Þjóðviljinn - 14.05.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 14.05.1963, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 14. maí 1963 MÖÐVILIINN SIÐA 7 Haíldór Pétursson: Sagan í Ijósi sögunnar Við lifum á stórbrotnustu tímum veraldai-sögunnar, hvað snertir tæknilega þróun. Æbdn- týri, sem við lásum í æsku eða lieyrðum við kné gamla fólks- ins, eru nú sem óðast að breyt- ast í veruleika. Ein var sú gamla gullna regla við að losna úr álögum, sú að brenna álagahaminn í eldi. Mér hefur oft verið spum, hvort bessi gamia góða regla hafi ekki gleymzt. Það er ekki frítt við að manni sýnist að verið sé að troða einstakling- um og þjóðum í sama haminn aftur og upp á nýtt. Æsidans- inn í kringum gullkálfinn og ímyndaðar mannvirðingar ganga fyrir öllu. Hamirnir liggja óbrenndir, albúnir til íveru, og síðan hefjast andleg og efnisleg manndráp eftir öll- um listum tækninnar. Við lifum á miklum áróðurs- tímum og mikill hluti manna heimtar áróður og á þá ósk heitasta að láta Ijúga í sig að meira eða minna leyti. Kannski liggur þetta í því, að menn vilji firra sig ábyrgð. Mörgum finnst þægilegt, ef illa fer, að geta sagt eins og farísearnir: „Ég er saklaus af blóði þessa réttláta manns“. Við glæptumst bara til að trú þeim, sem áttu að vita betur. Engin þjóð í heimi á eins samfellda sögu og Islendingar, sögu blómaskeiða, hrakfara og niðuriægingar. Saga þessi, séð í réttu ljósi, á að vera sá átta- viti sem þjóðin siglir eftir. Nokkur hundruð ár hafa sáralítið að segja í sögu mann- kynsins, grundvallarlínumar eru þær sömu. Frelsi og sjálf- stæði hlíta t.d. sömu lögum nú og þegar land okkar byggðist. þjóð. var á þeim tímum eins og stjórnarfarslega háð annarri þjóð, var á þeim tímum eins og nú hjábam veraldar ______ Allflestir Islendingar vita eitthvað í sögu, svo að það nægir að benda á fáein atriði. Frá 930 til 1262 átti þjóðin sitt blómaskeið og á því skeiði mynduðust menningartindar, Um niánaðamótin maí—júní mun Bjarni Guðnason magister verja doktorsritgerð sína „Um Skjöldungasögu" við hcimspcki- deild Háskóla Islands, en rit- gerðin kom út á dögunum á foriagi Menningarsjóðs. Doktorsritgerð Bjarna Guðna- sonar er allstór bók. 325 blað- síður í miðlungsbroti. Skiptist ritgerðin í þrjá meginkafia. Verkefnið. Textakönnun. Efn's- könnun. Þá fylgir nafnaskrá og útdráttur á ensku. 1 formála segir höfundur m.a.: „Vorið 1956 lauk ég meistaraprófi í íslenzkum fræð- um við Háskóla íslands og fjallaði prófritgerð mín um Frá- sagnir norrænna heimilda af Ragnari loðbrók. Við þá rann- Hitamál Kennedy forseti drekkur ætíð vatn sem flúor hefur verið blandað í, og burstar tennurnar úr samskonar vatni. Nú skyldi mega ætla að Kennedy, þessi ástsæli forustumaður, þætti einnig fyrirmynd á sviði vatns- drykkju og tannburstunar, en reyndin varð önnur. Kom til tals í Bandaríkjunum aðblanda flúor í allt drykkjarvatn með tilliti til heilbrigði tannanna í börnum og unglingum og raunar öllum, en þá hófst upp mikið aðvörunar- og hræðslu- óp víðsvegar um ríkin, og eink- um hjá svökölluöum kristían- sæentistum, en sá flokkur ætl- ast til að guð lækni allt og engin meðul megi hafa. Margs sem enn gnæfa í bókmenntum heimsins. Kannski hefur okkur aldrei verið meiri þörf á því en nú að leita tíl sögunnar og gera oss þess Ijósa grein, hvaða orsak- ir lágu til þess að við töpuðum sjálfstæði okkar, og einmitt á þeim tíma þegar velsæld var mest í búi. Sjö alda svartnætti ætti að minna okkur á að íalla ekki aftur í sömu gröf og þó ekki þá sömu. Þessar sjö aldir skrimti þjóðin á óskiljanlegan hátt í sögu