Þjóðviljinn - 30.06.1963, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 30.06.1963, Qupperneq 8
3 SlÐÁ HÓÐVILIINN - Sunnudagur 30. júní 1963 Eiturlyfjaherferð auglýsenda Bamavagn afnýrri gerð Það myndi eflaust einhver hrista höfuðið og tala um glannaskap ef kvennmaður sæist á svona farartæki héma í Rcykjavík. Þessi hjól eru nýkomin á markaðinn hjá Lambretta verksmiðjunum og virðast mæðeiírnar á myndinni hinar ánægðustu og óhræddar í umferðinni. Úr einu / annað „Löngunin til þess að taka meðul vjrðist vera það, sem einna helzt skilur menn frá dýrum.“ Þessi tilvitnun úr enska laekna- tímaritinu British Medical Jour- nal endurspeglar sívaxandi ótta við það, að enska þjóðin sé að verða þjóð eiturlyfjaneytenda. Á hverju ári gleypum við 70 lestir deyfjlyfja. Frá hei’.brigðisyfir- völdunum fáum við 5 millj. 600 þús. lyfseðla fyrir örvandi pill- um, og við tökum sem svarar fyrir milljón jterlingspunda af hressingarlyf j um. Og þetta á aðeins við um þau lyf, sem keypt eru á vegum heil- brigðisyfjrvaldanna. Meðwl þau, sem keypt eru úr lyfjabúðum. nema að sögn 14 milljónum sterlingspunda. En það er ekki kostnaðarhlið- in ein, sem veldur læknum á- hyggjum. Hitt er alvarlegra, hver áhrif þetta hefur á hugmyndir fólks um heilsufar og sjúkdóma. f síðasta hefti af Fjölskyldu- lækninum. ófaglegu tímar. enska læknafélagsins, skrifar dr. Ann Mullins á þessa leið: „Fremur öllu fellur mér iila sú hugmynd að hvert minnsta sjúkdómseinkenni, hvert smá- vægilegasta fávik frá því venju- lega, krefjist þess tafarlaust, að tekin sé inn tafla eða meðal.“ „Ég trúi þv£, að þessi skoðun breiðist ört út, að henni sé hald- ið við með auglýsingastarfsemi, og að hún sé stórskaðleg." Hér stingur dr. Mulljns á kýl- inu: Máttur auglýsingarinnar er aðalorsökin fyrir meðalaáti al- mennings. Takmark auglýsenda er af skilj- anlegum ástæðum það, að fá þig til þess að kaup meðul — og um leið fleiri föt, þvottavélar og sápur. Til þess að slíkt megi heppnast þarf að sannfæra big um það, að þú þurfir á þessum hlutum að halda. Dr. Mullins heldur því fram, að svo sé aug- lýsendum fyrir að þakka, að al- menningur fái stórlega ranga mynd af mannslíkamanum, heil- brigðum eða sjúkum. Auglýsendur beita gamalli hjá- trú eða úreltum kenningum lækn- isfræðinnar til þess að koma vör- um sínum í verð. Eitt dæmi þess er sú hugmynd, að rétt sé að nota sótthreins- andi efni við skurð eða skrámu. Læknir mun hins vegar kjósa það, að fólk þvoi sárið í renn- andi vatni og láti það svo eiga sig — einfaldlega vegna þess. að sótthreinsandi efni geta drepið jafnt heilbrigða vefi og skað- legar bakteríur. Annað dæmi er notkun hægða- lyfja, sem læknastéttin er nú horfin frá, en auglýsendur hvetja menn enn til að nota „reglulega.“ Síðan koma allskonar hressing- arlyf, sem gefa þér aftur glat- aðan þrótt, minnka taugaspennu þína og hjálpa þér til þess að taka sem mestan þátt í sam- kvæmislífinu. „Fjölskyldulæknirinn" segir hins vegar hreint og beint: „Ekk- ert er til sem heitið geti hress- ingarlyf. Það sem þú þarfnast er sjúkdómsgreining og ákveðin læknismeðferð.“ Enn má nefna læknislyf við kvefi, vítamínpillur. svefntöflur, sem gefa góðan, heilnæman og hressandi svefn, o.s.frv. o.s.frv. Offita er læknisfræðilegt vanda- mál, en hin fjölmörgu og marg- auglýstu megrunarlyf eru einskis virði. Af þeim má nefna „megr- unarbrauð," sem sannanlega hef- ur enga slíka eiginleika, og einn- ig „megrunamærföt“ sem eru til einskis nýt. Dr. Mullins kveðst verða að segja sjúklingum sínum, að eng- in fæða sé grennandi — ekki einu sinni „súkkulaðið, með hin- um minnst fitandi miðpunkti.