Þjóðviljinn - 14.07.1963, Síða 4

Þjóðviljinn - 14.07.1963, Síða 4
4 SlÐA ÞÍÓÐVILIINN Sunnudagur 14. júlí 1963 Dtgeíandi: Sameinlngarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjórar: Jón Bjamason. Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm. afgreiðsla. auglýsingar. prentsmiðja: Skólavörðust 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 65 á mánuði. Vinnuhagræðing í síðari árum hefur oft verið rætt um nauðsyn þess að auka vinnuhagræðingu hér á landi og breytingar á vinnufyrirkomulagi samfara því. í öðrum löndum hefur þessum atriðum verið veit't vaxandi athygli, ekki sízt í sambandi við aukna vélvæðingu og iðnþróun og hefur þótt gefa góða raun víða, bæði frá sjónarmiði vinnuveitenda og verkalýðsfélaga. Hér á landi hefur þessum atrið- um í reksfri fyrirtækja ekki verið gefinn sérlega mikill gaumur, enda er sannleikurinn sá, að vinnu- afl hér til muna ódýrara en í flestum ná- grannalöndum okkar. Og þrátt fyrir hin venjubundnu viðbrögð vinnuveitenda í hvert skipti, sem verkalýðsfélögin fara fram á kjara- bætur, hafa vinnuveitendur ekki skoðað hug sinn um það að stórhækka launagreiðslur sínar með því að láta s’tarfsfólk sitt vinna til muna lengri vinnutíma en þekkist í nálægum menningarlönd- um. Ijví sést oft haldið fram í Morgunblaðinu og öðr- * um málgögnum atvinnurekenda, að verkalýðs- félögin séu dragbítur á vinnuhagræðingu, ákvæð- isvinnu og annað slíkt. Verkalýðsfélögin hafa hins vegar ávallt lýst sig reiðubúin 'til samstarfs á þessu sviði, ef eftir því væri leitað, Og það er athyglis- vert, sem formaður Dagsbrúnar skýrði frá á ein- um fundi félagsins í vor, að á einum stórum vinnu- stað hér í borg, var búið að undirbúa ákvæðis- vinnufyrirkomulag í samráði við félagið, en þegar til framkvæmda átti að koma strönduðu þær á at- vinnurekandanum. Vinnuhagræðing er ekki bara fólgin í því að koma á ákvæðisvinnu eða öðru svipuðu fyrirkomulagi, þar sem unnt reynist. Hitt er alkunna, að rekstrarfyrirkomulag ýmissa fyrir- tækja er með þeim hætti, að allur framleiðslu- kostnaður hækkar sfórlega af þeim sökum. En það kemur að sjálfsögðu fram í verri afkomu og minni greiðslugetu fyrirtækjanna. Tðulega stafar þetta af því, að ekki hefur verið gætt hagsýni við fjárfestingu í slíkum fyrir- tækjum; skipulagsleysið hefur riðið húsum hér í þessum efnum og afleiðingar þess koma fram í auknum framleiðslukostnaði. Það má nefna sem dæmi, að svo 'íil allt hráefni, sem frystihúsið ís- björninn — stærsta fyrirtæki sinnar tegundar hér á landi — vinnur úr, er lagt upp við Granda- garð í Reykjavíkurhöfn. Þaðan er því ekið út á Seltjarnarnes til vinnslu og mun það vera 2—3 kílómeíra leið. Bein og annar úrgangur frá þessu sama fyrirtæki er síðan tekinn affur á bíl og ekið á ný með það í gegnum höfuðborgina sem leið liggur í beinamjölsverksmiðjuna á Kletti. Ekki mun nokkur draga í efa að unnt hefði verið að staðsetja þessi fyrirtæki á hagkvæmari hátt, spara með því geysilegan flutningskostnað á hráefninu og koma á raunverulegri vinnuhagræðingu. En til þess hefði vitanlega þurft að hafa skynsam- lega