Þjóðviljinn - 13.06.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 13.06.1963, Blaðsíða 3
Timmtudagur 13. júní 1963- ÞI6ÐVIUSNN SfÐA 3 Eftir Profumohneykslið Háværar kröfur í Bretlandi um að Macmillan segi af sér Macmillan LONDON 12/6 — Með hverjum degi verða háværari kröfurnar um að Harold Mac- millan segi af sér embætti forsætisráð- herra og láti af forystu íhaldsflokksins, og hefur staða hans veikzt stórum við Profumohneykslið og var hún þó ekki sterk fyrir. Það er ebki eingöngu stjórn- arandstaðan sem ber fram þessar kröf- ur, heldur einnig áhrifamenn og stuðn- ngsblöð íhaldsflokksins sjálfs. Vikublað- ð Time and Tide krefst þess þannig í orysugrein í dag að Macmillan segi ■>egar af sér og rjúfi þing, svo að þjóð- n fái tækifæri til að leggja dóm á stjórn- \rforystu hans. Blaðið er í litlum vafa im að íhaldsflokkurinn myndi tapa þeim kosningum- Macmillan boðaði ráðherra sína á fund í dag til að ræða Profumomálið og undirbúa við- brögð stjórnarinnar við árásum stjómarandstöðunnar á hana fyrir hlut hennar að því, en Verkamannaflokkurinn hefur krafizt umræðna um málið á þingi og fara þær fram á mánudag. Sú krafa var eink- um studd þeim rökum að hætta gæti verið á því að Profumo sem var hermálaráðherra hefði ljóstað upp hernaðarleyndarmál- um við vinkonu sína, fyrirsæt- una Christine Keeler, en hún þá komið þeim áleiðis til ann- ars vinar síns, sem var flota- málafulltrúi sovézka sendiráðs- ins i London og var að sögn blaða grunaður um að hafa stundað njósnir. Ráðherrarnir styðja Macmillan Eftir fund ráðherranna var það látið spyrjast að þeir hefðu allir vottað Macmillan traust sitt, en sögusagnir höfðu geng- ið um það. að einhverjir þeirra hefðu í hyggju að segja af sér embættum í mótmælaskyni við alla framkomu sftjórnarforyst- unnar í Profumomálinu og reyndar í öðrum málum Uka. Þeir munu hins vegar hafa horf- ið frá þeirri ráðagerð, enda mjmdu slíkar afsagnir stórum spilla fyrir íhaldsflokknum í næstu kosningum. Á ekki annan kost í greininni í „Time and Tide“ sem áður var nefnd var sagt að Macmillan ætti í rauninni engan annan kost en að segja af sér og rjúfa þing. Hvorki af stjórnmála- né siðferðisástæðum væri honum kleift að sitja á- fram. Hann hefur í rauninni misst öll völd í flokknum. segir þetta íhaldsblað. og reyndar í ríkisstjórninni líka. Hann hefur því engu að tapa þótt hann við- urkenni þá staðreynd og dragi sig í hlé. Blaðið telur víst að íhaldsflokkurinn myndi tapa þingkosningum sem nú yrðu haldnar, en tekur fram að senni- lega hefði hann gert það hvort sem var, enda þótt Profumo- hneykslið hefði ekki komið upp. ViU annan foringja Vitað er að meðal þingmanna íhaldsflokksins ríkir megn ó- ánægja með alla stjórnarfor- ystu Macmillans, enda þótt fæst- ir þeirra hafi haft kjark í sér til að ganga í berhögg við hann. Einn íhaldsþingmaður, Donald Johnson, gaf þó út í dag yfirlýsingu til kjósenda sinna, þar sem segir að Mac millan verði að láta af embætti. Ef nokkur von á að vera til þess að íhaldsflokkurinn haldi . velli í væntanlegum þingkosningum, verður Macmillan að draga sig í hlé nú þegar, svo að við get- um valið okkur nýjan leiðtoga og fylkt okkur um hann, sagði þingmaðurinn. Horfur á stjórnar- kreppu í Finnlundi HELSINKI 12°6 — Horfur eru á því að samsteypustjóm Karjal- ainens í Finnlandi verði ekki ianglíf úr þessu. Ágreiningur er innan stjórnarinnar um fyrirhug- aðar ráðstafanir til að draga úr útgjöldum ríkisins og auka tekj- ur þess í því skyni að jafna rík- isreikningana. Það er talið ósennilegt að hægt verði að ná samkomulagi og getur vel svo farið að ríkisstjórn- in neyðist til að segja af sér áð- ur en vikan er á enda. Sennilega mun það ráðast á föstudag hvort stjómin heldur velli. Finnska alþýðusambandið á fulltrúa í ríkisstjórninni, en