Þjóðviljinn - 14.05.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 14.05.1963, Blaðsíða 10
10 SÍÐA ÞJðÐVILIINN Þriðjudagur 14. maí 1963 GWEN BRISTOW: r l HAMINGJU LEIT þá á flótta og tóku marga hönd- um fyrir þátttöku í árásinni, en þetta urðu ekki endalokin. Varela og félagar hans höfðu gert uppstejti iöngu áður en Gillespie kom til bæjarins. Skikkanlegt fólk hefði ekkert viljað hafa saman við þá að sælda undir venjulegum kring- umstæðum. En Gillespie hafði aflað sér svo mikilla óvin- sælda að nú vctru margir betri borgarar sem gripu tii byss- unnar til að koma Varela tíl hjálpar. Daginn eftir voru þrjú hundruð vopnað'ir Kaliforníu- búar búnir að umkringja aðal- stöðvarnar og kröfðust þess að Bandarikjamennirnir hypjuðu sig á brott úr bænum. Meðan Gillespie var umset- inn breiddist uppreisnin um nær- liggjandi þorp. Setuliðið i Santa Barbara var rekið á flótta og varð að hörfa upp í fjöllin og setuliðið í San Diego leitaði á náðir bandarisks hvalveiði- skips. Fyrir austan Los Angeles höfðu hundrað Kalifomíubúar handtekið tuttugu Bandaríkja- menn, flesta vel metna menn sem búið höfðu árum saman í Kalifomíu. Þeir voru fluttir til Los Angeles og þeir sem tóku þá höndum gengu í lið með þejm sem sátu um Gillespie. Gillespie hafði að vísu reynzt óhæfur stjómandi, en sem her- foringi var hann enginn auli. Menn hans voru bara einn á móti hverjum átta, vistimar vora næstum uppgengnar og hann vissi að þeir gátu ekki veitt viðnám mjög lengi. En Hárqreiðslan P E R M A. Garðsenda 21, simi 33968 Hárgreiðsln- og snyrtistofa Dömnr, hárgreiðsla vlð allra hæfl. T.TARNARSTOFAN, Tjamargötu 10. Vonarstræt- ismegin Simi 14662. Hárgreiðslu- og snyrtlstola STEINU OG DÓDÓ. Laugavegi 11. simi 24616. Hár greiðslu stof an S Ó L E Y Sólvallagötu 72 Simi 14853 Hárgreiðslustofa AUSTURBÆJAR (Maria Guðmundsc'óttir) Laugavegj 13 simi 14656. Nuddstofa á sama stað honum tókst að lauma sendi- boða útúr húsinu með fyrir- mæli um að ríða norður til Yerba Buena og gefa Stoekton herforingja skýralu um upp- reisnina. Hann tilkynnti síðan umsátursmönnunum að hann myndi yfirgefa Los Angeles ef þeir hétu því að menn hans kæmust heilu og höldnu til San Pedro. Kaliforniubúar gengu að þvi. Hersveitir Gillespies þrömmuðu til San Pedro þar sem þær fóru um borð í kaup- skip sem lá í höfninni. Þar biðu þeir hjálparinnar að norðan. En Yerba Buena var 600 kíló- metra í burtu. Þegar liðsauki Stoektons kom þaðan til San Pedro — i október — var búið að hrekja Bandaríkjamenn úr öllum þeim stöðum sem þeir höfðu tekið þar syðra. Heima- menn höfðu safnað saman öll- um vopnum sem þeir gátu fund- ið Qg þeir héldu vörð við hafn- irnar og af fyrstu sjóliðimum sem gengu á land voru sjö drepnir. Allur suðurhlutj lands- ins var í upplausn. Til öryggis höfðu bandarísku kaupmenn- imir haft sig á brott frá Los Angeies. Jafnvel Silky hafði tal- ið ráðiegast að hverfa frá hin- um dýrmætu vinbirgðum sín- um. Gamet og Florinda voru komnar á landsetur Kerridges áðúr'vén "þær fréttír af uppreisn- inni í Los Angeles. Ásamt all- mörgum fleiri Bandaríkjamönn- um áttu þær þama notalega vetursetu. Kerridge var með Bandaríkjablóð í æðum og hafði tileinkað sér kaliforniska gestrisni. Og