Þjóðviljinn - 26.05.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 26.05.1963, Blaðsíða 5
Sunnudagurinn 26. maí 1963 HÓÐVILJ«!N SÍÐA § Um og eftir aldamótin síðustu verður hér á landi mikil íþróttavakning. Ungir menn taka að iðka íþróttir, og þá sérstaklega íslenzka glímu. Það er íslenzk íþrótt, sem hægt er að iðka ef Svéir hittast. Hún hafði líka yljað mörgum ver- manninum, og við gangnakofana höfðu ungsr menn hana sér til gamans. Hún tjáði karl- mennsku þess er vel glímdi, og gaf æskumannin- um útrás fyrir kraft sinn og þrá að reyna sig við annan. Tvennir í London Olympíuleikar Guðmundur S. Hofdal hefur undanfarna sunnudaga rifjað upp hér á síðunni ýmsar endurminn- ingar frá löngum íþróttaferli, og Frímann Helgason hefur fært þær í letur. Þessa mynd tók ljósm. Þjóðv. Grétar Oddsson af þeim félögum er þeir voru niðursokknir í viðræður um íþróttir. Þriðja og síðasta greinin um Guð- mund S. Hofdal HVAR ERU ÞEIR? Þetta varð hverju sinni nokk- urskonar einvígi, þar sem átök- in efldu manndóm og kenndu mönnum að ganga fram til ein- vígisins með reisn. Vafalaust hafa þessi átök og leikur vakið margan æskumanninn til um- hugsunar um hina fornu kappa sem vel voru íþróttum búnir. Um þetta leyti er að vakna í hugum ungra manna kraft- mikil og öflug sjálfstæðisvit- und. Þeir eru að vakna til lífs- ins og kemur það fram í ýms- um myndum. Ungmennahreyf- ingin fer þá eins og eldur í sinu um landið og hrífur æsk- una með sér. Hún beitir sér fyrir verkefnum sem efla þenn- an sjálfstæðisanda og vafalaust hafa íþróttirnar og á þeim ár- um, ekki sízt glíman, átt sinn mikla þátt í að ná til fjöldans. Vafalaust mun mörgum hafa þótt það djarlega hugsað og talað, þegar því var hreyft að senda glímumenn til Olympíu- leikanna í London 1908. Bkki er að efa að bak við þessa hugmynd hefur staðið sú hugsun, að það væri þýðingar- mikið fyrir frelsisbaráttu ís- lands að geta komið fram á alþjóðlegu móti með flokk vaskra Islendinga. Þó þeir gætu ekki keppt í hinum ýmsu greinum, þá hlaut það að geta orðið mikil auglýsing fyrir Is- land að sýna íslenzka íþrótt — glímuna. Þetta ber vott um þá bjart- sýni sem rikti með æskumönn- um þessa tímabils, og þeir og þjóðin létu ekki sitja við orðin tóm. Það var því stórmerkur dagur í íþróttasögu íslands þegar glímumennirnir fóru á O.L. í London 1908. Einn hinna sjö sem sendir voru var Guð- mundur Sigurjónsson Hofdal og er hann og Jóhannes Jósefs- son þeir einu sem enn eru á lífi úr þeim glæsilega hópi. Átak þjóðarinnar Guðmundur segir nokkuð frá þessari ferð, sem var hin fyrsta sem íslenzkir menn fóru á O'.ympíuleiki. — Hver átti frumkvæðið að för þessari? Það voru Akureyringar sem áttu frumkvæðið að för þessari með Jóhannes Jósefss. í broddi fylkingar. Jóhannes hafði þá verið í Noregi við íþróttanám og iðkanir. Þessi hugmynd fékk þegar mjög góðar undirtektir meðal almennjngs. Hafizt var þegar handa um að safna fé um land allt til þess að kosta þessa væntanlegu för. Gekk söfnunin svo vel að hægt var að senda sjö menn á leikina til að sýna íslenzka glímu og voru gefin fyrirheit um tvær sýningar á leikjunum. Til fararinnar voru þessir menn valdir: Frá Akureyri: Jóhannes Jósefsson og Jón Pálsson. Or Reykjavík: Hall- grímur Benediktsson. Sigurjón Pétursson og Guðmundur Sig- urjónsson. Frá Seyðisfirði: Páll Þormar, og úr Þingeyjarsýslu Pétui- Sigfússon. Allir þessir menn æfðu hver á sínum stað, og voru engar sérstakar samæfingar sem heit- ið geta. Hópurinn sameinaðist í Reykjavík rétt áður en farið var. Héðan var svo farið með skipi til Skotlands og þaðan með jámbraut til London. Jó- hannes Jósefsson var að sjálf- sögðu fararstjóri. — Hvernig var glímunni svo tekið? Eins og til stóð var glíman sýnd tvisvar, en það var erf- itt að átta sig á hvernig henni var tekið af áhorfendum, þar sem ýmsar keppnisgreinar fóru fram samtímis. Það var því ekki gott að segja fyrir hverju