Þjóðviljinn - 13.06.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 13.06.1963, Blaðsíða 10
SlÐA ÞI6ÐVILIINK Fimmtudagur 13. júní 1963 GWEN BRISTOW: P I HAMINGJU LEIT vita að þessi gestur vseri kom- in úr húsinu neðar í götunni. Al]t þetta flaug gegnum huga hennar á andartaki. Stefán org- aði af því að það stóð á matn- um hans, Florinda hélt í hurð- arhúninn með annarri hendi. Á hendinni hafði hún gráa griplu í stil við grunnlitinn í kjóln- um. Hún sagði ásakandi: ,,Silky, þú varst búinn að lofa!“ Estella leit niður og sneri til hringunum sínum. En hún yppti öxlum og leit aftur á Florindu og það fóru glettnisviprur um munninn á henni. Hún var ekki vitund vandræðaleg, en það var Silky aftur á móti. „En kaera Florinda. mér þyk- ir leitt að þið frú Hale skulið verða fyrir óþægindum. En þetta — ég fullvissa yður um það — það er af góðum og gild- um ástæðum. sorglegum . . .“ „Er það satt?“ sagði Florinda. „Að hugsa sér“. Gamet fylltist allt í einu á- kafri löngun til að hlæja. Stef- án hárreytti hana og hún gat ekki losað tök hans. Hún varð að halda í fætuma á honum svo að hann sparkaði ekki í byss- una hennar. Florinda sleppti húninum og tók um handlegginn á Gametu. ,„Komdu fram fyrir með mér“, sagði hún. „Viltu gera svo vel“. Gamet var því fegin. Stefán var farinn að síga i. Hún fór með Florindu fram í dimma ganginn fyrir neðan stigann. Florinda lokaði dyrunum. Garn- et settist í stigaþrep, setti Stef- án niður við hlið sér og and- varpaði af feginleik yfir að sleppa honum. Meðan hún reyndi að lagfæra úfið hár sitt, spurði hún: „Er þetta þessi Estella sem ég hef heyrt talað um?“ Hárgreiðslcm P E R M A. Garðsenda 21, simi 33968. Hárgrelðsln. og snyrtlstofa Dömnr, hárgreiðsla við allra hæfl. TJARNARSTOFAN, Tjamargðtu 10. Vonarstræt- ismegin Simi 14662. Hárgreiðslustofa AUSTDRBÆJAR (Maria Guðmundsc'óttlr') Laugavegj 13 sími 14656. Nuddstofa á sama stað. „Já, sagði Florinda stutt í spuna. ,JIvað vill hún hingað?“ spurði Garnet. „Ég ætti víst ekki að vera reið eða hneyksl- uð, en —“ „Þú ert það kannski ekki, en ég er það. Hann lofaði að það skyldi aldrei koma fyrir“ . Stefán hélt áfram að ambra og Florjnda sagði: „Bíddu hérna, ég skal ná í grautinn hans. Ég ætla líka að komast að því hvað er á seyði. Silky getur aldrei leyst almennilega frá skjóðunni þegar þú ert viðstödd". Hún opnaði dymar. „Ég kem strax aftur“. Hún kom samstundis til baka með pottinn og skeið og hand- klæði til að hlífa fötum Stefáns. Þegar snáðinn sá skeiðina opn- aði hann munninn eins og fugls- ungi. Florinda fór aftur inn í eldbúsið og Garnet byrjaði að mata hann. Gegnum lokaðar dymar heyrði hún í þeim þremur — lága og þjálfaða rödd Florindu, skerandi rödd Estellu og rödd Silkys sem var djúp og þægi- leg þegar hann talaði eðþlega. Þau töluðu mikið en virtust ekki reið. Áður en langt leið heyrði hún Isabell koma upp á ver- öndina. Garnet fór út með Stef- án og bað Isabell að gæta hans. José var búinn að opna veit- ingastofuna. Gamet hefði gjarn- an viljað -fá sér súkkulaðibolla áður en hún byrjaði að vinna, en hún vildi ekki fara aftur inn í eldhúsið eins og á stóð. Þegar hún var búin að skreppa upp á loftið og lagfæra á sér hárið, fór hún því beint inn í barinn gegnum hliðardyrnar. Margir gestir voru þegar komn- ir. Meðan hún afgreiddi þá, spurði einn mannanna hvort hún hefði komið til New York, og án þess að bíða eftir svari, fór hann að segja henni frá borginni. Meðan hann lét móð- an mása, opnaði Florinda dym- ar. Viðskiptavinirnir hrópuðu til hennar, eri hún veifaði bara glaðlega til þeirra og sagði: „Ég kem rétt strax. Viltu finna mig andartak, Gamet?