Þjóðviljinn - 30.04.1963, Qupperneq 6
£ SIÐA
ÞIÓÐVILIINN
Þrið.nidagur 30. apríl 1063
Mislukkað fjáraflaplan stjórnár Suður-Kóreu
Hóruhús og spilavíti byggð
fyrir 5 milljónir dollara
Einvaldsstjórnin í SuSur-
Kóreu er í stöðugum fjár-
hagskröggum og henni
datt í hug að bjarga sér
úr þeim me'ð því aö hafa
hýruna af þeim 40.000
bandarísku hermönnum
sem í landinu eru. Auö-
veldasta ráöiö til þess taldi
Blöðum fækkeð,
önnur stækkuð
Miklar breytingar hafa orðið á
blaðaútgáfu víða um heim á
síðustu árum. Á vesturlöndum
hefur blöðum fækkað mjög víð-
asthvar. Sama er nú að gerast
í Sovétríkjunum. f Moskvu
koma nú út um 20 blöð. ýmist
daglega eða annan hvern dag.
Yms þeirra verða lögð niður
á nsestunni, en stóna blöðin
Pravda og Isvcstía sem sam-
tals koma út í einum tíu millj-
ón eintökum munu í staðinn
stækka og verða íjölbreyttari.
Sagt er að það sé Alexei
Adsubei, tengdasonur Krústjoffs
og ritstjóri Isvestía, sem stend-
ur fyrir þessum breytingum.
Tvö norsk
/eítarskip
Alasundi 29/4 — Norðmcnn ætla
að senda fjögur fiskileitarskip til
fslands í ár til þess að leiðbeina
norskum síldveiðibátum. Annað
skipið mun koma á vcttvang
skömmu eftir hvítasunnu og
halda sig mcðfram Islandsströnd-
um þar til vcrtíð cr lokið. Þcgar
reknetaveiðar hefjast verður
annað skip sent á vcttvang til
að leiðbeina reknetabátunum. —
Ennfremur hyggjast Norðmenn
gera tilraunir til þess að nýta
fslandssíldina á hagkvæmari
hátt en verfð hefur.
hún vera að koma upp
hóruhúsum og spilavítum
þar sem þeir gætu eytt
dollurum í orlofi sínu, i
staö þess aö fara til Jap-
ans og ey'öa þeim þar á
sama hátt.
Stjórnin hefur annars þótzt
vilja berjast gegn hvers konar
ósóma og hefur látið loka
vændishúsum sem ætluö voru
eingöngu fyrir landsmenn og
jafnvel bannað innflutning á
snyrtivörum. En öðru máli
og stjómin veitti fimm milljón-
ir dollara tU að koma upp
hóruhúsunum. Meira en helm-
ingur fjárins var tekinn úr
sjóðum þeim sem Bandarikin
gefa Suður-Kóreustjórn.
Hcitið eftir bandarískri
„stríðshetju“
Spillingarbæli þetta var byggt
á hæð einni skammt frá höf-
uðborginni Seúl og gefið nafn
eftir bandaríska hershöfðingjan-
um Walton Walker sem stjórn-
aði bandaríska hernum í
Kóreustríðinu, kallað Walker
Hill. Þarna á hæðinni þar sem
er mjög fagurt útsýni yfir hið
Fjáraflaplanið brást þrátt fyrir fagurlimaðar og léttklæddar drós-
ir: Nektarsýning í næturklúbbnum á Waiker Hill.
■ ' m* ## áitJni>0t && j •
gegmr þegar dollarar voru ann-
arsvegar.
Byggt ’fyrir bandarískt gjafafé
Það var yfirmaður hinnar
alls ráðandi leynilögreglu. Kim
Chong Pil, sem fékk þessa
snjöllu hugmynd, og samverka-
menn hans féllust þegar á hana
------------------------------------
r i
Atti að varna getnaði, en
varnar líka drykkjuskap
Komið hcfur í Ijós að lyf
«em menn gerðu sér góðar von-
ir um að gæti orðið haldgott
til getnaðarvarna og það mcð
því að koma í veg fynir að sáð-
frtimur karlmannsins þroskuð-
ust hefur reynzt gera mönnum
ókleift að neyta áfengis, verka
líkt og antabus.
Fyrir ekki allögu tóku banda-
rískir vísindamenn eftir því að
díamín-sámbönd sem notuð
höfðu verið til að lækna blóð-
kreppusótt af völdum sníkju-
dýra komu í veg fyrir að sáð-
frumur á tilraunadýrum tækju
fullum þroska.
Samböndin ■ voru þá reynd á
39 fanga í ríkisfangelsinu í Ore-
gon sem höfðu boðið sig fram.
10 ára stríð
i S-Vietnam
Formaður herforingja-
ráðsins bandaríska, Earle
G. Wheeler, hefur skýrt
þingnefnd frá því að reikna
megi með, að stríðið í S-
Vietnam muni taka tíu ár.
