÓÐVILJINN Þriðjudagur 23. apríl 1963 Russell rekur sögu Kúbudeilúnnar og afskipti sín af henni í nýrri bók íftir tilkomu kiarna- Russell í blaðaviðtali að ræða sem siðmenntaður maður. Blöðin l>ögðu Kennedys þegar hann til- Hættið þessu brjálæði“. 02 í Eftir tilkomu kjarna- sprengjunnar á mann- kynið ekki annað úr- kosta en algera afvopn- un og friðsamlega sam- búð allra ríkja. Þeim mönnum fjölgar stöð- ugt sem gera sér grein fyrir þessu og þegar Kúbudeilan stóð sem hæs't’ og mannkynið virtist vera komið fram á heljarþröin reyndist a.m.k. einn stjórnarleið- togi vera í þeim hópi, og sýndi það bæði í orði og gerðum. Sá maðurj var Krústjoff forsætis-1 ráðherra. Þannig kemst brezki heim- spekjngurinn Bertrand Russell . að orði í síðustu bók sinni, Unarmed Victory (Sigur án i vopna), sem er nýkomin út. Þar rekur hann atburðina í október í haust. þegar við lá að heimsstyrjöld hæfist út af Kúbu, en þar átti Russell mik- inn hlut að máli og lagði sig allan fram við að koma viti j fyrir ráðamann stórveldanna ; til að forða mannkyninu frá ' ógnum kjarnastríðsins. „Einn skynsamur maður“ Þegar svct virtist sem mann kynið væri komið á heljar- þröm, segir Russell, og ekkí biði þess annað en tortíming „spurði ég sjálfan mig hvort . ekki mætti ætla að í valda- stólum sætu skynsamir menn. Á síðustu stundu fóikk ég svarið: Jú, það reyndist vera einn slíkur . . . Stjórnvizka hans bjargaðj mannkyninu: og þess vegna erum við á lífi“. Hafði ekki mikla von Boðskapur' sá sem Russell sendi Kennedy og Krústjoff, þótt hann að eigin sögn gerði sér litla von um að hann bæri nokkurn árangur, fékk misjafnar undirtektir. Krúst- joff svaraði um hæl, en Kenn- edy virti hann að vettugi. Sumir leiðtogar brezka Verka- mannaflokksins roidduat svo frumkvæði Russels og tóku upp aftur kröfuna um að honum yrði vikjð úr flokknum „fyrir að hafa talað vjð kommúnista". „Aldrei fyrr á langri ævi minni", segir hinn 91 árs gamli heimspekingur, „hafði ég lifað neitt sem værj sam- bærilegt við geigvænlega ó- vjssn þessara örlagaþrungnu stunda. • • móðursýkisviðbún- aðinn í Bandaríkjunum > . herskáar ræður Bandaríkjafor- seta . . . brottflutning fjöl- skyldna embættismanna hans frá Florida og herflutningana þangað. Lengi vel gerðjst ekk- ert sem mælti á móti því að mannkynið væri á hraðrj leið til glötunar" Fram á barm kjarnastríðs Að morgni 23. október sagði Russell í blaðaviðtali að ræða Kennedys .þegar hann til- kynntí hafnbannið á Kúbu: „leiddi mannkynið fram á barm kjarnastríðs". Sama dag sendi hann simskeyti sín til Kennedys og Krústjoffs. I skeytinu til þess fyrmefnda sagði hann: „Örvæntingaríull ráðstöfun yðar ógnar tilveru mannkyns- ins. Hver siðmenntaður maður fordæmir hana. Við viljum ekki múgmorð. Úrslitakostir jafngilda stríði. Ég segi þetta ekki sem valdsmaður, heldur sem siðmenntaður maður. Hættið þessu brjálæði“. Og í skeytinu til Krústjoffs sagði hann: „Ég skora á yður að láta ekki óafsakanlegt framferði Bandaríkjanna gagnvart Kúbu ögra yður til óhæfuverka. Allur heimurinn vill að þér sýnið stjllingu. Beitið yður fyrir því að Sameinuðu þjóð- imar fordæmi framferði Bandarikjanna. Ef