Þjóðviljinn - 12.05.1963, Page 5

Þjóðviljinn - 12.05.1963, Page 5
Sunnudagur 12 maí 1963 ÞIÖÐVILJINN SÍÐA J Guðmundur S. Hofdal, Þegar ég byrjaði að rita þessa þætti um þá íþrótta- menn sem hafa gert garð- inn frægan, hafði ég að sjálfsögðu ekki sett nein aldurstakmörk. Allir sem skrifað hafa blað í íþrótta- sögu okkar voru gjald- gengir, og verðugir þess að uppsé rifjað ýmislegt frá starfsárum þeirra. Einn þeirra manna sem í hug minn kom var Guðmundur Hofdal, en ég hafði marg- oft óskað eftir að hann segði mér eitthvað af því sem á daga hans hefur drifið, og varðar íþróttir fyrst og fremst. En hann hefur stöðugt neitað að skýra frá neinu. Um daginn átti Guðmundur áttræðisafmæli, og gerðist ég þá nokkuð djarfari við hann en áður. Sagði honum að nú hefði ég viðað að mér ýmsum upp- lýsingum um starf hans í f- þróttahreyfingunni hér heima, ennfremur um þátttöku hans í för Fálkanna frá Kanada er þeir unnu íshokkí-keppnina á Ólympíuleikunum 1920. Þá hefði ég fengið nokkrar upplýsingar um það þegar hann var ráð- inn til sænska frjálsíþróttasam- bandsins, og ennfremur um för þeirra 7-menninganna á O.L. í London 1908, er þeir sýndu þar glímu. Guðmundi varð ekki um sel, og vildi fá að sjá þetta, en ég neitaði því, en þá gaf hann sig. og lofaði að tala eitthvað við mig svo að ég færi ekki að fara með einhverja vitleysu í blöðin! Þótttaka Guðmundar í íþrótt,- um, og starf hans í íþrótta- hreyfingunni nær yfir þau ár sem liðin eru af þessari öld og vel það, því ungur tók hann að stunda glímu, og komst i fremstu röð í þeirri grein. Á unga aldri eða liðlega 20 ára gamall tók hann að ferð- ast um landið og kenna íþrótt- ir, og þá ekki aðeins glímu. Hann kenndi einnig sund, frjálsar íþróttir leikfimi. og þær sa-gnir hafa geymzt u-m Guðmund sem kennara, að þar hafi verið réttur maður -á rétt- um stað. Utan fór Guðmundur, því hann segir að bað hafi alltaf búið í sér útþrá. Og hann er ekki fyrr kominn til hins nýja lands en hann er farinn að hafa afskipti af íþróttum, sem verður til þess að hann fer með flokk til Antverpen á OL. þar 1920. Árið 1908 var hann send- ur í sýningarflokki ásamt 6 ððrum til að sýna íslenzka glimu á Olympíuleikunum í London. glímusnillingurinn, kennarinn og áhugamaSurinn taka þátt í námskeiði sem hinn frægi fimleikafrömuður I. P. Múller efndi til þar og hann nefndi „Mín aðferð“. Var það skyndiferð og hugsuð til að auka mér hæfni við kennsl- una sem ég stundaði þá á veg- um Ungmennafélags Islands. Á ég enn skírteini sem ég fékk \ð námskeiði Miillers loknu. Um áramótin 1913—’14 fer ég nn til Englands, en um vorið er ég svo vestur um haf og il Kanada, og alla leið til Winnipeg. Það kom aldrei i huga minn að flytjast af landi burt alfarinn, ég ætlaði aðeins Fjörutíu árum síðar fer hann tjl sama lands og borgar, við- riðinn iþróttaflokk sem sendur var héðan það ár (1948). Og enn er Guðmundur í starfi fyrir íþróttahreyfinguna, þótt hann sé byrjaður níunda ára- tuginn. Það lætur því að líkum, að hann hafi frá mörgu að segja. Þó var það svo að hann vildi ekki með neinu móti ræða um glí-muna, sem ég held að standi alltaf hjarta hans næst. Það bætti þó úr skák að hann lét fylgja með „að svo stöddu“. Fyrsta raunin Þegar ég spurði Guðmund að því hvert væri fyrsta íþrótta- afrek hans, brosti hann svo- lítið, var íbygginn á svip, og sagði eftirfarandi sögu: Árin 1904—’05, var ég ráðinn í brúarvinnu við að reisa brúna yfir Jökulsá í Axarfirði. Það var stórmerkileg brú, og var önnur lengsta brúin á landinu á þeim tíma. Stöplar voru hlaðnir úr högggrjóti. og síð- an múrað saman. Þá var ekki farið að steypa, eins og nú er gert. Stólpamir voru um 12 álnir á hæð, og jámgrindin var jafnhá eða