sinni, en nú myndi slíkt ekki koma til greina. Frelsisafsal hennar nú myndi algert og endurheimt ógerieg. Til samanburðar skulum við taka upp þráðinn á svonefndri Sturiungaöld, sem er táknrænt nafn fyrir sturlun einnar þjóð- ar. Þar fór saman erlend íhlut- un, ásamt valda- og fégræðgi íslenzkra höfðingja. Hákon gamli hlóð undir höfðingjana á víxl, Gissur Þorvaldsson, Þórð kakala, Sturlu Sighvats- son og Þorgils skarða, og lof- aði þeim gulli og grænum skógum. Enginn þessara manna ætlaði Hákoni vinninginn nema Þorgils skarði. Hugmynd þeirra var eins og bóndans er ætlaði að „plata kusu“. Bóndi þessi átti kú með þeim ágalla, að væri kálfurinn tekinn frá henni eftir burðinn „seldi“ hún ekki. Kom þá bónda það ráð í hug er dimma tók að kvöldi, að taka kálfinn frá kusu og setja hrútkettling í staðinn. En þetta kom lítt að haldi, því að kusa kunni glöggt að greina milli kálfsa og hrútsa. sókn varð Skjöldungasaga á vegi mínum. og komst ég þá að raun um, hversu hugmynd- ir manna um þetta merka rit voru óljósar. Jafnframt fékk ég hugboð um að ef til vill mætti leggja eitthvað nýtt tíl málanna í þessu efni, þótt ekk- ert yrði úr því þá. Haustíð 1956 varð ég góðu heilli sendi- kennari í Uppsöum, og gafst mér þá tækifæri til að taka til óspilltra málanna við rann- sókn á Skjöldungasögu. . . Rannsókn þessa verkefnis reyndist mér örðug, og tók þvi verkið smám saman allt aðra stefnu og fékk allt annan svip en ætlunin var i öndverðu. . . Ritgerðin sýnir árangurinn af þessari sex ára íhlaupavinnu minni“. var spurt í angistinni, svo sem þess hvort nú ætti að fara að eitra fyrir alla þjóðina, hvort þetta væri undirróður og sam- særi kommúnista, hvort þetta væri tilburðir til að koma á velferðarríki, hvort nú ætti að gefa fólkinu meðul nauðugu, — og allir báðu guð fyrir sér og sögðust heldur deyja úr þorsta en smakka það vatn, sem flúor hefði verið blandað í. Því var svarað að milljónir Bandaríkja- manna drykkju flúorblandað vatn alla ævi, því að þeir hafa ekki annað; náttúran sjálf hef- ur blandað það þannig, að til þess að eitrast af flúomum í vatninu hæfilega blönduðu tii að varn* tannskemmdum, Hákon gamli kunni lika glöggt að greina hrútinn og ís- lenzka þjóðin varð ofurseld erlendu valdi. Á síðustu áratugum bendir margt til að við höfum gleymt þessu frelsisafsali eða hunzað að draga af því lærdóma þá sem sagan ber í skauti sér. Við höfum kallað yfir okkur her- setu, kallað flota erlendra veiðiþjófa inn í landhelgina, og margt bendir til að lífhelgi þjóðarinnar verði kyrkt í Efna- hagsbandalaginu. Ekki þarf að fara í grafgöt- ur með skyldleika þessara ára og Sturlungaaldarinnar. Her- setan, landhelgissvikin og Efna- hagsbandalagsdeilan er valda- brask nokkurra svonefndra höfðingja þjóðarinnar til að bjarga sínu pólítíska skinni, freista þess að halda völdunum með hjálp erlendra afla og velta sér í velsæld líkt og þeir sem áður tóku landið á leigu. Fyrir skömmu átti ég tal við kunningja minn um þennan samanburð. — Ég sé, sagði hann, hylla undir Ólaf Thors í líki Sturlu Sighvatssonar, en mjög skorti hann kænsku Ól- afs. Hermann Jónasson birtist mér í líki Þórðar kakala. þó hann skorti flest ávið hann og aldrei mundi Hermann leggja sig í þá vosbúð að heyja sjó- orustu. Guðmund I. má glöggt greina í líki konungsþrælsins Þorgils, en vantar hugdirfð hans og jafnvel heimsku. Bjami Bene- diktJssynj skýtur upp í gervi Gissurar Þorvaldssonar, fyrir utan glæsimennsku og höfð- ingsskap. Gylfa get ég að engu, en þó birtist Álfur úr Króki mér á tjaldinu. Sturiungaaldarmenn hafa að vonum hlotið þunga