Þjóðviljinn - 11.09.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 11.09.1963, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 11. september 1963 HÖÐVILIIHH SÍÐA 3 Námsmenn í Suður-Víetnam ofsóttir Skólarnir í Saigon voru teknir herskildi í gær SAIGON 10/9. Lögregla og herlið einræðisstjórnarinnar í Suður- Vietnam réðst í dag inn í alla æðri skóla í Saigon og tók þá á sitt vald. Áður hafði stjórnin til- kynnt aö gerðar yrðu umfangs- miklar ráðstafaniir til að yfir- buga uppreisnargjarna skóla- nemendur. Þeir nemendur sem ekki sýna stjórninni fullkomna hlýðni eiga á hættu að verða annaðhvort sendir til þrælkun- arbúða eða settir í hcrinn. Alls voru um 100 stúdentar hand- teknir í dag. Óeirðir í kvennaskóla 1 mörgum skólum í Saigon héldu hermennirnir kyrru fyr- ir alvopnáðir meðan kennsla fór fram. Svo virðist að nemendur hafi verið hvað ókyrrastir í Gia Long-kvennaskólanum. Heyrðist skarkali talsverður frá skólahús- inu og voru fimm eða sex náms- meyjar færðar brott í herbíl- um. Sumir skólamir, þar á með- al tækniskóli borgarinnar, voru teknir herskildi áður en kennsla skyldi hefjast og voru nemend- Sáttafundur i Vientiune VIENTIANE 10/9. — í dag vair fundur haldinn í Vientiane og voru þar saman komnir fulltrú- ar Bandaríkjanna, Bretlands, Sovétríkjanna, hinna þriggja samtaka sem standa að ríkis- stjórninni í Laos og alþjóðlegu nefndarinnar sem annast á eftir- Ht með gangi mála í landinu. Talið er að á fundi þessum hafi verið komið í veg fyrir að stjórnarsamstarfið færi algjör- lega út um þúfur eins og helzt var útlit fyrir i gær. I gær kom til vopnaviðskipta 1 Vientiane og áttust þar við lið unstrisinna og hægri manna. Vú hafa forystumennirnir gefið Tylgismönnum sínum skinun um ið halda frið sín á milli. AHt nun nú vera með kyrrum kjör- im í Vientiane. Ben Bella umir sendir heim. Talsvert hef- ur verið um það að undanfömu að námsmenn í Saigon hafi gert verkfall og neitað að hlýða kennslu. Herma sumar heimild- ir að slík verkfö'H séu nú við sjö af skólum borgarinnar og muni þau halda áfram að breiðast út. 2000 handteknir Talið er að um tvö þúsund námsmenn hafi verið handtekn- ir í Saigon frá því á laugardag og hafa flestir þeirra verið færð- ir í búðir utan við borgina. Tvær námsmeyjar sögðu fréttamönnum í dag að þær hefðu tekið þátt í undirbúningi verkfallanna og hefðu þær farið eftir fyrirmæl- um frá þjóðfrelsishrejdingunni Víetcong. Stúlkur þessar eru 16 og 17 ára. Kváðust þær vera meðlimir í einum af hinum mörgu Víetcong-hópum sem starfa í kvennaskólanum Gia Long. Það var upplýsingaþjón- usta stjómarinnar sem gekkst fyrir blaðamannafundinum en stúlkurnar munu hafa verið handteknar um helgina. Neitað um áheym Frá Róm tferast þær fregnir að Páll páfi sjötti hafi aflýst áheyrn sem hann hugðist veita erkibiskupnum Ngo Dinh Thuc frá Hue í Suður-Víetnam, en hann er bróðir Diems forseta. Flugumenn Verwoerds að verki Sjö börn særast í sprengjutilræii DAR-ES-SALAAM 10/9. — Sjö afrísk börn særðust í sprengingu sem varð í dag í Dar-es-Salaam er suður-afrísku flóttamennirnir Arthur Goldreich og Harold Wolpe sátu á fundi með frctta- mönnum, nýkomnir með flugvél frá Elizabethville í Kongó. Flóttamennirnir ræddu við fréttamenn í flugskýli einu á flugvellinum í Dar-es-Salaam, höfuðborg Tanganyiku. Mikill fólksfjöldi hafði safnast saman á flugvellinum til að fagna flóttamönnunum. Fólkið söng afríska frelsissöngva, en þegar minnst varði sprakk sprengjan. Börnin sem særðust voru flutt Ben Bella einn í forsetaframboði ALGEIRSBORG 10/9. Ahmed