Skæruliðar hafi komið sér
svo vel fyrir í landinu að
ekki sé von til þess að þeir
verði „upprættir" á
skemmri tima.
Dr. Carl Heller sem stjórnaði
tilraununum skýrði frá því að
sáðfrumur hefðu alveg hætt að
myndast í þeim sem tóku día-
míntöflur daglega. Töflurnar
höfðu þó engin áhrif á kynhvöt
né getu til sáðíalls og þegar
hætt var að gefa þeim lyfið
varð sáðfrumumyndunin með
öllu eðlileg aftur.
Lyfið reyndist elnnig hafa
þann kost að það var ódýrt í
framleiðslu og mun ódýrara en
getnaðarvarnatöflur þær handa
konum sem á markaðnum eru.
Þannig myndu mánaðarbirgðir
af díamíntöflum kosta undir
einum dollara. en mánaðar-
skammtur af enovídi, sem er
mest notaða lyfið handa kon-
um kostar hálfan fjórða doll-
ara.
Þannig virtist allt benda til
þess að þama væri fundið ör-
uggt og ódýrt getnaðarvarnalyf.
En dr. Heller lét þá einn sjúkl-
ing sinn reyna lyfið. Nokkrum
dögum síðar var maðurinn fár-
veikur svo að flytja varð hann
f sjúkrahús eftir að hann hafði
fengið sér einn lítinn fyrir
kvöldverðinn. Efnafræðingar
eru nú að reyna að breyta sam-
setningu lyfsins svo að hægt
verði að nota það til getnaðar-
vama án þess að menn verði
fárveikir af einu staupi af víni.
BORDEAUX 29/4 — Fimm
menn fórust er frönsk herflug-
vél hrapaði í nánd við Bordea-
jux snemma í dag. Fjórir særð-
ust,
'lygna Hanfljót voru reist fimm
gistihús, ætluð handa hermönn-
unum og vinkonum þeirra,
þrettán villur, sjö vínkrár, næi-
urklúbbur og spilavíti. Ungir
Kóreumenn voru sendir til
spilavítanna £ Las Vegas og
Monte Carlo að læra rúllettu og
önnur fjárhættuspil. Smalað
var saman laglegum ungum
stúlkum handa hinum banda-
rísku hermönnum að gamna
sér við.
Bandaríski sendiherrann
við opnunina
Enda þótt illa færi fyrir upp-
hafsmönnum fyrirtækisins (Kim
lögreglustjóri var rekinn ur
landi, og Lim Byung-Ju ofursti
sem annazt hafði framkvæmdir
var handtekinn fyrir að hafa
þegið mútur) var lokið við að
koma upp þessum sérstæða
skemmtistað á aðeins tíu mán-
uðum og ekkert til þess sparað.
Þegar staðurinn var opnaður
f fyrri viku komu þangað 840
gestir, þ. á m. bandarfski sendi-
herrann, Samuel D. Berger, og
víirmaður bandariska hersins 1
Suður-Kóreu, Guy S. Meloy
hershöfðingi.
Lclzt ekki á bllkuna
Það var ekki fyrr en svo
langt var komið sögu að banda-
rísku herstjórninni datt í hug,
að það kynni að mælast illa
íyrir heima i Bandaríkjunum
ef þaö fréttist að bandarísku
hermennimir í Suður-Kóreu
væru tældir til að eyða ollu
kaupi sínu f fjárhættuspil og
vændlskonur. Þe.gar stjóm Suð-
ur-Kóreu reyndist ófús til að
falla frá fyrirætlunum sfnum,
tók bandaríska herstjórnin það
ráð að banna öllum hermönnum
sínum að heimsækja skemmti-
staðinn. Því var það að fymtu
vikuna sem hann var opinn
voru vínkrárnar tómar, gisti-
herbergin ónotuð og engir við
spilaboröin. Ef svo heldúr á-
fram er gert ráð fyrir að tapið
á rekstri þessa íyrirhugaða
fjárgróðafyrirtækis muni nema
7 milljónum dollara fyrsta ánð.
Það eru 300 milljónir íslenzkra
króna.
Q„Aaihiah * sambandj vió Assúan-s íiluna ínjklu . e,gyp-aianúi p. að
KfðCl SlBSI waíl reisa nýja bæi fyrir tugi þúsunda verkamanna sem vinna við
hana. Bæirnir eru að mestu leyti þriggja- og fjögurra hæða blokkir og einbýlishús auk leikhúsa og
annarra menningarstofnana, verzlana o.s.frv. Hér sjást nokkrar nýju blokkanna, sem byggðar eru
með methraða.