mörg verkalýðssambönd hafa krafizt þess að þeir verði látnir víkja, Nasser býður Krústjoff heim MOSKVU 12/6 Haft er eftir góð- um heimildum að Nasser, forseti Sambandslýðveldis araba, hafi boðið Krústjoff að koma til Kaíro í opinbera heimsókn. Varaforseti lýðveldisins, Hakim, sem nú er á ferð í Sovétríkjun- um mun hafa fært Krústjoff boðið. Harold Wilson er nú í Leníngrad LENINGRAD 12/6 — Harold Wilson, leiðtogi brezka Verka- mannaflokksins, sem nú er á ferðalagi um Sovétríkin í boði sovétstjórnarinnar kom í dag til Leníngrad frá Moskvu. ef þingið samþykkir ráðstafanir Karjalainens, sem m.a. eru fólgn- ar f hækkun á nefsköttum sem rýra myndu kjör allra launa- manna. Neita að skipa upp varningi frá Suður-Afríku KAUPMANNAHÖFN 12/6 — Hafnarverkamenn i Kaupmanna- höfn samþykktu í dag að hætta frá 1. júlí að skipa upp öllum vörum frá Suður-Afríku og er þetta gert í mótmælaskyni við stefnu stjómar Suður-Afríku kynþáttamálum. Þeir hafa einnig farið þess á leit við starfsbræður sína á öðrum Norðurlöndum að gera slíkt hið sama. Bein símatengsl að komast á ? GENF 12/6 — Horfur eru á því að samkomulag takist milli stjóma Sovétríkjanna og Banda- ríkjanna um að koma á beinu og stöðugu símasambandi milli stjórnarleiðtoganna. sagði banda- ríski fulltrúinn í afvopnunarvið- ræðunum í Genf í dag, en sov- ézki fulltrúinn þar Tsarapkin, átti uppástunguna að því. jSÍb. Abú Simbel-mus terin í Nílardal Horfur eru nú á því aS takast megi að bjarga Abú Simbel PARÍS 12/6 — Allar horfur eru nú á því að takast muni að bj arga hinum óviðjafnanlegu Abú Simbel-musterum í Nílar- dalnum, en Mennjngarstofnun SÞ, UNESCO, hefur lagt mikið kapp á að það yrði gert. Þegar bin mikla stífla í Níl sem Egyptar eru nú að gera við Assúan með aðstoð Sovétríkj- anna verður fullgerð, myndu Stjórnzrkreppan í Grikklandi AÞENU 12/6 — Páll Grikkjakon- ungur hóf í dag viðræður við foringja stjórnmálaflokkanna f því skyni að binda endaástjórn- arkreppuna sem hófst í gær þeg- arf Karamanlis forsætisráðherra baðst lausnar, vegna þess að konungur hafði ekki viljað fara að ráðum hans að hætta við fyrirhugaða heimsókn konungs- hjónanna til Bretlands. Flokkur Karamanljs hefur hreinan meiri. hluta á þingi, 180 af 300 þing- mönnum. musterin, ef ekkert væri að gert, og öll þau einslæðu lista- verk sem þar eru, lenda á botni uppistöðunnar. Ýmsar tillögur hafa komið fram urn hvernig bezt og hagkvæmast væri að koma þeim undan, en UNESCO hefur fallizt á sænska tillögu sem gerir ráð fyrir að musterin verði hlutuð sundur í stórar steinblakkir sem síðan verði settar saman aftur. Gert er rað fyrir að þetta myndi kosta um það bil 36 milljónir dollara, eða sem næst hálfum öðrum milljarð íslenzkra króna. Heldur hefur gengið treglega að fá reitt af höndum þessa háu upphæð, en í dag bauðst Bandaríkjastjórn til að legigja fram þriðjung hennar. Kennedy forseti féllst í dag á að fara þess á leit við þingið að það veitti fé í þessu skyni, með þeim skilyrðum þó, að kostnaður við framkvæmd- irnar færi ekki fram úr 38 millj- ónum dollara og að önnur ríki legðu af mörkum það sem á vantar. Áður höfðu borizt loforð frá 43 aðildarríkjum UNESCO um fjárframlög samtals að upp- hæð 7,7 milljónir doálara. Egyptar fordæma árásina á Kúrda KAlRÓ 12°6 — Það hefur vakið mikla athygli að egypzka ríkis- útvarpið hefur fordæmt hcrferð írönsku stjórnarinnar gegn þjóð- arbroti Kúrda og segir að öll ír- aska þjóðin sé andvíg hcnni. Þetta er eitt gleggsta dæmið um Kennedy boðar frumvörp gegn mismunun kynþáttanna Morð eins leiðtoga svertingia magnar kynþáttaóeirðir í USA WASHINGTON 12/6 — Skömmu eftir að Kennedy for- seti ávarpaði bandarísku þjóðina á þriðjudagskvöld til að hvetja hana þess að gera gangskör að afnámi kyn- þáttamisréttisins og skoraði á menn að sýna