Þjóðviljinn - 26.05.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 26.05.1963, Blaðsíða 1
G-físti AlþýBubandalagsins í öllum kjördæmum ALÞYÐU BANDALAGIÐ DIDÐVUIINN Sunnudagur 26. maí 1963 — 28. árgangur — 117. tölublað. HEFSTKLUKKAN2.e.h. Kosningafundur G-listans hefst kl. 2 síðdegis í dag í Háskólabíó RÆÐTJR flytja Alfreð Gíslason læfcnir, Gils Guðmundsson ritfhöfundur og Magnús KjartanssQn ritstjóri. SÝNDAR verða myndir úr „Dauðaskýrslunni" svonefndu og af njósnaplöggum bandarísfca sendiráðsins — m.a. vikið að því sem njósnararnir gáfu yfirboðurum sínum um þá Ey- stein Jónsson og Guðmund í. — Páll Bergþórsson flytur skýringar með myndunum. EINSÖNGUR: Ólafur Þ. Jónsson syngur íslenzk lög, undirleik annast Ólafur Vignir Albertsson. UPPLESTUR: Sýndar verða skuggamyndir af málverkum íslenzkra listamanna og Qutt erindi úr ættjaxðarljóðum. Ólafur Þ. Jónsson Flytjendur eru Þorsteinn ö. Stephensen og Ingibjörg Har- aldsdóttir. Einnig koma fram skáldin Ari Jósefsson og Þor- steinn Jónsson frá Hamri. FUNDARSTJÚRI verður Bryndís Schram. REYKVÍKINGAR! Fiölmennið á kosningafund Alþýðubandalagsins í Háskólabíói í dag Ari J?orsteinn frá Hamri i HÆTTAN AF HELRYKINU Ein af skýringarteikningunum úr skýrslu Ágústs Valfells um áhrif hernámsstefnunnar. Teikn- ingin sýnir hvernig hœttan af helrykinu skiptist á landshluta, en hættan minnkar með f jar- lægðinni frá Keflavíkurflugvelli. Innan hvers baugs á myndinni eru sambærileg hættusvæði, en vindátt í háloftunum ákveður í hvaða stefnu helrykið berst. — Sjá greinina „Einu al- mannavarnirnar á 3. síðu. Víða erlendis eru skiptar skoðanir um háhýsin. Nýlega fóru blaðaimenn Þjóðviljajns í heimsókn í tvö háhýsi í Reykjavík til að kanna hvernig íbúum beirra liði uppi í háloftunum. íbúarnir reyndust yfirleitt á einu máli: þetta væri yndisCegt. Konan á myndinni heitir Sig- ríður Guðmundsdóttir, á heima á efstu hæð Sólheima 27 og hefur útsýni yfir all- an bæinn. Fleiri myndir og frásögn eru í heimilisþætti á 8. síðu. — (Ljósm. vh). Vörusala KRON sl. ár 74 millj. kr. Vörusala Kaupfél. Reykja- víkur og nágrennis nam rúmum 74 milljónum króna á sl. ári, og er það 26% aukning frá árinu áður. Hafði félagið 20 sölubúðir í Reykjavík og Kópavogi, þar af 12 kjörbúðir og auk þess efnagerð og kjötvinnslu. Aðalfundur Kaupfélags Reykja- víkur og nágrennis var haldinn í Þjóðlh.kjallaranum fimmtu- daginn 23. maí s.l. Fundinn sóttu 100 kjörnir fulltrúar, félags- stjórn. endurskoðendur og nokkr- ix starfsmenn félagsins I upphafi fundarins minntist Ragnar Ólafsson formaður fé- lagsins. Kjartans Sæmundssonar kaupfélagsstjóra, er andaðist 24. apríl s.l. Fundarmenn vottuðu hinum látna virðingu sína með því að rísa úr sætum Skýrslu félagsstjórnar flutti formaður félagsins Ragnar Ólafs- son hæstaréttarlögmaður. Gaf hann yfirlit yfir starfsemi félags- ins á liðnu starfsári og ræddi ýtarlega um framtfðarhorfur Framhald á 2. síðu. Flugmenn boða verkfall Flugmenn hafa boðað verkfall frá og með 4. júní n.k. ef samningar hafa ekki tekizt fyrir þann tíma. Flugmennirnir settu fyrir nokkru fram kröfur um hækkað kaup og fleiri lag- færingar á samningum en ekki hefur blaðinu tekizt að afla sér nánari upplýsinga um kröfur þeirra. Sl. mið- vikudag var haldinn samn- ingafundur um kröfurnar og annar fundur hefur ver- ið ákveðinn n.k. þriðjudag. STYRKIÐ KOSNINGASJOD 6-LISTANS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.