Þjóðviljinn - 26.05.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 26.05.1963, Blaðsíða 6
g SÍÐA ÞTðDVHTINN Sunnudagurinn 26. maí 1963 Athyglisverð frásögn frá Kína í brezku blaði Þyrla í stað krana við húsasmíði Miklar framfarir, vellíðan alþýðu, kommúnur í blóma, gnótt varnings Brezka vikublaöi'ð „Observer” birtir um þessar mund- ir frásögn frá Kína, sem er athyglisverð fyrir margra hluta sakir. Höfundurinn, Marwin Jones, var þar í þrjár vikur í hópferðalagi og kann frá mörgu að skýra, sem fyrir augu og eyru bar. Hann tekur skýrt fram, að auðvitaö sé ekki hægt aö kynnast landi og þjóö til hlítar á svo stutum tíma, en telur sig þó hafa komizt að ýmsu, sem brýtur allmjög í bága við frá- sagnir blaða á vesturlöndum um gang mála og líðan fólks í þessu stóra landi. Hér verður drepið á nokkra kafla úr ferðasögu hans. Höfundur segist ekkert munu segja frá „skuggah!iðum“ hins kinverska þjóðfélags. „Það get- ur verið að þær séu miklar, litlar eða alls ekki til. Ég veit það ekki og þykist heldur ekki vita það”, segir hann. En hann segir frá því sem hann sá og heyrði: Reginmunur „Kanski ég þyrji á því að segja frá atburði sem alls ekki hefði getað verið settur á svið mín vegna. Fyrsta morgun minn í Hanká fór ég einn út. Hvítt andlit á götu í Kína, einkum borg inni í landinu, veldur uppnámi og von bráðar höfðu hundrað börn hópazt í kringum mig. Það voru ekki sár á andliti eins einasta þeirra, ekkert þeirra þjáðist af trak- ómu; ekkert leit út fyrir að fá ekki fylli sína; ekki eítt einasta reyndi að betla. Það er ástæðu- laust að nefna hvílíkur regin- munur var á þessum bömum og bömum í öðrum löndum Asíu og jafnvel sumstaðar í Evrópu. Hungursneyð? Gestgjafar okkar viku oft glottandi að frásögnum blaða á vesturlöndum um hungurs- neyð í Kina og báðu okkur að kynnast því af eigin reynd hvort fólkið sylti. Ég veit ekki hvort hungursneyð var í Kína 1960 eða 1961, sem Kínverjar sögðu okkur að hefði verið harðinda ár. En ef svo hefur verið. hefur þeim tekizt furðu- lega að rétta við aftur. Ég er sannfærður um að kínverskir bændur fá nóg að borða til að halda heilsu og kröftum og betur en það. Ég byggi þessa niðurstöðu á algildu lögmáli, sem ég veit ekki betur en ég hafi fundið upp sjálfur: Lífskjör manna í hverju landi fara eftir hunda- fjöldanum. Fólk sem á bágt meö að fæða börn sín, heldur ekki hunda. í Kína sá ég ara- grúa af hundum — ekki horaða flækingshunda indversku þorp- anna, heldur sællega og vel hirta, sem greinilega áttu sér húsbændur”. Engin biðröð Helztu matvæli eru skömmt- uð í borgunum og fer hrís- grjónaskammturinn eftir þvi hvaða störf menn vinna, segir höfundur. Þannig fær skrif- stofumaður fimmtán kíló á mánuði. en stálverkamaður 25 kíió. Kjöt er naumlega skammt- að, en kjúklingar, endur, fiskur og egg eru ekki skömmtuð og hvarvetna var yfrið nóg af þeim. „Ég sá aldrei neina biðröð eftir matvælum,”, segir hann en bætir við að „verðlagið sé hátt”. Fólksfjölgnn I blöðum frá vesturlöndum hefur oft mátt sjá því haldið fram að kínversk stjómarvöld væru alveg horfin frá því að auðvelda fólki takmörkun barneigna; þau legðu nú þvert á móti höfuðáherzlu á að fjölga þjóðinni sem allra mest og hef- ur þetta verið nefnt sem dæmi um yfirgangsstefnu Kínverja og vaxandi hemaðaranda. Mar- wyn Jones ber algjörlega á móti þessu. Hann kveðst hafa lagt þá spurningu fyrir einn kin- verska fararstjórann, hvort ekki gæti komið að því að fólkinu fjölgaði örar en mat- vælaframleiðslan ykist. Farar- stjórinn,, vísaði, slíkri Malthus- arkenningu á bug og benti á að tveir þriðju hlutar Kína eru enn óræktaðir. Síðan segir Jones: „Þrátt fyrlr þetta er lögð mikil áherzla á að kenna fólki að ákv. fjölskyldustærðjna vis- vitandi og er það gert með fyrirlestrum og læknahópum sem fara í hvert einasta þorp. Aldrei virðist hafa orðið neitt lát á þessari herferð — enda þótt kommúnistarnir telji þetta æskilegt af mánnúðarástæðum („Hvers vegna ætti kona að þræla sér út fyrir aldur fram með því að eignast fleiri börn en hún kærir sig um að eign- ast?