Þjóðviljinn - 07.06.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 07.06.1963, Blaðsíða 10
10 SlÐA -------------------------—-—---------------- --- ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 7. júni !Sf63 GWEN BRISTOW; W I HAMINGJU LEIT Texas sagði ,að aðeins hið bezta væri nógu gott handa barninu sem hann hefði tekið á móti og valið nafn á. Blessaður Texas, hugsaði Gamet með angurværð. Texas hafði elcki vikið frá flöskunni dögum saman. Þessa stundina sat hann niðri í veit- ingstofunni með flösku fyrir framan sig á borðinu og drakk Sleitulaust til að ijúka bví af. Hún fór niður. Það var tölu- verð háreysti á bamum. Einn sjálfboðaliðinn frá New York hafði lenj i orðaskaki við einn af angelenóunum. Hvorugur þeirra kunni meira en svc? sem tíu orð í máli hins, svo að ætla mætti að rifriidi vaeri óhugs- andi, en þeir voru of drukknir til að athuga það. Til allrar hamingju voru þarna tveir liðs- foringjar frá aðalstöðvunum. Þeir sendu menn með banda- ríkjamanninn heina í búðimar og barsveinninn José fylgdi inn- fædda mótstöðumanninum heim. t'-’«ar Gamet kom inn, var um garð gengið. Hikki var pf þurrka af borðinu og Flor- inda var að enda við að gkenkja á kollur handa kátum piltum og var nú að raða flöskum. Liðsforingjamir tveir, Lyndon majór og Brown kapteinn. höll- uðu sér upp að barborðinu með glas í hendi. Þeir voru að ræða um Fré- mont, en Garnet tók eftir því að_ þeir sneru bakinu í barborðið, svo að þeir gætu séð yfir sal- inn, ef til frekari óspekta kynni að koma. Hún leit á borðið sem Texas sat við. Harin hafði sofn- að fram á handlegg sér. Homið var í skugga, en hann lá þann- Hárgreiðslon P E B M A. Garðsenda 21, sími 33968. Hárgreiðsln- or snyrtistofa Dömnr, hárgreiðsla við allra hæfl. TJARNARSTOFAN, Tjamargötu 10, Vonarstræt- ismegin Siml 14662. Hárgreiðslustofan S Ó L E Y Sólvallagötu 72. Simi 14853 HárgTeiðslustofa ADSTURBÆJAR (María Guðmundsöóttir) Laugavegi 13 sími 14656. Nuddstofa á sama stað. ig að andiitið sneri upp i ljós- ið. Það virtist ekki fara vel um hann. Gamet vonaði að José kæmi fljótt til baka, svo að hann gæti hjálpað Texas heim. Hún heyrði á tai þeirra maj- órs Lyndons og Brown kapteins. Þeir ræddu um að Keamey hershöfðingi væri farjnn land- veginn frá Monterey fil Leaven- worth-virkis og Mason ofursti væri nú iandstjóri ; Kalifomíu. Frémcint hafði fengið gkipun um að fara til Leavenworth virkis með hershöfðingjanum. Flestir álitu að hann yrði kallaður fyr- ir herrétt. — Hve marga menn tók hers- höfðinginn með sér? spurði Brown kapteirin. — Ég veit það ekki með vissu, sagði majórinn, — en ég veit að hann hafðj marga úr liði Fré- monts í för með sér. — Sem vitni? spurði Brown kapteinn. — Það er ekki ólíklegt. Brown hristi höfuðið. Liðsforingjarnir tveir höfðu oft komjð á barinn, en hvorugur þeirra drakk að ráði. Lyndon majór var þreklegur maður með úlfgrátt skegg og dökkt hár, hæmskotið i vöngunum. Brown kapteinn var yngri, að þvi er virtjst- milli þrítugs -og fertugs, sterklegur, vöðvastæltur mað- ur, í meðallagi hár. Hann var ekki^ bejnlínis Jríðyj^ en hann var með dökíc viðfelldin augu og þægilega framkomu. Hann tal- aði aldrei við Gametu nema hann værj að biðja um af- greiðslu og framkoma hans var mjög ópersónuleg, en hún var þess fullviss -að henni myndi geðjast að honum við kynningu. Þegar hún leit á hann núna hafði hann lyft hendinni til að veifa manni sem fór út og talaði eitthvað um leið um verkefni næsta dags. Dymar iokuðust á eftir manninum og höndin á Brown kapteini stanzaði á miðri lejð. Hann einblíndi á eitthvað við dyrriar. Lyndon majór spurði undrandi: — Hvað gengur að þér, Brown, hefurðu séð draug? Brown kapteini varð hverft við. þegar vinurinn ávarpaði hann. Hann setti frá sér glasið i skyndi, en svo tæpt að Gamet þurfti að forða því frá falli, en kapteinninn tók ekkert eftir því. Hann hélt áfram að stara