“ Gamet skildi barinn eftir í vörzlu Josés og fór aftur inn í eldhúsið. Þar var enginn leng- ur nema hún og Florinda. Flor- inda var búin að búa til kaffi og hún hellti í bolla handa þeim báðum. „Heyrðu mig, vinan“, sagði hún um leið og þær sett- ust. „Gerðu það fyTÍr mig að verða ekki reið við Silky“. „Ég er ekkert reið við Silky“, fullvissaði Gamet. „Er það alveg víst?“ „Já“. Gamet fór aftur að hlæja. „Svei mér þá, Florinda, það er líklega óþarfi að fara með mig eins og ég væri postu- línsbrúða". „Já, senniiega. En ég verð þó að segja þér frá þessu með Silky“. Hún sendi Garnetu augnaráð sem var í senn glettn- islegt og alvarlegt. „Sjáðu til, þú ert — hvemig á ég nú að orða það — þú ert heiðvirð kona“. Hvað skyldi nú koma næst! hugsaði Gamet. , „Þú ert fyrsta heiðvirða kon- an sem Silky hefur umgengizt síðan móðir hans dó“. Gamet hrukkaði ennjð, vissi ekki almennilega hvemig hún ætti að bregðast við. „Og hve- nær dó móðir hans?“ „Þegar hann var tíu eða tólf ára“, sagði Florinda. „Sjáðu til, ég hef grun um að Silky sé af góðu fólki kominn, en. foreldrar hans hafi dáið eignalaus og eriginn hafi verið til að ann- ast hann. Og þegar hið opin- bera á að sjá um uppeldið, get- urðu ímyndað þér hvemig fer — nei. annars, það geturðu víst ekki“. „Nei, ég býst ekki við þvi“, sagði Gamet. „En hvemig sem því var nú háttað, þá var móðir Silkýs góð kona. Og það er þú líka. Og svo ertu auðvitað móðir. Og falleg og hrein ung kona með barn á haridleggnum hefur sín áhrif á mann eins og Silky. Ég held að það gnerti síðustu ögn- ina af góðleika sem eftir er í honum. Því að auðvitað er Silky þjófur og lygari og þorpari. Ef ég fylgdist ekki með bókhald- inu, myndi hann svíkja þig um helminginn af ágóða þínum hér, en hann ber virðingu fyrir þér, Gamet já, það er einmitt það“. Þetta var of margbrotið til að Garnet áttaði sig á því öllu í einu. Hún spurði: „En hvað kemur þetta Estellu við?“ „Ég veit að það er eins og ég vappi eins Qg kötturinn kring- um heitan grautinn". sagði Flor- inda. „En ég verð að skýra þetta fyrir þér. Silky ber virð- ingu fyrir þér og þegar ég kom með þig hingað, lofaði hann mér því að hvorki Estella né nein af píunum hennar kæmu hér innfyrir húsdyr, meðan þú værir hér. Og þess vegna varð ég svo undrandi þegar ég sá hana héma í dag. Og auk þess varð ég reið“. „Ég er ekkert reið“, sagði Garriet. „Ég skal segja honum það ef þú vilt“. „Það geturðu svo sem. því að hún varð að ná tali af hon- um. Það var dálítið sem hún varð að segja honum“. „Hvað var það? Eða kemur það mér ekki við?“ „Jú, það kemur þér við. Það er — það er einmitt það sem ég ætla nú að segja þér.“ Flor- inda þagnaði og saup á kaffinu. Gamet var orðin skelkuð. Florinda var sjaldan svona lengi að koma sér að efninu. „Ég skal ekki gera neitt uppistand. Haltu bara áfram og segðu mér hvað er á seyði. Er það eitthvað alvarlegt?“ „Já, vina mín. Ég er hrædd um það. Það er Texas“. Sem snöggvast kom Gamet ekki upp orði. Hún kingdi Qg reyndi að tala eðlilega: „Hvað hefur komið fyrir hann?