Sén Bella forsætisráðherra hélt i dag ræðu á ráðstefnu Þjóðfrels- ’shreyfingar Alsírsmanna sem aaldin var Algeirsborg. Sagði iann að Alsírmcnn myndu ildrei þola einræðisstjórn í landi únu. Fyrr um daginn hafði ráð- stefnan valið Ben Bella sem ’rambjóðanda sinn við forscta- itosningarnar sem fram eiga*að tara í næstu viku og verður lann einn 5 íramboði. ,Kjumorku- sprengingur nuuðsynlegur' PARÍS 10/9. I dag birti franska vikublaðið París-Match viðtal við Georges Pompidou forsætis- ráðhcrra. Ráðherrann sagði að Frakkar gætu ekki látið hjá líða að gera tilraunir með kjarnorku- vopn þar sem það væri nauð- synlegt til þess að starf það sem þeir hafa á undanförnum árum unnið að á þessu sviði bærl á- rangur. Pompidou fullyrti að kostnað- urin við fyrirhuguð kjamorku- vopn Frakka yrði ekki meiri en samsvarar því að látið yrði und- an kröfum bandamannanna um vopnabúnað franska hersins. Hann sagði að bygging kjam- orkustöðvarinnar á Kyrrahafi yrði tiltölulega kostnaðarsöm en bó yrði fjárveiting til hennar að- eins lítið brot af heildarupphæö fjárlaga ársins 1964. Bunduríkjuför Gromikos i mdirbúningi MOSKVU 10/9. Bandaríski ■ndihe’rann í Moskvu, Foy Ko- -ler, ræddi í dag við Andrci ’romiko utanríkisráðherra Sov •ríkjanna og var tilgangur við eðnanna að urtdirbúa för utan ■kisráðherrans á allshcrjarþinf ameinuðu þjóðanna í New York í Bandaríkjaför sinni niun Gro- miko ræða við Kenncdy forseta. á sjúkrahús en lögreglan hófst þegar handa um að hafa upp á tilræðismönnunum. Erfiður flótti Goldreich og Wolpe eru kunn- ir leiðtogar í frelsishreyfingu Suður-Afríkumanna. Þeim tókst fyrir skömmu að flýja úr fang- elsi í Jóhannesarborg. Lögðu þeir leið sína um brezka vernd- arsvæðið Bechuanaland og Kongó. Hafa þeir lent í ýmsum þrengingum á leið sinni, meðal annars var flugvél sem flytja átti þá frá Francistown í Bechu- analandi til Dar-es-Salaam sprengd í loft^ upp. Goldreich sagði á blaðamannafundinum að hin brezku yfirvöld í Bechuana- landi hefðu ekki hjálpað þeim né reynt að hindra þá á nokk- urn hátt. IJtsendari handtekinn Yfirvöldin í Kongó gerðu um- fangsmiklar ráðstafanir til að hindra að skemmdarverk væru unnin á flugvél þeirra félaga eða að reynt væri að ræna þeim. Eftir að flugvélin var lent í Dar-es-Salaam var tilkynnt að handtekinn hefði verið maður nokkur sem Verwoerdstjórnin hafði gert út af örkinni til að stöðva flóttamennina. Maður þessi er belgískur og heitir Yves Monthulet. Fyrir fáeinum dögum bar það til tíðinda í Little Roek í Arkansas að sex ára gamall hvítur dreng- ur hóf nám í bamaskóla sem til þessa hefur einungis verið ætlaður negrum. Móðir hans ákvað að innrita hann í skóla þennan og styðja þannig kröfur negranna um afnám kynþáttaaðskilnað- arins. Myndin sýnir hvíta drenginn, Steven Fitts, þar sem hann situr meðal svartra jafnaldra s£na í matsal skólans. Kynþáffaóeirðirnar í Alabama Kennedy forseti sviptir Wallace mannaforráðum WASHINGTON 10/9. — Kennedy Bandaríkjafor- seti lét í dag til skarar skríða gegn George Wallace fylkisstjóra í Alabama sem að undanförnu hefur beitt lögreglu til að hindra að svört skólabörn fái að stunda nám í sömu skólum og hvítir jafnaldr- ar þeirra eins og stjórnarskráin mælir fyrir. For- dæmdi forsetinn harðlega aðfarir fylkisstjórans og svipti hann yfirráðum yfir lögregluliði Alah- amafylkis. 