Þjóðviljinn - 13.06.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 13.06.1963, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 13. 'júní 1963 — 28. árgangur — 130. itölublað. Kennedy hoðar írumvörp um mannréttíndi blökkumanna Sjá 3. síðu Fulltrúar Siglufjarðarfélaganna einnig komnir til samninga Myndin er af franska togaranum Alex Pleven, sem Ienti í árekstri við ísjaka djúpt undan Húnaflóa í gærmorgun. Á myndinni er skipið á siglingu undan strönd- um Portúgal, innan við sandrif sem þar eru, brotið sést greini- lega. Múrarcrfél. rœðir samn- ingana I gær auglýstl stjórn Múrara- félags Reykjavíkur að fundur yrði haldinn í félaginu í kvöld, þar sem samningar yrðu á dag- skrá. Þjóðviljinn reyndi i gær- kvöld að ná tali af formanni fé- lagsins, Einari Jónssyni til að fá nánari fréttir af tilefni fundar- ins, en það tókst ekki. Franskt skip rakst á ís- jaka norSur af Húnaflóa Um klukkan 7 í gærmorgun rakst franski verk- smiðjutogarinn Alex Pleven á ísjaka norður af Húnaflóa. Leki kom að skipinu og klukkan hálf átta sendi það út neyðarkall, sem Slysavarnafé- lagið kom áleiðis. Brezka herskipið Keppei var| næst slysstaðnum o.g kom að hinu laskaða skipi milli kl. 111 og 12. f.h. Þýzka eftirlitsskipið | Meerkatze og varðskipið María j Júlía lögðu einnig af stað til aðstoðar franska skipinu, en af- skipta þeirra var ekki þörf. | Samband skipanna og lands var allslitrótt fram eftir degin- um, vegna þess hve langt und- an landi þau voru, einnig olli það nokkrum erfiðleikum að franska áhöfnin skildi ekkert nema frönsku. Eftir fyrstu fregnum að dæma Mikil síldveiði við Langanes í gærdag Seyðisflrðl I gær. — Tuttugu ' að kasta og höfðu þegar fcngið skip voru stödd í eftirmiðdaginn ágæta veiði. Þá hafði Gullfaxi um 53 sjómilur norðaustur af sprengt nótina. Þessi skip höfðu Langanesi og voru öll þessi skip fengið veiði: Grótta með 1000 Ellefu umsækjendur um þrjú lyfsöluleyfi í Reykjavík Þann 6. þ.m. rann út um- sóknarfrestur um lyfsöluleyfi við þrjár nýjar lyfjabúðir hér í Reykjavík sém stofna á í Há- logaiandshverfi, Háaleitishverfi og Mýrahverfi. Allj bárust 11 umsóknir og eru umsækjendur þessir: Andrés Guðmundsson lyfsali á Norðfirði, Ásgeir Ásgeirsson lyfjafræðingur Reykjavík, Helgi Hálfdánarson lyfsali, . Húsavík, Hrafnkell Stefánsson lyfjafræð- ingur Reykjavík, fvar Daníels- son dósent í lyfjafræði og eftir- litsmaður lyfjabúða í Reykja- vík, Kjartan Gunnarsson lyfja- fræðingur Reykjavík, Kristján Hallgrímsson lyfsali Seyðisfirði, Matthías Ingibergsson forstöðu- maður Selfossapóteks, Steinar Björnsson lyfjafræðingur Rvík, Steingrímur Kristjánsson lyfja- fræðingur Reykjavík og Werner Rasmussen lyfjafræðingur Rvík. mál og var á Ieið til Krossancss í Eyjafirði, Jón Garðar með 1100 mál, Guðmundur Þórðarson með 1500 mál, Helgi Flóventsson með 1500 mál, Eldborgin með 800 mál, Bjarmi mcð 700 mál, Hannes Hafstein mcð 900 mál, Þorleifur Rögnvaldsson með 900 mál. Síldartorfumar á þessu svæði eru stórar og þykkar og síldin falleg og feit. Er álit sjómanna að hér sé um svokallaða Noregs- göngu að ræða. Síldin er full af rauðátu. Þeir sem hlusta á bátabylgjuna hafa skynjað óánægju meðal sjó- manna yfir móttökuskilyrðum á síldinni í landi og eru þannig Neskaupstaður og Reyðarfjörður hættir að taka á móti síld og Vopnafjörður og Raufarhöfn eru ekki tilbúin ennþá og á Seyðis- firði ekki fyrr en um helgina. — G. S. vjrtust skemmdirnar á Alex Pleven miklar, en reyndust þó ekki alvarlegri en svo að síð- degis í gær var ákveðið að Keppel freistaði bráðabirgðavið- gerðar í hafi, annars hefði það þurft að fara til Reykjavíkur til viðgerðar, en skipið er 1763 tonn. Áhöfnin, 62 