“ 1 öllum þessum tilfellum er gróði framleiðandans enginn, ef sérhver læknjng byggist á réttu mataræði og likamsæfingu, eða lausn þeirra vandamála, sem við- komandi sjúkling hrjá. Auglýsingastarfsemi í þágu A- fengis og tóbaks hefur þráfald- lega verið tekin til meðferðar. en hún er sérstaklega hættuleg heilsu almennings. Hvémig er hægt að ætlast til þess, að fólk taki skynsamlega afstöðu til lungnasjúkdóma eða ofdrykkju, þegar jafnan eykst fjárhæð sú, sem varið er til að auglýsa áfengi og tóbak? Sam- kvæmt nýjustu tölum nemur upphæðin 40 milljónum sterlings- punda. Að lokum er svo spumingin um hættuleg lyf. Venjulegast er það svo, að lyfin eru auðfengin í fyrstu, og sala þeirra ekki bönnuð fyrr en það kemur í Ijós að þau eru skaðleg. Slíkt hefur nýlega skeð með hressingartöflur og megrunarlyf, sem voru mikjð auglýst — unz þau voru dregin til baka þar eð þau höfðu orsakað ofneyzlu. f nýlegu tölublaði „Rannsókn- ar“,-tímariti Rannsóknarráðs aug- lýsenda, eru nokkrar athuga- semdir um auglýsingu meðala, sem líklegt er að vanfærar kon- ur taki. Frá þvi thalidomide- málið kom til sögunnar, hafa T við deyfilyfjum um meðgöngu- tímann. Sérstaklega hefur það verið til nefnt, að ungbömum sé hætta búin af meclozine og podophyllum. Tímaritið skýrir frá því, að sömu viku og meclozine var tekið úr umferð í Sviþjóð, hafi tímarit læknafélagsins haft inni , að halda heilsíðuauglýsingu um deyfilyf, sem hafi medozine að ; geyma. Vanfærum konum var ; sérstaklega bent á lyfið! Tímaritið heldur því einnig fram, að mikill hluti meðala, hafj innj að halda padohyllum. Af þessum meðulum má nefna hóstasaft og hægðaly,f sem seld eru beint yfir búðarborðið, lyfseðlalaust. Nýlegar ráðstafanir ríkisstjóm- arinnar til þess að hemja sölu slíkra lyfja sem þessara, eru of vægar og hikandi til þess að koma að notum, og forða hættu. Nefnd sú er ríkisstjórnin hefur skipað i málinu hefur mætt gagnrýni frá félagi lyfsala. Engar ráðstafanir hafa verið gerðar, sem líklegar séu til að hafa hem- il á auglýsendum. Árið 1961 eyddi deyfilyfjaiðn- aðurinn hálfri sjöundu milljón sterlingspunda til þess að fá i lækna til að mæla með lyfjum | sinum. Þetta átti sér stað meðan nefnd ríkisstjómarinnar var enn að vega og meta hin nýju meðul! Enska þjóðin verður á allan hátt heilbrigðari, bæði á sál og líkama, þann dag sem lyfjaiðn- aðurinn er þjóðnýttur og þannig ábyrgur gerða sinna. Rosemary Small (Þýtt úr Daily Worker.) 1 París er hörð samkeppri milli hárgreiðslu- og snyrti- stofa. Margskonar þjónusta er þess vegna veitt þar, sem hvergi þekkist annarsstaðar í heiminum. Þjónar eru hafðir til að taka við bílum við- skiptavinanna og leita að stæðum fyrir þá og svo auð- vitað áð sækja þá aftur þegar lagningunni er lokið. Aðrar stofur láta ná i viðskiptavin- ina heim á bílum fyrirtækj- anna og fara með þá aftur. Ein hárgreiðslustofa hefur bíla með sendistöðvum og búna öllum hugsanlegum snyrtitækjum akandi um borgina. f hverjum b‘íl er hár- greiðsludama og snyrtisér- fræðingur sem fara heim til viðskiptavinanna og veita þeim alla þá þjónustu sem þeir óska. Og fyrir þær sem ekki geta fengið barnapíu hafa sumar hárgreiðslustofur látið inn- rétta sérstök