Þjóðviljinn - 14.05.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 14.05.1963, Blaðsíða 4
4 SÍÐA CJtgefandi: Samemingarflokkur albýðu — Sósialistaflokk urinn. — Ritstjórar: ívar H. Jónsson. Magnús Kjartansson. Sigurð- ur Guðmundsson (áb) Fréttaritstjórar: Jón Bjarnason. Sigurður V. Frlðbjófsson. Ritstió'n anflýsingar. orentsmiðia: Skólavörðust. 19 Sknj 17-500 (5 iínúr) Áskriftarverð kr. 65 á mánuðL Þungar íhaldsáhyggjur f^að vekur sívaxandi athygli í Reykjavík og raun- ar um allt land að í blöð og málflutning stjórn- arflokkanna er komin vesöld og varnartónn, sem bendir til að þeim þyki kosningahorfurnar ekki góðar. Viðbrögð Morgunblaðsins* Vísis og Alþýðu- blaðsins í hverju málinu af öðru hafa verið með þeim hætti að fylgjendur þeirra hafa orðið fyrir vonbrigðum. Þannig hefur verið um Efnahags- bandalagsmálið, en stjórnarflokkarnir eru þar al- gerlega sannir að sök að hafa viljað henda íslandi inn í þá ríkjasamsteypu, hvað sem það kosíaði íslenzkt sjálfstæði, landhelgi íslands, atvinnu- vegi og þjóðlíf. Fkki hefur stjómarblöðunum farnazt befur í landhelgismálinu. Það þurfti ekki Milwood- málið til þess að þjóðin vissi hversu hundflatir dómsmálaráðherrann Bjarni Benediktsson og ut- anríkisráðherrann svonefndi Guðmundur í. Guð- mundsson liggja fyrir hinum brezku yfirgangs- seggjum. En hin lágkúrulega og lítilmótlega fram- koma ráðherranna í því máli og birtan sem það hefur brugðið yfir framkvæmd landhelgisgæzl- unhar. í höndum Bjarna Benedik'fssonar hefur þegar orðíð tilfinnanlegt áfall fyrir stjórnarflokk- ana. Ráða má af æsiskrifum -M-©rg«nblaðsins að því er þetta Ijósf. Því ætti að minnsta kosti að véra Ijóst að ekki sé vænlegt að biðja kjósendur um meirihlufa til þess að „semja“ á sama hátt og þeir Bjami og Guðmundur hafa gert hingað til um íslenzka landhelgi og íslenzk landsréttindi yfirleitt. fjó er það óðadýrtíð ríkisstjórnarinnar og vinnu- *■ þrælkunin sem af henni leiðir sem stjórnar- flokkamir munu vera einna smeykastir við í þessari kosningabarátíu. Þeir hafa fundið það í- haldssmalarnir sem gengið hafa milli fólks und- anfarnar vikur að þungt er í fólki, líka fólki sem undanfarið hefur kosið Sjálfstæðisflokkinn og Al- þýðuflokkinn, vegna vinnuþrælkunarinnar sem er skilgetið afkvæmi síjórnarstefnu og stjórnarat- hafna þessara flokka. Svo auðskilið er samhengið við stjórnarstefnuna og stjórnarflokkana að sjálf- sagt verða þeir ófáir sem að þessu sinni að minnsta kos/d reyna aðrar leiðir. aðra sfjórnarstefnu, kjósa gegn íhaldi, óðadýrtíð og vinnuþrælkun. T oks má nefna njósnamálið. Viðbrögð íhaldsblað- anna hafa verið eindæma vandræðaleg enda eiga þau ekki hægt um vik. Alltof margir íslend- ingar hafa rekið sig á þessa njósnastarfsemi banda- ríska sendiráðpíns til þess að takisf að gera lítið úr henni Oe bað fer ekki framhjá íhaldinu hversu þung fordæminn manna er yfir hinum íslenzku niósnurum erlpnds stórveldis, og sjálfsagt vita ríargir af hvaða sauðahúsi þeir njósnarar eru. 7 Tér hefur verið minnt á fáein mál. En þau og * fleiri valda íhaldinu þungum áhyggjum sem bregður vesældartón og varnarblæ á kosninga- áróður þeirra. — s. E. Power Biggs heldur tánleika Nýkominn er hingað til lands hinn kunni bandariski org- anleikari, E. Power Biggs. Kem- ur hann á vegum