Þjóðviljinn - 26.05.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 26.05.1963, Blaðsíða 12
DIMIINN Sunnudagur 26. maí 1963 — 28. árgangur — 117. tölublað. Sumarsýning opnui í Asgrímssafni 1 dag verður opnuð sumar- sýning í Ásgrímssafni. I vinnu- stofu Ásgríms Jónssonar eru sýndar olíumyndir. en á heimili hans vatnslitamyndir. Þessi sýning er með líku sniði og aðrar sýningar safnsins að sumri til, en þá hefur verið leit- azt við að gefa sem gleggst yfir- lit um listþróun Ásgríms í rúm- lega hálfa öld, og sýnd sem marg- þættust viðfangsefni. Eru þá m.a. hafðir í huga erlendir gestir, sem safnið skoða. 1 Ásgrímssafni verða til sölu kort af nokkrum listaverkum safnsins, m.a. litkort af Heklu- og Þingvallamynd. Einnig kort af þjóðsagnateikningum. Gefið hef- ur verið út lítið upplýsingarit um listamanninn og safn hans. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74, er opið sunnudaga, þriðjudága og fimmtudaga frá kl. 1,30—4. Aðgangur ókeypis. 1 júlí og ágúst verður safnið opið alla daga, nema laugardaga á sama tíma. niaiiiimwinnmnHuiNunniHinimnnNumiiiimuimNmiiiiiiiiminmHnHantmanMi 93 lúður / einum róðrí Það eru 93 lúður þarna á bryggjunni og vega samtals tæp 700 kg, en auk þeirra kom báturinn með á annað tonn af öðrum fiski. Það voru skipverjar á Feljx, 8—9 tonna bát frá Stykkishólmi, sem komu með þennan mikla afla til Stykkishólms 15. þ.m. og mun slíkur lúðufjöldi í einum róðri einsdæmi, en aflann fengu þeir á venjul. þorska- línu. Einu sinni og ekki fyrir löngu voru lúður 10 kg. eða þyngri í hærra verði en lúður undir 10 kg., en svo var lúðu- þyngdin hækkuð upp í 20 kg. til að ná hærra verðinu. Það er lítið sem hundstunga fisk- braskara finnur ekki. Félagamir 3 sem eru sam- an á Felix eru Þorkell Ölafs- son, Jón Ólafsson og Her- mann Guðmundsson, munu allir vera komnir yfir fimm tugt. en eru gamalkunnugir miðum á Breiðafirði og fiskn- ir vel. ■■■■^■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■.■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■íi — Nýir svikasamningar fyrirhugaðir á ráðstefnunni í London í haust, ef stjórnmálaflokkarnir halda velli í haust Allt frá því að ríkis- stjórnin gerði svika- samninginn í landhelg- ismálinu við brezku stjómina á árinu 1961, hefur ásókn brezkra tog- ara á fiskimiðin um- hverfis landið aukizt stöðugt og farið langt fram úr því, sem hún var áður. Fjöldi togara hefur verið tek- inn að veiðum innan sex mílna markanna, en ásóknina á miðin umhverfis landið má einnig nokku'ð marka af komu togar- anna í íslenkkar hafniir. Sam- Mikill urgur í fisksölum Mikill urgur er nú í fisksöl- um i Reykjavík og er ástæðan sú að Jón Árnason alþingismað- ur á Akranesj og sálufélagi hans Benedikt Gröndal ganga á milli manna og safna undir- skriftum undir áskorunarskjal á sjávarútvegsmálaráðherra, þess efnis að hann leyfi ekki drag- nótaveiðar í Faxaílóa i sumar. Fisksalarnir telja að til stór- vandræða horfi ef dragnótin verður ekki leyfð í hana fæst hinn bezti matfiskur, ýsa, skar- koli og smáiúða, sem yfirleitt sést ekki á borðum Reykvík- inga nema á þejm tima, sem dragnótln er leyfð. Eins og er, er ástandið mjög slæmt. Sem dæmi má nefna það að þrír bátar frá Fiskhöllinni voru á sjó í fyrradag og fengu samtals 900 kíló eftir 15 klst. útivist. Þeir voru með færi. Á hitt er hins vegar að líta, að síðan dragnótin var leyfð í fló- anum hefur færafiakur farrið stórminnkandi. þó hefur Fiski- deildjn ekki séð ástæðu til að banna hana. Bezta lausnin yrði sennilega sú. að takmarka dragnótaveið- ina við innanlandsmarkað. kvæmt opinberum skýrslum, hefur tala brezkra togara, sem leitað hafa til Isafjarðar ein- göngu verið sem hér segir und- anfarin ár: Ár Tala togara 1952—1858 á ári (meðaltal) 24 1959 enginn 1960 10 1961 59 1962 155 Á þessari skrá má nokkuð marka árangurinm af ,,sigri“ rikisstjórnarinnar með land- helgissamningnum við Breta. Hinum erlendu togurum hefur verið hleypt inn á bátamiðin allt inn að sex mílum. Ef núverandi stjórnarflokkar halda meirihluta sínum í al- þingiskosningunum verður gerður nýr undansláttarsamn- ingur við Breta um undanþágur þeirra til veiða