Þjóðviljinn - 14.05.1963, Blaðsíða 6
g stDA
HðÐVniINN
!
Þriðju-dagur 14. maí 1963
Óhugnanleg en kátleg saga! VOÐALEGT FYRIRTÆKI
af efnni iárnbrautarreisu
n B“i | b* _ ' Romluo Betancourt,
RomuEsto skemmtir ser ,orscu , ve»m,u,
dansar tvist á nýjasta luxushótclj landsjns. Komulito (Romulo
litli) er í fíaum félagsskap. Stúlkan sem hann dansar við er
aðalborin og ríkir bandarískjr pabbadrengir stíga dans umhvcrf-
is hann. 250.C00 manns í höfuðborginni Caracas búa í ömurleg-
um fátækrahverfum og hálf milljón er atvinnulaus. En Romulito
skemmtir sér á luxushóteli og varla hressir bað upp á vinsæld-
ir hans, enda bótt Suður-Amcríkumenn hafi ekkert á móti bvi
að stjórnmálamenn b°irra séu kvenhollir.
RæBismenn frá
páfa í A-Evrópu?
Páfagarður hefur í hyggju
að opna ræðismannsskrifstof-
'ur sem annist hagsmuni kaþ-
ólskra manna í löndum þar
sem hann hefur enga sendi-
menn og mun þetta einkum
eiga við um þau lönd í Aust-
ur-Evrópu, þar sem kaþólsk
trú er ríkjandi, eins o.g t.d.
Pólland og Ungverjaland.
Orðrómur um þetta hefur
verið á kreiki undnnfarið og
stafar helzt af því að Páfa-
garður sendi fultrúa á ráð-
stefnu sem staðið hefur I
París undanfama tvo mánuði
og haldinn er á vegum Sam-
eimiðu þjóðanna, en henni er
ætlað að samræma ýms atriði
varðandi starfsskyldu og rétt-
indi ræðismanna. Þátttaka
Páfagarðs í ráðstefnunni kom
á óvart þar sem hann hefur
fram að þessu ekki haft neina
ræðismenn. heldur aðeins æðri
sendifulltrúa og er þannág
gömul hefð fyrir því að
sendimaður páfa (nuntius) er
jafnan talinn æðstur allra er-
lendra sendihez-ra í hverju
landi sem Páfagarður hefur
stjórnmálasamband við.
Sambúð Páfagarðs við hin
sósíalistísku ríki hefur farið
stöðugt batnandi undanfarið
og siðasta hirðisbréf Jóhann-
esar páfa þar sem hann mæl-
ir með frið.samlegri sambúð
katólskra og kommúnista
mun enn auðvelda samskipti
Páfagarðs og sósíalistísku
ríkjanna.
I Varsjá gengur manna á
milli saga af heldur óhugnan-
legu og happasnauðu jámbraut-
arfcrðalagi sem tveir bræður
fóru ásamt látnum föður sínum.
Þcir tóku hiinn látna með scr
í járnbrautarlcstina sem væri
hann bráðlifandi, vegna bess
að bað var ódýrara að flytja
lík hans á bann hátt, en niður-
staðan varð sú að beir urðu
að grciða drjúgan skilding í
sektir fyrir tiltækið.
Málavextir voru þeir að
bræðumir Jan og Kazimierz
Slota, sem eiga heima í þorpi
einu um 100 km frá Varsjá
fregnuðu, að 85 ára garnall
faðir þeirra hafði látizt í einu
sjúkrahúsi borgarinnar. Þeir
gerðu sér ferð að sækja líkið,
en komust að þeirri leiðinlegu
niðurstöðu að það er miklu
dýrara að flytja lík en lifandi
mann. Þeir klæddu því pabba
gamla í sparifötin og tóku
hann með sér sem venjulegan
farþega.
Höfuð hans vöfðu þeir sóra-
umbúðum og sögðu manni sem
var með þeim í klefa að hann
hefði verið skorinn upp og
mætti því ekki mæla. Allt gekk
að óskum í fyrstu, en von
bráðar urðu bræðumir þyrstir
og bmgðu sér í veitinga-
vagninn.
En þá vildi svo óheppilega til
að ferðataska samferðamannsins
féll í höfuð hinum látna og
við það datt líkið á gólfið.
Maðurinn sem töskuna átti
varð skelfingu Jostinn vegna
þess að hann óttaðist að verða
sakaður um að hafa orðið
manni að bana fyrir vítaverða
vanrækslu. Hann dró því líkið
út í snyrtiklefann, skellti dyr-
unum í lás og forðaði sér úr
lestinni.
Þegar bræðurnir komu vel
hífaðir inn í klefa sinn og
fundu hvergi pabba gamla. fóm
þeir líka úr lestinni. Næstu tvo
daga eigruðu þeir meðfram
jámbrautarteinunum í leit
að líkinu, en gáfust þá upp.
