Þjóðviljinn - 26.05.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 26.05.1963, Blaðsíða 10
10 SÍÐA ÞI6ÐVILIINN Sunnudagurinn 26 m?í 1962 Heimilisþáttur mitt að hugsa. að ég vild'i næst- um að ég elskaði hann ekki. Ég vildi óska. að ég hefði aldrei komizt að því hvað það er að elska mann. Ef ég elskaði hann ekki, gæti ég bara beðið hann að borga mér fyrir að giftast honum. I>að væri svq einfalt •— ég lifði í voninnj um að vel færi á með okkur, en ef það brygð- ist þá gæti ég huggað mig við tíu þúsund ekrur af góðu landi. En ég elska hann, Florinda. — En af hverju ætti það að vera til fyrirstöðu? — Ég vil ekki sjá ranchóið hans Johns, ég vil John sjá'lfan. — Fjandinn fjarri mér, sagði Florinda í uppgjöf. — Ég veit þú skilur þetta ekki. En ég vil ekki neitt hálf- gildings hjónaband. Ég vil það sem ég vil. Florinda lagði handlegginn um mittið á Garnetu. — Gam- et. sagði hún mildum rómi. —• Þegar þú ert búin að flækj- ast um jafnmikið og ég, þá kemstu að raun um að það er ósköp sjaldan sem þú færð það sem þú vilt. Taktu því það sem þú getur fengið og gerðu þér þgð að góðu. Garnet hristi höfuðið. — Ég sætti mig við ailt annað. Ég mun taka það sem býðst, en ég vil ekki John nema hann elski mig. Hárgreiðslan P E R M A. Garðsenda 21, slml 33968. Hárgreiðsln. og snyrtistofa Dömnr, hárgreiðsla við allra hæfi. TJARNABSTOFAN, Tjamargötu 10. Vonarstræt- ismegin Sími 14662. LOKAÐ vegna bruna um óákveðjnn tíma. Hárgrelðsln- og snyTtlstofa STEINC OG DÓDÓ, Laugavegi 11, síml 24616. Hárgreiðslustofan S Ó L E V Sólvallagötu 72. Síml 14853. Hárgrelðslnstofa ACSTDHBÆJAR (María Guðmundsöóttirj Laugavegi 13. sími 14656. Nnddstofa & sama stað. Florinda andvarpaði: — Jæja, vina mín, þetta er allt saman ofvaxið mínum isíkilningi. Ég held ég gefi þig upp á bátinn. Gamet horfði á hana góða stund, hvemig hún saumaði af kappi eins og hún hefði ekki önnur áhyggjuefni en ljúka við kjólinn fyrir kvöldjð. Gamet spurði: — Þú mynd- ir taka við jörðinni með þess- um skilyrðum. er ekki svo — Elskan mín, svona mikið land myndi ég þiggja með næst- um hvaða skilyrðum sem væri. — f stað ástar? — Ástar? sagði Florinda. — Ástar? Tóm tjara. ★ Óveðrið stóð aðejns í sex tíma, en það olli því að John varð að dveljast viku í viðbót hjá Kerridge. Regnið breytti lækjunum í beljandi vatnsföll og þar sem hvergi voru brýr voru þau ófær yfirferðar. Gam- et óskaði þess af hjarta að hann færi sem fyrst. f hvert skipti sem hún sá hann, hugsaði hún um hve hlægileg- hún hlytj að hafa verið þegar hún fékk reiðiikastið, hrasaði og koll- steyptist. Hgnni þefðL.þóít það. nógu slæmt þótt hann hefði ekki tekið eftjr því. En John hafði tekið eftir því, og henni til angurs sýndist hann ekki sérlega vansæll yfir öllu saman. Þegar hún sá hann við máltíð- irnar við hinn borðseridann, hvíldu augu hans á henni eins og hún væri ósæmilega dýr vara Sem tími væri til kominn að 'félli í verði. Hún var að rifna af reiði, og vo,naði það eitt að Dona Manuela væri svo önn- um kafiri að hún tæki ekki eft- ir hve Jítið hún borðaði. 