Þjóðviljinn - 26.05.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 26.05.1963, Blaðsíða 7
Sunnudagurinn 26. maí 1963 Erenburg Minnisverð tíðindi Landbúnaður hefur verið helzta dagskrármál síðari vetrarmánuði 5 Sovétríkjunum hin síðari ár. Á þessu áii hafa bókmenntir og listir þokað kjöti og mjólk til hliðar. Árið 1962 var auðugt að bókmenntalegum viðburðum. Bondaréf, Erenburg, Solzjenit- sín og fleiri skrifuðu skáld- sögur og endurminnimgar þar sem lýst var ýmsum verstu hliðum Stalíntímans; Dorosj, Jasjin og fleiri lýstu lífi sveit- anna á raunsærri hátt en menn áttu að venjast; ung ljóðskáld voru mjög athafna- söm og ræddu kynslóð sína, hlutskipti henar og hugsanir af mikilli ástríðu og höfðu þar að auki til að bera mjög virka forvitni á sviði forms- ins. Flest þessara verka birt- ust á síöum tímaritsins Novi mfr. Þekktir ungir menn eins og Evtúsjénko og Voznesénskí ferðuðust um Vestur-Evrópu, lásu upp og héldu tölur og var vel fagnað af áheyrendum og — ekki sízt — blaðamönn- um. Ljóðlist hefur ekki siðan á tíð Majakovskís notið því- líkra vinsælda og nú á síð- ustu mánuðum — upplög ljóðabóka voru furðustór, og það reyndist jafnan ógeming- ur að finna nógu stór salar- kynni, er ný ljóð skyldu lesin up.p, Þótt svo gripið væri til íþróttahallarinnar í Moskvu, sem mun visa um 15 búsund mönnum til sætis. Fundarhöld HOÐVIUINN SIÐA FRETTIR AFSOVEZK þroska er hann eendi franska blaðinu L’Express (sem ein- hverra dularfullra hluta vegna er kallað mjög afturhalds- samt borgaralegt málgagn) sjálfsævisögu sina. Ákærur Þessi afstaða flokksforyst- unnar gaf þsim öflum innan rithöfundasamtakanna byr unöir vængi sem hafa iengi sýnt það í verki, að þau hafa óttazt, að þær breytimgar, sem orðið hafa í menningarlifi landsins síðan 1956, myndu skaða aðstöðu þeirra og á- hrifavald í bókmenntaheimin- um. Meðal þessara manna má nefna skáldið Ni'kolai Gribats- jof. Hann hefur sjálfur lagt fram sinn skerf til umræðna um vandamálið „feður og syn- ir“ og talar frá sjónarhóli feðranna — í kvæðinu „Nei, drengir" segir hann við þá ungu menn, að þeir hafi ekki reynt þrautir fortiðarinnar, ekki hlotið eldskírn styrjald- arinnar, og ættjörðin, særð og þreytt, hafi ekki alið þá upp til að þeir yrðu „trúðar á Snemma vetrar hófust svo umræður og ráðstefnur bæði með flokksforystu og mennta- mönnum og svo á vettvangi listamannasamtakanma sjálfra. Upphaflega var fyrst og fremst rætt um myndlist en sfðar ■— og einkum þegar komið var fram á árið 1963, snerust málþing þessi æ meir um ástand og horfur 1 heimi bókmennta. Flokksforystan var óánægð með mörg hinna nýrri verka — einkum var skeytum hennar beint gegn endurminningum Erenbúrgs (er ásakaður var fyrir að lýsa Stalintímabilinu í „of dökkum litum“ og að taka upp vöm fyrir „rangar stefnur" í vest- urevrópskri og rússneskri list okkar aldar), og gegn skáld- unum Évtúsjénko og Voznés- enskí (sem voru taldir sekir um að „sverta“ fortið landsins sem „þrátt fyrir“ Stalin var rik af afrekum, ennfremur um að „blása upp“ vandamálið „feður og synir“ — þ. e. að stilla sannleiksleitandi og heiðarlegri „'kynslóð 20. flokksþingsins" gegn feðrun- um, „spilltum" af stjórnar- háttum fortiðarinnar). Og voru þessar syndir skáldanna taldar koma fram fyrst og fremst í viðtölum þeirra og greinum erlendis — sérstak- lega var Évtúsjénko talinn hafa sýnt pólitískan van- BOKMENNTUM Eftir ARNA BERGMANN myndalegum frávikum, að skapa mynd hinnar jákvæðu hetju — og er þá litið hýru auga til ungra höfunda „úr framleiðslunini'‘, höfunda utan af landi, sem sé miklu