“) fremur en af ótta við offjölgun fóiksins.“ Sovétríkin að hefja togveiðar á djúpsævi \ I j Á um það bil 1.000 feta dýpi og enn dýpra eru mikil og | auðug fiskimið, segja sovézkir vísindamenn sem kannað j hafa víðáttumikil hafsvæði undan ströndum Austur- : Asíu. Togveiðar á 1.000—2.500 feta dýpi eru ekki mikið j frábrugðnar þeim sem stundaðar eru þcgar fiskinn er j * að fá ofar í sjónum, en flóknari tilfæringar eru þó við j : að láta út vörpuna og ná henni um borð aftur. Auðvelt ■ J ■ ; er þó að búa vanalega togara undir veiðar á djúpsævi • og hafa rannsóknir sem gerðar voru í togaranum j „Ogonj“ leitt til þess að smiðaður hefur verið sérstakur j útbúnaður til slíkra veiða. Ein fyrstu djúpsævarmiðin sem byrjað verður að vejða á eru í Beringshafi, en þar i hefur fundizt mikið magn af aborra og öðrum nytja- j fiskum. Stöðug átök í Sýrlandi út af sameiningu arabaríkja Undanfarið hafa verið nær Iátlausar óeirðir í borgum Sýrlands milli þeirra, sem vilja tafar- Iausa sameinlngu landsins við Egyptaland og önnur arabaríki og hinna sem eru henni and- vigir eða fara vilja hægar í sakirnar. I'að eru einkum stúdentar og aðrir æskumenn sem hafa haft sig í frammi við að kref jast sameiningar við hin arabaríkin, og er myndin af einni kröfu- göngu þerra í höfuðborginni Damaskus. Kommúnur Ferðamannahópur sá sem höfundur var með kom í tvær kínverskar þorpskommúnur. Hann tekur fram að ekki sé hægt að dæma eftir þeim ein- um hvernig umhorfs er í öðr- um slíkum kommúnum. „En”, bætir hann við, „þótt einhver staður sé ekki dæmigerður, þýðir það ekki, að hann sé ekki raunverulegur og það er enginn vafi á því að hagur beggja þess- ara kommúna stendur með miklum blóma. Hvorug þeirra átti nokkuð skylt við þá lýsingu á komm- únu, að þar vinni „bláir maur- ar” undir heraga þar til þeir hníga niður, byggi varnargarða á daginn herði stél á nóttunni. Maður verður að gera ráð íyrir að annaðhvort hafi þessar sög- ur verið ýkjur eða þá að breyt- ingar hafi orðið, nema hvort tveggja hafi verið. Þess voru a.m.k. engin merki að karlar og konur hefðu hvor sína aðskildu svefnsali. og það var heldur ekki eldað né matazt saman.” Líður vel Það skín í gegnum alla frá- sögnina að Jones telur að kín- verskri alþýðu líði vel og hafi nóg að býta og brenna, enda þótt enn skorti að sjálfsögðu mikið á að lífskjör þar séu sambærileg við þau í hinum þróuðu iðnaðarlöndum. „Ég hafði ímyndað mér, að „stökkið mikla fram á við“, sem að sögn Kínv. stendur enn yfir myndi þýða tímabil misk- unarlausrar fjárfestingar á kostnað framleiðslu neyzluvarn- ings og lífskjara, á sama hátt og fyrsta Fimm óra áætlunin í Rússlandi. En sannl. er sá að þess sjást ekki merki áð velferð fólksins í dag sé fórnað fyrir framtíðina. Kommúnistamir hafa nú haft völdin i fjórtán ár; svo vildi til að þrír af samferðamönnum mínum höfðu verið í Rússlandi fjórtán árum eftir byltinguna þar. Þeir voru ekki í minnsta vafa um að Kínverjar lifa nú betur en Rússar þá og að sjá- anlegar framfarir hafa orðiö miklu meiri í Kína en Rúss- landi á fyrstu fjór*-5-1 árunum eftir valdatökuna. Gnótt vamings En hvemig svo sem þvi er varið, þá vekur það manni fögnuð hve margir Kínverjar eru önnúm kafnir við að búa til pappírslampa, silkifána og jaðistyttur. Meiru máli skiptir að verzlanir eru vel birgar nf vörum sem aldrei höfðu verið búnar til í Kfna fyrr en fyrir tfu árum. svo sem úrum, teikni- áhöldum, smásjám og ryksug- um. Nóg var af stórum verzl- unarhúsum f öllum þeim borg- um