Þjóðviljinn - 14.05.1963, Blaðsíða 8
SÍÖA
ÞJðÐVILIINN
FISKIMÁL - Eftir JóhannWE. Kúld
LOKADAGUR
Lokadagurjnn 11. maí er að
baki, þessi frægi dagur i ís-
lenzkri atvinnusögu, þegar
menn yfirgáfu verstöðina sem
þeir höfðu dvalið í á vertið-
inni við sjósókn eða aðgerðar-
störf, og héldu heim máske
til fjarlægra landshluta í sveit
eða við sjó, til að taka upp
ný störf. Þetta var oft dagur
mikils gleðskapar, heitstreng-
inga Qg tilhlökkunar, dagur
sem setti sinn sterka svip á
þjóðlífið hér á Suðurlandi á
meðan hann var og hét, eins
og þar stendur.
Það eru ekki nema nokkrjr
ártugir síðan það var al-
gengt, að sjómenn yrðu að
ganga í verið að vetrinum og
úr því til heimahaga að ver-
tíð lokinni, og bera farangur
sinn á baki. Þetta óx eng-
um ungum manni i augum þá.
Sökum breyttra atvinnu-
hátta og vélvæðjngar við fisk-
veiðar og fiskvinnslu, hefur
lokadagurinn mikið breytt um
svip frá því sem áður var. Þó
vetrarvertið á Suðurlandi sé
enn þann dag i dag bundin
við 11. mai með sin vertiðar-
lok eins og áður, þá sýnir
það aðeins hve glöggir menn
voru á fiskigöngur löngu áð-
ur en islenzk fiskifræði sá
dagsins ljós. Sannleikurinn er
einfaldlega sá, að á þessum
tíma er vertiðarfiskur farinn
af grunnmiðum við Suður-
land. til annarra miða við
Vestur-, Norður- og Austur-
land í allflestum árum.
Metafli
Að baki er nú ein allra gjöf-
ulasta vetrarvertíð. sem kom-
ið hefur hér við Suðurland.
Landburður af þorski og síld
á flestum miðum. Á slíkum
vertíðum er alltaf hætt við að
minna sé hægt að vanda til
meðferðar á aflanurh á sjó og
landi, heldur en t.d. í mcðal-
ári. En þó ætti það að bæta
úr skák nú, að gæftir Iram-
an af vertið voru mjög góð-
ar og það allt til þess, að
Páskahretiö kom, en þorsk-
aflinn sem kom úr netum
eftir þær ógæftir hlaut að
sjálfsögðu að vcrða slæmur.
Að lokinni hverri vertíð er
sjálfsagt að staldra örlítið vjð
og athuga hvort ekki hefði
verið gerlegt að gera meira
verðmæti úr fengnum afla. Ég
held að engum blandist hug-
ur um. að þarnn mætti miklu
betur gera heldur en orðið er,
og þó erum við liklega komnir
í sókn á því að vanda betur
til hráefnisins, og er þó langt
í land, svo vel sé í þeim efn-
um. En i hverju einstöku til-
felli, er það fyrst og síðast
hráefnið sem unnið er úr, sem
ákvarðar gæði vörunnar full-
unninnar að meira en hálfu
leyti.
En þó unnið sé úr fyrsta
flokks hráefni, þá er ekki þar
með sagt að varan sem seld
er úr iandj hverju sinni sé í
þvi formi að hún getj gefið
í arð það sem hún hefði getað
gefið, ef hún hefði verið seld
fullunnin i öðru formi. Þetta
VERKAMANNAFÉLAGIÐ
DAGSBRÚN
Félagsfundur
verður haldinn í Tjarnarbæ í kvöld (þriðjudag) kl. 9.
Dagskrá:
1. Félagsmál.
2. Samningamálin.
3. önnur mál. j
Félagsmenn eru beðnir að fjölmenna og »yna skírteini
við innganginn. STJÖRNIN
Söluskattur
Dráttarvextir falla á söluskatt fyrir 1. ársfjórö-
ung 1963, svo og hækkanir á söluskatti eldri tíma-
bila, hafi gjöld þessi ekki verið greidd í síðasta
lagi 15. þ. m.
Að þeim degi liðnum verður stöðvaður án
frekari aðvörunar atvinnurekstur þeirra, sem
eigi hafa þá skilaö gjöldunum.
Reykjavík, 13. maí 1963.
TOLLSTJÓRASKRIFSTOFAN Arnarhvoli.
MAR ALLA
DLSKYLDUNA
NNIÐ YÐUR
)DEL 1963
^BJÖRNSSON * co. P
Sími 24204
'.O. BOX 15U • REYKJAVlK
á til dæmis við um saltfisk-
inn, sem um margra ára skeið
hefur verið fluttur út að
stærsta hluta sem háifunnið
hráefni. Það er ekki nokkur
vafi á l)vj að hægt sé að auka
útflutningsverðmæti okkar
þorskafla. og þó eru án efa
mestu möguleikarnir fyrir
hcndi á sviði síldariðnaðarins
ef þeir verða notaðir, áður en
aðrar þjóðir taka það verk-
efni að sér, sökum þes að okk-
ar færustu menn létu það ó-
gert of lengi.