'Jafnvel Florinda var henni til lítillar hjálpar. Hún hafði feng- ið nýjan hóp af aðdáendum. Þrír Kalifomíubúar og tveir kanar sem aldrei höfðu séð hana áður, höfðu leitað hælis hjá Kerridge undan óveðrinu Qg urðu eins og John að bíða þess að Hækkaði í ánum. Kalifomíu- búarnir voru heillaðir af hári hennar og hörundslit og kanarn- ir aí fjöri hennar og samræðu- list, og Florinda fagnaði því að fá allf í einu fimm splunku- ■nýja karlmenn til að gantast við. Hún hafði ekki mikinn tírna til að hugsa um vanda- má'l Garnetar. Henni fannst líka Gamet vera k’jáni að taka þetta allt saman svona hátíðlega. Flor- inda leit svo á, að ef einn Framhald af 6. síðu. þyrfti hún ekki lengur þar eem sú yngsta væri nýfarin að ná upp í lyftutakkann og komast sjálf leiðár sinnar. Það getur líka verið þægi- legt að búa í húsi með góðu útsýni. Einu sinni týndist Þórdís litla og fannst hvergi í grennd við húsið. Fór þá Ema upp á þak og leit í kringum sig og sá þá Þóraísi þar sem hún var að spássera upp á Langholtsvegi. Ema sagði annars, að krakkarnir í húsinu væru fljót að rata, en stundum væru dálítil læti í þeim í göng- unum. Eni það stendur til að bráðurn verði ráðinn lyftu- og gangavörður að húsinu og þá verða svona vandamál úr sögunni. ★ Emu Guðbjartsdóttur konu Magnúsar Ólafssonar hittum við í 5búð þeirra hjónanna á 2. hæð. Þau eiga þrjú börni 3ja, 6, og 10 ára og hafði Ema ekkert nema gott af því að segja að búa í háhýsi. Eldri börnin tvö em alveg orðin einfær um að bjarga sér í lyftunni en þann yngsta sagðist hún geta sett inn í lyftuna og ýtt fyrir hann á takkann, og sent hann síðan einan niður. Ema kvaðst ekki þurfa að kvarta undan hávaða eða látum í stigagöngunum, því á þessari hæð væm sam- antekini ráð um að leyfa böm- imum aldrei að leika sér þar. ★ Næst knýjum við dyra á 4. hæð hjá Finnboga Einarssyni. Þar hittum við að máli konu hans, Hólmfríði Gestsdóttur. Hólmfríður og Finnbogi eiga 5 böm, það yngsta er 2ja mánaða og það elzta tvítugt. Þau hafa búið þarna á 3 ár og líkar alveg prýðilega. Hólmfríður sagðist alltaf vera hálfhrædd um ynigstu bömin í lyftunni, þótt aldrei hafi neitt komið fyrir. Hún vill ekki fyrir nokkum mun skipta um íbúð og vill hvorki vera ofar né neðar í húsinu. ★ Síðasta íbúðin sem við heimsóttum í Sólheimum 27 var á 5. hæð, þar búa Unnur Jónsdóttir og Þorvarður Jóns- son rafmagnsverkfræðingur með 3 bömi. Þessi Ibúð var nokkuð frábrugðin öðmm í- búðum hússins sem við höfð- um séð, og sérstaklega skemmtileg. Unnur sagði okkur að hún hefði sjálf teiknað eldhúsinn- réttinguna og gert margar aðrar smábreytingar á íbúð- inni, sem hvergi væru annars- staðar í húsinu. Og okkur fannst mikið til um hugvits- semi hennar og smekkvísi. Unnur hafði að öllu leyti sömu sögu að segja og aðfar konur sem við töluðum við þama, kostimir virðast ein- ráðir og gallar varla til. Ekkí vildum við láta okkur nægja að tala, aðeins við kon- ur 5 einu húsi svo við skrupp- um líka i háhýsið ur. 23 við Sólheima. ★ Á 11. hæð varð Guðrún Björnsaóttir kona Gunn- ars Hjálmarssonar fyrir svör- um. Hún sagðist ekki vilja skipta á xbúðinni þeirra og einbýlishúsi, enda væri ekki ólíkt að búa þarna og í ein- býlishúsi vegna þess hve þau yrðu lítið vör við fólk í næstu íbúðum. Hún dáðist mjög að útsýninu og sagði að í ljósa- skiptunum væri litadýrðin al- veg dásamleg. Guðrún var ekki á því að flytja niður á jörðina aftur og sagði að sá sem einu sinni væri kominn upp gæti ekki hugsað sér að flytja niður aítur. ★ Haukur