dóma, en þyngri dóma eiga sporgöngu- menn þeirra í vændum. Sturiungaaldarmenn áttu við stórt að stríða og hafa ýmsar afsakanir, og allur skilningur á þjóðfélagslegri afstöðu ger- ólíkur. Hinir nýju landsölumenn áttu að vita betur og vissu. Hvað hafa hinir seinni svik- arar gefið okkur á við Gamla sáttmála, sem við höfðum þó fyrir lífakkeri öldum saman? Jú, þeir buðu öllum veiði- þjófum upp á dans í landhelg- inni. þj alljr veizlugestir séu ekki mættir ennþá, og þeir létu þá hafa sem vístölu á þetta loforð um að færa aldrei út grunnlínur nema með þeirra leyfi. Um Efnahagsbandalagið þarf ekki að ræða. Þar er vanda- málið leyst á táknrænan hátt, það er að breyta þarf stjórnar- skránni til þess að hægt sé að afsala sálfstæði þióðarinnar á löglegan hátt. Allt hefur þetta gengið eftir sama lögmálinu og áður. lofað á friðartímum, síðan kallað á herinn að stundu liðinni. Skál- þyrfti að drekka 26 baðker full í einum teig, — og dygði varia til. En hatursmenn flú- orblandaðs vatns létu sér ekki segjast. Og er þetta mikið hita- og æsingamál um gervöll Bandarikin, og líklegt til að verða baráttumál í næstu kosn- ingum. Annað mikið hita- og alvöru- mál er hið svokallaða buxna- mál, og hafa áður borizt fregn- ir af því. Engin siðsöm og vel upp alin bandarisk kona getur unað lífinu, meðan milljónir hunda og hesta eru látnir ganga svo skammarlega alls- berir, sem raunar hefur tíðk- azt frá alda öðli. að við dónana, sem drepa vildu menn okkar og fisk i landhelg- inni og síðan gefnar upp allar sakir og boðið upp á gesta- næturnar, sem enginn veit hve margar verða. Gamli sáttmáli bauð upp á ýmis fríðindi, sem ekki voru öll svikin, en teitir þrælar hins svikna sjálfstæðis nú taka auð- mjúkir við fyrirheitum dauða og tortímingar, sem ekki munu verða svikin ef til styrjaldar kemur. Stærstu og hættuleg- ustu svikin eru þó tengsl þau sem binda okkur við fjármála- og hótað á víxl. Engin herseta auðvaldið. Fjðrmálaauðvaldið hefur engu gleymt og er aðeins teymt af tæknilegri fjárgræðgi atómaldar. Það man kenningu Alexanders mikla, að engin borg er óvinnandi þar sem asni klyfjaður gulli kæmist um borgarhliðið. Hinar gífurlegu lántökur núverandi stjórnar eru beinlínis til þess gerðar að brjóta niður baráttuþrek þjóð- arinnar, nema þeir hafi ætlað að „plata kusu“, en fjármála- kusa beiðir aldrei þeim í vil. Sleipnisfjötur fjármálanna er skæðasta vopn sem til er, bæði gegn einstaklingi og þjóð. Sá skuldugi verður alltaf að segja já og amen, jafnvel þó hann hafi á listrænan hátt greitt skuld sína í gær kl. 3 og tekið á sömu mínútu jafnstórt lán hjá sama aðila; og ekki einung- is það, heldur aflað sér skuld- ar hvar sem hægt er í heim- inum. Þetta er að éta sjálfan sig og lifa sjálfan sig, enda á svona þjóð sagt á kurteisan hátt að hafa ekki uppi hávært tal og halda kjafti. Erlend í- hlutun er nú orðin sú, að ekki má fjármálarakki leysa vind, svo að okkar tignu menn séu ekki komnir í hópinn á odda- flugi um alla veröld. Og eftirleikur Sturlungaald- arinnar er í endursköpun. Af- komendur þeirra, sem glötuðu frelsi okkar, rifust um að verða ,,herraðir“ til .að igeta hokr- að að þeim fríðindum, sem enn mátti knýja út á kostnað al- þýðunnar. Nákvæmlega sama hýenutegundin er nú á varð- bergi. Þegar maður sér aftan á hina ungu vestrænu kappa stjórnarflokkanna, þá stendur ráðherrann upp úr rassvasan- um. Þeir ætla ekki að verða ættlerar þeirra, sem hirtu það sem hirt varð. Hvað skal nú til varnar verða vorum sóma. Þjóðin skiptist í tvo hópa í þessum málum, meirihlutinn með valdaaðstöðuna, sem hugs- ar í dollurum, til