Tónlistarfélags- ins og mun halda tvenna tón- leika fyrir styrktarfélaga bess i Dómkirkjunni í kvöld og á morgun. en auk þess er ákvcðið að hann efni til tóhleika á Ak- ureyri, Akranesi og Vestmanna- eyjum. E. P. Biggs hefur verið hér tvívegis áður, bæði árið 1954 og 1955, og hélt þá tóíileika við mik- inn orðstír, baeði í Reykjavík og víðar. Margir inerkustu tónlistar- gagnrýnendur vestan hafs telja Biggs fremstan í flokki nú- lifandi organleikara Bandríkj- anna, og það er m. a. haft til marks um vinsældir hans að í mörg ár í röð hefur hann verið talinn vinsælasti organleikari Bandaríkjanna í skoðanakönnun, sem tónlistartimaritið Musi- cal America hefur efnt til árlega meðal 850 gagnrýnenda í Banda- "íkjunum og Kanada. Einnig má geta þess að á tón- listarhátíð þeirri, sem efnt var til við ophun hlns nýja tónlist- arsalar f Lincoln Center í Nðw York. kom E. Power Biggs brf- vegis fram sem einleikari. Á fyrstu tónleikunum, sem fílhar- moníusvejtin í New York hélt i hinum nýju salarkynnum sfnum, lék Biggs „Festliches Præludium" bftir Richard Strauss, en Leonard Bemstein stjómaði hljómsveit- inni, en á bessari sömu hátfð lék hann einnig með sitifóníuhljóm- sveitlnni í Ffladelfíu undir stjóm Eugene Ormandys, m. a. orgel- hlutverkið í sinfóníu Saint-Saens fyrir hljómsveit og orgel. Þótti þetta sem von var mikill heiður og víðurkenning fyrir hinn ágæta listamann. E. Power Biggs hefur um ára- bil verið fastráðinn einleikari hjá sinfóniusveitinni í Boston, en auk þess er hann kunnur um öll Bandaríkin og víðar fyrir tón- leika þá og tónlistarþætti. sem hann hefur annazt í mörg ár í útvarpi og sjónvarpi á vegum Columbia Broadcasting Service. Sama félag hefur einnig gefið út mikinn fjölda af hljómplötum, sem Power Biggs hefur leikið inn á öll merkustu verk orgelbók- menntanna fyrr og síðar. >á liggur mikið og merkilegt starf eftir Biggs sem fræðimann á sviðj orgelbyggingar og þróunar orgelsins sem hljóðfæris allt frá fyrstu tíð. Hefur hann samið margar ritgerðir um þetta efni, sem birzt hafa i merkum rit- um þar á meðal alfræðibókinni Encyclopedia Brittanica. Eins og fyrr getur mun E. Power Biggs halda tvenna tón- Ieika fyrir styrktarmeðlimi Tón- listarféiagsins i Dómkirkjunni í kvöld og annað kvöld, og hefjast þeir kl. 9 s.d. báða dagana á efn- isskránni eru einungis verk eftir Jóhann Seb. Bach Síðan heldur hann organtónleika f kirkjunni á Akranesi n.k. föstudag, 17. maí kl. 9 e.h.. á Akureyri sunnudag- inn 19. maí, og að lfkindum f Vestmannaeyjum þriðjudaginn 21. maí. Ritgeríasah eftir Laxness á dénsku í síðustu viku kom út á for-1 lagi Gyldcndais f Kaupmanna- höfn ritgerðasafn eftir Halldór | Kiljan Laxness. Er þetta fyrsta i ritgerðasalnið eftir höfundinn, sem út er geflið á dönsku. De islandske Sagaer og andre Essays — íslendingasögurnar og aðrar ritgerðir, er nafnið á safni þessu. Erik Sönderholm hefur valið ritgerðimar í safnrit þetta og þýtt nokkrar þeirra Aðrar hefur Laxness skrifað á dönsku. Ritgerðimar eru 18 talsins, og er þá með talin ræða skáldsins, sem flutt var v*ð móttöku Nóbelsverðlauna í ráð- húsinu í Stokkhólmi í desember I 1955. J Á dönsku bera helztu ritgerð- ir H. K. L. þessi heiti: Nota- ter om de islandske sagaer — Egill Skallagrimsson og TV — Saga og sagaforskning — Gammelt og nyt