Þjóðviljinn - 30.04.1963, Page 3

Þjóðviljinn - 30.04.1963, Page 3
Þriðjudagur 30. aprfl 1963 ÞIÚÐVIIIINN SfÐA J Bretar boða til ráðstefnu 16 ríkja um fiskveiðimál LONDON 29/4 — Bretar hafa ákveðið að segja upp Norður- sjávarasmningnum um fiskveið- ar til þess að hafa frjálsar hendur til að færa út fiskveiði- lögsögu sína sem nú er þrjár mí'ur. Jafnframt aetla Bretar að efna til umfangsmikillar fisk- veiðaráðstefnu í London næst- komandi september og skal þar meðal annars rætt um fiskveiði- réttindi á Norðnr-Atlanzhafi. markaðsréttindi og eftirlit með fiskveiðum. Sextán ríkjum verður boðið að taka þátt í ráð- stefnunni, EBE-ríkjunum, Frí- verzlunarbandalagsríkjanum. ís- landi, írlandj og Spáni. Edward Heath varautanrikis- ráðherra skýrði frá þessari á- SANTO DOMINGO 29/4. Rík- isstjómin í Dóminikanska lýð- veldinu hefur ákveðið að fram- lengja frest þann sem hún hef- ur gefið stjórn Haitis til að hafa á brott herlið sem nú hefst við í sendiráði Dóminlkanska Iýð- veldisins í Port-au-Prince. Frest- urinn rennur út um miðnætti í nótt samkvæmt íslenzkum tíma. Götum hefur víða verið lokað í Port-au-Prince og hervörður er hafður við sendráð suður- amerísku ríkjanna i borginnj. Fjölmargir andstæðingar Duvali- ers einræðisherra hafa leitað hælis í sendiráðum þessum. Deilurnar milli Dóminikanska lýðveldisins og Haitis hófust í lok vikunnar er leið eftir að kvörðun stjómarinnar í neðri deild þingsjns í lag Lýsti hann þvj yfir að Bretland segði upp Norðursjávarsamningnum frá 1882 frá og með 24. júní 1964 og teldi sig úr því ekki vera bundið ákvæðum samningsins. Þrigfgfja mílna mörkin hæpin Heath sagði að íiskveiða- vandamálið hafj stöðugt orðið erfiðara viðfangs. Orsökin væri sú að nokkur rikj hefðu faert fiskveiðilögsögu sína út á „op- ið haf“. Þetta hefði valdið brezk- um togurum miklu tjóni og orð- ið tji þess að. brezka stjórnin komið hafði til skothríðar í Port-au-Prince. Stjóm Dómini- kanska lýðveldisins fullyrðir að Haiti-lögregla hafi tekið dómini- kanska sendiráðið á sitt vald, rannsakað skjalasafnið og tekið til fanga Haiti-borgara sem leit- að hafi hælis í byggingunni. Haiti rauf stjórnmálatengsl við Ðóminikanska lýðveldið á sunnudagskvöldið. Juan Bosch, forseti í Santo Domingo. hefur sakað stjóm Duvaliers um að ætla að myrða sig. — Ef sam- særið yerður ekki, Húr .sögunni innan sólarhrings munum við uppræta það með öllum þeim ráðum sem okkur eru tjltæk, sagði Bosch í útvarpsræðu á sunnudagskvöldið. tók að íhuga hvort brezkum fiskvejðum værj í heild hag- kvæmt að viðhalda þriggja mílna mörkunum umhverfis Bretl andsstren dur. Öll ríki sem eiga strendur að Norðursjó. nema Noregur, eru aðilar að Norðursjávarsamningn- um f samningnum er kveðið á um þriggja mílna fiskveiði- lögsögu. Unnt er að segja hon- um upp með eins árs fyrirvara. Heath skýrði frá því að Breta- stjórn hefði gert öllum sem hlut ættu að máli viðvart um upp- sögn samningsins síðastliðinn föstudag. Sagði hann að ekki væri rétt að mejna brezkum fjskimönnum, lengur