Þjóðviljinn - 14.07.1963, Side 12

Þjóðviljinn - 14.07.1963, Side 12
Hitaveitu- kvikmyndin verður sýnd íMoskvu á laugardag Söltun Suluriandssíldar nam 137740 tunnum á s.l. ári Á aöalfundi Félags síldarsaltenda á Suövesturlandi sem haldinn var s.l. miövikudag í Reykjavík skýrði for- maður félagsins, Jón Árnason alþingismaður á Akra- nesi, frá því að síðast liðið ár hefði verið mesta söltun- arár frá því félagiö var stofnað árið 1954. Nam söltunin 137.740 tunnum en þar af voru 31.766 tunnur flött og flökuð síld. Var útflutningsverðmæti þessarar síldar rúmlega 112.3 milljónir króna. Á fundinum hélt Gunnar Flóv- enz framkvæmdastjóri erindi um síldarsöltun sunnanlands og vest- an á undanförnum árum og um horfur í þeim efnum á komandi hausti og vetri. Gunnar sagði, að söltun Suð- urlandssíldar hefði upphaflega algjörlega byggzt á veiðibresti norðanlands en unnið hefði verið að þvi jafnt og þétt undanfarin ár að byggja upp sjálfstæða markaði fyrir Suðurlandssíld og hafi sú viðleitni þegar borið árangur. Gunnar sagði að á síðustu ver- tíð hefði verið saltað og selt meira af Suðurlandssíld, en nokkru sinni fyrr, þrátt fyrir metsöltun á Norður- og Austur- landi. Gat hann þess, að Island væri nú orðið mesta útflutnings- land saltsildar í heiminum. Of snemmt kvað hann að segja nokkuð um sölumöguleika á næstu vertíð en tók samt fram að söluihorfur væru ekki góðar í Beneluxlöndunum, Frakkiandi og Israel, en þessi lönd hefðu í fyrsta skipti keypt síld frá ís- landi á s.l. ári. Ástæðurnar væru þær, að síldveiðar Hollendinga hefðu gengið óvenju vel undan- farið, og söltun þeirra væri nú u.þ.b. helmingi meiri en á sama tíma s.l. ár. Á ísraelsmarkaði lægi mikið af saltsíld frá fyrra ári og væri algjörlega óvíst, hvort unnt yrði að selja Suður- landssíld þangað á næstu vertíð. Gunnar gat þess, að fyrir nokkrum árum hefðu fáir haft ti'ú á því, að unnt yrði að byggja upp markað fyrir íslenzka salt- síld í Vestur-Þýzkalandi í sam- keppni við v-þýzka saltsíldar- framleiðendur. Þetta hefði þó tekizt smámsaman og á s.l. ári hefðu verið gerðir fyrirfram- samningar um sölu á samt. 42 þúsund tunnum þangað, þar af hefðu 32 þús. tunnur verið Suð- urlandssíld. í sambandi við hina geysiháu innflutningstolla, sem v-þýzkir kaupendur verða að greiða af saltsíld frá Islandi, skýrði Gunn- ar frá því, að íslenzk stjómar- völd ynnu nú að því, að reyna af fá tollfrjálsan kvóta í V- Þýzkalandi fyrir saltaða síld, eins og á sér stað um hraðfrysta og ísaða síld. Segja mætti að á- framhaldandi sala á fslenzkri Munið 200m. Norræna sundkeppnin stend- ur yfir. Ef 42 þúsund Islendingar synda 200 metrana að þessu sinni, jafngildir það boðsundi 5V2 sinnum kringum Island. Verið með í boðsundinu og stuðlið að sigri Islands. Framkvæmdanefndin. Fréttaritari Þjóðviljans í Moskvu hefur símað, að ákveðið sé nú að sýna íslenzka kvikmynd um hita- veituna í sambandi við aliþjóðlegu kvikmynda- hátíðina