“ „Hann datt“, sagði Florinda. „Datt mjög jlla. Ég skil ekki hvers vegna ég er með alla þessa vafninga. Þú ert ekki lengur sama postulínsbrúðan og þú varst. Texas var hjá Estellu. Af þessari vanalegu ástæðu býst ég við, ég veit ekki um neina aðra. Hann var drukk- inn. Kanski var hann svo dmkkinn að hann kunni ekki fótum sí.num forráð, eða þá að hann hrasaði vegna þess að hann var haltur. Hann liggur fyrir dauðanum. Og Estella veit að það er óheppilegt fyrir við- skiptin að maður deyi í húsinu. En það er engin von um hann, hann kvelst hræðilega og talar óráð. Það hefur bráð ögn af honum núna, en hann þolir ekki að neinn snerti hann. Það væri ómannúðlegt að bera hann út og flyja hann heim á kerru og hún segist ekki með nokkru móti geta fengið það af sér“. „Guð blessi hann“, sagði Gamet. Hún var svo snortin og gagntekin samúð að rödd henn- ar skalf. „Florinda, getum við ekki kornið boðum til Estellu?“ „Jú, auðvitað. Hvað viltu segja henni?“ „Að ég hafi lagt fyrir dálít- ið af peningum. Ef hún vill leyfa honum að vera þarna og deyja í friði, skai ég leggja þá fram til að bæta henni upp tapið sem hún verður fyrir“. Florinda brosti. „Allt í lagi. Þetta var fallegt af þér“. Gamet huldi andlitið í hönd- um sér. „Veit hann, að hann er að deyja, Florinda?“ „Já. Það var hann sem sagði henni það. En hún segir að það dyljist engum sem sjái hann“. Það varð þögn. Florinda lauk við kaffið sitt. Hún sat og fitl- aði við hankann á bollanum. „Þú veizt sjálfsagt hvaða til- finningar Texas ber til þín“, sagði hún. „Og þú veizt líka að hann tilbiður Stefán. Þegar hann var með óráðið, talaði hann við þig allan tímann. Estella sagði að ég skyldi segja þér það — heyrðu, viltu meira kaffi?“ Gamet hlustaði á frásögn hennar með sársauka. Veslings Texas, veslings góði Texas. Florinda fyllti bollana þeirra á ný. Garnet spurði; „Hvað var það sem Estella vildi að þú segðir mér?“ Florinda brosti dálítið ánn- árlega. „Jæja, hún sagðj að ekk. ert gætj glatt Texas eins mik- ið og að þú kæmir og kveddir, hann og tækir drenginn með þér“. Gamet rétti úr sér. „Að ég kæmi 1— áttu við að Texas vilji að ég komi þangað?“ „Hann stakk ekki upp á því! Texas myndi aldrei dreyma um að biðja þig að stíga fæti þín- um inn í hóruhús. Estella fann sjálf upp á þessu. Hún sagði að Texas hefði talað þannig um þig og drenginn þegar hann var með óráðið — hún þoldi ekki að hugsa um það, tárin runnu niður kinnarnar á henni“. Florinda óttaðist að hún hefði sagt of mikið og bætti við í skyndi: „Þú þarft ekki að fara þangað, Garnet. Silky vildi ekki einu sinni að ég orðaði þetta við Þig“. Garnet leit niður. Án þess að líta upp sagði hún: „Auðvitað fer ég“. „Ætlarðu að gera það?“ „Auðvitað, fyrst það er I.on- um svona mikils virði“. „Mikið er ég fegin, Garnet. Það gleður mig mikið“. „Vill hún að ég fari með henni núna?" „Almáttugur. nei. Ekki svona síðla dags þá er þar allt á fleygiferð. En í fyrramálið, þá Engar sögur styttri? Þessar sögur eru of langar. Hér er einmitt mínútuskrítl- Sá er sallarólegur. Jú, auðvitað, stuttar smá- Attu ekkert, sem tekur að- ur. sögur. eins eina mínútu að lesa? Þetta er nú vitlaust aftur, Skotta mín. En reyudu cinu sinni ennþá .... svona til þess að hlæja að þessu. & 11-6 . .T7-----------r f , .© King Features Syndieate, Inc., 1962. World rig! 3C Ódýrar - mjög gott efni Nælon- teygjuhuxur Fullorðinsstæröir. — Verð aðeins kr. 545.00 Bamastæröir. — Verð aðeins kr. 395-00 Aðalstræti 8 Sími 18-8-60 Viljum ráða Nokkrar stúlkur til söltunarstarfa á góða söltunar- stöð á Siglufirði. Upplýsingar hjá Jóni Gíslasyni, sími 50-165. RÚMAR ALLA FJÖLSKYLDUNA KYNNIÐ YÐUR MODEL 1963 *So*Im^MöRNSSON & CO. p • O. BOX tSM Sími 24204 ' REYKIAVlK S^^IB

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.