að halda velli og vill að hér rísi upp feitir kynblendingar. sem ekki búi frelsi í brjósti. Þetta er því hættulegra sem vitað er að Þjóðverjar verða allsráðandi í Efnahagsbandalag- inu. Hitler er geymdur en ekki gleymdur, aðeins breytt aðferð. Ösigursins skal grimmilega hefnt, ekkert til sparað, atóm- sprengjan ekki undanskilin. Og þeir glotta i kampinn yfir hjálpinni, sem tilvonandi fórn- ardýr láta þeim í té. Ég segi hiklaust. eins og einn Austíirðingur sagði: „Þetta mun sannast þó mín bein kólni“. Hinn hópurinn hér á landi er hinn raunverulega alþýða, sem alltaf hefur þrotlaust bar- izt. Það var hún sem vildi á Sturiungaöld leysa Gissur und- an loforðum sínum með fégjöf- um, en varð undir í leiknum. Nú er aðstaðan önnur, alþýðan á leikinn láti hún söguna gæta sín og beri eld að gálganum, sem verið er að reisa þjóðinni. Vilji þjóðin á ný efla til and- legra stórvirkja þá verða þau ekki unnin á varðbergi af feit- um þræum, heldur frjálsum mönnum. Við stöndum á krossgötum, em erum á engan hátt neyddir til að bíta í neinn flotskjöld. Einn okkar stærstu andans- manna, Snorri Sturluson, skildi þetta manna bezt og hrópar til okkar gegnum síma sögunnar. Snorri var myrtur af land- sölumönnum síns tíma, en andi hins myrta lifir enn. Það var Snorri sem skildi söguna fram og aftur í tímann „jarðneskri skilnjngu“. Reynt hefur verið að blanda honum í hóp land- sölumanna vegna þess að hann sem „diplómat" afstýrði herferð á hendur Islendingum. En ræða Einars Þveræings. sem Snorri setti ódauðlega fram, sker úr um þetta. Þessi ræða er eða ætti að vera okkar raun- verulega stjómarskrá. Þar finn- um við allt sem við þurfum að vita í sjálfstæðismálum vorum. Hver einasti Islendingur ætti að læra þessa ræðu frá orði til orðs og kunna nð reifa hana i sjóngleri sögunnar. Tendrum eld þjóðmenningar í brjóstum hvers annars og hættum göngunni til gálgans undir merkjum hinna nýju landsölumanna. Leiðimar eru aðeins tvær, ekkert þar á milli og tíminn til að velja og hafna þolir enga bið. önnur leiðin er sú. að allir sem heita vilja Islendingar hætti nuddi sínu og jagi og Ilalldór Pétursson bindist órjúfandi böndum til að leysa vandann: Reka herinn úr landi, hreinsa landhelgina og ráða grunnlínum og síðast en ekki sízt að láta Efnahags- bandaiagið lönd og leið. Að þjóðin geti ekki lifað án þessa er svo mikið kjaftæði. svo mikil svívirðing við þær kyn- slóðir sem hér hafa háð þrot- lausa baráttu og skilað okkur ódauðlegum arfi, að maður kinokar sér við að reifa slíkt. Geti erlendar þjóðir ekki átt við okkur mannleg skipti, þá þær um það. Hér er engu að kviða. Hin leiðin er sú að beygja sig undir okið, hafa til hnífs og skeiðar undir erlendu oki og handarkrika innlendra fjár- plógsmanna, týna öllu sem okkur hefur verið heilagt og horfa fram á það að næst" kynslóðir hér babli þýzku. Halldór Pétursson. Einkennileg tilviljun Ungur og framtakssamur málari, Eiríkur Árni Sigtryggsson að nafni, sýnir um þessar mundir málverk sín á Mokkakaffi við Skólavörðustig. Svo cinkennilega vill til, að ein mynda hans (nr. 5 Kuldi) er nákvæmlcga eins og mynd eftir franska málarann Vlaminck, cr Iézt fyrir fáum árum háaldraður. Þjóðviljinn birtir hér „mynd“ af báðum „myndunum“ og lætur lescndum eftir að geta sér til um, hvort sé ábyrgur fyrir hvorri. Er hér bersýnilega um afar sjaldgæfa tiiviljun að ræða, eöa þá hitt að annarhvor þcssara ágætu málara hefur orðið fyrir sterkum áhrifum af hinum. Ver doktorsritgerð um Skjöldmgasögu -----------------3> í Bandaríkjunum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.