Það var ekki fyrr en þremur
dögum síðar að hreingeminga-
fólk fann líkið og bræðumir
vom dregnir fyrir rétt, sakaðir
um ótilhlýðilega meðferð á
látnum manni. Þeir voru dæmd-
ir í þungar fjársektir.
Þeir bræður báru sig illa
eftir á út af dómnum. „Við
vanvirtum ekki föður okkar”,
sagði annar þeirra. „Við klædd-
um hann í beztu sparifötin
og við ætluðum að láta hann
fá sómasamlega útför. En við
þurftum á peningunum að
halda í áburð — og það er
svo dýrt að flytja lík”.
Eldur í kafbát
í fyrri viku særðust þrír
menn er eldur varð laus í banda-
ríska kafbátnum Woodrow Wil-
son Bátinn sjálfan sakaði þá ekki
mikið. Er cldurinn kom upp lá
kafbáturinn i höfn. Hann er
splunkunýr og er unnt að búa
hann pólarisskcytum. Hann kost-
aði 45 milljónir dollara og komst
í gagnið á síðastliðnu ári.
!
Hundur var fyrsta spendýr-
ið sem lag'ði leið sína kring-
um jörðina með gervitungli.
En það var önd og hani, sem
fóru fyrstu eiginlegu flug-
ferðina fyrir 180 áram, og
nokkra síðnr fóru fyrstu
mennirnir upp í loftið með
flugbelg. Þeir höfðu ekki
eðlislétta loftegund í belgn-
um, heldur kyntu þeir undir
honum, svo að loftið varð
léttara inn í belgnum en fyr-
utan hann.
Nú á dögum er oftast not-
að helíum í loftbelgi þá, sem
hafðir eru til veðurathug-
ama, sjaldan vatnsefni, því
það er hættulegt í meðför-
um. — En lítum nú á,
hvernig Magnúsi Grímssyni
presti á Mosfelli segist frá
þessu um miðja 19. öld:
Nú var hver flugbelgurinn
búinn til eptir annan. Fáein-
um vikum seinna bjó annar
þeirra bræðranna Montgolfier
til 60 feta háan flugbelg, og
40 feta að þvermáli. Hann
lét þann belg fara upp ná-
lægt Versölum, og hengdi
neðan í hann körfu, sem í
vora önd og hand. Þau voru
bæði óskemmd þegar belg-
urinn kom niður aptur. Nú
lögðu þeir ráð saman Mont-
golfier og Pilatre de Rozier,
og fóru að hugsa um að
fara sjálfir upp 5 körfunni.
Rozier tamdi sér hina nýju
list á degi hverjum, og hafði
með sér eldsneyti, til þess
að geta haldið eldinum við
og verið lengur á fluginu.
Það var hinn 21. dag nóv-
embermánnðar 1783, sem
Rozier og d’ Arlandes svifu
þannig í lopt upp í augsýn
óteljandi áhorfenda. Mitt á
milli nóns og miðmunda
stigu þeir hjá höllinni La
Muetta upp í flugbelg, er
þeir höfðu fyllt á 8 mínút-
um með þynmtu andrúms-
j®§ ',•■'773
fc
V: ;í.
■M
ÉK
‘;,r
r ’ .’-i'j
t.
«§®
Vcðurathugun í Ioftbelg á 19. öld.
Veöriö
lopti. Til þess að prófa aflið,
sem belgurinn flýgi upp
með, hafði Montgolfier skip-
að að losa ekki belginn þá
þegar. En við á áreynslu
kom dálítil rifa ofan til á
belginn. Margur hefði nú
efalaust látið sér þetta að
kenníngu verða, og ekki lát-
ið sér koma til hugar að
reyna þetta voðalega fyrir-
tæki framar. Em Rozier og
d’ Arlandes létu ekki hug-
fallast, heldur bættu þeir
rifuna hið skjótasta, stigu
síðnn upp í bátinn, sem á
honum hékk, og svifu upp í
loptið Bráðum komust þeir
svo hátt, að þeim sýndist
mannþyrpíngin eins og dálít-
ill flugnahópur, og seinast
mistu þeir öldúngis sjónar á
homum. D’ Arlandes varð
svo frá sér numinn, af því er
fyrir augun bar á leiðinni, að
Bozier varð að minna hann
á hvað hann ætti að gjöra.