menn, var aldrei í neinni hættu. Samkvæmt skeyti. sem barst frá Maríu Júlíu síðdegis í gær var ísspöng 26,8 sjómílur rétt- vísandi 40 gráður undan Horni og nokkuð um smájaka undan röndinnj. Þegar óhappið varð, var gott veður á þessum slóðum, bjart og gott skyggni. Eftir skeytinu frá Maríu Júlíu að dæma hef- ur hér ekki verið um borgarís að ræða, heldur mun skipið hafa rekist á einhvern smájakann við ísröndina, en þeir geta leynt illilega á sér. Alex Pleven er nýlegt skip, smiðað árið 1958. Sáttafundir eru yfir- standandi í norðlenzku kaupgjaldsdeilunni hér í Reykjavík og hafa ver ið haldnir tveir fundir með sáttasemjara ríkis ins og hófst seinni fund- urinn kl 4 í gær. Ekkert bar sérstakt til tíðinda og lögðu samningsaðilar fram kröfur sínar. Áhcyrnarfulltrúar héðan úr Reykjavík eru Eðvarð Sigurðsson frá Verkamannafélaginu Dags- brún og Sverrir Ilcrmannsson frá Landssambandi ísl. verzlunar- manna. Þá hafa fulltrúar frá Vinnuveitendasambandi Islands og Vinnumálanefnd samvinnufé- laganna setið með fulltrúum at- vinnurekcnda frá Akureyri. I gærkvöld bættust í hópinn Óskar Garibaldason frá Verka- mannafélaginu Þrótti á Siglufirði og Valgerður Jóhannesdóttir frá Verkakvennafélaginu Brynju á Siglufirði. Samstaða hefur myndast um tvær höfuðkröfur, sem eru 20% kauphækkun á dagvinnu og styttingu vinnuvikunnar í 44 stundir. Eru það verkalýðsfélögin á Akureyri, Siglufirði, Húsavík og Raufarhöfn, sem þegar hafa lýst yfir vinnustöðvun frá 16. júní og 20. júní. Verkalýðsfélögin í sildarbæj- unum hafa nokkra sérstöðu i kröfum sínum og er þetta helzta: kaup karla og kvenna á síldar- plönum verði a.m.k. 10% hærra en almenn vinna og fullt álag, miðað við eftirvinnu og nætur- vinnu, komi á alla ákvæðis- vinnutaxta. Þannig gerir Verkakvennafé- lagið Brynja á Siglufirði kröfu um álag á ákvæðisvinnu að nóttu um 80%. 1 kvöld lýkur allsherjarat- kvæðagreiðslu Félags verzlunar- og skrifstofufólks á Akureyri um vinnustöðvun og eru kröfur þeirra frá 40% til 50% kaup- hækkun á hina ýmsu launa- flokka. Það er algengt, að verzlunar- og skrifstofufólk er yfirborgað um 35% og er þetta raunveru- lega samræming við það ástand. Lík Jóns Björns- sonar fundið Um kl. 22 í fyrrakvöld var lögreglunni tilkynnt að lík hefði fundjzt rekið í Selsvör. í ljós kom að líkið var af Jóni Björns- syni, Blönduhlíð 12, er hvarf að heiman frá sér aðfaranótt 15. maí sl. ásamt öðrum pilti héðan úr Reykjavík. Er nú talið full- víst að piltarnir hafi tekið bát er hvarf úr Selsvör sömu nótt og þeir hurfu og hafi báturinn sokkið undir þeim úti á víkinnþ Fimm ára dreng bjargað frá drukknun Siglufirðx í gær. — Um 11 Ieytið í morgun féll fimm ára drengur, Gústaf Ðaníelsson, Eyrargötu 15, f sjóinn nálægt svokallaðri Innri Höfn í Siglufirði. Fullorðið fólk var þarna ekki nálægt, en þrír ungir piltar, 16 ára til 17 ára, voru við vinnu ekki langt frá. Tókst þeim eftir nokkra stund að bjarga drengnum upp úr sjónum, en hann hafði þá misst meðvitund. Piltarnir hófu þegar lífgunartilraunir á drcngnum og hafði þeim tekist að vekja drenginn til mcðvitundar, þegar fullorðið fólk kom á slysstaðinn. Piltar þeir sem sýndu þetta snarræði af sér eru þessir: Sævar Björnsson, Suðurgötu 51, Kristinn Rögnvaldsson, Suðurgötu 51 og Sigurður Helgason, Suðurgötu 41. — K. F. Samninganefnd Akureyrarfélaga HÉR A MYNDINNI sjást full- trúar Akureyrarfélaganna á sátta fundi í Alþingishúsinu i gær en þeir eru taldir frá vinstri: — Víkingur Björnsson, Arnfinnur Arnfinnsson, Jón Ingimarsson, Þórir Daníelsson, Freyja Eiríks- dóttir, Jón Rögnvaldsson, Björn Jónsson, Kristófcr Vilhjálmsson og Páll Magnússon.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.