Þjóðviljinn - 13.06.1963, Blaðsíða 12
Fylklngin
Ská/aferB
um næstu
helgi
ÆFR efnir til ferðar í skála
sinn í Sauðadölum um næstu
helgi. Lagt af stað frá Tjarn-
argötu 20 kl. 3 e.h. á laugar-
dag. Um kvöldið verður
margt til skemmtunar, m.a.
leikþáttur og dans. A sunnu-
dag verður knattspyrnuleikur
milli stjómar ÆFR og Fram-
kvæmdanefndar ÆF. Öllu
ungu fólki sem vann fyrir
C3—listann á kjördag er boð-
ið í ferðina. Fylkingarfélagar
eru kvattir til að fjölmenna.
Tilkynnið þátttöku á skrif-
stofu ÆFR, opið 10-19, sími
17513.
Vinnuhagræðingarnámskeið
Fimmtudagur 13. júní 1963 — 28. árgangur
129. tölublað.
Menntaskólanum
slitið á laugardag
Milljcnasta flóttamanna-
platan verður seld hér
í gær var sett í hljóð-
færaverzlanir milljón-
asta eintak flóttamanna-
hljómplötunnar. Sá sem
hreppir það hnoss að
kaupa þetta eintak fær
ókeypis eftir eigin vali
hundrað hljómplötur frá
Philips fyrirtækinu.
Stjórn Rauða Krogs islands
boðaði blaðamenn á fund í gær
og skýrði þeim frá því að
flóttamannastofnun Sameinuðu
þjóðanna hefði ákveðið að millj-
ónasta eintakið yrði selt hér á
landi. Sala plötunnar hefur ver-
ið mjög mikil hér og það ásamt
góðum stuðningi almennings hér-
lendis við önnur mannúðarmál
sem Rauði Krossinn hefur geng-
ist fyrir, t.d. Alsírsöfnunin síð-
astliðinn vetur veldur miklu um
bessa ákvörðun flóttamálastofn-
unarinnar
Öll eintökin sem nú eru í
verzlunum eru innsigluð en í
einu þeirra er miði sem skýr-
ir frá því að þetta sé milljón-
asta platan og kaupandi geti snú-
ið sér til skrifstofu Rauða
Krossins í Thorvaldsenssitræti
6 til að fá vinninginn.
Fréttin um sölu þessa ein-
taks birtist i blöðum um allan
heim og er mikil landkynning
fyrir ísland
Forstjóri flóttamannastofnun-
arinnar afhenti í gær fram-
kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð-
anna eftirlíkingu af plötunni úr
gulli.
Rauði Kross íslands þakkar
almenningi góðar undirtektir við
mál þetta. Einnig þeim opin-
beru aðilum sem sýnt hafa mál-
inu skilming, fjármálaráðherra
með því að gefa eftir tolla af
plötunni og Loftleiðum sem ann-
aðist ókeypis flutning hennar til
landsins,
í haust verður hundrað ára
afmæli Alþjóða Rauða Krosgins
haldið hátíðlegt í Genf. Afmæl-
isins verður minnsf hér 1. sept-
ember og hefur þegar verið
skipuð sérstök hátíðanefnd f
henni eru sr. Jón Auðuns dóm-
prófastur formaður. Ráll ísólfs-
son organisti, Valur Gíslason
leikari, Páll Sigurðsson trygg-
ingayfirlæknir og Páli Líndal
jkrif stof ust jóri.
ÞESSI MYND var tckin á Há-
teigsveginum í gærdag. Grafinn
hcfur verið upp hitaveitustokkur,
sem lagt var í í fyrra. Nú var
hann brotinn upp með Ioftborum
og skipt um pípur í honum.
Það kom nefnilega i ljós að
pípurnar sem fyTÍr voru, voru
ekki nægilega sverar. Gárungar
segja að hér sé um að ræða
námskcið í „vinnuhagræðingu”
hjá Hitaveitu Reykjavíkur. (Ljós-
myndari G. O. )
Kona slasast í
bifreiiaárekstri
Nýr bæjarfógeti í
Vestmannaeyjum
Freymóður Þorsteinsson hef-
ur verjð gkipaður bæjarfógeti í
Vestmannaeyjum frá og með 10.
þ.m. að telja í stað Torfa Jó-
hannessonar er andaðisf í vor.
Freymóður hefur verið fulltrúi
við bæjarfógetaembættið í Vest-
mannaeyjum og var settur bæj-
arfógeti þar, er Torfi lézt.