Hann kynti þá eldinnt betur,
svo að belgurinn flaug í
einni svipan áfram upp i
loftið. Heyrðu þeir þá braka
í belgnum og urðu varir við
einhvern undarlegan
skjálfta. 1 annað sinn
heyrðu þeir hrykta í belgn-
um, og sáu þá að farin voru
að ‘koma á hann smá göt i
kríngum eldinn. Þeir slökktu
þá eldinn og bjuggust til að
fara ofan aptur, og nutu
bráðum þeirrar ánægju að
stíga aptur fætl á jörð eptir
25 mínútur. Manngrúinn
þyrptist utan um þá og d’ Ar-
landes var nærri því borinn
á höndum iieim til konúngs-
hallarinnar. Á leiðinni upp
hafði einusinmi verið nærri
því kviknað í Rozier, svo
hann hafði orðið að fara úr
frakkanum, og gat svo ekki
komið fram í mannþraungina
snöggklæddur, og leyndist á
burtu. En skrýllinn náði
frakkanum, reif hann í sund-
ur og barðist svo um rifrild-
in, því allir vildu eiga dál’ítið
til menja af honum.
Bandarískur embættismaáur:
Heimskulegt að vilja
selja þeim sem vilja kaupa
Vandkvæði þau sem banda-
rískt atvinnulíf á við að
stríða hafa opnað augu
margra ráðandi Bandaríkja-
manna fyrir nauðsyn þess, að
aflétt sé ])eim liömlum sem
settar hafa verið á viðskipti
við sósíalistísku löndin og
koma jafnvel harðast niður á
Bandaríkjunum sjálfum. Þetta
kemur þannig fram í viðtali
sem blaðið „New York Hcr-
##
Vissi fyrirfram að Grimau yrði drepinn
Þér eigið ekki svo langt eftir
Franco einræðisherra á Spáni
var staðráðinn í að Iáta drepa
föðurlandsvininn Grimau. Rétt-
arhöldin yfir honum voru hcl-
ber skrípalcikur, hann skyldi
dæuidur til dauða hvernip
sem allt veltist.
Hinn 30. marz yfirheyrði Ey-
mar ofursti, ákærandinn við
herréttinn, Grimau i tvær
klukkustundir í Carabanchel-
fangelsinu. Þegar yfirheyrsl-
unnl var Iokið bað Grimau
Eymar ofursta um að fá að
gangast undir uppskurð hið
skjótasta, þar sem vinstri
handleggur sinn væri algjör-
lega Iamaður og sá hægri að
Iamast vegna hrottalegrar
meðferðar Iögreglunnar. Ey-
mar svaraði: „Hvers vegna
ættuð þér að gangast undir
nýjan uppskurð? Þér elgið
ekki svo langt eftir“.
Málafcrlin voru ekki hafin
þegar þetta gerðist. En Ey-
mar vissi sem var að þegar
hafði verið ákveðið að
Grimau skyldi drepinn.
ald Tribune“ hefur birt við
einn af embætismönnum
bandarisku siglingamála-
stjórnarinnar, en hann hefur
af skiljanle,gum ástæðum beð-
ið blaðið að geta ekki um
nafn sitt.
— Það er heimskulegt, og
það ekki aðeins af ideológisk-
um ástæðum, að Bandaríkin
skuli ekki verzla við óvinaríki
sín, segir embættismaðurinn
í viðtalinu. „Við höfum leyst
framleiðsluvandamál okkar,
og nú er um það að ræða að
selja það sem við framleið-
um. Heimamarkaðurinn getur
ekki tekið við umframfram-
leiðslunini og því hljóta er-
lendir markaðir að vera lausn-
in“, bætir hann vi'ð og spyr
síðan:
— En hvað gerum við ? Við
neitum að verzla við Komm-
únista-Kína af því að við eig-
um að heita i stríði við það
enn vegna Kóreust.ríðsins. Er
þetta er einmitt sá markaður
heimsins sem mestar voní
eru tengdar við.
— Vi'ð takmörkum viðskipt
okkar við Sovétrikin sem ná
yfir sjöttung af öllu þurr-
lendi jarðar og fylgirí'ki þeirra
sem hafa upp á slíkan mark-
að að bjóða að kaupsýslumað-
ur hlýtur að fá vatn í mumn-
inn við tilhugsunina.
Þessi embættismaður Banda-
ríkjastjórnar hefur þyngstar
áhyggjur út af því hverjar
verði afleiðingar þessarar við-
skiptastefnu fyrir bandaiáska
kaupskipaflotann:
— Rússarnir og vinár þeirra
hljóta að hlæja sig máttlausa
út af okkur. Við höfum að
vísu eltki vikið hætishót frá
meginreglu okkar, en um leið
hafa pyngjur okkar létzt. En
á meðan sigla kaupskip Rússa
og vina þeirra um öll heimsins
höf og jafnvel vinir okkar
flytja vörur í sínum skipum
sem við megum hvergi nærri
koma.
Sjónvarp í litum
Bandarískum vísindamönnum
tókst i fyrrakvöld að senda
sjónvarpsdagskrá í litum til
Bretlands og Frakklands með
aðstoð gervihnattarins Telstar
II. Er þetta í fyrsta sinn sem
litmyndir með hljómi hafa ver-
ið sendar gegnum gervihnött.