Þjóðviljinn - 13.06.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 13.06.1963, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 13. júní 1963 Petrosjan leysir frá skjóðunni HðÐTILIINN SIÐA J Petrosjan var krýndur heimsmeistari í skák við hátíðlega athöfn i Moskvu 22. maí s.l. Til hægri á myndinni er stjórnandi einvígisins, Svíinn Gideon Stáhlberg en til vinstri varaforseti FIDE, Alþjóðaskáksambandsins, B. Rodinof. Meistarinn með lárvúðarsveiginn í miðið. ir. Heimsmeistarinn er aðeins fremstur meðal jafningja. En af útlendingum er Fjscher vissulega hættulegastur. — Hvað var í brúsanum sem þér drukkuð úr meðan teflt var? — £>að var appelsínusafi. Það var fremur leiðinlegt að sjtja á senunni fimm klukku- tím. og þess vegna veitti ég mér þessar bamalegu ánægju- stundir — að drekka appel- sinusafa. — Eigið þér uppáhalds ljóð- skáld, uppáhalds tónskáld? — Mér þykir vænt um Ijermontof. Og oft hlusta ég á músík svo sem hálftíma áð- ur en ég fer að tefla; gjam- an Tsjækofskí. — Haldið þér að rægt sé að smiða rafeindaheila sem teflir betur en maðurinn? — Ég er ekki nógu vel að mér til að svara slíkri spum- ingu. En varla verður það gert^. á næstu 15—20 árum. Slíkur' heili þyrfti fullkomið prógram sem tugir stórmeistara yrðu að setja saman á löngum tíma. — í>ér eruð í framhaldsnámi í heimspekideiid kennarahá- skólans í Erevan. Hvaða grein heimspekinnar hafið þér á- huga á? — Rökfræði. Ég hef hugsað mér að sérhæfa mig í rök- fræði — í tengslum við skák. — Hver eru næstu skák- áform yðar? — Ég mun ta/ka þátt í keppni átta stórmeistara í Los Angeles. Þar að auki langar mig að taka þátt í meistara- keppni Sovétríkjanna, sem allt- af er mjög iærdómsrík. — Hvernig hélduð þér upp á sigurinn? — Eftir langa föstu drakk ég tvö staup af koníaki. ráðið Botvinnik var eldri og þreyttist fyrr. Lilienthal (sem skrifar í Ísvestía) er aft- ur á móti mjög hrifinn. Hanri segir að Petrosjan geri lítið að því að kombínera, íórni sjaldan, þótt ekki sé nemg peði. ef hann er ekki alveg viss um árangur. En leikur hans sé fagur og djúphugsaður, ríkur að markvissum stöðurugmynd- um og herkænsku sem ekki. sé á færi allra stórmeistara að skilja. Hér við bætist örugg- ur og langur útreikningur, hug- kvæmni í erfiðri stöðu, járn- vilji. Og nefnir LilienthaJ hinn nýja heimsmeistara „Capa- blanca okkar tíma’’. Svo mikið er víst að lana- ar Petrosjans í Armeníu eru yfir sig hrifnir. Þar hafa ungir og gamlir verið haldnir sönnu skákæði síðustu vikurnar. Stórar mann- þyrpingar hafa staðið á torg- um og horft á stórar töflur sem sýndu jafnóðum gang hverrar skákar. Og kært sig kollótta um miklar rigningar í landinu. Spurzt hefur að sveinar, sem nú fæðast meðal Armena séu nefndir Tigran. Fullu nafni heitir heims- meistarinn Tígran Vartansson Petrosjan. í sveitaþorpi einu þar suður frá fæddust fyrir nokkrum dögum þríburar — allt drengir. Þeir voru nefndir Tígran, Vartan og Petros. Árni Bergmann. Tigran Petrosjan segir frá og svarar spurningum í Skákklúbbnum í Moskvu. Hvikur, svartwr, hraö- mœltur Armeni — fjóröi heimsmeistarinn sem Sov- étríkin eignast, níundi skákkóngur heimsins. — Starf mitt sem skák- blaðamaður kom mér að góðu haldi við undirbúning þessa einvígis. Frá því að Smisiof tefldi við Botvinnik 1954 hef ég skilgreint og skrifað um öll einvígi sem Botvinnik hef- ur tekið þátt í fyrir blaðið Sovétskí sport. Þetta hefur orðið mér dýrmæt reynsla, sém gerði mér fært að meta rétt leik Botvinniks. Hálfan annan mánuð dvaldi ég fyrir utan Moskvu. tefldi við þjálfara minn, fsaak Boleslavskí. Það skai tekið fram, að meirihluti þess sem ég hafði undirbúið var ekki notað. þar eð Botvinnik not- aði miklu færri byrjanir en bóizt hafði verið við. En aðaláherzlu iagði ég á líkamlega þjálfun — gekk meir á skíðum í allan vetur ep .