stjórn á fjárfestingarframkvæmdunum, koma þar á þeirri „vinnuhagræðingu", sem er grund- völlur frekari framfara á þessu sviði. — b. Áhætta í skák Nokkuð virðist sú regla á- berandi á ýmsum sviðum, að á- batavonir manna standi í all- nánum tengslum við þá áhættu, sem menn taka á sig. Ekki gætir þessa hvað sízt í skák- tafli. Ef menn taka ekki á sig neina áhættu og tefla við mann af svipuðum styrkleika, sem einnig fer varlega i sakimar, þá eru mestar líkur til að skákin verði jafntefli, og ber þá jafnhliða að viðurkenna að þau úrslit geta verið öðrum eða báðum ábatasöm undir vissum kringumstaeðum. Tefli maður við sér sterkari mann, kann að sýnast vonlítið að efna til tvíeggjaðra aðgerða, en oft er enn vonlausara að tefla rólega, því í hægfara skotgrafahernaði er „potentíal“ styrkleiki hins burðameiri lík- legur til að hafa afgjörandi á- hrif. Stundum er aðstaðan sú, að sá, sem er talinn nokkru sterk- ari, tekur á sig dálitla hem- aðarlega áhættu, til að rjúfa jafnvígisstöðu sk'*' -”-innar og seilast eftir fljóttc..num vinn- ingi. Sé um verulegan styrk- leikamun að ræða, er þó allt eins algengt, að sá sterkari neyti aflsmunar án teljandi á- hættu, í samræmi við það, sem áðan var sagt. „Vogun vinnur, vogun tap- ar,“ er regla, sem einnig gildir tíðum í skáktafli. Þegar við förum yfir sumar tapskákir öflugra stórmeistara, þá furðum við okkur oft á því, hvað þeir^ tefla „illa", okkur finnst sem þeir hafi í byrjun fetað út á ófamaðarbraut, sem þeir gangi stöðugt lengra og lengra, unz ekki verði aftur snúið. Þetta er að vissu leyti rétt, en ástæð- an tíðum sú, að þeir hafa stillt vogunarmomentið of hátt; sótzt eftir of miklu, eftir of tvísýn- um leiðum og andstæðingurinn verið maður til að leysa þær þrautir, sem fyrir hann voru lagðar. En það mun sjaldnast auðvelt og ekkí létt fyrir okk- ur, sem verkið skoðum, að gera okkur grein fyrir því geysiá- taki, sem það kann að hafa kostað að hrinda af sér hinum „vitlausu" leikjum andstæð- ingsins. Sumar tapskákir Tals eru táknrænar fyrir það efni, sem hér er til umræðu. Stundum þeytir hann hverjum manni á fætur öðru fram fyrir fall- byssukjafta andstæðingsins. Suma er þeim óhætt að gleypa og verður eigi meint af, en sumir valda kanónunum hræði- legu iðrakvefi, svo við heldur, að þær springi í loft upp og farist með manni og mús. Það barf engan meðal matreiðslu- Ræninginn féll í öngvit Á laugardaginn var réðist fertugur maður, James Roberts að nafni. inn í banka í Phila- delphiu í Bandaríkjunum. Hann gekk að gjaldkeranum. dró skammbyssu upp úr pússi sínu og skipaði honum að rétta upp hendurnar. Gjaldkerinn Iét sér hvergi bregða, tók fram sína eigin pístólu og skaut einu skoti í gólfið. Við það féll Roberts ræningi í öngvit af hræðslu. Þegar bankamennimir tóku byssu Roberts til handargagns kom í Ijós að hún var úr plasti. NÝTÍZKU HtJSGÖGN Fjölbreytt úrval. Póstsendum. Axel Eyjólfsson Skipholtj 7 — Simj 10117. sérfræðing til að velja fóðrið í þær, enda verður það mörg- um ofraun. Ef til vill ræðum við þetta mál nánar síðar, en mér sýn- ist við blasa, við lauslega at- hugun, að