Að búa vel
Þjóðarbúskapur er aðeins
stækkuð mynd af búskap ein-
staklings. Og í báðum tilfell-
um gildir sama lögmálið, að
það er ekki nóg að afla mik-
ið, þó gott sé, heldur veltur
engu minna á hinu. hvernig
aflanum er ráðstafað. í fyrsta
lagi, hvernig aflanum er ráð-
stafað innbyrðir, á milli þegn-
anna, og í öðru lagi hvernig
með verðmætin er farið út á
við. t.d. þegar við ráðstöfum
aflanum fil innkaupa á vör-
um. Það er t.d til lítils ef við
flytjum góðan feng úr landi,
en kaupum í staðinn fyrir
hann að allverulegu leyti
hálfónýtt skran. Þá er það að
sjálfsögðu ekki talinn hygg-
inna manna háttur. að gera^
stórinnkaup á misjöfnum vör-
um, þó á þolanlegu verði sé,
j löndum sem engar afurðir
kaupa a£ okkur, þegar hægt er
ag fá jafngóða vöru j iöndum
sem af okkur kaupa, og við-
skipti við þessi lönd beinlínis
byggjast á því, að af þeim sé
keypt ekki minna en við selj-
um þeim. í þessum efnum
stendur nú búskapur okkar
ekki of traustum fótum. sé
hagur þeirra hafður í huga,
sem afla verðmætanna með
sjávarafla eða öðru sem til
innkaupanna þarf. En þetta
heitir á máli þeirra sem græða
á gjaldeyrinum sem fæst fyr-
ir sjávaraflann „frjáls verzl-
un” Mjög falleg orð, en missa
þó gildi sitt að verulegu leyti,
ef róðstafanir til að halda þeim
j heiðri verða til þess að loka
eða minnka góða markaöi fyr-
ir fullunnar sjávarafurðir
eins og dæmj eru til um í
dag. Og ef frjóls verzlun verð-
ur að byggjast á lánsfé á sama
tíma sem hún lækkar í verði
okkar útflutning, jafnvel um
þær upphæðir sem lánsfénu
nemur, sökum þess að hún lok-
ar fyrir okkur dýrum. góðum
mörkuðum, þá missa þessi
fallegu orð ekki aðeins sinn
ytri glans heldur líka sjálft
inntak sitt.
Myndin var tekin á dögunum um borð í aflaskipinu Hafþóri.
Skipvcrjarnir sjást hcr draga nctin, innbyrða aflann. — (Ljósm.
Þjóðv. G. O.).
AfSi Þingeyrarbóta í apríl
Þingeyri 5/5 — Afli Þingeyrar-
báta reyndist sæmilegur í apríl-
mánuði og bárust á land 716.8
tonn af fjórum bátum. Netabát-
ar hafa stundað veiðar suður á
Breiðafirði og á svonefndum
Fláka norðan Kolluáls, en þar
hefur verið mikil fiskigengd í
vetur.
Frá áramótum hafa borizt i
land 2171 tonn og er afli bát-
anna sem hór segir: Hrafnkell
með 813.8 tonn, Fjölnir með 573.4
tonn, Þorgrímur með 485 tonn
og Þorbjörn með 298.7 tonn.
Hrafnkell er lcigubátur og er
nú hættur veiðum, þar sem
leigutíminn er útrunninn.
Mikil óánægja er meðal sjó-
manna, hvernig ferskfiskmatið
er framkvæmt og hafa stundum
liðið 1 til 2 sólarhringar frá því
TECTYL
er ryðvörn.
fiskinum var landað og þar til
fiskurinn var metinn.
Mikil atvinna hefur verið í
landi við vinnslu aflans og hef-
ur oft skort verkafólk.
Snjó hefur að mestu leyst af
láglendi eftir páskabylinn og
þessa daga er verið að ryðja
snjó af Hrafnseyrarheiði. G.F.M.
525 lestir hjá
Hólmavík 11/5 — Heildarafli
Hólmavíkurbáta fró áramótum
var 524.478 kíló í 169 sjóferðum.
Aflinn skiptist þannig milli báta:
Hilmir 133 lestir í 33 sjóferðum.
Guðmundur á Bæ 120.6 lestir í
28 sjóf. Farsæll 114.485 kg. í 40
sjóf. Sigurfari 83.159 kg. í 28
sjóf. Víkingur 55.041 kg. í 20
sjóf. Kópur 16.185 kg. í 16 sjóf.
og Bergvík 1,25 lest í 4 sjó-
um.
Auk þess hafa tveir bátar lagt
upp á öðrum höfnum norðan-
lands, þeir Guðmundur á Bæ 60
— 70 lestir og Víkingur 25 lestir.
Þorgeir.
- Þriðjudagur 14. maí 1963
Nýr veit-
ingastaður
opnaður að
Geithóisi
Að Geithálsi er nú risinn nýr
og þokkalegur veitingastaður og
er einnjg benzínsa.'a frá B.P.