1 yfirlýsingu þeirri sem Kentie- dy lét frá sér fara í dag skipar hann Wallace að hætta að skipta sér af því hvort svört börn fái að stunda nám í þeim skólum. Sovézk orðsending til Kína Fordæma tilraun ti£ áróðurssmygls i MOSKVU 10/9. Ríkisstjórn Sovétríkjanna hefur sent kín- verskum valdhöfum mótmæla- | orðsendingu þar sem segir að kínverskir járnbrautarstarfsmenn ; Uafi á laugardaginn var reynt að smygla bönnuðum áróðursritum inn £ Sovétríkin. Fréttastofur bera heimildar- menn í Moskvu fyrlr því að starfsmcnn við jámbrautarlest sem er i förum milli Peking og Moskvu hafi tekið á sitt vald töðvarbyggingu i þorpinu Nausj- í. sem er á landamærum Sovét- kjanna og Mongólíu, og haldið ■enni á Iaugardag og sunnudag. Heimildarmenn þessir halda því fram að atburðir þessir geti orðið til þess að hætt verði far- þegaflutningi milli Peking og Moskvu. Segja þeir að Kínverj- arnir hafi ráðizt á fulltrúa sov- ézkra yfirvalda er þeir reyndu að leggja hald á áróðursrilin Hafi þeir lokað inni tvo sovézka liðsforingja og tvo tollverði og tekið síðan stöðvarbygginguna á sitt vald. 1 sovézku mótmælaorðsending- unni segir að kínversku járn- brautarstarfsmennimir hafi hag- að sér mjög dónalega og í við- tali sem sovézka stjórnarmál- gagnið Isvestía hefur átt við bvottakonuna á jámbrautarstöð- inni segir að Kínverjamir hafi hagað sér þannig að líkara sé dýrum en mönnum. sem til þcssa hafa einungis ver- ið ætlaðir hvítum nemendum. Segir forsctinn að Vallace hafi gerzt sekur um ólöglegt samsæri með því að þrjóskast við og hindra að farið sé a’ð bandarísk- um lögum. Kennedy lýsir því yfir að fylkislögreglan í Alabama sem Wallace hefur beitt til þess að hindra að negrabörn fengju að- gang ’ að „hvítum“ skólum í borgunum Birmingham. Mobile og Tuskegee, heyri nú undir sambandsstjórnina og sé hcnni falið að sjá um að kynþáttaað- skilnaður í skólum verði afnum- inn í Alabama. Þar með hefur Robert McNamara verið falin yf- irstjórn lögregluliðsi'" Úmskipti Wallace fylkisstjóri hafði látið 300 manna lögreglulið umkringja skólana í Birmingham, Mobile og Tuskegee og bægja í burtu þeim negrum sem hugðu á inngöngu. Strax og yfirlýsing forsetans varð kunn hurfu lögreglumennimir á brott. Hófu 20 nemendur sem meinað hafði verið ,um inngöne" í gær nám sitt í dag. Hvítur skríll I Birmingham söfunðust hundruð hvítra manna saman umhverfis skólana og gerðu hróp að hinum þeldökku nemendum. Lögreglan fékk liðsauka og bað lýðinn að hafa sig á brott. Fólk þetta neitaði að hlýða og hóf- ust þá lögreglumennimir handa og hröktu skrílinn út af skóla- lóðinni. Ofstækismennirnir reyndu enn að ryðjast að skólan- um en lögreglan hratt áhlaupinu. Kom til talsverðra ryskinga og voru nokkrir hvítir menn hand- teknir. Táragas í Mighspoint í Norður-Karó- línu handtók lögreglan í gær- kveldi um 360 negra sem efnt höfðu til mótmælaaðgerða úti fyrir leikhúsi einu og veitinga- húsi sem þeir fá ekki aðgang að. Lögreglan varpaði táragas- sprengjum að fólkinu. Hinir handteknu voru færðir í fangelsi borgarinnar en þar voru fyrir 43 negrar sem áður höfðu verið teknir höndum við svipaðar að- stæður. Lögreglan í Nashvilloli er nú að rannsaka kæru sem henni hefur borizt frá þremur negra- stúdentum frá Ghana og tveimur hvítum sem hópur hvitra manna réðist á síðastliðinn sunnudag. Utanríkisráðuneytið bandaríska hefur skýrt frá þvi að banda- risk stjómarvöld hafi sent sendi- ráði Ghana orðsendingu og harmað atburð þennan. Stúdent- amir meiddust það mikið að flytja varð þá í sjúkrahús. Johnson kominn til Norefs OSLÖ 10/9. Lyndon B. John- son varaforseti Bandaríkjanna kom í dag flugleiðis til Oslóar, en hann mun dveljast í þrjá daga í opinberri heimsókn í Nor- cgi. V

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.