samanlagt 24 álnir. Síðan var komið fyrir streng, og er mér í minnj, hvað erfitt var að koma fyrir fyrsta strengnum. Verkamenn óskasf til lengri tíma. — Upplýsingar í Áhaldahúsi Vega- gerðarinnar Borgartúni 5. Sími 12808 vegÁerð RÍKISINS SNöReOíENP HYGIENE EXERCtöE* tiUfíSE SlGURJOtlSSQti’f BfíBIES FOOÐ Skopteikning úr kanadísku blaði 1920, Guðmundur Sigurjónsson, þjálfari og eftirlitsmaður Fálkanna, með pelann (sbr, blaðagrein- ina), sem getið er um í greininni. Því má bæta hér við að síð- ustu 16 mánuðina var ég á vígvelimum. Hafði verið lát- inn læra fyrstu aðgerðir við særða menn, og varð þvi að vera í fremstu víglínu. Margs er þaðan að minnast sem ekki verður skráð hér. Minnistæð ; verður mér sigurgangan fræga || inn í Þýzkaland þegar Þjóð- || verjar höfðu gefizt upp. Árið 1919 ætlaði ég að fá að fara beint heim til Islands frá Englandi en það var ekki f hægt, ég varð að fara til Kan- ada og þaðan heim. Ég hafði og öðlazt rétt til þess að ger- ast ríkisborgari í Kanada vegna þátttöku minnar í stríðinu. Þegar vestur kom pantaði ég far heim frá New York í októ- ber sama ár. Með Fálkunum Þá er það að Kanadiska Iþróttasambandið auglýsir eins og venja er til, að landsmótdð í íshokkí og umsóknir um þátttöku þurfi sambandið að fá, fyrir tiltekinn tíma. Það er jafnframt auglýst að það lið sem sigri í landsmótinu að þessu sinni fái réttinn til að keppa fyrir hönd Kanada á Ólympiuleikunum í Antverpen næsta ár. Mör-g hundruð félög tilkynntu þátttöku sína en aðeins 15 lið voru valin og voru Fálkamir eitt þeirra. Þá er það, að félagið legg- ur fast að mér að hætta við heimförina í bili og gerast þjálfari félagsins næsta keppn- istímabil. Lét ég tilleiðast og afpantaði farseðilinn. Það er rétt að taka það fram að þar vestra er nokkur annar skiln- ingur í orðinu þjálfari en hér. Þjálfari er sá sem annast allt Guðmundur Sigurjónsson Hofdal á yngri árum eftirlit með leiltmönnum, sér um að þeir fari á réttum tíma í svefn, fari á tilsettum tíma á fætur, fylgist með mataræði þeirra, ver þá fyrir ofáti, gerjr að meiðslu-m leikmanna, fylg- ist með líkamlegri velferð þeirra og hjálpar þeim til að vera sem bezt fyrjrkallaðir Framhald á 12. síðu. <•>- Íshokkísnillingurinn Frank Fredriksson, fyrjrliði Fálkanna, (Skopteikning úr sama blaði og myndin af Guðmundi). Þama vann þá jámsmiður úr Reykjavík, sem fer að hafa orð á því að gaman væri að fara yfir fljótið á þessum eina streng! Verður þetta til þess að hann er manaður til að fara. Þar sem hann hafði hafið máls á þessu, þótti honum sem hann yrði að gera tilraun. og leggur af stað, upp turninn, og út á strenginn. Kemst hann svolítið áleiðis, en snýr þá til baka og hættir við þessa djörfu tilraun. Þar sem alltaf var nokkur metingur milli okkar norðlendinganna og sunnlendinganna, var brosað að jámsmiðnum og ekki laust við að hann yrði var við háðs- glott og hæðnisorð. Þótti hon- um nóg um og kallaði út yfir hópinn: „Reynið þið sjálfir!“ Okkur setti nú svolítið hljóða við þessa áskorun. Sunnlend- ingurinn hafði þó komizt svo- lítið út á strenginn, en við höfðum ekki reynt. Mér þótti þetta ekki alveg nógu gott. og sagðist ætla að fara upp og sjá hvemig þetta liti út, og með sjálfum mér hugsaði ég að ekkert gerði til þó ég reyndi, en þá yrði ég að komast lengra en sunnlendingurinn! Ég fikra mig rólega upp turninn, og eft- ir drykkianga stund er ég bú- inn að ná taki á strengnum. Ég hugsa með mér að ef þetta eigi að takast, verði ég að láta fæturna ganga á undan meðan ég fer niður þangað sem streng- urinn slapir mest, en þar verði ég að snúa mér við á strengn- um og láta fæturna vera á eftir þegar ég fari upp hinu- megin. Ekki var tími til frek- ari umhugsunar um