ég hafði áður gert alla ævi. — Ég vissi að Botvinnik myndí reyna að taka forystu fré upprafi. Þess vegna valdi ég róiega byrjun. En Botvinn- ik lék með afbrigðum vel og vann 'Ég skildi að annar ósigur myndi verða til þess að Bot- vinnik næði öllum sálrænum undirtökum. Og satt að segja munaði litlu að honum tækist það. En ég hélt áfram að leika mjög rólega, bæði í annarri og þriðju skák — það lá ekk- ert á að leggja sig allan fram til að vinna upp muninn. Og mér fannst að þessi hegðun min kæmi Botvinnik nokkuð á óvart. Reyndar fannst mér oftar en einu sinni að Bot- vinnik gerði sér ekki alveg réttar hugmyndir um tafl- mennsku mína. ★ — Ég tapaði fjórtándu skák- inni og þetta tap gerði mér mikinn greiða. Skákin hafði fárið í bið. ég sat lengi yfir henni, svaf lítið — en þegar á hólminn kom. gerði ég mig sekan um ýmsar yfirsjónir. Þá skildi ég að nú var sá tími kominn að betra væri að hafa ferskan koll í sjálfu taflinu heldur en að sitja yfir Því að analísera. Eftir þetta var ég mikið fyrir utan borgina, _ spásséraði, spilaði billjard eina tvo tímá á dag. Ég skil vel<$> að þetta var ekki sú bezta hugsanleg hegðun — samt gafst hún sæmilega vel. Eftir átjándu skák skildi ég að ég átti sigurinn vísan. Eft- ir hana hafði ég tveim stigum betur '— og þar að auki var þá ljóst orðið að Botvinnik var mjög þreyttur. Samt var ekki þar með sagt að hann hefði gefizt upp — í tuttugustu skák veitti hann allharða mótspyrnu, reyndi að stilla upp nýjum vandamálum. Um leik Botvinniks má það segja, að vissulega sagði það mjög til sín að hann er orð- inn 52 ára. Á glíkum aldri er mjög erfitt að halda út slíkt maraþonhlaup sem þessi ein- vígi eru. Sjálfur hafði ég búizt við því að mér reyndist erfiðara að heyja stöðubaráttu við Botvinni'k en raun varð á. Annað sem kom mér á óvart voru skyssur þær sem Bot- vinnik gerði í endatafli. — Hvað álítið þér um þá ákvörðun F.I.D.E. (alþjóðlega skáksambandsins) að fyrrver- andi heimsmeistari hafi ekki lengur rétt til að skora á hinn nýbakaða jil nýs einvígis? Hver finnst yður líkleg- astur sigurvegari 1966? — Mér finnst. svaraði Petr- osjan, þessi ákvörðun FIDE einhver sú skynsamlegasta sem sú stofnun hefur látið frá sér fara. Leiðin til einvigis við heimsmeistarann er löng og ströng — en ef svo áskorand- anum tókst að sigra, þurfti heimsmeistarinn ekki að taka sér ósigurinn nærri — hann hafði ágæta möguleika til að taka fyrra einvígið sem undir- búning að því síðara. Hins vegar er ég fremur mótfallinn því að fyrrverandi heimsmeistarar fái umsvifa- laust að taka þátt í áskor- endamót. Það fyrirkomulag yrði allt of þungt í vöfum — því fyrrverandi heimsmeistur- um nwn nú alltaf fara fjölg- andi. Þó fjnnst mér það koma til greina að sá er síðast var felldur frá titlinum fengi að taka þátt í slíkum mótum. —, Það er mjög erfitt að tala um líklegan sigurvegara árið 1966. Um alllangt skeið hefur verið uppi sæmilegur hópur stórmeistara sern eru allir nokkurnveginn jafnsterk- Ýmissa tóntegunda gætir í ummælum sovézkra stórmeist- ara um einvigið. Salo Flor segir t.d. í Ogonjok að svo hafi farið sem menn bjuggust við — Botvjnnjk hafi leikið betur, en Petrosjan gert færri villur; úrslitum hefði það svo Tilraunastöð í skóg- rækt að Mógilsá Akveðið hefur verið, að þrem fjórðu hlutum