hvað Donu Manu- elu snerti. þá stjórnaði hún ríki sínu og lét sig engu varða hver landinu stjórnaði. Donu Manu- elu þóttu allar þessar uppreisn- ir smánarlegar. Kanar og Kali- forníubúar höfðu alltaf átt sam- an góð skipti og þeim hafði komið mætavel saman á henn- ar heimili og það var engin á- stæða til þess að þeim gerði það ekki annars staðar. Ef hún hefðí verið stödd í Los Angeles þessa stundina, hefði hún komið friði á í bænum fyrir sólarlag. Eng- um datt i hug að andmæla henni. 36 Donna Manuela var himinlif- andi yfir að sjá Florindu aftur, en hún var vonsvikin yfir þvi að hún var ógift enn. Garnetu og Stefáni þrýsti hún að brjóstj sér og grét yfir þeim fögrum táram. Sagan um Carmelítu hafði borizt eins og eldur í sinu milli ranohóanna. Og Gamet og bam hennar unnu strax hjarta Donu Manuelu sem saklaus fóm- arlömb harmleiksins. Hún vísaði þeim upp í sama herbergi og Florinda hafði haft veturinn áður. Með tárum, kossum og kjassi og dúandi brjóstum og hringlandi skart- gripum sagði hún þeim að þetta væri þeirra heimili. Hún sagði Hka að hjarta hennar blæddi með þeim í sorg þeirra, hún skyldi sjá til þess að þær hittu myind.arlegia menn sem gætu huggað þær og nú væri matur- inn bráðum tilbúinn. Koinum- ar tvær skildu ekki nema helm- inginn af því sem hún sagði, en þegar dyrnar lokuðust á eftir henni og þær heyrðu hana hrópa á matsveinana, þá féll- ust þær í faðma í hrifningu. John og risinn gistu aðeins eina nótt hjá Kerridge. Þeir urðu að fara til búgarða sinna og þá langaði líka til að fara tii Montery og fá fréttir. Garn- et og Florinda fóru snemma út morguninn eftir til að kveðja þá. Piltamir voru að setja upp á hestana. John og risinn héldu í taumana á hestum sínum. „Ég kem tíl baka að sækja þig strax og öllu er óhætt“, sagði John við Garnetu. „En þér mun líða vel hér á meðan“. Hún hugsaði með sér: „Ég væri hamingjusamarj með þér hvar sem þú værir niðurkom- inn“, en hún svaraði: „Auðvit- að mun mér líða vel. Eftir bar- inn í Los Angeles er þetta regluleg paradis". Hann brosti feimnislega. „Þér mun líða vel og ég er sannfærð- ur um að hér ertu örugg. Þetta ranchó er fyrir utan alfaraleið og það ætti ekki að vera í vegi fyrir neinum. En gerðu það fyrir mig, Garnet“, bætti hann við alvarlegur í bragði, „að vera varkár“. „Það skal ég gera, ef þú vilt segja mér hvernig ég á að vera það. Hvað táknar þetta að „vera varkár“?“ „Farðu ekki ein útfyrir girð- ínguna. Og þegar þú ert útí á hestbaki, þá misstu ekki sjón- ar á hejmahúsunum, hver sem með þér er. Þú getur séð húsin úr margra mílna fjarlægð, svo að ég er ekki að banna þér að breyfa þig- En það era hrossa- þjófar á ferðinni og þeir not- færa sér uppistandið og það væri óheppilegt ef þú kæmist í kast við þá. Ætlarðu að muna þetta?“ Gamet lofaði því. Hestur Johns stóð og stappaði hófun- um óþolinmóðlega. Hann sneri sér við tíl að róa hrossið og Risinn sem hafði verið að tala við Florindu, sagði við Garnet: „Ég kem bráðlega hingað aftur. viltu að ég færi þér eitthvað frá Monterey?