gefnari fyrir hetjuskap en kollegar þeirra, atvinnuhöfundar Moskvu og Leníngrad. Hæpnar fullyrðingar Vissulega er ekki sann- gjarnt að neita því, að sitt- im Évtúsjenko. sölutorgi og gjtarleikarar ang- urværra kvenna". Með nokkrum undantekn- ingum var það andi þessara manina sem sveif yfir vötnun- um á nýafstaðinni ráðstefnu ungra rithöfunda, sem haldin var á vegum Rilhöfundasam- bandsine og Ungkommúnista- sambandsins. Þar komu — í ýmsum tóntegundum — fram allar helztu ása'kandrnar á hendur þeim yngri skáldum sem mest nafn hafa hlotið: Að sumir þeirra hafi í við- tölum og greinum erlendis, svo og í ýmsum verkum glat- að félagslegri ábyrgðartilfinn- ingu. Að þeir hafi kosið sér að lærifeðrum ýmsa erlenda og innlenda höfunda (Heming- way, Böll, Pasternak) sem séu að vísu miklir hæfileika- menn, en byggi verk sín á heimssýn, sem fjarlæg sé kommúnistískum hugsunar- hætti. Og eru þeir spurðir: Hafið þið gleymt þeirri bók- menntalegu hefð, sem tengd er nafni Gorkís? Að í verkum um hetjudaga (t.d. stríðssögum Baklanofs og Okudzjava) gæti tilhneig- ingar gegn hetjuskap. Að í verkum um æsku sam- tímans sé alltof mikið daðrað við viljalitla unglinga stefnu- lausa og fulla efasemda, og taki skáldin þá undir verndar- væmg sinn í stað þess að sýna hetju samtímans „í fullri stærð". Að þeir yngri höfundar hafi oftrú á formnýjungum. Andsvarið við öllum þessum voða er svo eitthvað á þessa leið: að berjast gegn hug- Voznesénskí hvað af þeirri gagnrýni sem fmm hefur komið hefur við rök að styðjast. Það er til að mynda full ástæða til að bera Évtúsjémko á brýn skort á smekkvísi, ennfremur að full- yiða að allt hans brauk og braml samsvarar ekki raun- verulegu gildi verka hans. En gagnrýni þessi er mest- an part byggð á hæpnum rök- um. Og ekki bætir það úr skák að í henni ber ónotalega mikið á valdsmannlegum hmeykslunartón sem kemur í stað skynsamlegrar röksemda- færslu. Ómerkilegar hvatir hafa og gert sitt til að draga umræður niður á lægra svið. Nefnum dæmi frá ofan- greindri ráðstefnu. Skáldið Kúznetsof frá Leníngrad tók svo til orða: „Á siðustu tím- um hefur það gerzt I bók- menntum o'kkar — einkum er rætt er um þá ungu, að mesta frægð hlutu þeir sem gerðu sig seka um flestar villur. Um þá deildu gagnrýnemdur, um bá skrifuðu þeir os töluðu. En allur þorri þeirra sem starf- aði á sviði bókmennta, starf- aði satt og flokkslega, var eft- ir skilinn í skugga hinna. Þetta er ekki réttlátt!" Nemum stuttlega staðar við aðrar hliðar þessa máls. Það er sagt: hetjuskapinn vantar í bókmenmtir; og er þá jafnan vitnað til hetju- sagna eem urðu til um borg- arastyrjöldina, um umbrota- árin eftir hana, um stríðið gegn nazismanum. Og sagt: takið ykkur þessa höfunda til fyrirmyndar. Margt getur bú- ið á bak við slika kröfu — en við getum að sinni látið okkur nægja að segja að i henni birtist neitun á stað- reyndum. Timinn skrifar bæk- ur fyrir okkur, Hetjubók- menntir eru eðlilegt fyrirbæri I þjóðfélagi sem berst fyrir tilveru sinni við frámunalega erfið skilyrði. Ef hinsvegar rithöfundur (ungur eða rosk- inn — aldurinn skiptir ekki svo rniklu máli) vill gefa sanna lýsingu á lifi nútímans, á þeirri æsku sem nú marsér- ar inn á sviðið. Þá verður hann að sýna því fulla at- hygli að tímarnir hafa breytzt. Sú æska, sem mú gengur fram á sviðið gengur inn í þjóðfé- lag, sem er að vísu í hraðri þróun, en er þegar til, hefur staðfest sig í heiminum, hefur skapað á'kveðin lifsform, hefur tryggt sér ákveðin lífsskilyrði sem allir vita að batna og munu batna. Slík æska hugsar öðruvísi en feður