Þjóðviljinn - 13.06.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 13.06.1963, Blaðsíða 6
g SlÐA HÖÐVIUINN Plíwmtudagur 13. júwí 19G3 •WH tm ■ - 4 •v'.:A>4 ■ ■■■'.' :. • * > .£ MSlli Þróunarsagan Á þróunartima reidhjólsins komu margar stasrðir og gerð- ir fram. Bandaríkin og England hófu fljótlega framleiðslu á hjólum í stórum stíl og notuðu stál í það sem áður var úr tré, og einnig höfðu þeir gúmmí á hjólunum. 1 fyrstu tíðkaðist mikið að hafa íramhjólið allmiklu stærra en hitt, og helzt það nokkuð lengi aðallega vegna þess að fólki fannst það sniðugt. Síðar kom meira samræmi i stærðarhlutföll hjólanna og keðjan var tekin í notkun til að flytja afl pedalanna einnig á afturhjólið. Dýralæknir að nafni Dunlop vann svo það þrekvirki á þessum árum að finna upp lofthjólbarðana. Smám saman voru reiðhjójin þannig endurbætt, þau urðu þægilegri og öruggari. og síð- ustu áratugina hafa þau raun- verulega lítið breytzt. sigursælir, enda er land þeirra vel fallið til hjólreiða og þær mikið stundaðar þar. Hjólid og heilsan Vinsældir hjólhestsins eru ekki einungis af þeim ástæðum, hve þægilegur hann er í um- ferðinni. heldur liggja einnig til grundvallar þær staðreyndir, að hjólreiðar eru mjög heilsu- samlegar. Á siðustu árum, þeg- ar flestir annaðhvort sitja eða liggja meiri hluta sólarhringsr ins, hafa hjartasjúkdómar færzt ískyggilega mikið í vöxt, af þeirri einföldu ástar*ðu, að fólk hreyfir sig ekki nógu mikið. Hjólhesturinn skapar hjólreiða- manninum hreyfingu og þjálf- un, og kemur þannig í veg fyr- ir, að hann verði eitt af fórn- ardýrum hjartasjúkdómanna. Áð öllum líkimium eru ekki margir sem vita, að á þessu ári getum við fagnað aldarafmæli reáðhjólsins. Á þessum tímum vélmenn- lngar, þegar öll farartæki æða áfram með hávaða og látum, og iburður í útliti og allri fram- leiðslu bifreiðanna eykst meira og meira, lætur þessi gamli vinur okkar, hjólhest- urinn, heldur lítið yfir sér, en samt sem áður vaxa vinsældir hans stöðugt a.m.k. víðasthvar um heim annarstaðar en á Is- landi. Orsökin er sú. að hjól- hesturinn er léttur og þægi- legur, og í mikilli umferð borg- anna er auðveit að komast leiðar sinnar á reiðhjóli. Aldrei tefjast hjólreiðarmenn langtím- um saman vegna stæðisvand- ræða, en það er vandamál, sem getur komið prúðasta bílstjóra algjörlega úr jafnvægi, að hringsóla um götumar og fá hvergi stæði fyrir bilinn. Hlaupahjólið Hlaupahjólið var einskonar fyrirrenry i reiðhjólsins, og Iifði það sitt blómaskeið á ár- unum 1ÍI17—1830. en það var allt úr tré og haria ólíkt því hjóli sem við þekkjum í dag. Það var Þjóðverjinn Karlvon Drais, sem fann upp hlaupa- hjólið. Það var auðvitað mjög frumstætt í byrjun, á því voru hvorki pedalar, né keðja, og sá sem ók varð að hafa fæturna á jörðinni og ýta sér áfram með tánum. Með smáendurbótum i útliti og að- alþægindinu, sætinu, urðu þessi hjól vinsælt tízkufyrirbrigði í Þýzkalandi, Frakklandi og Eng- landi. 1 Frakklandi sýndu menn þá hugvitsemi að gera fram- hjólið hreyfanlegt, þannig að hægt var að stýra með því. 1 Englandi komst sá siður á meðal ungra galgojxa að fara „rúntinn” á hlaupahjólum sín- um. og vakti það að vonum hneyksli meðal eldri og virðu- legri borgara. Eftir 1830 hurfu hlaujiahjólin svo til alveg af sjónarsviðinu. Reiðhjólið verður til Það má segja með sanni að hjólhesturinn hafi orðið til á verkstæði í París árið 1863. Þá kom eitt hinna gömlu hlaupa- hjóla þangað til viðgerðar; sonur verkstæðiseiganda og vinur hans fengu áhuga á þessu undri, og eftir miklar vanga- veltur og heilabrot komust þeir að þeirri niðurstöðu, að á framhjólið