“ „Ég vildi gjaman fá dálítið af garni, úr silki eða ull, sama hvort er, bara að litirnir séu fallegir. Meðan ég er hérna, get ég heklað sjal handa Donnu Manuelu". Risinn lofaði að leita að garni handa henni. Hann og John stukku á bak og Risinn horfði niður íil Florindu. Þau höfðu riðið til ranchósins í miklu sól- skini og hún var sólbrennd á enninu. Risinn bað hana að bera ólífuolíu á brunann. Meðan þau ræddu um það, sagði John við Gametu: „Ég skal senda þér fréttir eins fljótt og unnt er. En þangað til skaltu engar áhyggj- ur hafa“. „Það hef ég ekkþ Þú veizt ekki hversu fegin ég er að vera komin hingað. John. Ég var ó- rólegri í Los Angeles en ég vildi viðurkenna fyrir neinum, og ég er afskaplega þakkl — “ „Æ, ekki þetta, Gamet!“ hrópaði hann. En svq var eins og hann skammaðist sín, hann hló ögn og bætti við: „Fyrir- gefðu. Ég veit að þetta virðist ókurteisi, en þetta orð kemur mér alveg úr jafnvægi; það er eins og verið sé að skrapa ryðgaða ofnpípu". Hvað hann gat verið skrítinn, hugsaði hún. „Ég var búin að gleyma því“, sagði hún. „Ég skal ekki segja það framar". „Reyndu að hugsa það ekki heldur. Ég þarf ekki endurgjald fyrir það sem mig langar til að gera“ Grænu augun horfðu á hana með innileik. „Vertu sæl“, sagði hann. Andartak í viðbót horfðust þau í augu. Svo sneri hann hest- inum i skyndi. Risinn hrópaði kveðjuorð og báðir veifuðu þeg- ar þeir riðu úr garði og á eftir þeim fóra klyfjahestamir og hópur þjóna. Gamet stóð og horfði á rykskýið sem bylgjaðist á eftir þeim eins og löng. gul fjöður í sjónum. John hafði ekki snert hana, ekki einu sinni tekið í höndina á henni þegar hann kvaddi. Hann hafði ekki Sagt eitt einasta orð sem gaf til kynna að hann elskaði hana. En hann hafði horft á hana auanaráði elskhugans. Hún heyrði hófatakið fjar- Iægjast meira og meira. Flor- inda sagðist ætla inn til að fara að ráðum Risans og bera olífuolíu á sólbranann. Gamet gekk yfir í trjálund Studia Islantfíca: Vanir og æsir Út er komið 21. hefti af Studia Islandica eða íslenzkum fræðum, sem gefið er út af Heim- spekideild Háskóla íslands og Bókaútgáfu Menningarsjóðs, ritstjóri dr. Steingrímur J. Þorsteinsson prófessor. Þetta hefti flytur goðfæðilega ritgerð, sem nefn- ist Vanir og Æsir, eftir magister Ólaf Briem, manntaskólakennara á Laugarvatni. Bókin er 80 bls., auk nokkurra mynda af fom- minjum til skýringa. Verð 80 krónur. Bókaútgáfa Menningarsjóðs. SKOTTA Nú geturðu prísað þig sælan, pabbi minn. Jói býðst til þesa að aka mér í bílnum þínum. TH kl. 12 á mfönætti stendur sala yfir á happdrættismiðum Krabba- meinsfélagsins í Banbastræti. Hver hreppir sumarbústað á hjólum? 25 krónur miðinn. — Skattfrjálst. — Styrkið oss í starfi. Krabbameinsfélag Reykjavíkur. Aövörun um stöðvun atvinnurekstrar vegna vanskila á söluskatti. Samkvæmt kröfu tollstjórans í Reykjavík og heimild í lögum nr. 10, 22. marz 1960, verður atvinnurekstur þeirra fyrirtækja hér í umdæm- inu, sem enn skulda söluskatt 1. ársfjórðungs 1963, stöövaður, þar til þau hafa gert full skil á hinu vangreidda gjaldi ásamt áföllnum drátt- arvöxtum og kostnaði. Þeir sem vilja komast hjá stöðvun, verða að gera full skil nú þegar t.u +oil- stjóraskrifstofunnar, Arnarhvoli. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 13. maí 1963. SIGURJÓN SIGURÐSSON. Auplýsfö í Þjóðviljanum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.