út í homjð, — Já, sagði hann við Lyndon majór. — Draug — það er ekki svo fjarri sanni. Líttu þangað, Lyndon. Þarna út í skuggann. Sérðu dauðadrukkna manninn sem liggur fram á borðið? Garnetu rann kalt vatn milli skinns og hömnds. Hún hefði átt að vita, að þetta myndi koma fyrir einn góðan veðurdag. Vesalings Texas. Vesalings Tex- as sem hélt hann hefði getað flúið fortíð sína. Lyndon majór leit við og fylgdi augnaráði Browns. Hann stundi Qg rödd hans var hás af geðshræringu þegar hann sagði: — Drottinn minn, Brown! Þetta er þó ekki — þetta getur ekki verið — — Jú. reyndar, sagði Brown kapteinn. — Það er Emst Con- way. Mennirnir tveir litu hvor á annan. Þeir hristu höfuðin og horfðu aftur á Texas. Garnet Teit á hann líka. Hún sá úfið hárið og skeggið, hálfopinn munninn, skyrtuna ataða vín- blettum, höndina á borðinu sem ekki var alltof hrein, hún sá hann í heild sem óhreinan, rytjulegan fylliraft. Lyndon maj- ór skellti fyrirlitTega í góm. —• Jæja, þannig fór þá fyTÍr honum. sagði hann. — Ég hélt sveimér að hann værj dauður. — Ég vildi óska að hann væri það, sagði Brown kapteinn. — Sá bezti — æ, guð minn góður. Lyndon, ég gæti grátið. Það var hvorkj fyrirlitning né viðbjóður í röddinni. Það virt- ist heizt sem hann væri hrygg- ur. Gamet flaug i hug að hann hugsaði um Texas á sama hátt og hún. Að hann vissi að þetta væri ekki hin rétta mynd af Texas. Að hann skildi hann ekki en vorkenndi honum án þess að skilja hann. Glaðlegur dáti bað Garnetu um drykk. Hún afgreiddi fleiri gestj, afþakkaði hjónabandstil- boð og tilboð af öðru tagi. Loksins kom José aftur, og hann kom Texasi heim til sín. Það leið að lokum og fækkaði í veitingastofunni. Margir urðu að vera komnir inn fyrir mið- nætti. Lyndon majór var |ar- inn. Brown kapteinn hafði tyllt sér á borðið næst bamum. Hann horfði dapur í bragði í áttina þangað sem Texas hafði setið, það var ei-ns og hann gæti ekki hætt að hugsa um það sem hann hafði séð þar. Annar liðsforingj kom inn og sagði að hann gæti farið. hann skyldi sjálfur hafa auga með stofunni þ.or. til .Jokað yrði. Brown kap- teinn þakkaði honum fyrir og reis á fætur. Áður en hann komst tii dyra, ávarpaði Garnet hann. Hann leit undrandi við. — Voruð þér að kalla á mig? Garnet kinkaði kolli, undr- andi á sínu eigin hugrekki. Það sem hann vissi um Texas kom henni ekki við og hún vissi, að honum yrði ekki um að hún hefði orð á þvi, en hún sá sig samt tilneydda að gera það. — Má ég tala dálítið við yður, Brown kapteinn? spirði hún og reyndi að sýnast ekki ! eins ó- framfærin og hún var. — Sjálfsagt. sagði Brown kapteinn. Hann talaði kurteis- lega, hann var sjálfsagt einn þeirra manna sem sýndi konum aldrei ókurteisi nema hann vseri tilneyddur til þess, en hann gekk aftur að barborðinu án nokkurrar hrifningar. Gamet talaði lágt til þess að vekja ekki athygli. — Brown kapteirin. rétf áð- an vomð þér að tala við Lynd- on majór. Ég var ekki að reyna að hlusta, en ég komst ekki bjá því að heyra sumt af því sem sagt var. — Það gerir víst ekkert til, sagði hann uppörvandi. — Vlð vomm ekki að ræða nein hem- aðarleyndarmál. Haldjð áfram. Hún varð hugrakkari. — Þér þekktuð aftur mann sem var — sem svaf þama fram á borðið við dymar. — Já, reyndar, sagði hann og beið þess alvarlegur í bragði að hún héldi áfram. —• Ég veit að þetta kemur mér ekki við. en viljið þér ekki vera svo vænn að segja mér hvort hér eru fleiri sem þekkja hann. Hann hugsaði sig um. — Ég býst ekki við þvi. Lyndon majór og ég vorum af tilviTjun í Leav- enworth-vjrki veturinn sem Con- way var þar. Brown kapteinn var undrandi. — Má ég spyrja hvers vegna þér viijið vita það? — Það stendur þannig á því. Þér gerið ráð fyrir að ég viti hver hann er, en það veit ég ekki. Hér veit enginn nein deili á honum. Ég skal skýra það út fyrir yður. — Já, gerið það, sagði Brown kapteinn. — Hann kom hingað til Kali- fomíu