á staðnum.
Staðurinn liggur vel fyrir
vaxandi bílaumferð og geta bíl-
arnjr ekið upp að afgreiðslu-
lúgu og ferðmenn fengið af-
greiddar ýmsar nauðsynjar og
hressingar.
Einnig er þarna til staðar
þokkaiegur veitingasalur með
snyrtiherbergjum fyrir karla og
konur og sími til almennings-
nota.
Geitháls hefur um langt ára-
bil verið þekktur áningastaður
reykvískra hestamanna og hef-
ur gamla húsið verið rifið á
staðnum og mun þessi uýi veit-
ingastaður bjóðg hestamönnum
upp á ýmsa þjónustu. Aðstaða
verður á staðnum til hestavörzlu,
og er þar bæði girðing og rétt.
Forstöðumaður þessa veitinga-
staðar heitir E.yþór Þórisson og
hefur hann annazt greiðanölu
áður í Olíustöðinni í Hvalfirði
og er þekkt lipurmenmi ; þjón-
ustu við ferðafólk.
Þessi nýi veitingastaður er
smekklegur í hvívetna og þjón-
usta hans vel þegin á fornum
áningastað.
Er ibsen
absúrd?
Út er komið 1. hefti þessa
árgangs tímaritsins Birtings.
Að þessu sinni er ritið all-
fjölbreytt af innlendu og er-
lendu efni. Thor Vilhjálmsson
skrifar um Ibsen og spyr hvort
hann sé „absúrd”. Einnig skrifar
hann um trúbadora og Kata-
lóníuskáld, hann á líka grein
um fjörkippinn í þýzkum bók-
menntum síðustu árin og skrifar
syrpu.
Thor á nokkrar þýðingar í
ritinu; ljóð eftir Salvador
Espriu, sögu eftir Uwe John-
son, dagbókarkafla eftir Max
Frisch.
Arnór Hannibalsson skrifar
um list í Sovét og þýðir tvö
ljóð eftir Evgéní Evtúsjenko.
Geir Kristjánsson á söguna
„Sá bleiki” og Hörður Ágústs-
son á þarna grein, sem hann
nefnir „Af minnisblöðum mál-
ara”.
Skarphéðinn Haraldsson gerði
kápumynd.
Ritstjórar Birtings eru þeir
Björn Th. Björnsson, Einar
Bragi. Hörður Ágústsson, Jón
Öskar og Thor Vilhjálmsson.
Setberg prentaði.
Aiþýðuflokkurinn fellur „sam
tvinnaður" Ihaldsstjórninni
Islenzkir kjósendur velta því
nú fyrir sér hvernig öruggast sé
að greiða atkvæði í því skyni
að losna við hina óvinsælu aftur-
haldsstjórn Ólafs Thórs og Emils
gerðardómsráðherra.
Svo mjög hefur þessi ríkis-
stjórn gert sig bera að fjand-
skap við alþýðu manna. ráðizt
á samningsbundin kjör alþýðu
og annarra launþega, steypt
landinu í mestu óðadýrtíð sem
nokkru sinni hefur þekkzt, ráð-
izt á kjör sjómanna með svívirði-
legum gerðardómslögum og
kjaraskerðingarárásum þegar þeir
hafa sett heimsmet eftir heims-
met í aflabrögðum. Ríkisstjórn
sem stjórnað hefur með hags-
muni auðvalds og afturhalds að
leiðarljósi frá því hún kom til
valda.
Nú hefur borizt úr ólíklegustu
átt leiðbeining um þetta mál,
sem vert er að athuga, enda þótt
einnig liggi mikið við að atkvæð-
um sé varið rétt ef menn vilja
tryggja það hvort tveggja, að
hin óvinsæla ríkisstjórn falli og
að breytt verði um stjórnar-
stefnu í frjálslyndisátt og til al-
þýðuhagsbóta. En það er reynd-
ar Alþýðublaðið sem í gær leið-
Ibeinir kjósendum hvernig auð-
velt sé að fella ríkisstjórnar-
skömmina. Þar segir orðrétt:
„Örlög Alþýðuflokksíns og rík-
isstjórnarinnar eru samtvinnuð.
Ef Alþýðuflokkurinn tapar þing-
sæti, þá eru mcstar líkur til að
ríkisstjórnin sé faiiin“.
Þá vita kjósendur það! Bili
íhaldshækjan, Alþýðuflokkurinn,
fellur ríkisstjómin! Og sannar-
lega á Alþýðuflokkurinn bað
skilið að tapa ekki einu heldur
fleiri þingsætum fyrir ilialds-
þjónustu sína. fyrir að bregðast
svo gersamlega kjósendum sem
héldu að þeir vsðru að k.iósa
verkamannaflokk og kalla í þess
stað verstu íhaldsstjórn vfir
landið í fjögur ár. og heita nú
að halda fhaldinu áfram i völd-
um ef þeir fái þingf.ylgi til bess.
Alþýðuflokkurinn á sannarleea
fyrir því að falla „samtvinnað-
ur” íhaldinu og afturhaldsstjórn-
inni.