hinnar norsku þjóðargjafar verði varið til þess að koma á fót tilraunastöð í skógrækt. Hefur jörðin Mógilsá f Kjalarneshreppi orðið fyrir val- inu, og er áætlað, að tflrauna- stððin verði fullgerð vorið 1965. Tilraunastjóri hefur verið ráðinn Haukur Ragnars. skógfræðingur. Eins og menn muna, gáfu Norðmenn Islendingum fyrir tveim árum höfðinglega þjóðar- gjöf, er nam einni milljón norskra króna. Skyldi henni var- ið til efl'ingar skógrækt hériendis og til að stwðla að auknum sam- skiptum þjóðanna á þessu sviði. Skipuð var stjómamefnd gjafar- innar. Skipa hana sendiherra Norðmanna hér, J. Z. Cappelen, Hákon Bjamason skógræktar- stjóri og Hákon Guðmundsson hæstaréttarritari, form. Skóg- ræktarfélags Islands. Nefndar- menn kveða kaupin á Mógilsá vera ágætan endi þessa máls- Jörðin virðist vera mjög vel fallin til tilraunastöðvar sem þessarar. Einnig er hér bætt úr brýnni þörf. Sést það bezt á því, að yfir 40 trjáviðartegund- ir frá meira en 200 ræktunar- stöðvum þarf að rannsaka hér á landi. Fæst nú aðstaða 'rið að sinna verkefnum sem hlaðizt hafa upp á undanförnum árum. Afgangj gjafarinnar verður varið til eflingar samstarfs við erlenda skógræktarmenn og tii útgáfu rits um skógrækt. FISKIMÁL - Jóhann J. E. Kúld Ólafur Jóhannesson. Ólafur Jóhannesson á síldveiðar við ísland Samkvæmt norskum blaða- fréttum lagði nokkur hluti síldveiðiflota Norðmanna á Is- landsmi'ð strax eftir hvíta- sunnu. Þetta er sá hluti flot- ans sem gerður er út fyrst og fremst til þess að afla bræðslusildar fyrir sílda'r- mjölsverksmiðjurnar. Norðmenn byrjuðu síldar- söltun í fyrra, hér á miðun- um 1. júlí. En nú hefur verið ákveðið að enga síld megi salta hér á miðunum af norskum skipum tyrr eni 15. júlí. Þessar reglur gilda jafnt um snurpuskip sem rekneta- skip. Ólafur Jóhannesson á lslandsmið Hans O. Vindenes sem nýlega keypti hér togarann Ólaf Jó- hannesson af islenzka ríkinu, eins og mönnum er hér í fersku minni, lætur nú vinna við skipið af fullum krafti, til að koma þvi eins fljótt og mögulegt er á síldveiðar hing- að með snurpunót, og er stefnt að því að skipið geti orðið ferðbúið mjög bráðlega. Þær breytingar sem verið er að gera á Ólafi eru þessar: 1. Það er verið að rétta í hon- um möstrin. 2. Það er verið að breyta inn- réttingu í lest. 3. Það er verið að setja á hann stóra bómu og vökva- drifna vindu fyrir síldar- háfinn. 4. Það er verið að breyta lúg- um skipsins. Að þessu loknu heldur skip- ið á síldveiðar hingað. Einn af sonum útgerðar- mannsins Roald Vindenes verður skipstjóri á Ólafi Jó- hannessyni og bróðir hans Ha'rald verður nótabassi. Þetta er stórt og mikið skip, sem hæglega á að geta flutt heim 6000 hektólítra af bræðslusíld, segir útgerðar- maðurinn. Aðspurður segir Vindenes, að efti'r síldveiðar í haust fari togarinn á togveiðar og stundi þær út árið. Og útgerðarmað- urinn slær botninn í samtalið með þessum orðum: Þetta er svo stórt og mikið skip, að það er hægt að stunda á því veiðar á öllum höfum. — Er Reykjavík mesta verstöð landsins? Heildarafli Reykjavíkurbáta á vertíðinni í vetur varð alls 21,299 tonn af 47 bátum, en var í fyrra 14,100 tonn af 50 bátum. Reykjavík er þannig 3ja aflahæsta verstöðin í vet- ur og naæthæst við Faxaflóa, Vestmannaeyingar voru hæstir, þá kom Keflavík með 22.722 tonn af 45 bátum. Hæst í Reykjavík varð Helga með 1140 tonn, en Hafþór næstur með 1105 tonn. Sé síldaraflinn talinn með, er ekki ólíklegt að Reykjavík hafi verið aflahæsta verstöðin á öllu landinu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.