um einka- rétt til fiskveiða meðfram strönd- um landsins. Að undanförnu hafa brezkir fiskimenn hvað eftir annað krafizt þess að stjómin færði fiskveiðilögsög- una út í sex mílur. „Flókin vandamál“ Heath sagði að nauðsynlegt væri að taka uPP viðræður um hin mörgu og flóknu vandamál varðandi fiskveiðar Hann gat um alþjóðlegu ráðstefnurnar sem haldnar voru í Genf 1958 og 1960 og sagði að þær hefðu eng- an árangur borið. Einnig minnt- ist hann á hina misheppnuðu tilraun Breta til að komast inn í Efnahagsbandaiagið. f fréttastofufregnum er skýrt frá því að embættismenn í þjón- ustu brezku stjórnarinnar hafi sagt frá því að Bretar hyggðust ekki leggja neinar fullunnar týl- lögur fyrir ráðstefnuna, heldur ætli fyrst og fremst að ræða málið Sömu heimiidarmenn herma að Bretastjóm boði nú til fisk- veiðaráðstefnu meðal annars vegna þess að landhelgin við 'ísland og Færeyjar hefur verið Stækkuð. Hernumið sendiráð Viðsjár á eyju í Karabíska hafinu „ Þjóðf lutningar" Hundruð þúsunda Itala dvcliast erlendis við vinnu og tugþúsundir þeirra fóru heim um helgina til að kjósa í þingkosningunum, en atkvæðagreiðsla utan kjörstaðar er ekki leyfð á ltalíu. Þeir komu frá Hamborg og Miinchen, París og Basel og fóru margir aila leið suður til Sikileyjar Hi.-.ir voru þó fleiri sem ekki áttu þess kost að fara heim til að kjósa, og er Iítill vafi á því að • ¥ i. >: t'íIMO'* »r> r > ’ ,f'1' ■ O! < verklýðsflokkarnir hafa fyrir bragðið misst af mörgum atkvæðum. Myndin er tckin þegar ein af lestunum sem flutti þá heim kom til aðalbrautarstöðvarinnar í Róm fyrir helgina. íhaldiS tapar / Austurríki VlN 29/4. Forsetakosningar i Austurríki fóru fram á sunnudag. Sósíaldemókratjnn Adolf Schárf var cndurkosinn og hlaut meira en 600.00 atkvæðum fleira en íhaldsmaðurinn Julius Raab. í- lialdsframbjóðandinn hlaut mun minna fylgi en flokkur hans hlaut í þingkosningunum síð- astliðinn nóvember. Sömuleiðis var fylgi hans minna en íhalds- frambjóðandinn hiaut vjð for- setakosningamar 1957. Adolf Schárf er 73 ára að aldri. Árið 1934 var hann hand- tekinn og sat í ýmsum fanga- búðum. Eftir lok heimsstyrjald- arinnar varð hann varaforsætis- ráðherra og brátt viðurkenndur sem helzti leiðtogi sósíaldemó- krata í hugmyndafræðilegum efnum. Hann var kosinn fonseti /trið 1957 og hefur nú verið kjör- inn til að gegna því embætti í sex ár til viðbótar. Úrslit þessj eru talin vera talsverður sigur fyrir sósíaldemó- kraia. Crtreið íhaldsins er hins- vegar ill. þar sem flokkur þeirra tapaðj 200.000 atkvæðum mjðað við þingkosningarnar í nóvem- ber. Kosmos 16. sendur upp MOSKVU 29/4 — í gær skutu Sovétríkin gervihnetti á loft, og er það 16. Kosmos-hnötturinn sem sendur hefur verið út i geiminn. Ti’gangur geimskots- ins er að leggja grundvöll að mannaferðum til tunglsins Sov- étríkin hafa sent á loft einn gervihnött mánaðarlega frá þvi i marz í fyrra. Geimskotið heppnaðist með ágætum. Kosmos 16. fór inn á fyrirhugaða braut sina og öll tæki um borð unnu eðiilega. Hnötturinn fer