om islandsk litteratur — En dansk digter pá Island — Om Martin And- ersen Nexo — Forfatteren og hans værk — Forfatterens for- hold til religionen — Digtning- ens problematik f vor tid — En amerikansk ábenbaring — "lumcauseri — Nogle personlige notater om roman og skuespil - Island. Norden og Europa. Ritgerðasafnið er um 200 blaðsíður. Þriðjudagur 14, maí 1963 FramboSslistar I Norðurlandskjördœmi eystra við al- þingiskosningarnar 9. júní 1.963. A-isti Aiþýðuflokksins: 1. Friðjón Skarphéðinsson, bæjarfógeti, Akureyri 2. Bragi Sigurjónsson, tryggingafulltrúi, Akureyri 3. Guðmundur Hákonarson, verkamaður, Húsavík 4. Tryggvi Sigtryggsson, bóndi, LaugabólL Keykjadal, S.-Þing. 5. Hörður Björnsson, sldpstjóri. Beykjavík 6. Guðni Þ, Árnason, gjaldkeri, Raufarhöfn 7. Sigurður Guðjónsson, bæjarfógeti, Ólafsfirði 8. Jensína Jensdóttir, kennari, Akureyri 9. Sigurður E. Jónsson, bóndi, Miðlandi, Öxnadal, Eyjafjarðarsýslu 10. Jóhann Jónsson, verkamaður. Lynghaga, Þórshöfn 11. Magnús E. Guðjónsson, bæjarstjóri, Akureyri 12. Þórarinn Björasson, skólameistari, Akureyri B-li&ti Framsóknarflokksins: 1. Karl Kristjánsson, alþingismaður, Húsavík 2. Gísli Guðmundsson, alþin.gismaður, Reykjavík 3. Ingvar Gíslason, alþlngismaður, Akureyri 4. Hjörtur E. Þórarinsson, bóndi. TjÖrn, Eyjafjarðarsýslu 5. Bjöm Stefánsson, skóiastjóri, Ólafsfirði 6. SLgurður Jóhannesson, skrifstofumaður, Akureyri 7. Valtýr Kristjánsson, bóndi, Nesi, S.-Þing. 8. Þórhallur Björnsson, kaupfélagsstjóri, Kópaskeri 9. Teitur Björnsson, bóndi, Brún. S.-Þing. 10. Eggert Ólafsson, bóndi, Laxárdal, N.-Þing. 11. Jakob Frimannsson, kattpfélagsstjóri. Alcureyri 12. Bemharð Stefánsson, fyrrverandi alþingismaðnr, Ahureyri. D-lísti Sjálfstæðisflokksins: 1. Jónas G. Rafnar, alþingismaður, Akureyri 2. Magnús Jónsson, alþingismaður, Reykjavík 3. Bjartmar Guðniundsson, alþingismaður, Sandi, S.-Þing. 4. Gísli Jónsson, menntaskólakennari, Akureyri 5. Björn Þórarinsson. bóndi, Kílakoti, N.-Þing. 6. Lárus Björnsson, bæjargjaldkeri, Ólafsfirði 7. Valdemar Óskarsson, sveitarstjóri, Dalvík 8. Páll Þór Kristinsson, framkvæmdastjóri, Húsavik 9. Friðgeir Steingrímsson, verkstjóri, Raufarhöfn 10. Baldur Kristjánsson, bóndi, Ytri-Tjörnum, Eyjafirði 11. Vésteinn Guðmundsson, framkvæmdastjóri. Hjalteyri, Eyjafirði 12. Jón G. Sólnes, bankastjóri, Akureyri. G-listi Alþýðubandalagsins: 1. Björa Jónsson, verkamaður, Akureyri I 2. Arnór Sigurjónsson, ritstjóri, Reykjavík 3. Páll Kristjánsson, aðalbókari, Húsavik 4. Hjalti Haraldsson, bóndi, Garðshorni, Svarfaðardal. Eyjafirði 5. Angantýr Einarsson, kennari, Þórshöfn, N.-Þing. 6. Jón B. Rögnvaldsson, bifreiðastjóri, Akureyri 7. Olgeir Lúthersson, bóndi, Vatnsleysu í Fnjóska- dal, S.-Þing. 8. Sveinn Jóhannesson, verzlunannaður, Ólafsfirði 9. Hörður Adólfsson, framkvæmdastjóri, Akureyri 10. Lárus Guðmundsson, kennari, Raufarhöfn, N.-Þing. 11. Stefán Halidórsson, bóndi, Hlöðum í Glæsibæjarhr. Ef. 12. Tryggvi Helgason, sjómaður, Akureyri. Yfirkjörstjórn í Norðurlandskjördæmi eystra, Akureyri, 9. maí 1963. t Sonur okkar. MAGNtíS ÞORSTEINN HELGASON, vélstjóri er lézt 6. þ.m. verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 15. mai kl. 1.30. Lára Tómasdóttir, Helgi Ketilsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.