barnaherbergi. Þar geta börnin leikið sér í ró og næði með öll hugsanleg leikföng me'ðan mömmurnar láta snyrta sig og laga á sér hárið. Lím sem notað er til að leggja plast- og gúmmíflísar á gólf getur verið stórhættu- legt. f norska timaritinu ,,Mot brann“ er fólk sérstaklega á- minnt um að fara varlega með eld nál. slíku lími. Límið verður að þorna aðeins á gólf- inu áður en flísamar eru lagð- ar og verður þá loftið í her- berginu svo eldfimt að allt blossar upp á augabragði ef kveikt er á eldspýtu, eða ef rafmagnsofn er þar í sam- bandi. Það er ekki alltaf hægt að gera gulnað tau hvítt með því að láta það í klór. Klórefni geta verið góð fyrir þvottinn við og við en sé það notað að staðaldrí veldur það sliti á þvottinum. Það er haft fyrir satt að saumlausu sokkarnir séu að fara úr tlzku. Eiiendis eru sýningarstúlkur famar að ganga í sokkum með saum og þá verður þess ekki langt að bdða að við förum að háfa sífelldar áhyggjur af saumun- um. Það virðist vera einhver ávani hjá karlmönnum að líta alltaf fyrst á fæturna á kven- fólkinu og þá er litill ávinn- ingur fyrir okkur að það fyrsta sem tekið er eftir séu skakkir saumar aftan á fót- leggjunum. Kennarar i Svíþjóð eru óá- nægðir yfir því hversu ilja böm mæta í skólanum á morgnana og eru syfjuð í fyrstu tímunum. Þetta er sjónvarpinu að kenna segja þeir, böiæin vaka oft lengi fram eftir til að sjá einhverja skemmtiþætti sem em seint á dagskránni. Það er auðvitað foreldranna að koma í veg fyrir þetta segja kennararnir en sjónvarnið getur líka gert sitt til að börnin komist í rúmið á skikkanlegum tíma t. d. með því að hafa skemmti- þættina á öðrum tímum dags. Á Indlandi var nýlega búið til stærsta ullarteppi sem sög- ur fara af. Það er fjömbiu metra langt og ellefu metra breitt og unnið úr hreinni ull. Það vegur 2000 kíló og 22 af dug’egustu teppagerðarmönn- um Indlands voru í fimm mán- uði að vinna það í höndunum. Þegar flytja átti teppið á hótelið sem hafði pantað það var ekki hægt að fá nógu stór flutningatæki. svo skera varð teppið í tvennt til að hægt væri að kóma því á á- kvörðunarstað. Krakkarnir sem sendir era í sveit á sumrin hafa yfirléitt gaman af því að fá bréf að heiman. Þessi bréf þurfa ekki að vera löng, aðe’ns nokkrar linur, svo að það sjáist að mamma og pabbi muna eftir þeim. Póstkort eru ágæt í þessum tilgangi, bömin getá þá hengt þau upp f.vrir ofan rúmið sitt og sýnt hinum krökkunum myndirnar. Biklni-baðföt eru ekki aöcins notuð af kvikmynda- stjömum sem hafa línumar í góðu lagi. Nei kvenfólk í flestum stærðar- og þyngdarflokkum klæðist þessum flíkum um leið og tækifæri gefst. Margar stúlkur sauma sjálfar sín bikini-baðföt og segja sumir að það geti nú ekki verið mikið verk því aðaltakmarkið sé að hafa þau sem alira minnst. SIMCA er fjögurra dyra og 5 manna. — Sérstakur fjaðraútbúnaður er fyrir hvert hjól. — Vélin er 50 hestöfl, vatnskæld, staðsett afturí. SIMCA eyðir aðeins 7 lítrum á 100 km. Hagsýnt fóik velur SIMCA. simca 7000 Bergur Lárusson SIMCA umboðið Brautarholti 22 — Sími 17379 Húseign eins félagsmanns Byggingarsamvinnufélags starfsmanna Háskóla Islands er til sölu. Þeir félagsmenn og aðrir kennarar Háskólans sem neyta vilja forkaupsréttar síns gefi sig fram við skrifstofu Háskóla Islands eigi síðar en 13. júlí n.k. Stjórn Byggingarsamvinnufélags Háskóla ís- lands. Háskóli íslands.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.