Menntaskólanum í
Reykjavík verður slitið
næstkomandi laugardag
kl. 2 e.h. Athöfnin verð-
ur tvískipt, fer fyrri
hlutinn fram í Háskóla-
bíói, en hinn síðari í
Menntaskólanum. Þetta
er gert sökum þrengsla
í gamla skólahúsinu.
í Háskólabíói mun rektor
Menntaskólans, Kristinn Ár-
mannsson, gkýra frá starfi skól-
ans á liðnum vetri. Afhent verða
prófskírteini og verðlaun. Á Sal
verður svo það sem nefna mætti
afmælisstúdentaþátt, og þar
mun rektor segja skólanum slit-
ið og nemendur setja upp stúd-
entshúfur sínar Á Sai munu
aðeins komast fyrir auk kenn-
ara stúdentsefni og afmælis-
stúdentar. Aðstandendur nem-
enda geta þó verið í hliðarher-
bergjum skólans og verður kom-
ið fyrir hátalarakerfi. svo þeir
geti fylgst með því, er fram
fer. Á eftir verður svo kaffi-
drykkja i íþöku.
157 stúdentar eru brautskráð-
ir frá skólanum í ár, og er það
mesti fjöldi stúdénta i sögu
skólans. Þrisvar hefur það kom-
ið fyrir áður, að skólauppsögn
fari fram utanskóla. Var það á
stríðsárunum, en eins og menn
muna hernámu Bretar skólann.
Hinn mikli fjöldi nemenda
skapar skólanum síaukin vand-
ræði. Nú eru þó vonir til að
úr rætist, því fyrir liggur yfir-
lýsing ríkisstjórnarinnar þess
efnis, að hafist verði handa um
viðbótarbyggingar við Mennta-
skólann og byggingu nýs
Menntaskóla í Reykjavík. Fljót-
lega munu hefjast framkvæmdir
þessar. en við ýmsa örðugleika
hefur verið að etja, og er fyrir-
sjáanlegt, að kenna þurfi i
Þrúðvangi í vetur.
Aðalfundur Fél.
rafvirkjameist.
Aðalfundur Félags löggiltra
rafvirkjameistara 1 Reykjavik
var haldinn 27. maí síðastliðinn.
1 skýrslu stjómar kom fram,
að hagur félagsins hafði batnað
verulega á árinu. Fest voru
kaup á hálfri húseigninni Hóla-
torg 2. Félagið hefur flutt þang-
að starfsemi sína og hefur þar
opna skrifstofu.
Úr stjóm félagsjms áttu að
ganga að þessu sinni gjaldkeri
félagsins Jóhann Rönning og
baðst hann undan endurkjöri.
í hans stað var kjörinn Ólaf-
ur Jensen.
Stjórn félagsins skipa nú
Árni Brynjólfsson, form., Vii-
berg Guðmundsson, ritari og Ól-
afur Jensen, gjaldkeri.
Varamenn Johann Rönning,
Siguroddur Magnússon og Finn-
ur B. Magnússon.
Um klukkan eitt í fyrrinótt
varð mjög harður bifreiða-
árckstur á mótum Laufásvegar
og Njarðargötu og hlaut kona
sem var farþegi í annarri bif-
reiðinni alvarleg meiðsli og var
hún flutt í sjúkrahús. Báðar bif-
reiðarnar skemmdust mjög mikið.
Slys þetta bar að með þeim
hætti, að Volkswagenbifreið var
ekið inn á Laufásveginn þvert
í veg fyrir Moskovitzbifreið sem
var á leið norður götuna og virti
ökumaður Volkswagenbifreiðar-
innar ekki stöðvunarskylduna
sem er við þessi gatnamót.
Moskovitzbifreiðin skall á
Vita ekki að ritstjórinn
Vomst é þing - né heldur
aS lœknirinn hœtti!
Morgunblaðið birtir í gær
frétt um „nýja þingmenn" —
og hefur hún vakið nokkra
athygli og orðið mönnum tii
skemmtunar. Blaðið telur upp
þá menn scm nú voru kjörnir
og „ekki áttu sæti sem aðal-
menn á Alþingi síðasta kjör-
tímabil“, eins og þar segir
orðrétt. Morgunblaðið telur
hins vegar aðeins átta „nýja
þingmenn‘% cn eins og Þjóð-
viljinn skýrði frá í gær cru
þeir níu að tölu. Og maðurinn
sem Morgunblaðið glcymir er
enginn annar en Sigurður
Bjarnason, fyrsti maður á
Iista íhaldsins á Vestfjörðum
og ritstjóri Morgunblaðsins!