USA magnar ofsóknir gegn
.castrosinnum' í S-Ameríku
Fastaráð Sambands Ameríku-
ríkja hefur samþykkt að hefja
rannsóknir til þess að hafa
hendur í hári „castroista" hvar
sem vcra skal í aðiildarríkjunum
— án þess að biðja yfirvöld
viðkomandi Iands um leyfi. Eitt
aðildarríkið, Brasilía, mótmælti
harðlcga gjörræði ‘þcssu og
greiddi atkvæði gegn tillög-
unni.
Ákvörðunin um að stofna
valdamikla rannsóknamefnd
var þegar tekin fyrjr ári
á utanríkisráðherrafundi OAS-
ríkjanna í Punta del Este í
Brasilíu. f þetta sinn voru það
Bandaríkjamenn sem hétu á
fundj OAS-ráðsins, að hafizt
skyldi handa hið skjótasta um
framkvæmd þeirra fyrirætlana.
Sex ríki uggandi
Að undanfömu hefur komið
í ljós að Bandaríkjamenn eiga
ekki eins auðvelt að etja ráða-
mönnum Brasilíu fram til ill-
'verka og valdhöfum flestra
annarra ríkja í Rómönsku Am-
eríku. Á fundi OAS-ráðsins
lýsti fulltrúi Brasilíu þv£ yfir
að Brasilíustjórn „myndi ekki
samþykkja neins konar frum-
kvæði frá rannsóknarnefndinni".
FuIItrúar Mexikós, Venezuela,
Chile, Boliviu, Haiti og Domini-
kanska Iýðveldísins létu i Ijós
ugg sinn varðandi tillöguna og
reyndu að rýra valdasvið rann.
sóknarnefndarinnar.
Njósnarar út um
allar jarðir
Bandaríkjamönnum tókst að
koma sínu fram og fá sam-
bykkt meirihlutans fyrir tillög-
unni, enda þótt Brasilía greiddi
atkvæði gegn henni og ríkin
sex sætu hjá. Nú geta þeir
hvenær sem vera skal sent
r.jósnara sína af stað til að
snuðra um allt það sem þeir
flokka undir „fidellíska-komm-
unistíska undirróðursstarfsemi".
hvarvetna i Rómönsku Amer-
íku — nema *á Kúbu.
Franco missir af frönsku láni
Jafnvel de Gaulle
ofbauð dómsmorð
Ráðamenn í Frakklandi draga
ekki dul á það að viðræður
Frakka og Spánverja um efna-
hagsmál strönduðu og Giscard
d’Estaing f jármálaráðherra
kom heim frá Madrid fyrr cn
ákveðið hafði veriö, vegna af-
Nauðungcruppboð
verður haldið að Síðumúla 20, hér í borg í bifreiðagéymslu
(Vöku), eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík o.fl.
föstudaginn 3. mai n.k. kl. 1,30 e.h.
Seldar verða efnrtaldar bifreiðir: R-348, R-635, R-894, R-1737,
R-3555, R-3601, R-3654, R-3788, R-6838, R-7015, R-7093,
R-7820, R-7922, R-8647, R-8658, R-9534, R-9751, R-9845,
R-10203, R-10625, R-10829, R-11189, R-11528, R-12201,
R-12208, R-12260, R-12267, R-12422, R-12623, R-12363,
R-13589, R-13946 V-139, X-397, og X-651.
Greiðsla fari frain við hamarshögg.
BORGARFÓGETINN I REYKJAVÍK.
töku spánska kommúnistans
Julians Grimaus.
Fjármálaráðherrann rak ekki
cll erindi í Madrid sem ráð
hafði verið fyrir gert. Fundur
þans og Francos einræðisherra
var örstuttur og ekki ræddi
hann við spánska fjármálaráð-
herrann nema í brjár klukku-
stundir.
Franco einræðisherra og
stjórn hans höfðu vonazt eftjr
láni frá Frökkum og átti það
að nema um 450 milljónum
dollara, Ætlunin var, að samn-
ingar bar að lútandi yrðu und-
irritaðir í Madrid meðan
d’Estaing dveldist þar. Aftaka
Grimaus átti sér stað sama dag-
inn og viðræðurnar áttu að
hefjast.
Margir háttsettir embættis--
menn franskir hafa að undan-
fömu farið til Madridar og
rætt við spánska ráðamenn.
Meðal annars fór Aillerts hers-
höfðingi þangað fyrir nokkrum
vikum og undirritaði samninga
um sameiginlegar heræfjngar.
Spánski fjármálaráðherrann,
Navarro Rubio. er væhtanlegur
til Parísar innan skamms.
JlEKKNESKUR SKÓFATNAÐURi
I
!
I
■ .. ..... ... ■ „,, I
SKOBUÐ AUSTURBÆJAR
LAUGAVEGI 100
I
I
!
I
!
ur le$ri og striga fyrir
konur og karlmenn
tekinn upp í dag.
é
fc
i
í