rasað verð- ur um ráð fram getur það orð- ið til þess að mannkynið liði undjr lok“. Blöðin þögðu Þrátt fyrir heimsfrægð Russels lávarðar sem jafnan hefur tryggt að 'eftir orðum hans væri tekið, þögðu lang- flest brezku blöðin um skeyti hans eða sögðu frá þeim stutt- lega og þar sem lítið bar á. Margir blaðamenn skildu þó fréttagildi áskorana Russells, og einn þeirra sagði upp starfj sínu, þegar ritstjóri hans neitaði að birta viðtal sem hann hafði haft við Russ- ell. Framhald á 3. síðu. Dóttir lofts og vatns Heiður og kaldur vetrar- morgunn við Eyjafjörð. Innan úr sveitinni líður frostbitran hægt og sígandi, 20 stigum fyrir neðan frostmark. Ferð- inni er heitið til hafs. Þar kvað vera aúðvelt að ryðja sér til rúms, stjaka burt loftinu, sem er orðið yljað og létt i sér fyrir áhrif sjávarins. Lög- málið, að hinn veikbyggði þoki fyrir hinum sterka, er hér í fullu gildi, sem von- legt er. loftstraumarnir hafa enn ekki orðið fyrir neinum siðrænum áhrifum af mann- kindinni sem þeir hafa leikið um frá örófi alda, reyndar ekki víst, að þau áhrif hefðu alltaf orðið til hins betra. Hlýja fjarðarloftið, það er reyndar undir frostmarki, verður nú annað hvort að láta undan síga út með Hrís- ey eða þá að það tekur hinn kostinn að svífa í áttina til himins svona rétt eins og olía, sem leitar upp á yfirborð í vatni. Frostbitran er komin út á fjörð. Sjórinn er nu tuttugu stig- um heitari en loftið. og þess er að vænta að þess hita- munar gæti á sýnilegan hátt. Hér myndast hinn svonefndi sjóreykur. iðandi gufumekkir og strókar, sem liðast upp í loftið og hverfa, ekki ólíKt gufu yfir potti á hlóðum. Þetta sama fyrirbæri kvað stundum sjást í kringum Vest- mannaeyjar, og þar mun það bera nafnið frostharður. 1 fjörðum Noregs er þetta al- gengt á vetuma. Eins og lesandinn getur séð sjálfur, rýkur gufan upp úr sjónum. en venjuleg sjó- þoka myndast ekki á þennan hátt. Hún sækir ekjti efnið beint til hafsins. heldur fæst það úr loftinu sjálfu. Og þá er ekki loftið kaldara en sjórinn eins og þegar sjóreykur verð- ur til. Þvert á móti er venju- leg sjóþoka heitari en hafið. Hún myndast einmitt í hlýju lofti, sem þolir ekki kæling- una frá sjónum og fer að gráta örsmáum tárum. Þau tár eru tekin af forða loftsins af hinni ósýnilegu vatnsgufu. Mörg alræmd sjóþokusvæði eru einmitt þar sem kaldir hafstraumar liggja, við Ný- fundnaland, við Austfirði og nálægt ísbrúninni út af Vest- fjörðum. Kalt loft og hlýr sjór mynd- ar sjóreyk. Hlýtt loft og kald- ur sjór mynda sjóþoku. Hvort sem er, er sú ættfærsla Eín- ars Benediktssonar rétt, að þokan er dóttir lofts og vatns. Páll Bergþörsson. „Þau héldu í austurátt Þetta er nafn á kvikmynd sem nú er verið að gera í Moskvu, en hún er gerð I sameiningu af ítöiskum og sovézkum kvikmyndamönnum. Hinn kunni itaski leikstjórí Giuseppc de Santis mun sjá um töku myndarinnar og sést hann hér ásamt nokkrum sovézkum leikkonum Indverska stjórnín neitar að semja Herferi ai hefjast gegn Naga-mönnum Indverska stjórnin hcfur hat- ið undirbúning að mikilli her- ferð gegn Naga-þjóðflokknum sem býr í norðausturhluta Iandsins og hefur vcrið í upp- reisn