hennar, sem stöðugt þurftu að duga eða drepast, hún hefur betri tíma, fleiri tækifæri, hún spyr fleiri spurnánga og persónulegri spurninga, hún verður ekki afgreidd með formúlu eða herópi. Það er auðvitað heimska að túlka þessa æsku og skáld hennar sem fjand- menn sósíalisma. En hún tek- ur ekki við honum sem gefn-^ um hlut, heldur sifelldu um- ræðuefni. Það er og lltil ástæða til að ásaka umrædda menn um skort á þjóðfélagslegri á- byrgðartilfinndngu —• þótt svo Évtúsjénko eða Aksjonof láti ekki eintóma vizku frá sér fara. Það er einmitt einkenni þeirra verka sem mest hafa vezið rædd að undanförnu hve höfundar þeirra hafa af mik- illi alvöru, já siðferðilegti al- vöru, skráð og túlkuð sam- tíðarsögu þjóðarinnar, hugs- anir hennar og áform. Menn geta með góðri samvizku fundið margt að þessum verk- um — en ekki það, að þau séu skrifuð í einhverju bría- ríi. Það kann að vera freistandi frá pólitísku sjónarmiði að stilla upp voldugum hetjum sem auðveldlega vinna bug á öllum félagslegum og persónu- legum erfiðleikum (eins og t. d. Sturla í Vogum). En það er skammgóður vermir bæði bókmenntum og þjóðfélagi. Það „jákvæðasta" sem sov- jjézkir rithöfundar geta gert pvézkri menningu og sov- zku þjóðfélagi er alvarleg og öttn túlkun á því mannlifi sem lifáð er i landinu. Þeim beztu rithöfundum hefur orð- ið töluvert ágengt Í glimu sirani við þetta verkefnl — einkum eftir 1956. Og það er ekki ástæða til a'ð ætla, að þeir nemi staðar, þótt nokkrir þeirra hafi nú orðið fyrir harðri hrið. Viðtal við Tvardovskí Rétt er að minnast á, að það er langt frá þvi að „valdsmannlegur hneykslunar- tónn“ hafi svifið yfir öllum skrifum blaða og tímarita um bókmenntir. Fyrir tveim dög- um birti Pravda viðtal Tvard ovskís við Moskvufréttaritara United Press. Ummæli Tvard ovskis vekja jafnan mikla at- hygli — hann er ritstjóri tímaritsins Novi mír, sem hef- birt flest vinsælustu verk síð- ari ára, hann er eitt bezta skáld landsins og hann er meðlimur í miðstjórn Komm- únistaflokksins. I viðtalinu telur Tvardovskí rangt að tala um vandamál tveggja kynslóða í sovézkum bókmenntum og leggur mikla áherzlu á það er sameinar sovézka rithöfunda — tengsl við byltinguna og sósíallsm- ann og ábyrgðartilfinming gagnvart þjóðinni. Hann segir að forysta flokksins hafi rétti- lega gagnrýnt ýmsar tilhneig- ingar í menningarlífi lands- inis. En hann er fjarri því að ákæra eða foidæma nokkurn mann. Hann segir t.d., að borgarapressan hafi sýnt nokkrum „börnum okkar" eýis og t.d. Évtúsjénko og Voznés- énski mjög ógagnrýna athygli: „Þetta stafar af ósk um að sjá í þessum „börnium" söngv- ara nokkurskonar andspyrnu gegn ,,feðrunum,“ af tilhneig- ingu til að nota þessi ungu nöfn í óbókmenntalegum til- gangi. Auðvitað getur slík til- hneiging ekki getið annað af sér en slæma senjsasjón og skaðar fyrst og fremst þessa ungu menn sjálfa. Eg vona að ég þurfi ekki að taka það fram, að þetta segi ég aðeins vegna þess að ég óska þeim góðs og alvarlegri, ábyrgðar- meiri afstöðu til köllunar sinnar." Tvardovskí lofar verk eftir Bondaréf og Jasjíni, sem orðið hafa fyrir nokkru að- kasti. Hann minntist á þá gagnrýni, sem beint hefði ver- ið gegn endurminningum Er- embúrgs — en gat þess um leið að flokksforystan hefði einnig lýst Erenbúrg sem merkilegum höfundi. Tvardovskí sagði ennfrem- ur að tímaritið Novi mir myndi standa við allar skuld- bindingar gagnvart lesendum á þessu ári ■— væri senm von á nýjum verkum eftir Akson- of, Tendrjakof, Vladimof — sem allir eru ungir og eíni- legir höfundar; Solzjenítsín — höfundur