sem stendur yfir þar í borg um þessar mundir. Verður myndin sýnd á laugardaginn kem- ur, 20. júlí. Eins og áður hefur verið skýrt frá í Þjóðviljanum, er hér um að ræða nýja kvikmynd; „Hitaveitu- ævintýri“ nefnisf hún og er tekin á vegum Hita- veitu Reykjavíkur og borgaryfirvaldanna. Var myndin tekin og fullunnin seinni part vetrar og í vqr. Höfundur tökuritsins og leikstjóri er Þor- geir Þorgeirsson, en Gestur Þorgrímsson hefur annazt framkvæmdastjórn við kvikmyndagerðina. Aðalleikendumir eru ung systkin, börn Gests og Sigrúnar Guðjónsdóttur, þau Ragnheiður Gests- dóttir og Guðjón Ingi Gestsson. Þetta er svört-hvít kvikmynd, sýningartími hennar milli 20 og 30 mínútur. Svo skammt er síðan kvikmyndin ,,Hitaveituævin- týri“ var fullgerð, að mjög var óvíst. hvort mynd- in fengist sýnd á kvikmynda- hátíðinni í Moskvu. Rússar, sem hér voru staddir í vor, höfðu séð ófullgerða kafja úr mynd- inni, og var það ekki fyrr en löiigu eftir að liðinn var frest- ur til að skrá kvikmyndir til sýningar á Moskvuhátíðinni að leitað var fil forráðamanna há- tíðarinnar um að sýna hitaveitu- myndina. Allt að einu féllust Rússarnir á að sýna kvikmynd- ina og hún var send írá Lund- únum 2. júlí og komst því til Moskvu um líkt leyti og kvik- myndahátíðin hófst. Nú hefur, sem fyrr segir, verið ákveðið að sýna myndjna n.k. laugar- dag — og er það út af fyrir sig umtalsverð viðurkenning. ,,Hifaveituævintýri“ mun svo fr.umsýnt í Reykjavík áður en langur tími líður. — Myndirn- ar, sem fylgja þessum línum voru teknar, meðan á kvifc- myndatökunni stóð. — Ljósm. Dónald Ingólfsson. saltsíld, og þá sérstaklega sér- verkaðri síld, til Vestur-Þýzka- lands væri að verulegu leyti und- ir því komin, að samkomulag takist við vesturþýzk stjórnar- völd um niðurfellingu þessa háa tolls. Markaðina í Austur-Evrópu taldi Gunnar mjög þýðingar- mikla fyrir síldarsöltunina á Suðurlandi. Ræddi hann m.a. um þau hagkvæmu viðskipti, sem nú eiga sér stað við Rúmeníu og kvað V-Þjóðverja og Norðmenn sækja mjög fast á að selja Rúm- enum saltsíld og hefðu undirboð þessara landa á rúmenska mark- aðnum og raunar fleiri mörkuð- um, valdið töluverðum erfiðleik- um á s.l. ári. Undirboð þessi væru fyrst og fremst afleiðing hinna háu framleiðslustyrkja til saltsíldarframleiðenda í þessum löndum. Sunnudagur 14 júlí 1963 — 28. árgangur •— 155. tölublað. Friðrik í 4—6 sæfi eftir sex umferðir Þau urðu úrslit biðskákar Friðriks Ólafssonar og Benkös úr 6. umferð skákmótsins í Los Angeles, að Friðrik vann. Er hann þá í 4. til 6. sæti á mótinu með 50% vinninga. Biðskákir hafa nú allar verið tefldar úr fyrri umferð og er staðan þessi eftir 6 umferðir: 1.—2. Gligoric Najdorf 3. Keres 4.