Bjömsson og kona hans Marsibil Björnsson búa á 9. hæð sama húss. Marsibil sagði áð þeim líkaði ákaflega vel og var henni einkum. tíð- rætt um þvottahúsið sem búið er nýtízku vélum. Þar geta húsmæðurnar hálfsmánaðarlega þvegið all- an sinn þvolt og gengið alveg frá honum á hálfum degi. 1 þvottahúsinu eru tvennar nxjög fullkomnar vélasamstæður og geta alltaf tvær konur verið að í einu. Þar eru sjálfvirkar þvotta- vélar sem þvo, sjóða og skola þvottinn, vindur, þurrkarar, pressur, strauborð og allt sem nöfnum tjáir að nefna í þessu tilliti. ★ Sigríður Einarsdóttir sem býr í tveggja herbergja íbúð á 2. hæð tók í sama streng og Mansibil um ágæti þvotta- hússins og kváðst vera ákaf- lega ánægð með íbúðina og sagði eins og allar hinar að, það væri blátt áfram dásam- legt að búa í háhýsi. GCRIQ BETBIKSUP Ef HD SETID SKOTTA Getum við borgað með frimerki fyrir benzínið? Skákþáttur Framhald af 4. síðu. bóta. Hvítur hefði því betur leikið 15. f5 og síðan c4). 15.------Ra4! 16. bxa4 (Varla var um annað að gera en diepa riddarann). 16.------Db6f 17. Df2, Dxb2 18. Rb3, Dxc3 19. Rd4 (Þótt svartur hafi unnið peð og hafi auk þess á marg- an hátt góða stöðu, þá verð- ur hann þó að viðhafa ná- kvæmni, því hvítur er ekki alveg sneyddur gagnmöguleik- um. Riddarinn á d4 er t.d. mjög vel staðsettur). 19.------Bd7 20. Ha—dl, Bxa4 (20.------e6 var tryggara og hefði þá verið örðugt fyrir livítan að iosa um svörtu kóngsstöðuna). 21. Hd3, Db2 22. De3, e6 23. f5 (Einasta von hvíts er leiftur- stríð gegn svarta kóngnum, og verður ekki annað sagt, en að hann sýni bæði atorku og hugvitssemi við þær aðgerðir). 23.-------He8 24. f6, Bf8 25. h4, Hc7 26. h5, He—c8 (Svartur er niú reiðubúinn að neyta liðsyfirburða sinna og brjótast inn á cl. En brátt taka óvæntir atburðir að ger- ast, sem við fyrstu sýn sverja sig helzt í ætt „dulrænna fyr- irbæra"). 27. hxg6, hxg6 28. Dg5, Hcl (Hvítur virðist nú ekki eiga annars úrkosta en undirrita skilyrðislausa uppgjöf. Og þó ....) 29. Rxe6! (Snjöll hugmynd — en ó- fullnægjndi skyldi maður halda. Að vísu má svartur ekki drepa riddarann, því þá yrði hann mát í 3. leik. En eftir 29. — — Hxflf 30. Bxfl, Db6f 31. Rd4, Hc4 væri hvítur glataður. Meira blóð er þó í kúnni. Ef hvítur leikur 31. Khl í stað Rd4, kæmi væntanlega 31. — — Dbl. (Síður 31.------Dxe6 vegna 32. Hh3!) og sýnist hvítur þá ekki eiga fullnægjandi varnarúrkosti). 29. ----Dxe2? (Gligoric uggir ekki að sér). 30. Dxg6f!! (Furðuleg björgunarleið). 30.-----fxg6 31. f7f, Kh7 32. Hh3f, Bh6 33. Rgot, Kg7 (Ekki tjóir að leika 33. — — Kh8 vegna 34. Hxliðt, Kg7 35. Hh7t, Kf8 36. Re6t o. s. frv.). 34. Re6t, Kh7 35. Rg5t Jafntefli með þráskák. Óvenjuleg skák. Frá Skáksambandiuu. Skáksambandið hefur beðið þáttinn að láta þess getið, að Skákþing Norðurianda verður haldið í Óðinsvéum 5 Dan- mörku dagana 1. júní — 2. ágúst n.k. Þeir skákmenn, sem hyggj- ast taka þátt í mótinu fyrir Islands hönd eru beðnir að tilkynna Skáksambandsstjórn það hið fyrsta, en utanáskrift hennar er: Skáksamband íslands, pósthólf 674 Reykjavík. S«í^B3öRNSSON * co. f-.O. BOX 1JU Sími 24204 RtYKJAVlK RÚMAR ALLA FJÖLSKYLDUNA KYNNIÐ YÐUR MODEL 1963 YQHOOB FALLEG öDYR öjgurþórjónsson &co Jíafnaœtrœti 4- * *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.