fangabúðaskáldsög- unnar um Ivan Denisovitsj — væri að ljúka við nýtt verk. fyrir timaritið, ennfremur myndi Konstantín Fedín senn birta í því annað bindi skáld- sögu sinmar „Bálið“. Og fleiri traustvekjandi nöfn voru nefnd í viðtalinu. Það er ekki rúm hér til að rekja ítarlega efni þessa langa viðtals. En þetta rólega og yfirvegaða framlag Tvard- ovskís til umræðnanna er lík- legt til að hafa jákvæð áhrif á það andrúmsloft sem skap- azt hefur í bó'kmenntaheimin- um. Hvar eru þeir? Framhald af 5. siðu þeim monnum sem sýndu hina sérkennilegu iþrótt i þá daga. Ekki er ósennilegt að gam- alt þakklætl til Guðmundar hafj ráðið mestu um það að hann varð við óskum Guð- mundar um mjólkurskammt. inn, og að þar hafi flokkurinn notið glímukappanna frá 1908. Strang-ur kennari Að lokum verður svo vikið aðeins að kennslu Guðmundar í hinum ýmsu greinum, og er gaman að heyra hann segja frá því hvernig hann losaði fólkið t-d. við vatnshræðsluna, sem gerir mörgum erfitt fyrir við sundkennslu. Ég rak mig fljótt á það að vatnshræðslan truflaði kennsl- una mjög, svo ég varð að finna ráð til að laga það. Þá tók ég upp þá reglu. að áður en fólkið fór í vatnið tók ég fulla stóra fötu af vatni. lét fólkjð leggjast á fjóra fætur og dýfa höfðinu niður { föt- una. og hafa augu og munn opin, ofan í fötunni, Þetta var endurtekið þar til þetta var leikur einn. Þvínæst fór ég með það út á svolítið dýpi, i hné eða mitt læri, lagði það þar endilangt og varð það að rétta vel úr sér. Varð að hafa augu nef og munn opin og láta sig sökkva í rólegheitum til botns. Var þetta endurtek- ið þar til þetta var lí’ka auð- velt og enginn „vandi"! en þá var líka öll vatnshræðsla horfin. Ég byrjaði einnig strax á þvi að láta fótkið æfa sund- tökin á þurru landi. Þessa að- ferð notaði ég t.d. í Vest- mannaeyjum 1910—1913, en þar var ég tima og tima á þessum árum, Guðmundur hefur oít feng- ið orð fyrir að vera nokkuð strangur kennari. og er þar ef til vill að finna eina af ástæð- unum fyrir því að hann náði svo góðum árangri, sem raun var. í því sambandi segir hann eftirfarandi sögu er hann var við sundkennslu (kenndi raun- ar frjálsar íþróttir líka) við Reykjaskóla við ísafjarðar- djúp: — Þar kenndi ég tíma og tíma rétt áður en ég fór utan (1912 og 1913), og komu marg- ir til sundnámsins. Var þar m.a. sonur sýslumannsins á ísafirði. Hafði hann verið þar oft áður, en var samt ósyndur. Fór hann sínu fram og vildi ekki fara eftir ráðleggingum kennaranna. Ég var ekki á því að gefa piltinum eftir. og varð hann að fara með höfuð- ið í fötuna stóru eins og hin- ir, og sama var það með þá aðferð að láta sig sökkva til botns, en það gerði hann nauðugur Strákamir brostu að þessu og þótti gaman, að sýslumannssonurinn skyldi nú ekki geta sloppið! Eftir viku vildi hann fara heim og losna undan þessu ó- frelsi. og skrifar með Djúp- bátnum, sem flutti mat til okkar vikulega, og skýrir sennilega meðferðjna á sér fyrir föður sínum. Ég fékk svo bréf frá sýslumanninum. þar sem hann segir á þessa i«ið: Haldið áfram að þjálfa dreng- inn eins og þér eruð byrjaðir, og látið hann hlýðn. mér hef- ur ekki tekizt það! Bréf þetta sýndi é? piltin- um, og varð hann að hlýða. að sjálfsögðu! I upphafi þessa spjalls okk- ar spurði ég þig um fyrsta afrek þitt, og fékk ég svar við bví. sem sagði anzi mikið. en nú langar mig til þess að spyrja hvert hnfi verið siðasta afrek þitt? Guðmundur verður dálítið ibyggjnn lítur á mig og segir: — Síðast.a afrekið hefur ekki verið unnið enn! Frimann.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.