umhverfis jörðu á 9. mínútum Jarðfirð hans er 407 km. en jarðnánd 207 km. Ofsóknarlögin samþykkt HaMa ma fangelsi án déms og laga í S-Afríku HÖFÐABORG 29/4. I dag samþykkti þingið i Suður-Afr- íku hin nýju ofsóknarlög stjórn- arinnar. Samkvæmt lögum þess- um hefur lögreglan heimild til að handtaka mann sem grunaður er um afbrot og halda honum hvað eftir annað um þriggja mánaða skeið í einangrunar- klefa án þess að dómstóll fjalli um mál hans. Eini þingmaðurinn sem greiddi atkvæði gegn stjórnarfrumvarp- inu var frú Helen Suzmann úr Framfaraflokknum. 1 ræðu sinni gaf dómsmálaráðherrann Balt- hazar Vorster í skyn að þessi lög yrðu ekki þau síðustu sinn- ar tegundar sem stjórnin setti til þess að brjóta andstæðinga kynþáttaaðskilnaðarins á bak aftur. í hinum nýju lögum er kveðið á um dauðarefsingu fyrir tvenns konar glæpi. Dauðasekir skulu þeir vera sem fara út úr land- inu til að r.ema skemmdarverka- starfsemi eða hvetja til þess að stjórn Suður-Afríku sésteyptmeð valdi. Halda má fólki 1 fangelsi í 90 daga án þess að það fái að hafa samband við lögfræði- inga, dómstóla eða ættingja. Lögmenn mótmæla Samband lögmanna í Jóhann- esarborg lýsti í dag yfir ugg sínum vegna laga þessara lömennirnír að heitnild til handa la^aVunni til þess að halda fólki í fangelsi án dóms og laga brjóti í bága við frumatriði sér- hverra hegningarlaga í sérhverju menningarlandi. Ennfremur segja lögmennimir að kerfi sem veiti lögreglumanni' heimild til að yfirheyra borgara sei» hann grunar um afbrot geti hæglega leitt til misnotkunar og harð- stjórnar. Lögreglan í Suður-Afríku skýrði frá þvi í dag að frá því í nóvember síðastliðnum hafi verið handteknir um 2.000 menn sem grunaðir eru um að vera meðlimir í neðanjarðarhreyfing- unni Poqo. Fylgdi það sögunni að fjölmargir forystumenn hreyf- ingarinnar hefðu verið handtekn- ir eftir að lögreglan hafði kom- izt yfir bréf sem svertingja- kona ein hafði á sér er hún var handtekin. í bréfunum voru fyrirskipanir til tíu Foqo-for- irtgja um að hefja uppreisn gegn stjórn hvítra manna. Leyniskjöl um uppreisn Samkvæmt fréttum frá Jó- hannesarborg hefur lögreglan í brezka vemdarsvæðinu Basuto- landi komizt yfir leyniskjöl sem fjalla um skipulagða uppreisn gegn valdhöfunum í Suður-Afr- íku. Skjöl þessi fundust við hús- leit í aðalbækistöðvum Alafrísku samtakanna í Basutolandi. 1 dag var hinum þekkta svert- ingjaleiktoga Robert Sobukwe sleppt úr baldj, en undanfarin þrjú ár hefur hann setið í fang- elsi í Suður-Afríku. Hann var dæmdur fyrir að gangast fyrir mótmælaaðgerðum gegn vega- bréfslögum Verwoerd-stjórnar- innar. Það var við slfkt tæki- færi sem lögreglan hóf skothríð gegn hópi negra í Sharpeville í marz 1960 og drap tiu þeirra. Vinnudeilur í Vestur-Þýzkalandi Verkamenn gera verkföll og atvinnurekendur verkbðnn BONN 29/4 — Melra en 100.000 málmiðnaðarverkamenn í fylk- inu Baden-Wúrttembcrg í Vest- ur-Þýzkalandi Iögðu í dag nið- ur vinnu til að knýja fram kauphækkun. Krefjast- þeir að laun sín hækki um átta prós- ent. Vinnuveitenduriiir hafa svarað með því að boða verk- bann sem ná mun til 500.000 verkamanna í iðnaðarhéruðun- um í suðvesturhluta iandsins. 