Þjóðviljinn - 14.05.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 14.05.1963, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 14. nxaí 1963 HðÐVIUINN — SIDA 3 Kennedy hefur sent herlið til Alabama Sprengjuárásir um helginu eg fimmtíu munns særðust BIRMINGHAM og WASHINGTON 13/5 — Kenn- edy forseti neyddist til þess um helgina að senda herlið til fylkisins Alabama, eftir að nýjar kyn- þáttaóeirðir höfðu orðið í borginni Birmingham á laugardaginn. Sprengjum var varpað að heim- ilum leiðtoga blökkumanna, en þeir fóru þá fylktu liði um götur borgarinnar og særðust margir menn í átökum sem af því hlutust og voru um fimmtíu þeirra fluttir í sjúkrahús. f heriiðinu sem sent hefur verið til Alabama eru um 3.000 manns og eru það bæði fót- gönguliðar, fallhlífaheirmenn og vopnaðir herlögreglu-menn. Allir eru þeir sér.stM’dega þjáífaðir til að bæla niður götuóeirðir. Hefur þungar áhyggjur Kennedy forseti tilkynnti á- kvörðunina um að senda her- lið tii Alabama á fundi með fréttamönnum í W-ashington á laugardagskvöld, en hann hafði þá áður rætt við bróður sinn, Ro-bert Kennedy dómsmálaráð- herra, um ástandið í Alabama. Hann sagðist vera staðráðinn í að gera ail-ar na-uðsynlegar ráð- stafanir til að halda uppi röð og reglu í Ala-bama og koma í veg fyrir óeirðir. Hann sagðist hafa þungar áhyggj-ur út af ástand- inu þar og nefndi sérstaklega sprengjuárásir sem gerðar höfðu verið á heimili og gistihús leið- toga blökku-manna. — Bandaríkjastjóm mun ek-ki 1-áta neinurn öfgamönnum hald- ast uppi að spilla því samkomu- lagi sem leiðtogar biökkumanna og hvitra hafa gert með sér, sagði forsetinn. Götuóeirðir og sprengju- árásir Á laugardagskvöldið var k-ast- að þremur sprengjum að gisti- húsi sem leiðtogi blökkumanna, baptist-apresturinn Martin Lut- her King, hafði búið í meðan hann dv-aldist í Birmingham, en hann er nú kominn aftur til Atlanta. Einnig var varpað sprengj-um að húsi bróður Kings, séra A. D. Lutíher King. Sjö manns særðust í sprengjuárás- unu-m, en enginn þó lífshætt-u- lega. Um leið og fréttist af sprengjuárásunum fóru þúsundir svertingja í mótmælagöngur um götur borgarinnair. Lögreglan skarst í leikinn og hlutu margir áverka svo að ilytja varð um fimmtí-u menn í sjúkrahús. í einu svertingjahverfi borg- arinnar var kvei'kt í fjölda í- búðarhúsa sem brunnu til kaldra kola. Brotizt var inn í margai verklanir, rænt og ruplað, brotl ið og bramlað. Um 1.500 manns söfnuðust sam-an fyrir framan hús séra Kings, en ein sprengingin sem þar varð var svo öflug að hálfs Geimför Coopers frestað enn? CANAVERALHÖFÐA 13/5 — Veðurhorfur eru nú slíkar á Canaveralhöfða að óvíst er talið hvort nokkuð verður úr fyrir- hugaðri geimför Gordons Coop- ers á morgun, en henni hefur margsinnis verið frestað áður og þá vegna bilana í burðareldflaug- inni. Allt verður þó haft tilbúið, ef veðrið skyldi batna, en nokkr- ar líkur voru taldar á því. Ætl- unin er að Cooper verði 34 I klukkustundir á lofti, eða leng- ur en nokkur annar Bandaríkja- maður. Lengsta sovézka geim- ferðin tók 941/?. klukkustund. Minningarspjöld D A S Minningarspjöldin fást hjá Happdrætti DAS. Vesturveri, simi 1-77-57. — Veiðarfærav. Verðandi. simi 1-37-87. — Sjó- mannafél. Reykjavíkur. simi 1-19-15. — Suðmundi Andrés- syni gullsmið. Laugavegi 50. Kosninga- happdrœtti G-Iistinn i Reykjavík og Reykjaneskjördæmi efnir til skyndihappdrættis fyr- ir kosningasjóð kjördæm- anna Afgrelðsla happdrættis- ins er í kosningaskrifstofu G-listans Tjarnargötu 20. Simi 17512. Alþýðubanda- lagsfólk er vinsamlega beðið um aðstoð við fjár- öflun með því að koma á skrifstofuna og taka miða til sölu. F járöf Iunamefndin. GERIÐ BETRI KflUP EF ÞID GETIÐ iii m ^0 annars metra djúpur gígur'?