hófsemi og stillingu, frömdu svertingjahatarar í Jackson í Mississippi það níðingsverk að vega einn af leiðtogum blökkumanna í frelsisbaráttu þeirra, Medgar Evers. Hann var skotinn í bakið. Talið er vást að morð hans muni verða til að magna enn hinar miklu kynþáttaóeirðir sem verið hafa í suðurfylkjum Bandaríkjanna undanfarnar vikur. Framfarafélag blökkumanna í Bandaríkjunum (NAACP) hét í dag 10.000 dollara verðlaunum hverjum þeim sem sagt gæti til morðingja Evers. Skömmu síðar gaf Kennedy út tilkynningu þar sem hann lýsti viðbjóði sínum á þessu níðingsverki og sagði að stjóm sín myndi leggja lögreglu- yfirvöldum í Jackson allt það lið sem hún mætti til að hafa upp á morðingja eða morðingj- um Evers. Boðar frumvörp 1 sjónvarpsræðu sinni sem Kennedy hélt um kynþáttavanda- málið í gærkvöld sagði hann að hver Bandaríkjamaður yrði að grandskoða samvizku sína vegna afstöðu sinnar í þessu mikla vandamáli. Þegar við sendum menn til að þjóna hagsmunum þjóðarinnar, hvort heldur er 1 Vietnam eða Berlín, sagði hann, spyrjum við ekki að því hvaða hörundslit þeir hafa. Því ættu allir Bandaríkjamenn, hver sem litarháttur þeirra væri að hafa sama og jafnan rétt til að ganga á þá skóla sem þeir velja sér. Bandarísku þjóðinni væri nú mikill vandi á höndum og væri kominn tími til að gerð yrði gangskör að því að útrýma kyn- þáttamisréttinu. Þingið verður að láta málið til sín taka, en einnig hvert fylki yrði að gera sínar ráðstafanir og enginn einstak- lingur mætti halda að sér hönd- um. Kennedy boðaði að hann myndi í næstu viku leggja fyrir þingið frumvörp sem miða að jafnrétti kynþáttanna í öllum op- inberum stofnunum, en einnig í skólum, veitingahúsum, leikhús- um og verzlunum og einnig mun hann fara þess á leit við þingið verndunar jöfnum kosningarétti allra. Ótrúlegt er talið að þessi frum- vörp forsetans muni ná fram að ganga, enda þótt víst megi telja að meirihluti sé fyrir þeim á þingi. Einn af þingmönnum Demókrata, AUen EUender frá Louisiana, sagði þannig í dag að blóðugar óeirðir myndu geta hlot- izt af því í sjálfri höfuðborginni Washington ef forsetinn reyndi að knýja mannréttindafrumvörp sín gegnum þingið og hann gaf fyllilega í skyn að þingmenn suðurfylkjanna myndu beita mál- þófi til að koma í veg fyrir af- greiðslu þeirra. Frestar handteknir Lögreglan í Jackson í Miss- issippi handtók í kvöld fjórtán presta sem fóru í hóp um götur borgarinnar til að mótmæla morðinu á Evers. Flestir prest- að það samþykki ráðstafanir til1 anna voru þeldökkir. hve mjög hefur versnað sambúð- in milli stjórnanna I Irak og Egyptalandi eftir stutt tilhuga- Iíf skömmu eftir byltinguna í frak í vor. Útvarpið segir að íranska stjórn- in geti ekki einu sinni reitt sig á sinn eigin her og mörg dæmi þess að hermenn hennar hafi gengið í lið með Kúrdum. Kaíró- útvarpið segir að íraska stjómin hafi hafið herferðina gegn Kúrd- um af þeirri ástæðu einni að hún sé völt í sessi og óttist að almenningur muni rísa upp gegn henni. Aref, forseti íraks, stjómar sjálfur hemaðaraðgerðum gegn Kúrdum í norðurhluta landsins, en talið er að Kúrdar muni geta varizt lengi. Þeir eru sagðir vel vopnum búnir og hafa komið sér vel fyrir í fjallahéruðunum. Isvestia birtir Kennedyræðu MOSKVU 12/6 — Málgagn Sovét- stjómarinnar Isvestia, birtir í dag orðrétta þýðingu á ræðu sem Kennedy Bandaríkjaforseti flutti við háskólann í Washing- ton á mánudaginn, en hún fjall- aði um vandamál friðarins. Eng- ar skýringar fylgdu ræðunni, en í henni voru ýmsir kaflar þar sem Kennedy gagnrýndi Sov- étríkin og stefnu þeirra. ★ Franskj utanríkisráðherran de Murvjlle hvatti í gærkvöld franska þingið til að viður- kenna fransk-þýzka sáttmálann sem mikilvægt skref í áttjna til sameiningar Evrópu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.