1,2 milljónir í verk fall? Verkbannið .mun hefjast eftir að vinnutímj er úti á þriðju- daginn Er þetta í fyrsta sinn sem vestur-þýzkir atvinnurek- „Kúba ekki buguð meðan Sovétríkjanna nýtur v$" I MOSKVU 29/4 — Fidel Castro, yorsætisráðherra Kúbu, kom í gær til Moskvu. Krústjoff for- sæíisráðherra tók hjartanlega á móti honum á flugveiiinum. Síðan var haldið til Rauða torgs- ins, þar sem þcir báðir hcldu ræður. Krústjoff fagnaði Castro ákaf- Iega scm fuiltrúa fyrsta sósíalist- íska landsins f Ameríku. Sagði hann að Sovétríkin myndu ævin- lega standa við hlið Kúbumanna í baráttu þeirra fyrir sósíallst- ískri uppbyggingu. Castro talaðl í þrjá stundar- fjó'-^unga. Hann sagði að vopn t’rá Sovétríkjunum og öðrum sós- íalistískum ríkjum hefði gert Kúbumönnum kleift að hrinda árásum gagnbyltingarmanna og að heimyfirráðseggirnir myndu aldrei geta bugað Kúbu meðan Sovétríkjanna nyti við. Verður líklega í mánuð Meðal þeirra sem tóku á nóti Castro á Moskvuflugvelli voru, auk Krústjoffs, Bresnéff forseti Sovétríkjanna og geimfararnir Gagarín og Nikolaéff. Anastas Mikoian. fyrsti varaforsætisráð- herra Sovétríkjanna, fylgdi hon- um frá Murmansk. Castro og Krústjoff hafa eitt sinn áður hitzt — en það var á allsherjar- þingi Sameinuðu þjóðanna í New York haustið 1960. 1 dag ræddi Castro við Krú- stjoff. en í kvöld fóru þeir sam- an í Bolshoi-leikhúsið. en bar var Svanavatnið sett á svið. Fréttastofur hafa það eftir starfsmönnum kúbanska sendi- ráðsins í Moskvu að Castro Tiuni að öllum likindum dveliast um mánaðartíma í Sovétríkjunum. Telja ýmsir að þá muni Castro vera viðstaddur fund miðstióroar sovézka kommúnistafl. hinn “>8 maí. en þá verða hugmyo4a- fræðileg vandamál á dagskrá. enöur grípa tjl slíkra aðgerða. Á föstudag mun stjórn verk- lýössambandsins vestur-þýzka koma saman og taka ákvörðun um hvorf boða skuij verkfall allra málmiðnaðarverkamanna í fylkinu Nordrhein-Westfalen, þar á meðal iðnaðarhéraðjnu Ruhr. Er hér um 1,2 milljón verka- menn að ræða. Um tveir þriðju- hlutar þeirra eru meðlimir í verklýðsfélögum og hafa þeir allir greitt atkvæði með því að hefja verkfall. „Treystið á samtakamáttinn“ f dag stöðvaðjst meðal ann- ars vinna í Mercedes-verksmiðj- unum j Stuttgart og Daimler- Benz-verksmjðjunni i Mannheim, auk margra raftækjaverksmiðja. Vinnuveitendur í Nordrhein- Westfalen hafa ákveðið að koma saman á fund á fimmtudag og ræða um þag hvort hafið skulj verkbann í fylkjnu Formaður sambands vestur- þýzkra málmiðnaðarverkamanna sagði i kvöld að atvinnurekend- ur hefðu hlaupið á sig er þeir boðuðu verkbannið. Sagði hann að samband sitt væri reiðubúið til að hefja samningsumleitan- ir um kauphækkunina Stjórn sambandsins sendi í dav út orðsendineu þar sem sVr,-*s» v.ar á verkamenn að s,<ja og treysta á samtaka- mátt verkalýðsins. i (

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.