> myndaðjst fyrjr framan húsið. Dregur úr óeirðum Ákvörðun forsetans að senda herlið til Alabama hefur þegar orðið til þess að dregið hefur úr óejrðum. Þó er enn svo um- horfs í Birmingham sem sé borg- in umsetin af óvjnaher. Vopnuð lögregla og svejtir úr fylkis- hernum eru hvarvetna á verði á götum borgarinnar og víða hef- ur verið komið upp vegartálm- unum. Robert Kennedy sagði í dag að ástandið í Alabama væri enn mjög ískyggrlegt, en þó væri ástæða til að vona að staðið yrði við það samkomulag sem leiðtogar svertingja gerðu við fulltrúa yfirvaldanna í borg- inni í síðustu vjku. Helztu at- riði þess enu að dregið verði úr kynþáttamismunun í verzlunum Og veitingahúsum borgarinnar, að látnir verði lausiir allir þeir mörgu sem handteknir hafa ver- ið í óeirðunum undanfarið og að hafnar sktfli viðræður urn af- nám kynþáttaaðskilnaðarins í skólum borgarinnar. Petrosjan nær viss um sigur Moskvu 13/5 — Tigran Petrosjan er nú orðinn því nær viss um sigur í einvígi við Mihail Bot- vinnik um heimsmeistaratitilinn í skák. Hann vann í gær Bot- vinnik í fimmta sinn og hefur að loknum nítján skákum 11 vinn- inga, en Botvinnik 8, Petrosjan þarf aðeins að fá hálfan annan vinning úr þeim fimm skákum sem eftir eru. Botvinnik hefur unnið tvær skákir, en tólf hafa orðið jafntefli. Miðstjórnarfundi í Moskvu frestað MOSKVU 13/5 — Háft er eftjr árejðanlegum heimildum í Moskvu að miðstjómarfundi Kommúnistaflokks Sovétríkjanna sem átti að hefjast 28. maí hafi verið frestað fram til 18. júní. Líkleg ástæða er taljn sú að fulltrúair kommúnistaflokk- anna í Sovétríkjunum og Kína eiga að koma saman á fund í Moskvu í næsta mánuði til að 1 ræða ágreiningsmál sia. Penkovskí dæmdur tíl dauða, Wfnne fékk átta ára fangelsi MOSKVU 13/5 —> Sheila Wynne, eiginkona brezka kaup- sýslumannsins Greville Wynne, sem á laugardaginn var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir njósnir, ræddi í dag við verjanda hans um hvort dómnumi skuli' áfrýjað til að fá hann mildaðan. Meðsakborningur Wynnes, sovézki vís- indamaðurinn Oleg Penovski, var dæmdur til dauða. Samkvæmt dóirmum á Wynne að afplána þrjú ár af refsitim- anum í fangelsi, en það sem eftir er í hegningarbúðum. Wynne hafði beðið dómstólinn að minnast þess að hann hefði verið tældur til njósnaiðjunnar og honum hótað öllu illu ef hann hætti henni. Hann lét sér ekki bregða þegar dómurinn var kveðinn upp, en áheyrendur i réttarsalnum fögnuðu honum. Penkovski hlýddi á dóminnná- fölur og með opinn munn, en áheyrendur fögnuðu dauðadómi hans með langvarandi lófataki. Penkovski verður skotinn. Sovézk blöð birtu á sunnudag orðrétta dómana yfir beim Wynne og Penkovski og lögðu jafnframt út af þeim. Megin- áherzla var lögð á nauðsyn þess að allur almenningur í Sovét- ríkjunum væri stöðugt á verði gagnvart útsendurum heims- valdasinna. Það tók forseta herréttarins tuttugu mínútur að lesa dóms- orðin og forsendur þeirra. Þar er sagt m.a. að Penkovski skuli sviptur ofurstatign sinni og fimm verðlaunapeningum. Fullar sann- anir eru sagðar hafa fengizt fyr- ir ákærunum á Wynne og Pen- kovski, enda hafi þeir játað sök sínna. Á það er bent í dómnum að margir starfsmenn sendiráða Bretlands og Bandaríkjanna í Moskvu hafi aðstoðað bá Pen- kovski og Wynne við njósnirn- ar. Sendiráðsmenn reknir úr landi Sovétstjómin tilkynnti í dag sendiráðum Bandaríkjanna og Bretlands í Moskvu að fimm bandarískir og sjö brézkir sendi- ráðsmenn hefðu verið viðriðnir njósnir þeirra Wynnes og Pen- kovskis og væri þess óskað að þeir sem enn væru í Sovétríkj- unum færu þegar úr landi. Af Bretunum eru aðeins tveir enn í Moskvu. Sovétstjómin segir að sendiráðsmennimir hafi brotið freklega af sér í skjóli diplómat- ískra réttinda sinna og krefst þess að sendiráðin sjái til þess að slíkt endurtaki sig ekki. Nasser ræðir við Tito á Brioni BRIONI 13/5 — Nasser, forseti Egyptalands, kom til Brionieyju í Júgóslaviu í gær og hóf þegatr viðræður við Titó Júgóslavíu- forseta. Búizt er við að Nasser muni dveljast i Júgóslavíu í ijóra daga. Myndirnar eru frá réttarhöldunum í Moskvu. Á annarri sést yfir réttarsalinn, cn á hinni eru ýms njósnagögn sem lögð voru fram í réttinum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.