nokkur áhætta hljóti að jafnaði að vera fylgifiskur árangursríkrar taflmennsku, á því tækniþróunarstigi, sem skákheimurinn býr við í dag. Eftirfarandi skák er frá Hvanneyrarmótinu: Freysteinn Þorbergsson Hvítt: Jónas Þorvaldsson, Svart: Freysteinn Þorbergsson. SKANDINAVISKUR LEIKUR 1. e4, d5 (Freysteinn er eini hér- lendi skákmeistarinn, sem teflir skaninavíska vörn að nokkru marki. Vðrnin nýtur ekki mikils trausts, og hvítur á ýmsra góðra úrkosta völ til að mæta henni og ná hagkvæmu tafli). 2. exd5, RÍ6 (önnur leið, sem stundum er farin, er að leika 2.----Dxd5, en gallinn er sá, að hvítur vinnur þá leik með því að setja á drottninguna með riddaran- um. Freysteinn leikur þvi jafn- an riddaranum fram í öðrum leik og býður þar með upp á peðsfórn). 3. RfS (Jónas hafnar peðsfóminni, og er það út af fyrir sig ekki gagnrýnisvert, en hann á vafa- laust heppilegri leið til þess. Bezt er talið 3. Bb5t, Bd7 4. Bc4, Bg4 5. f3, Bf5 6. Re2 og hvítur hefur von um gott tafl). 3. — — Rxd5 4. Bc4, Bg4 5. c3, e6 6. Da4t, Dd7 7. Bb5 (Jónas vinnur að vísu peð, en svartur fær fullmikið spil fyrir það). 7. — — c6 8. Bxc6, Rxc6 9. Dxg4, f5 10. Da4, e5 (Svartur hefur helmingi fleiri virka menn en hvítur og hefur auk þess miðborðið á valdi sínu. Það þarf ekki mikla matshæfileika til að sjá, að hvorttveggja er þetta fyllilega peðs virði). 11. d3, Rb6 12. Db3, 0—0—0 (Þar fellur peðið á d3). 13. 0—0, Dxd3 14. Bg5, Hdö 15. Ra3, Ra5 16. Ddl, Bxa3 17. bxa3, Hh—e8 18. Rd2, f4 19. Dg4f, Hd7 20. Rb3, Rxb3 21. axb3, h6 (Biskupinn er nú dauðans matur og baráttan vonlaus fyr- ir hvitan, þó ekki gefi hann upp vömina að sinni). Jónas Þorvaldsson 22. Dh5, IIg8 23. Ha—dl, Dfð 24. Hxd7, Rxd7 25. De2 (Hótar 26. Dc4t. en við því er auðvelt að gera). 25.-----He8 26. Bh4, g5 (Kviksetningin fullkomnuð). 27. Dh5, De6 28. f3, gxh4 29. Dxh4, Dxb3 30. Dxh6, Db6f 31. Dxb6, Rxb6 32. Hel („Enginn hefur nokkru sinni unnið skák á því að gefast upp“ er haft eftir stórmeistar- anum Tartakower. Ljóst er af þessari skák, að sú vitneskja hefur ekki farið fram hjá Jón- asi). 32.-----Rc4 33. a4, Kd7 34. He4, Hc8 35. g4, Rd2 36. Hb4, Rxf3t 37. Kg2, Rh4t 38. Kh3, Rg6 39. Hxb7t, Hc7 40. Hb8, Hxc3t 41. Kg2 og Jónas gafst samtimis upp. Með þessum sigri í 5. umferð náði Freysteinn Jónasi, en Jón- as hafði forustuna í fyrri hluta Hvanneyrarmótsins. KROSSCÁ LÁRÉTT: LÓÐRÉTT: 1 ókostur 4 hlýleg 8 stigamaður 9 slæst 1 húðir 2 heyið 3 dyr 4 hafnar 5 nautna- 10 farvegur 11 ílátinu 13 nag 15 málleysa lyf 6 veiðarfæri 7 öldum 12 tók 14 éins 17 keyrsla 19 fiska 21 rangar 23 ganga 16 hrekkur 18 hrópaði 20 gróðursælt 22 26 lán 27 mjög löng 28 spörfugl. helsi 24 hjálp 25 ilmar 26 hljóð. Lausn á síðustu krossgátu LÁRÉTT: LÓÐRÉTT: 1 fersk 4 babblar 8 tónverk 9 anóðu 10 1 fátæk 2 ranga 3 Kleppur 4 bókmái 5 klapp 11 árdegis 13 usla 15 magurt 17 bland 6 ljósgul 7 rauðs 12 raup 14 strá 16 upplit 19 rápi 21 framlág 23 negla 26 gætni graut 18 pinkils 20 ágirnd 22 leita 24 gól- 27 reislan 28 samhaldssamur. um 25 Agnar 26 gys. 1

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.