í íslenzkri land- helgi. Bretar hafa þegar boðað til ráðstefnu, þar sem knýja á fram þess konar undanþágur við færeyjar og ísland: — Og Gu'ðmundur 1. hefur þegar svar- ið. sem er öruggt merki þess, hvers vænta má. Sjómenn þurfa að minnast þessara stað- reynda, þegar þeir ganga að kjörborðinu í sumar. Með því að greiða Alþýðubandalag- inu atkvæði, geta þeir komið í veg fyrir frek- ari undanslátt í land- helgismálinu. Kosningafundir Alþýðubamlalagsitts Húsavík Kosningafundur verður kl. 4 í Samkomuhúsinu í dag. Máls- hefjendur eru Kári Arnórsson, skólastjóri, Björn Jónsson, Amór Sigurjónsson, Páll Krist- jánsson og Hjalti Haraldsson. Akureyri Kosningafundur verður í dag í Alþýðuhúsinu á Akureyri og hefst fundurinn kl. 2. Stuttar son ræður flytja Þóroddur Gúð- mundsson, Rósberg G. Snædal, Ingólfur Árnason, Amfinnur Arnfinnsson, Björn Halldórsson og Kristjáni frá Djúpalæk. Sandgerði Kosningafundur verður í Samkomuhúsinu í dag og hefst kl. 4. Málshefjendur eru Geir Gunnarsson og Gjls Guðmunds- Ásmundur Sigurðsson Ásmundur Sigurðsson sextugur Sextugur er f dag Ásmunuur Sigurðsson fyrrverandi alþingis- maður og bóndi að Reyðará f Lóni, nú starfsmaður í Búnaðar- banka Islands. Ásmundur er fæddur að Reyð- ará 26. maí 1903 sonur hjónanna önnu Lúðvíksdóttur og Sigurðar Jónssonar bónda þar. Ásmundur lauk búfræðiprófi frá Hvanneyri og síðar kennaraprófi í Reykja- vík og var um árabil bóndi að Reyðará og kennari í Nesjum þar til hann fluttist hingað til Reykjavíkur. Ásmundur hefur haft mikil af- skipti af þjóðmálum og sat um skeið á alþingi fyrir Sósíalista- flokkinn. Hefur hann unnið mjög gott starf í þágu flokksins og á sæti í miðstjórn hans. Þjóðviljinn færir Ásmundi hugheilar ham- ingjuóskir á þessum tímamótum í ævi hans. (^■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■i ■ | Utankjörfundar- I atkvæðagreiðsla U tank jörfundaratkvæða- greiðsla hefur nú staðið yfir í hálfan mánuð og 6Íðdegis í gær höfðu rösklega 800 menn greitt atkvæði hér í R- vík. Til samanburðar má geta þess, að við borgarstjómar- kosningamar í fyrra voru ut- ankjörfundaratkvæði hér í R- vík um 2300. Hér í Reykjavík er kosið í Melaskólanum klukkan 10-12 14-18 og 20-22 alla virka daga og á helgidögum klukkan 14- 18. Úti á landi er kosið hjá hreppstjórum og bæjarfóget- um og erlendis hjá ísL sendi- fulltrúum. Þeir kjósendur G-listans sem ekki geta komið því við að greiða atkvæði á kjördegi ættu ekki að draga það lengi að greiða atkvæði utankjör- fundar. Myndin er tekin í Mela- skólanum af kjósanda utan af landi sem greitt hefur at- kvæði og er starfsmaður á kjörstaðnum að leiðbeina hon- um við að ganga frá atkvæð- inu til sendingar út á land. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.). ■■■■■■■■■«■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Doktorsvörn í Háskólanum Laugardaginn 1. júní n.k. kl. 2 síðdegis fer fram doktors- vörn í hátíðarsal Háskóla Islands. Bjarni Guðnason, mag. art., ver rit sitt Um Skjöldungasögu, sem heimspekideild hefur metið hæft til varnar við doktorspróf. Andmælendur doktorsefnis verða þeir dr. h.e. Einar Ólafur Sveins- son, prófessor. og dr. phil. Jak- ob Benediktsson, forstöðumaður Orðabókar Háskólans. Forseti heimspekideildar, dr.phil. Matth- ías Jónasson, stjórnar athöfn- inni. ÖHum er heimill aðgangur að doktorsvörninni. Samstaðo her- námsflokkanna Framboðsfundur i Vestur- landskjördæmi var haldinn að Kirkjuhóli i Saurbæ á fimmtu- daginn og var hann vel sóttur. Ræðumenn Alþýðubandalagsins fengu mjög góðar undirtektjr. Benedikt Gröndal sagði á fundinum, að hernámsflokk- arnir allir hefðu samstöðu um afstöðuna til Efnahags- bandalagsins og mótmæ'ti frambjóðandi Framsóknar- flokksins því ekki. Benedikt Gröndal varð að halda uppi vörnum fyrir ríkis- stjórnina. Framsóknarmenn voru heldur linir á fundinum og greinilegt að baráttugleði fyrirfannst engin. Athygli vakti að sýslumenn íhaldsins töluðust ekki við á fundinum. Man Frið- jón enn drengskaparbragð Ás- geirs í Borgarnesi. Með landhelgissamningnum við Breta var togurunum h leypt á bátamiðin

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.