var klappað. Lítið var skrifað um sýningarnar enda kafnaði allt í frásögnum af sjálfri keppninni. Jóhannes glímdi ekki, en stjómaði glímusýningunum. Var hann þá klæddur forn- mannabúningi og vill Guð- mundur halda því fram að Jó- hannes hafi vakið mesta at- hygli! Hinsvegar glímdi Jó- hannes grísk-rómverska glímu og sigraði þann fyrsta með yfirburðum, en varð að hætta vegna meiðsla í næstu glímu. Þá var þeirri keppni þar af leiðandi lokið af hans hálfu. Við verðlaunaafhendingu voru honum afhent úr hendi hennar hátignar drottningar- innar skrautlegt heiðursskjal og mikið fyrir góða frammi- stöðu. Þar með var þátttöku okkar lokið á Olympíuleikunum. En þá gerist það að við erum ráðn- ir til sýninga og keppni tvisv- ar á dag. Var þar sýnd íslenzk glíma og var hverjum sem vildi heimilað að keppa við okkur hvern sem var og máttu menn beita sínum brögðum en við notuðum aðeins glímubrögð. Komu margir utanúr salnum úr áhorfendahópi á hverri sýn- ingu. Jóhannes hinsvegar tók á móti samkvæmt auglýsingum hverjum sem var og máttu þeir grípa hvar sem þeir gátu, og síðar kallaði hann þetta „sjálfs- vörn“. Aldrei kom til þess að Is- lendingur bæri lægri hlut í glímunni né heldur Jóhannes í áflogunum og var þó oft um stærðarmun að ræða. Þetta var stórt númer í sýningarhúsi þessu sem var mjög stórt. Allar sýningarnar í ferðmni voru ákaflega prúðmannlegar og öll ferðin gekk mjög vel. Hér heima var mjög fylgzt með okkur og vakti ferðin mikla at- hygli. Það er líka skoðun mín að ferð þessi hafi haft mikil örfandi áhrif á æskumenn hér til íþróttaæfinga. Minntist glímusýn- ingarinnar 40 árum síðar Það vildi svo til að Guð- mundur var ráðinn með Q> ympíuförum Islands til London 1948. Starfaði hann með þeim sem nuddþjálfari o.fl. Voru þá liðin rétt 40 ár frá því að hann var á þessum sömu slóðum, sýndi þar íslenzka glímu ásamt sex öðrum vöskum mönnum eins og sagt var frá hér að framan. 1 sambandi við för þessa var mér einu sinni frá því sagt að flokkurinn hefði fengið sérstak- an mjólkurskammt en aldrei verið ljóst hversvegna eða hvaðan hann kom. Flokkar annara landa fengu hann ekki. svo mikið var víst. Getur þú nokkuð sagt mér um þennan dularfulla mjólkur- skammt Guðmundur? Guð- mundur brosti svolítið við og virtist heldur tregur til svars. en það leyndi sér ekki að hann vissi eitthvað um þetta mál. Þetta er nú eiginlega leynd- armál, eða hefur verið það. sagði hann dræmt en það get- ur varla verið alvarlegt þótt þetta verði upplýst nú 15 árum síðar, og satt að segja á ekki að þegja um alla eilífð yfir því sem vel er gert. Sagan af mjólkurskammtin- um er ó þessa leið: Það var langt frá því að enska þjóðin væri búin að jafna sig eftir hörmungar stríðsáranna. aðeins þrem árum eftir lok heims- styrjaldarinnar. Var því eðli- legt að skortur væri á ýmsu. Þvi má skjóta hér inn að is- lenzki flokkurinn hafði með- ferðis að heiman töluvert af matvælum sem kom i góðar þarfir meðan á leikjunum stóð. Ejtt af því sem við söknuðum mest var mjólkin. en hún var engin, nema svolítið út í te. — Fyrir okkur íslend- ingana sem aldrei höfðum burft að draga af okkur mjólkur- skammt eða annað bótt stríð geysaði víðsvegar um heiminn. var það fyrirkvíðanlegt að fá enga mjólk, en um það varð ekki neinu þokað, betta gekk jafnt yfir alla. Þegar flokkurinn kom til London, eða búða þeirra sem honum voru ætlaðar i Caston Hill, fór fram sérstök móttaka á torgi búðanna. Hópnum var stillt þar upp og hann ávarp- aður af fulltrúa framkvæmda- nefndarinnar ensku. Orð fyrir okkar flokki hafði Jóhann Þ. Jósefsson ráðherra. Strax að athöfninni lokinni gaf sig fram maður nokkur stór og mikill vexti. og spurði hvort nokkur væri þar í is- "lénzka flokknum sem verið ‘hafði ó O. L. í London 1908. 