Þjóðviljinn - 14.05.1963, Blaðsíða 1
DMIIINN
Þriðjudagur 14. maí 1963 — 28. árgangur — 107. 'tölublað.
Kaupgjaldsmálin til um-
ræðu á fundi Dagsbrúnar
Stjórn Yerkamannafélagsins Dagsbrúnar hefur boðað til félags-
fundar í kvöld kl. 9 í Tjarnarbæ. Á fundinum verða kaupgjalds-
málin til umræðu. Eru Dagsbrúnarmenn hvattir til að fjölmenna.
TRÚNAÐARSKÝRSLA UM AFLEIÐINGAR HERNÁMSSTEFNUNNAR
60-70% af íbúum
landsins GÆTU
ARIZT
■ „Ef alger kjarnorkustyrjöld brytist út, virðist að allt að 60—
70 hundraðslutar af íbúum landsins gætu farizt.“
B „Eins megatonns loftsprengja myndi nægja til þess að tryggja
tortímingu flestra Reykvíkinga... en 9 megatonn myndi þurfa til
þess að tryggja gereyðingu allra húsa“.
H Eins megatonns kjarnorkusprenging „yfir Keflavíkursvæðinu
myndi vera sex sinnum stærri en sólin í þvermál (eftir 1 0 sekúnd-
ur), að sjá úr Reykjavík, og tvöhundruð og sjötíu sinnum bjart-
ari. Allir í Reykjavík, sem af tilviljun hefðu augun á sprengju-
staðnum um leið og sprengjan spryngi, myndu blindast.“
B Áhrif kjarnorkusprengingar í Hvalfirði „gætu orðið slík> að of-
viða yrði að verjast geislun frá úrfalli í Reykjavík“.
Hrifning á
fruimýningu
óperunnar
Ópera Verdis „II Trovatore"
var frumsýnd i Þjóðleikhúsinu í
fyrrakvöld við mikla hrifningu
frumsýningargesta. Sérstaka at-
hygli vakti frammistaða Sigur-
veigar Hjaltested, sém sést hér
á myndinni í hlutverki sínu,
ásamt Guðmundi Guðjónssyni. —
Dómur um sýninguna birtist
einhvern næstu daga.
Þannig hljóða nokkrar af nið-
urstöðunum í trúnaðarskýrslu
sem dr. Ágúst Valfells, forstöðu-
maður almannavarna, hefur gert
til Bjama Benediktssonar dóms-
málaráðherra um afleiðingar her-
námsstefnunnar — áhrifin af
því ef Island yrði skotmark í
styrjöld. Skýrsla þessi átti af
skiljanlegum ástæðum að fara
mjög leynt, hún var ljósprentuð
í 20 eintökum, hvert eintak
merkt og viðtakandi látinn
kvitta fyrir. Samt tókst Frjálsri
þjóð að komast yfir eintak af
skýrslunni og skýrði frá henni
s.l. laugardág. Þjóðviljinn hefur
nú fengið aðstöðu til að kynna
sér efni skýrslunnar, og rekur
ýmsa þætti úr henni í dag og
næstu daga.
Skýrslan er 142 vélritaðar síð-
ur og mjög efnismikil. Hér verð-
ur greint nokkuð frá 4. kafla
hennar sem nefnist „Áhrif styrj-
aldar á Island".
Hættan stafar af
hernáminu
I þessum kafla ræðir dr. Ágúst
Valfells um ástæðumar fyrir
því að búast mæfti við árásum
á ísland ef til styrjaldar kæmi:
„Þar sem Islendingar hafa
ekki her og yrðu því ekki beinir
þátttakendur í styrjöld, myndi
það ekki veikja hemaðarmátt
nokkurs stríðsaðila í einu né
neinu, þótt Islendingar væru
drepnir. Þar sem hemaðarað-
gerðir miða fyrst og fremst að
því að veikja hemaðarmátt ó-
vinarins, jafnvel þegar óbreyttir
borgarar hemaðaraðila eru
drepnir, þá er það álit höfundar,
að það væru algerlega óraun-
sæjar hemaðaraðgerðir, sem
miðuðu að því einu að útrýma
Islendingum.
Af þessum ástæðum má ætla
að í algerri styrjöld myndu
mögulcgar hernaðaraðgerðir á ís-
landi fyrst og fremst beinast að
þeim stöðum, er hefðu eitthvert
hcrnaðargildi ....
Hemaðarmáttur myndi því
fyrst og frcmst byggjast á þeim
hernaðarmannvirkjum, er væru
til reiðu í upphafi stríðs.“
ÁSTÆÐAN TIL ÞESS AÐ ÍS-
Framhald á 2. síðu.
Sósíalistar
Kópavogi!
Sósfalistafélag Kópavogs heldur
félagsfund í Þinghól f kvöld,
þirðjudag. Fundurinn hefst kl.
20.30.
Á dagskránnj eru alþingis-
kosningarnar, Þjóðviljinn og
önnur mál.
Áríðandi að félagar fjölmenni
og mæti stundvíslega.
Stjórnin.
UM' Ahrif nútímahernaðar
Á ÍSLENDINGA
Skyrsla til domsmalaraðherra
'tir '
4r-. Ágúst Valfeíls,-
.forstöÖamann Almannavarna
Reykjavík;
marz 1963
Reykvikingar Reykvíkingnr
Almennur kjósendafundur í Austurbæjarbíói
© Sósíalistaíélag Reykjavíkur boðar
til almenns íundar til stuðnings lista
Alþýðubandalagsins í kosningunum 9.
júní n.k. Fundurinn verður í Austur-
bæjarbíói, n.k. íimmtudagskvöld kl. 9
• Dagskrá íundarins verður sem
hér segirr
V. Alþýðukórinn syngur undir
stjórn dr. Hallgríms Helgasonar.
2. Flutt verða íimm stutt ávörp.
3. Sýnd verður hin sögulega heim-
ildarkvikmynd Sigurðar G. Norð-
dahl um 30. marz 1949. Páll
Bergþórsson ílytur skýringar-
texta með myndinni.
ÞANNIG Iítur út forsíðan á trún-
aöarskýrslu dr. Ágústs Val-
fells forstöðumaðns Almanna-
varna til Bjarna Benedikts-
sonar dómsmálaráðherra um
hættur þær er hernámsstefn-
an Ieiðir yfir íslenzku þjóð-
ina.
ÁGtJST gekk frá skýrslunni f
marz sl., síðar var henni
dreift til valinna trúnaðar-
manna í aðeins 20 eintökum.
HVER skýrsia var númeruð
og bar nafn viðtakanda;
svarti bletturinn neðan tll á
síðunni stafar af því að límt
hefur verið yfir þær upplýs-
ingar.