gegn sambandsstjórninni í Nýju Dehli allt frá því Ind- land fékk sjálfstæði. Tugþús- undir eru sögð hafa iátið lífið undanfarin ár í viðurcignum indvcrskra hcrsveita og Naga- manna. sem krefjast að fá að stofna sjálfstætt ríki. Brezki klerkurinn Michael Scott, sem mjög hefur látið málefni nýlenduþjóða til sín taka, er nú staddur í Nýju Delhi, en hann hefur gert sér vonir um að fá indversku stjórnina til að hætta við fyr- irhugaða herferð sína á hend- ur Nagamönnum, en taka í þess stað upp við þá samninga. Foringi þeirra, Phizo. sem dvalizt hefur árum saman landflótta í London, hefur boð- izt til að hefja viðræður við indversku stjórnina, en hún hefur hafnað því boði hingað til. Ráðizt á járnbrautarlcst Þeir róðherrar Nehrus sem andvígir eru öllum samningum við Nagamenn hafa fengið betri aðstöðu eftir árás sem Nagamenn gerðu í fyrri viku á járnbrautarlest, en þá voru sex menn drepnir, en 27 særðust. Daginn eftir var róðizt á her- flutningalest á sömu slóðum. en ekki er vitað um mannfall í þeirri árás. Krafizt „útrýmingar" Þessar áráir hafa vakið mikla reiði indverskra blaða sem ítreka kröfur sínar um. að uppreisnarmönnum verði „út- rýmt“. Blaðið Indian Express skýrir frá því að indverskar herflug- vélár hafi verið sendar gegn uppreisnarmönnum „vegna þeirrar ákvörðunar ríkisstjórn- arinnar að beita uppreisnar- menn hörðu“. Blaðið segir einn- ig að herdeild sem send hafði verið tll kínversku landamær- anna þegar skærurnar voru þar í vetur hafi nú verðið send til Nagalands. Ómannúðlegar refsiaðgerðir. Indverski landstjórinn í Nagalandi, Shilu Ao, sem dval- izt hefur að undanförnu i Nýju Delhi hefur ítrekað þá ákvörð- un sína að allir þeir landsmenn sem hjálpa uppreisnarmönnum muni beittir refsiaðgerðum. Lokaö yrði skólum, spítölum og lyfjaverzlunum í þeim bæjum þar sem grunur • leikur á að abúarnir styðji uppreisnarmenn. Kvikmynd gerð eftir ,Ðr. Sivago ’ ítalski kvikmynda- framleiðandinn Carlo Ponti hefur keypt rétt til að gera kvi'kmynd e.ftir skáldsögu Boris Pastern- aks „Dr. Sivago" af hin- um ítalska forleggjara hans. Feltrinelli, og er ætlunin að myndin verði tekin á ensku. Ponti hef- ur átt í samningum vjð Feltrinelli um kvikmynd- unarréttinn, en þeir hafa fyrst nú borið árangur og er búizt við að þeir verði undirritaðir einhvern næstu daga. Ætlunin er að bandarískt kvikmynda- félag eigi einnig þátt í gerð myndarinnar og Dontj segir að Burt Lanc- aster hafi látið í ljós mikinn áhuga á að leika titilhlutverkið. Ponti hef- ur einnig rætt við stjórn- arvöld í Sovétríkjunum og Júgóslavíu um leyfi til að taka útiatriði myndarinnar j löndum þeirra. TECT er ryðvörr YL í. 2—180 tonn Allt það fullkomnasta. Fæst hjá Leyland. Meðal annars: VÖKVASTÝRI ÞRÍSTILOFTSBREMSUR Fullkomnar MÓTORBREMSUR 5, G eða 7 hraða GlRKASSI Sérstakur DRATTARGlR (gefur gírkassa 10—14 hraðastig) TVÍSKIPT DRIF eða NÝTT FULLKOMIÐ STERKT NIÐURSKIPT DRIF BREKKUHALD FJAÐRIR óvenju langar MJÚKUR AKSTUR Afborgunarskilmálai Einkaumboð fyrir LEYLAND MOTORS LTD. Almenna verzl- iinarfélauið h.f. Laugavegi 168 — ReykjaviV. Sími 10199.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.