mætti smíða ped- ala og stíga hjólið áfram. Þetta gerðu þeir og urðu frægir fyrir, en hjólið vakti mikla athygli á heimssýningunni í París 1867. Þannig varö hið stigna hjól tiL Það var franski smiðurinn Michaux scm datt n iður á það snjallracði að sctja pcdala á hjólhestinn fyxir röskum hundrað árum. Vegna þcssa hlaut hann frægð, cn rckstur hjólhestaverksmiðju, sem hann setti á stofn, fór algerlega út um þúfur. Hjólreiðakeppni Erlendis hefur víða risið upp mikill keppnisáhugi í kringum þessi farartæki ekki síður en önnur. Háðir eru spennandi hjólreiðakappleikir um heims- meistaratitla og annað slíkt, og veltur þá á ýmsu. Frændur vorir Danir hafa oft verið Hjólhestunnn eða reiðhjólið hefur tekið á sig margvislegar mynd- ir og miklum breytingum frá því fyrsta og þar til núverandi út- lit varð rikjandi. REIÐHJÓLIÐ 100 ÁRA Norrænt þjóBdansa- mót haídiB í Osló Tuttugasta þjóðdansamót Norð- urlanda (20. nordiska bygdeung- domsstevne) verður haldið í Osló dagana 28.-30. júní næst- komandi. Hittast þar flokkar frá öllum Norðuriöndum. Slík mót eru haldin á þriggia ára fresti til skiptis i höfuðborgum þeirra landa, sem eru aðilar að norrænu þj óðdansasamtökunum. Island mun nú í fyrsta sinni taka þátt í þessu móti, þar sem Þjóðdansafélagi Reykjavíkur hef- ur borizt boð frá vinafélagi sinu Leikarringen i Bondeungdoms- laget, að senda 35 manna flokk til þátttöku í mótinu. Verður þetta gagnheimsókn, en 38 manna flokkur frá Leikarringen var gestur Þjóðdansafélagsins sumar- ið 1959. Fyrirhugaðar eru miklar setningarhátíð í ráðhúsi Ösló- SKRIFSTOFUR SAKADÓMS REYKJAVÍKUP 0G BANNSÓKNARLÖGREGLUNNAR að Fríkirkjuvegi 11 verða lokaðar á morgun, föstudag 14. jútií vegna flutninga. Laugardaginn 15. júní verða Skrifstofumar opnaðar að nýju í Borgartúni 7 á 3. og 4. hæð Yfirsakadómarinn í Reykjavík. mótinu stendur. Hefst það með settningarhátíð í ráðhúsi Osló- borgar föstudaginn 28. júní. j Seinna um daginn verða útisýn- ingar víða um borgina. Um kvöldið er öllum þátttakcndum boðið til sameiginlegrar skemmt- unar í ráðhúsinu og verða þar meðal annars sýndir dansar og búningar írá öllum löndunum. Á laugardag 29. júní verður farið í skrúðgöngu um aðalgötur Osló- borgar i þjóðbúningum og kl. 19 verður sameiginleg útisýning á Jordal Amfi íþróttaleikvanginum. Sunnudaginn 30. júní verða sýn- ingar úti á Bygdö, norska bygg- ingasafninu, kl. 13 og aftur kl. 17.00. Að loknu þessu móti er fyrir- huguð sameiginleg ferð norður til Bodö, sem er 1300 km leið frá Osló, þar verður haldið norskt þjóðdansamót 5.-7. júlí og verða margir þátttakendur frá Norður- landamótinu á þessu móti. 1 tilefni af þessari ferð hefur Þjóðdansafélag Reykjavíkur ráð- ist í að koma upp gömlum ís- lenzkum þjóðbúningum, bæði karla- og kvenbúningum, sem ekki hafa verið í notkun áratug- um saman og sumir ennþá eldri Eru það félagar úr sýningarfiok’ félagsins, sem vinna mikið s1' þessu starfi í tómstundavinnu í samráði við stjórn félagsins og njóta einnig aðstoðar frá Þjóð- minjasafni Islands. Hiiífar (eða öllu heldur pennar) brezku skopteiknaranna komust heldur en ekki í feltt, þegar Profumo hermálaráöherra neyddist til að játa að hann hefði logið að binginu um samband sitt við fyrirsætuna Christine Keeler, en grunur leikur á að fleiri háttsettir menn hafi notið blíðu ung frúarinnar, enda var hún tíðuf gestur á heimilum brezks fyrirfólks. Textinn með þessari teikningu Giles hljóðar svo: „Fyrst pú hittir aldrei þessa Christine Keeler, hvernig stendur þá á því að þú sprettur jafn- an upp, pegar síminn hringir?”

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.