Þjóðviljinn - 26.05.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 26.05.1963, Blaðsíða 8
3 SfÐA ÞJÓÐVILIINN Sunnudagurinn 26. maí 1963 Nýlega birtist hér í heimilisþættinum grein um há- hýsi eftir stud. arch. Var þar sagt frá viðhorfi manna í nágrannalöndunum til háhýsanna og dregnir fram nokkrir kostir þeirra og gallar. Virðist sem gallarnir væru í reynd meiri en kostirnir a5 áliti háliýsisbúa í Danmörku. Svíþjóð', Bretlandi og víðar. Eftir að greinin birtist hringdu til okkar nokkrir há- hýsisbúar hér í Reykjavík til að mótmæla því sem fram kom í henni. Sögðu þeir það vera alrangt, hér væri fólk þvert á móti mjög ánægt. ÞaÖ varð úr að við skruppum inn í Sólheima og höfðum tal af nokkrum háhýsisbúum þar til að kanna þetta og létum tilviljun ráða á hva'ða dyr var barið. Marsibjl Björrjsson á 9. hæð í nr. 23 dásamar einkuxn útsýnið og þvottahúsið. Gnðrún Bjömsdóttir á 11. hæð í Sólheimum 23 timir eiginlega ekki að sofa þegar gott cr veður vegna litadýrðarinnar. Dótt- ir hennar, Maria Gunnarsdóttir, stendur hjá henni. Það reyndist rétt vera að háhýsisbúar hér eru ánægðir. Yfirleitt voru svörin sem við fengum, að það væri bæði „yndislegt“ og „alveg draum- ur“ að búa í svona húsum. Það var sama hvort við bárum niður á neðstu eða efstu hæð eða einhvers staðar þar á milli — allir virtust sammála. Helztu kostimir sem dregnir voru fram voru náttúrlega fyrst og fremst útsýnið á efri hæðunum, svo var talað um fullkomnin þvottahús, ágætis- íbuðir og síðast en ekki sízt: að maður væri svo útaf fyrir sig — hefði ekkert af öðrum ífoúum hússins að segja! Samkomulagið virðist sem- sagt batna því fleiri sem búa í húsinu. Enda verður þá nauðsynlegt að hafa húsvörð og starfsfólk til að sjá um ræstingu og annað sameigint- legt, svo ekki er hægt áð rif- ast um slíkt eins og víða vili verða í sambýlishúsum ann- Erna Magnúsdóttir á 6. hæð með dóttur sjnni Þórdísi 4ra ára sem er nýfarin að ná upp í takkana á lyftunni og komast sjálf upp og niður. ars. Jarðskjálfti Litlu börnin Unnur Jónsdóttjr á 5. hæð í Sólheimum 27 hefur sjálf teiknað eldhúsinnréttinguna, sem yið urðum sérstaklega lirjfin af og ekkj líkist neinni annarri í húsinu. Þeir sem áttu börn viður- kenndu að þau ættu erfitt með að komast upp og niður meðan þau væru lítil og næðu ekki upp I lyftutakkana. En þau læra furðu fljótt að rata rétta leið eftir að þau eru far- in að ná uppí takkana og vita hvað er þeirra hæð. MeðarU;. þau em minni bíða þau veríjú^ lega þangað til einhver krakki eða fullorðinn fer með lyftunni og getur aðstoðað þau og bar öllum saman um að fólk væri sérstaklega hjálp- samt í þessu tilviki. En auð- vitað þarf mamman oft að fara upp og niður með börnin meðan þau eru lítil. Um leikpláss er þáð að segja, að enn hefur ekki verið girt kringum húsin sjálf né gengið að öðru leyti frá lóð- um. En skammt frá húsun- um er gæzluleikvöllur þar sem hægt er að koma litlu bömun- um en hin verða að hafa það eins og önnur foörm hér í bæ, og skiptir þá ekki máli hvort búið er í háu eða lágu húsi — þeirra leiksvæði er þar sem þau geta fundið það — oftast gatan. Ánægðir Við byrjuðum á efstu hæð- inni í Sólheimum 27 og hittum þar fyrir Sigríði Guðmunds- dóttir. konu Þórðar Halldórs- sonar. Hún dásamaði einkum útsýnið sem von er, því hún sér yfir allan bæinn og út á sundin blá. Ekki kvaðst hún hafa yfir neinu að kvarta, nema þá helzt því að stundum þyrfti að bíða dálítið eftir lyftunni, en það væri nú ekki nema skiljanlegt í svona stóru húsi. ★ Næst hringdum við dyra- bjöllunni á 6. hæð þar sem við sáum mikið af barnaskó- fatnaði fyrir utan, þar sem okkur lék forvitni á að heyra, hvernig er að búa í háhýsi með börn. ★ Erna Magnúsdóttir og Gunnar Oddsson eiga þrjú börn, 11, 6 og 4ra ára, og sagði Ema að sér líkaði prýðilega þaraa. Þó viður- kenndi hún að ekki væri sér- lega þægilegt að fara me'ð þau niður og ná í þau, en þess Framhald á 10. síðu. íbúamir harðneituðu því að hæðimar gengju til og frá í roki, eins og sagt var í grein stud. arch. — sögðust meira að segja varla hafa fundið til jarðskjálftans hérna á dög- unum. Hine vegar viður- kenndu þeir að íbúðimar hefðu ekki reynzt ódýrari hvorki I byggingu né rekstri en ífoúðir í öðrum húsum, þótt almennt sé álitið áð því stærri sem húsin séu, því ódýrari verði íbúðimar. I upphafi vom jafnstórar og samskonar íbúðir tiltölulega jafndýrar hvar sem var í húsinu, en nú- veiandi söluverð þeirra er orð- ið breytilegt, þannig að nú seljast þær ibúðir dýrast sem hæst era í húsinu. Ilómfríður Gestsdóttir og Ágústa Hnfdís 12 ára dóttir hennar. Þær búa á 4. hæð. I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.