fyrir nokkmm ámm, hélt Garnet áfram. — Hann hefur aldrei sagt nejnum hvað hann héti eða neitt annað um sjálf- an sig. Við þekkjum hann bara undir nafninu Texas. — Við kölluðum hann Tíka Texas, sagðj Brown kapteinn og brosti. — Hann var alltaf að tala um lýðveldið Texas. tala um hve dýrlegt land það væri. En látið mig ekki trufla yður. Haldið áfram. — Öllum geðjast að honum, sagði Garnet, — en enginn hef- ur reynt að komast að því hver hann er. Brown kapteinn hlustaði með athyglj. Garnet hélt áfram: — Sjáið þér til, áður en stríðið hófst við Mexíkó komu hundruð manna til Kaliforníu frá Bandaríkjunum og öðmm löndum. Til þess lágu allar mögulegar ástæður. En smám saman komst hér á eins konar hefð. Það mætti kalla það ó- skráð lög. Eitt var það að hrófla ekki við fortíð manna. Enginn var spurður þess hvað hann hefði gert í heimalandinu. Það var hægt að treysta manni eða láta það vera, en meðan hann gerði ekkert af sér, fékk hann að vera í friði. Skiljið þér hvað ég á við? — Auðvitað, sagði Brown kapteinn. Hann kinkaði kolli í- hugandi á svip. — Leyfið mér að segja yður dálítið um Texas. Megið þér vera að því að hlusta á mig? Brown kapteinn horfði á hana með áhuga. —• Mig langar mjög til þess. — Texas hefur einn galla, sagði Garnet. — Þér vitið hver hann er. En trúið mér, það er hans eini galli. Hann er heið- arlegur og grandvar og hjarta- góður. Oftar en einu sinni hef- ur hann veitt mér ómetanlega hjálp þega.r ég þurfti á því að halda. Og þess vegna bið ég yð- ur núna; Komið ekki upp um Texas. Leyfið fortíð hans að vera í friði. Brown kapteinn svaraði alv- arlegur; — Þakka yður fyrir að þér sögðuð mér þetta. Ég skal ekki koma upp um hann. — Það er fallega gert. sagði Gamet, — og þér ætlið að skila þessu til Lyndons majórs? — Já, ég skal segja honum það sem þér hafið sagt mér, svaraði hann. Hann hugsaði sig um andartak og spurði: — Ef Nú pökkum við saman og förum í nýjan stað. Jón og Iísa voru síðustu viðsldptavinir okkar. Bíddu þangað til þú sérð nýja staðinn. Við hiiðina á slnirðlækni með plastaðgerðum. Hérna vill enginn láta mynda sig. S KOTTA Pabbl. Þetta er Krummi. . . . Hann er fyrrverandi vinur beztu vinkonu minnar f hitteðfyrra. Sparíð viðha/dskostnað Aukln þekking á gerð og réttri meðferð bílsins gerir yður færari um að annast algengar viðgerðir. Þér kom- izt hjá þreytandi bið eftir verkstæðisplássi og farar- tækið endist betur Við höfum nú fyrirliggjandi handbækur á ensku um viðha'd og meðferð þessara gerða evrópskra bíla: Volkswagen, allai- gerðir frá 1954 til 1962. Landrover allt frá 1958. Fiat 1100 og 1200, fná 1953. Fiat 600 og 600D, frá 1955. Fiat 500 og 500D, frá 1957. Mercedes- Benz 180a, 180b 190 og 190b, frá 1957. Mercedes-Benz 219, 220S og 220SE, frá 1956. Ford Taunus, frá 1957. Opcl Olympia og 1200, frá 1953. Renault Dauphine og Caravelle. Citroen 2CV, frá 1949. Simca Aronde, frá 1954. Peugeot 203 og 403. Ford Zephyr og Zodiac, frá 1951. Ford Consul, frá 1957 Ford Anglia, Prefect og New Herald. Austin Seven, frá 1959. Austin A40, A50 og A55, Popuíar. Hillman Minx og Husky, frá 1948. Morris Ox- ford, frá 1959. Morris Mini-Minor, frá 1959. Triumph írá 1954. Austin A30 eg A35, frá 1952. AUar eru bækumar með fjölda mynda. Verð kr. 42.00 til 66.50. Békabnð Máls og menningar Laugnvegi 18, sími 18106. Utvegum allar fáanlegar crlendar bækur, blöð eg fímarlt. Bifreiðar - Sala Eftirtaldar bifreiðar eru til sölu: 6 tonna vörubifreið International, smíöaár 1955, 6 manna fólksbifreiö Plymouth, smíðaár 1957, fi manna fólksbifreið Ford, smíðaár 1957. Bifreiðar þessar verða til sýnis föstudaginn 7. júni og laugardaginn 8. júní n.k. kl. Ú—18, að Eleppsvegi 18. ; Skriflegum tilboðum sé skilað til Áburðarverk- smiðjunnar h.f., Gufunesi, fyrir kl. 4 e.h. briðju- daginn 1. júní n-k. ABURÐARVERKSMIÐJAN H.F. i \ t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.