sem ég kom til, flest þeirra nýreist f úthverfum; þeim er vel fyrir komið og þjónustan með ágætum. Það var erfitt að láta sér detta eitthvað f hug sem hægt væri að fá f London. en væri ekki á boðstólum f Hanká eða Nanking”. Ellefu flugnr Sfðast f þeim hluta frásagnar Jones sem þessir kaflar hafa verið teknir úr víkur hann að þeirri spurningu sem hann seg- ir að enginn ferðalangur, ný- kominn frá Kína. komíst hjá að svara: „Jú það eru tij flugur bar; ég taldi ellefu þeirra á þremur vikum. Ein þeirra var svo ófyrirleitin að setjast á disk herra Lis fararstjóra í veitinga- vagni járnbrautarlestar. Herra Li horfði á hana dálítið hissa. ..Eftirlegukind fró hinu gamla stjómarfari“, sagði hann. „Við verðum að fá hana til að bæta ráð sitt”. Erlendis vcrður það æ algcngara, að byggingar séu settar sam- an úr hlutum sem framleiddir eru fyrirfram í verksmiðjum og þykir sá byggingarmáti bæði ódýrari og fljótari. Oftast nær eru notaðir kranar til að lyfta byggingarhlutunum á sinn stað, en einnig er farið að tíðkast að nota þyrlur til þeirra hluta, eins sést hér á myndinni sem er frá Tékkóslóvakíu. Fidel Castro hefur ferðazt 20.000 Dvöl Fiedels Castro, forsætisráöherra Kúbu, í Sovét- ríkjunum lýkur nú senn, en hann hefur dvalizt þar lengur og ferðazt víðar um landið en nokkur annar erlendur þjóðarleiðtogi, sem þangað hefur komið. Hann kom þangað skömmu fyrir mánaöarmót, var viðstaddur fyrsta maí hátíðahöldin í Moskvu, en hefur síðan verið á stöðugu ferðalagi um landið og farið um 20.000 kílómetra leið. Hann fór írá Moskvu til Volgograd (Stalíngrad), síðan til Úsbekistans, þar sem hann heimsótti ekki aðeins höfuð- borgina Tasjkent, heldur einn- ig hina fornfrægu Samarkand, hinn frjósama Fergandal 02 hin gömlu eyðimerkurhéruð sem nú hefur verið breytt í akurlendi með áveitum. Frá Úsbekistan hélt hann norður og austur í Síberíu, til Irkútsk og skoðaði einnig hið mikla raforkuver sem nú er í smíðum í Bratsk við Angara- fljót. Þaðan fór hann til Sverd- lovsk, höfuðborgarinnar í Úral- héruðunum og síðan þvert yfir Rússland til Leníngrad. Þaðan fór hann aftur til Moskvu rétt fyrir síðustu helgi, en gerði þar aðeins stuttan stanz á leið sinni til Úkraínu. Þaðan kemur hann aftur til Moskvu og mun þar enn eiga viðræður við sovézka ráða- menn, áður en hann heldur aftur heim á leið. Tilkynnt hef- ur verið að hann muni koma til Algeirsborgar 27. mai. Af upptalningu hér á undan má sjá að Castro hefur gert sér far um að kynnast Sovét- ríkjunum sem allra bezt á þelm tíma sem hann hefur til um- réða, þessu rnikla landi mikilla andstæðna. Það er sjálfsagt engin tilviljun að hann hefur dvalizt hvað lengst í Úsbekist- an, þar sem þjóðin hefur á ein- um mannsaldri tekið heljar- stökk úr svartri forneskju inn í nútímann. Hvarvetna hefur honum verið ákaft fagnað, ekki sízt af æsku- mönnum. Og alls staðar heíur hann lagt megináherzlu á bau traustu vináttubönd sem tengja saman þjóðir Sovétríkjanna og Kúbu og þá byltingarhefð sem sameinar þær. Siálfsmorðs- vörður settur Einkennisklæddur vörðu,r hef- ur verið settur á efsta’ pall Eiffeltumsins í París og stöðv- ar hann alla sem þangað koma til þess að aðgæta hvort þeir líti út fyrir að ver'a í sjálfs- morðsþönkum. Nú nýlega hafa enn bætzt tveir i hóp þeirra mörgu sem svipt hafa sig lífi með því að kasta sér út frá turninum, en þeir eru orðnir samtals 322 síðan turnirm var reistur 1889. Sjálfsmorðingjamir sækjast einkum eftir að fleygja sér út frá efsta palHnum sem er 300 metra frá jörðú og hefur enginn lifað slíkt af, nema kona nokkur sem kástaði sér baðan í haust sem leið, en barst fyrir vindi inn í stál- grindina og festist bar eftir nokkurra metra fall “íSiin var henni svo bjargað. ,,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.