En ekki nóg með það. Morg-
unblaðið telur cinnig upp þá
fyrrverandi þingmenn, sem nú
hverfa af þingi. Og í þeirri
upptalningu gleymist annar
Sjáifstæðismaður, — einnig úr
Vestfjarðakjördæmi, en það er
Kjartan J. Jóhannsson læknir,
sem sparkað var út af lista
flokksins á Vcstfjörðum. Það
mætti þvi næstum halda, að
þcssar breytingar á framboð-
um Sjálfstæðisfiokksins á
Vestfjörðum séu enn svo við-
kvæmt feimnismál innan
flokksins, að M orgunblaðið
treysti sér ekki til þess að
skýra frá að ritstjórinn er
kominn á þing, en læknir-
inn hættur.
hægri hlið Volkswagenbifreiðar-
innar og var áreksturinn svo
harður að ökumaður hinnar fyrr-
nefndu kastaðist út úr henni og
féll í götuna en bifreiðarnar bár-
ust áfram eftir götunni og stöðv-
uðust ekki fyrr en upp við stein-
vegg hjá Laufásborg á homi
gatnamótanna.
Kona að nafni Ólöf Kristjáns-
dóttir, til heimilis að Höfðaborg
3, sem var farþegi í Volkswagen-
bifreiðinni meiddist alvarlega við
áreksturinn og var hún flutt í
Landakotsspítala. ökumaður
þeirra bifreiðar meiddist einnig
nokkuð og var hann á Slysa-
varðstofunni í alla fyrri nótt en
fékk að fara heim til sín í gær-
morgun. ökumaður Moskovitz-
bifreiðarinnar slapp hins vegar
tiltölulega lítið meiddur.
Báðar bifreiðarnar eru mjög
mikið skemmdar og algerlega
óökufærar.
Eins og frá var skýrt í blað-
inu í gær varð annar árekstur
í fyrrakvöld á Óðinstorgi og valt
önnur bifreiðin á hliðina. 1 henni
voru tvær konur og meiddust
þær báðar nokkuð en þó ekki
alvarlega. Var önnur þeirra , á
Slysavarðstofunni í fyrrinótt en
fékk að fara heim til sín í gær-
morgun.
Starfsfólk C-listans
í Kópavogi og Hafnar-
firði í skemmtiferð
Næst komandi sunnudag býður
G-listinn í Reykjaneskjördæmi
starfsfólki sínu á kjördag í Kópa-
vogi og Hafnarfirði í skemmti-
ferð um Reykjaneskjördæmi.
— Nánar verður skýrt frá þessu
í olaðinu á morgun.
Ballettmcyjar í Þjóöleikhússkólanum á æfingu.
Balletskóla Þjóð-
ieikhússins breytt
Þann 31. maí sl. var Ballett-
skóla Þjóðleikhússins slitið. Að-
alkennari skólans í vetur var
Elizabeth Hodgsson frá London
en henni til aðstoðar við kennsl-
una var Þórhildur Þorleifsdóttir.
Nemendur í skólanum í vetur
voru um 170 og var þeim skipt
í níu deildir.
Endurskipulagning hefur nú
farið fram á skólanum og er nú
allt fyrirkomulag hans sniðið
að hætti erlendra ballettskóla.
í samræmi við það hafa inn-
tökuprófin verið þyngd að mun
og í vor var nemendum skipað
niður í deildir fyrir næsta
kennsluár. Um 70 nemendur
þreyttu próf inn í skólann í vor
og stóðust 14 prófið.
Eins og áður hefur verið get-
ið um kom hingað til landsins
ballettkennari frá The Royal
Academy of Dancing i London,
fyrir nokkru og prófaðj 18 af
beztu nemendunum úr úrvals-
flokki skólans. Tólf nemendur
stóðust prófið og telst það mjög
góður árangur. Þessir nemendur
eru flestir á aldrinum 14-18 ára
og er þetta í fyrsta sinn sem slík
próf hafa verið í skólanum.
Flestir af þessum nemendum
byrjuðu í skólanum átta ára
gamlir.
Prófið sem nemendumir tóku
er samsvarandi prófum í enskum
ballettskólum.
Skólinn hefst næsta haust í
byrjun október og verður Eliza-
beth Hodghson aftur kennari
skólans.