þetta ferða- lag. Það er skmmst frá því að segja að þetta gekk allt eftir áætlun, og ég komst heilu og höldnu í turninn hinumeg- in. Félagar mínir hugsuðu nánar útí þá hættu sem þetta gat skapað mér ef illa til tæk- ist. Þegar þeir sáu að mér var alvara að fara alla leið, og horfðu á mig hangandi þarna á höndum og fótum á strengn- um yfir ólgandi fljótjnu, ruku þeir til og settu bát á flot, sem ætlað var að ná mér, ef ég félli í vatnið, en til þess kom ekki sem betur fór. Þetta atvik sýnir ef til vill svolítið áræði og dálitla ófyrir- leitni, sagði Guðmundur og glqtti við. Til Kanada Það fór fljótt að bera á þvi að í mér var mikil útþrá. Mig langaði til að ferðast og sjá aðrar þjóðir og lönd þeirra. Ég' naut þess að fara á Ölympíu- leikana með glímuflokknum til London 1908, og næst fer ég tái affajr þ4 ö eði að sjá mig um og kynnast fólki. 1 Kanada áttá ég lika mikið af skyldmennum og þar var vinur minn og glimufélagi Guðmundur Stefánsson. Skamma stund hafði ég ver- ið þar vestra þegar ég komst í kynni við íþróttafélögin sem þar voru starfandi og margir Islendingar voru virkir, og iðkuðu þar fþróttir. Var ég fenginn af félaginu Sleipnir til þess að kenna frjálsar íþróttir og glímu. „Fálkamir" hét ann- að íþróttafélag sem þarna starf- aðj, og æfðu þeir íshokkí á vetrum en baseball á sumrum. Guðmundur Stefánsson hafði ekki aðst. til að kenna glímu. þar sem hann var alllangt úti f sveit, og fjölmenni þar ekki mikið. Glímukennslan lenti því á mér. Vmsir náðu þar all- góðum árangri, og t.d. réðist einn þeirra beztu til Jóhann- esar Jósefssonar, þegar hann fór í sýningarferðir sínar, og í sýningarferðir sínar, og frá frá hefur verið sagt. í stríðið Um þessar mundir geisar styrjöldin í Evrópu, og ungir menn gefa sig fram til her- þjónustu, og ég var einn með- al þeirra. I Englandi er ég við heræfingar. og síðan er ég feng- inn til þess að þjálfa nýliða í sérstökum skóla. Kom mér það sannarlega á óvart, en ég komst að því síðar að þeir höfðu i höndum upplýsingar um æviferil minn. Þama varð til nokkurskonar Norræn herdeild, þar sem flestallir vom ættaðir frá Norð- urlöndum, og héldu þeir saman meðan stríðið stóð, og eins eft- ír að heim kom. IR heldur innanfélagsmót á uorgun, mánudag, klukkan 18 í 400 m og 3000 m hlaupi. Knattspyrna Frægirr þjálfari legc; r á ráðin Helenio Herrera heitir þjálf- ari ítalska knattspymuliðsins „Inter“, sem nú hefur tryggt sér sigur í 1. deild i ítölsku deildakeppninni. Hann er fæddur 1916 í Argentínu, af spönsku foreldri, en keppti sem knattspyrnumaður með ýmsum félögum á Frakklandi. Hann er viðurkenndur einn hæfasti knattspyrnuþjálfari heims. Um árabil hefur hann verið eftirsóttur þjálfari. og m.a. hef- ur hann verið landsþjálfari á Frakklandi, Spáni og Italíu. Boðorðin 6 Herrera hefur dregið höfuð- atriðin í knattspymuþjálfun sinni saman í 6 boðorð fyrir knattspymumenn: 1. Gerðu alltaf það sem þér kemur fyrst í hug. 2. Sá sem ekki gerir allt, gerir ekkert. 3. Sá sem Ieikur fyrir sjálfan sig hjálpar andsteeðingunum. 4. Að berjast af hörku ogkappi er ekki að vera fantalegur. 5. Geta -j- lfkamsstyrkur skynsemi = sigur liðsins. 6. Það er ekkert verra en að misheppnast með því að nota hugmyndir annarra. Það er betra að misheppnast vegna notkunar eigin hug- mynda. 10 beztu Eftirtaldir 10 knattspymu- menn eru þeir beztu að áliti Herrera: 1) Alfredo di Stefano 2) Pelé 3) Luis Suarez 4) Henry „Garvis" Carlsson 5) Dabri Ben Barek 6) Sandor Kocsis 7) Angelillo 8) Estienne Nyers 9) Evaristo 10) Marcel Domingo Nyers var einhver frægasta skytta Frakklands á knatt- spymuvellinum. Domingo var markvörður í „Stade Francais"

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.