'eða fyrir 40 árum. Var þá vísað á mig. Gat hann nafns síns og spurði hvort ég myndi ekki eftir að okkur fé- lögum hefði verið boðið til kvöldverðar, meðan við dvöld- um á leikjunum. Auðvitað mundi ég eftir þessu vinar- bragði, sem þá kom okkur á óvart að ókunnugur maður færi að bjóða okkur heim. Komu- maður hélt áfram og sagði að þetta hefði verið faðir sinn, og að honum hefði þótt mjög gaman að horfa á sýningu okk- ar og hefði með heimboðinu viljað þakka okkur fyrir. Þegar þetta gerðist var ég 12 ára, og mér eru sýningarn- ar enn í fersku minni. sagði sá enski. Tókum við nú að ræða saman og rifja upp hina gömlu góðu daga, og síðan barst talið að leikjunum sem voru að byrja. Kom þó í ljós að hann var búðastjóri þorpsins sem við bjuggum í ósamt flokkum margra annarra landa, og hafði yfirumsjón með öllu sem laut að veru flokkanna þar. Nafn hans er A. H. Owin. Bað hann mig að lokum að heim- sækja sig á skrifstofu sína þar í þorpinu næsta dag, sem ég og gerði. Maður þessi var í alla staöi hinn elskulegasti og ljúf- ur í viðmóti, og ræddum við margt saman. Lét hann bess að lokum getið að hann óskaði að mega gera okkur dvölina sem bezta þar i þorpinu og greiða úr öllu því sem í hans valdi stæði, ef um eitthvað slíkt væri að ræða. Nokkru síðar fór ég á fund hans, og barst þá í tal að Is- lendingamir væru vanir mjólk, og það mikilli mjólk, og að þeir söknuðu hennar mjög. Kvaðst hann skyldi athuga þetta nánar og bað mig að koma til sín næsta dag. Lét ég ekki á mér standa og kom á tilsettum tíma. Skýrir hann mér þá frá því að hann sé búinn að gera ráðstafanir til þess að við fáum sem svarar einum pela af mjólk á mann á dag, og að það verði sent á mitt nafn, og annað þurfti ég ekki að vita, og hann tekur fram að ekki sé ætjazt tjl að það spyrjist út. Allt stóð þetta heima, mjólkin kom. Var þá sett ráðstefna og lög sett: Hver sem ekki er kominn inn á til- settum tíma verður af skammt- inum; en honum skipt niður á hina. Þetta var nokkurskonar Stóridómur! Þessi ágæti maður veitti mér persónulega og fleirum úr hópnum drengilega aðstoð í málum sem ekki verða rifjuð upp hér. Sá sem þetta ritar hefur líka átt tal við Örn Clausen um þetta atriði, og mjnntist hann þess að þejr hefðu feng- ið mjólkurskammt, sem menn yfirleitt hefðu ekki fengið á leikjunum í London. Kvaðst hann hafa haff eitthvert hug- boð um það að Guðmundur hefði að ejnhverju leyti stað- ið á bakvið það Örn gat þess líka að Guð- mundur hefði verið mjög vin- sæll meðal keppenda, fyrir heppileg og vinsamleg afskipti af þeim Hann kunni á mörgu skii og var glöggur á svo margt sem einmitt keppendur varðar, o-g hinir venjulegu far- arstjórar ekki sjá eðq kunna skil á. Vöktu athygli Þessi saga Guðmundar er athyglisverð fyrir það að ef til vill hafa fleiri hrifizt af íslenzku glímunni í London 1908 en almennt var vitað. Það kemur naumast til að faðir þessa manns sem leitaði að þátttakanda frá fslandi á OL 1908, hefði boðið hópnum týl veizlu ef honum hefði ekki þótt mikið til koma þeirrar íþróttar sem þeir sýndu. Sú vinsemd sem kom frarn í boði bessu talar nokkuð skýru máli um það. að glimusýningar þeirra félaga hafa vakið meiri athyali en almennt hefur verið álitið. Það mun heldur ekki hafa verið venja að slik boð ættu sér stað, þótt fiokkar sýndu íþróttir á mótum eða i sýningarhöllum. Tólf ára drengnum sem fer með föður sínum til að horfa á þessa kappa frá landi með svo köldu nafni íslandi. verður gliman minnisstæð allan þennan tima eða 40 ár Og hann gengur i búðir íslendinganna til að spyrjast f.vrir. hvort svo kunni að vera að þar sé einhver af Framhald á 7. síðu. Fró Skólagörðum Reykjavíkur Börn sem hafa í hyggju að starfa í Skóla- görðunum í sumar, komi til innritunar í garðana, mánudag og þriðjudag kl. 1—5 e.h. — Skólagarðarnir eru í Aldamótagörð- unum við Miklatorg og í Laugardal við Holtaveg. Öllum börnum á aldrinum 9—13 ára heimil þátttaka. Þátttökugjald er kr. 200,00 og greiðist við innritun. GARÐYRKJUSTJÓRI REYKJAVÍKUR.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.