—6. Friðrik Petrosjan 4 4 vmn. vinn. 31/? vinn. 3 vinn. 3 vinn. Reshevsky 7. Panno 8. Benkö 3 vinn. 2 vinn. I1/? vinn. I 7. umferð mótsins teflir Friðrik Ólafsson við Panno og hefur svart. VÍN 13/7 — Það var tilkynnt í dag, að Ungverjaland hefði slitið verzlunarsambandi sínu við Suð- ur-Afríku. Er þetta gert i mót- mælaskyni við stefnu Suður- Afríku í kynþáttamálum. Mót bindindismamw haldið að HúsahiH Ákveðið hefur verið að hið ár- lega bindindismannamót verði um verzlunarmannahelgina að Húsafelli, 3. 4. og 5. ágúst. Þetta er fjórða bindindis- mannamótið í röð; tvö hafa áður verið haldin að Húsafelli og eitt að Reykjum í Hrútafirði. Fengið hefur verið leyfi land- eigenda til að halda mótið. Til þess að standast óhjákvæmilegan kostnað við framkvæmd mótsins, verður nokkurt mótsgjald, en í því eru innifalin skemmtiatriði og dans bæði kvöldin. Lagt verður á stað frá Reykja- vík og Hafnarfirði eftir hádegi á laugardag og mótið sett um kvöldið. Verða þá ýmis dag- skráratriði, varðeldur og dans. Á sunnudag verður skoðað um- hverfi Húsafells og síðdegis er hugsað að hafa útileiki, varðeld og dans. Upplýsingar um mótið verða Verður viðrœðum slitið? PEKING 13/7 — „Dagblað fólks- iris“ í Pekjng segir í ritstjórn- argrein í dag. að svo kunni að fara, að viðræðunum í Moskvu verði slitið. Kveðst blaðið verða að tilkynna það með þungum hug, að viðræðurnar hafj öðru- vísi snúizt, en Kinverjar höfðu vonazt til. Segir blaðið enn- fremur að enn reyni Kommún- istaflokkur Sovétríkjanna að vekja and-kinverskar tilfinning- ar. gefnar í Bókabúð Æskunnar í Reykjavík og Góðtemlarahúsinu í Hafnarfirði; nánari upplýsing- ar tilgreindar í auglýsingu síðar. Undanfarin mót hafa verið vinsæl og vel sótt, sérstaklega af ungu fólki. Öllum er heimil þátttaka, sem fylgja settum regl- um. Höfuð-markmiðið með þessum mótum er að gefa ungu fólki tækifæri að skemmta sér án á- fengis. Ferðir verða frá B.S.l. Svíar leggja fram fé til Sameinuðu þjóðanna NEW York 13/7 — 1 dag lét Sví- þjóð af hendi rakna 14800 dali til Sameinuðu þjóðanna, og rennur féð í Kongóaðgerðir sam- takanna. Áður hefur Svíþjóð greitt um það bil 1 milljón og 400 þús. dali í sama skyni. Snúast gegn mét- mælaaégerðum NEW YORK 13/7 — Talsmaður Sameinuðu þjóðanna lét svo um mælf í gærkvöld að Sameinuðu þjóðirnar myndu snúast gegn öllum mótmælaaðgerðum gegn Portúgal og Suður-Afríku. Einn- ig kvað hann samtökin andvíg sérhverri tilraun til að útiloka lönd þessi frá stofnunum og ráð- stefnum samtakanna. Perutré bera ávöxt / Vestmannaeyjum Peruræktun er ekki algeng hér á landi — og þó fram- kvæmanleg við hagstæð skil- yrði eins og myndin sýnir. Hún er tekin inni í tæpiega 20 fermetra stóru gróðurhúsi í Vestmannacyjum, sem er t eigu Þórarins Magnússonar kennara, Pcrutréð blómstrar nú í sumar í fyrsta sinn og stendur mcð um 40 perum. í gróðurhúsinu eru tvd perutré og voru nokkuð á annað hundrað perur að byrja að vaxa, er hið eftir- minnilega páskahret gerði, en í því cyðilögðust milli 60 og 70 perur. Þetta er mjög stórvaxin og Ijúffeng perutegund og verður fullþroskuð í ágúst—septem- ber. 1

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.