Þjóðviljinn - 11.09.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 11.09.1963, Blaðsíða 4
I 4 SÍÐA ÞIÖÐVIUINN Miðvikudagur 11. september 1963 Otgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson. Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjórar: Jón Bjamason. Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm. afgreiösla. auglýsingar. prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Simi 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 80,00 á mánuði. , . i Verkfall farmanna 17'erkfall farmanna er nú skollið á að nýju eftir * úrslit atkvæðagreiðslunnar í Sjómannafélagi R.víkur. Forustumenn félagsins höfðu gert samn- inga fyrir hönd umbjóðenda sinna, og þeir voru þegar undirritaðir. Hér var því ekki um að ræða venjulegt „tilboð“ fyrir milligöngu sáttasemjara, heldur hluti, sem forusta Sjómannafélagsins hafði þegar fallizt á fyrir sitt leyti, þótt gert væri ráð fyrir að samningarnir giltu»aðeins til skamms tíma. Risið er líka heldur.lágt 1 gær á þeim blöð- um, sem eru í forsvari fyrir ráðamenn Sjómanna- félagsins. Alþýðublaðið reynir að bjarga sér með því að tala um að „tilboðið“ hafi verið fellt; Morg- unblaðið tekur alls ófeimið málstað atvinnurek- enda, enda hefur lítið örlað á stuðningi þess við kjarabaráttu farmanna, þótt einn helzti „verk- lýðsleiðtogi“ Sjálfstæðisflokksins, Pétur Sigurðs- son, sitji í stjórn Sjómannafélagsins. 1 A lþýðublaðið tekur þó þann kostinn að ræða nokkuð um samningamál farmanna og segir þar m.a.: „Kjöit farmanna hafa verið mjög léleg, þótt nokkuð hafi áunnizt hin síðari ár. . . Það er alveg vitað, að bæði mánaðarkaup og yfirvinnu- kaup, en þó alveg sérstaklega mánaðarkaupið verður að hækka að mun, ef nokkur von á að vera til samkomulags við farmenn“. Einnig bendir blaðið á, að yfirleitt er um vaktavinnu að ræða hjá farmönnum, en í landi er vaktavinna greidd með sérstöku álagi á mánaðarkaup, og „getur það álag numið allt að 33%“ segir blaðið. Ekki þarf að draga í efa, að Alþýðublaðið fer með rétt mál að þessu sinni. En fyrir utan það, að í þeirri yfirlýs- ingu Alþýðublaðsins, að „kjör farmanna hafi ver- ið mjög léleg“, fels't' viss lýsing á forystu Sjó- mannafélagsins, þá er ekki síður athyglisverð sú yfirlýsing blaðsins, að kaup farmanna verði að hækka til muna, frá því sem framámenn Sjó- mannafélagsins höfðu samið um, þegar verkfall- inu var frestað, ef nokkur Von á að^vera til sam- komulags við farmenn. í þessu felst einfaldlega annað tveggja: Að samningsgerðin hafi verið hreinn skrípaleikur af hálfu framámanna Sjó- mannafélaésins, og að þeir hafi aldrei búizt við að farmenn myndu samþykkja samningana, — éða þá hitt, að forysta Sjómannafélagsins er svo gjörsamlgga laus úr tengslum við starfandi sjó- menn og með öllu ókunnug kjörum þeirra, að þess- ar staðreyndir hafa fyrst runnið upp fyrir henni, þegar úrslit atkvæðagreiðslunnar voru kunn. Nema hvortveggja sé. l^ess er að vænta, að Alþýðuflokkurinn beiti á- *■ hrifum sínum til lausnar þessari deilu í sam- ræmi við skrif Alþýðublaðsins í gær. Og Sjálf- stæðisflokkurinn fær nú valið tækifæri til hins sama og gæti þannig styrkt undirstöður kenning- ar sinnar um kjarabætur án verkfalla. En augljós- asta lærdóm af úrslitum atkvæðagreiðslunnar í Sjómannafélaginu munu þó sjómennirnir geta dregið: Nauðsyn þess að starfandi sjómenn ráði sjálfir fyrir félagi sínu. — b. ALVARLEGT ÁSTAND I AT- VINNULÍFI SIGLFIRÐINGA Hér eru tvær myndir frá Siglufirði; önnur tekin að vetrarlagi liegar athafnalífið liggur niðri og kyrrð og friður hvílir yfir öllu, hin myndin er tckin að umarlagi þegar höfnin er full af síldarskipum, en bryggjurnar af sildarstúlkum, tunnum og síld. Eins og skýrt hefur verið frá í fréttum Þjóð- viljans, þykir Siglfirðingum atvinnuhorfur nú uggvænlegar eftir sð síldarvertíðin hefur brugð- izt þeim. f nýjasta tölublaði Mjölnis, blaðs £1- þýðubandalagsins í Norðúrlandskjördæmi vestra’ eru atvinnumál Siglufjarðar rædd í grein þeirri sem hér fer á eftir. Það cr nú sýnt orðið, að Siglufjörður hefur í sumar misst af hinum eftirsóknar- verða vinning í síldarhapp- drættinu. Svo til engin veiði hefur verið á hinum venju- legu síldarslóðum á norðurmið- um og því hefur sáralítið magn borizt hingað af síld tii sölt- unar og verksmiðjurnar hafa lítið scm ekkert fcngið. Þetta j er óútrcikanlegt tjón fyrir at- vinnulíf Siglufjarðar, og mönn- um verður hugsað til afla- Ieysisáranna fyrir 10—15 ár- um. Og þegar atvinnulíf Siglu- fjarðar er athugað nánar þá sést að þar er ekkii fjölskrúð- ugt um að lítast. Þrátt fyrir bitra rcynslu á löngu skeiði aflaleysisára kemur í ljós, að enn er vonin um happadrátt í síldarvertíðinni höfuðþáttur Ársþing HSÍ 5. október 6. ársþing H. S. í. 1963 verð- ur haldið í KR-húsinu 5. októ- j ber n.k. og hefst klukkan 2 e.h. siglfirzks atvinnulífs, sildar- söltun og síldarbræðsla hinn skamma sumartíma. Hér hcfur ekki átt scr stað svipuð þró- un í atvinnulífi og hjá sjávar- plássum öðrum hér norðan- lands. t.d. Ólafsfirði og Ilúsa- vík, sem báðir cru ört vaxandi staðir með fjölgandi ibúum og sífeldu atvinnulífi. Verkalýðsfélögin ræða málið Fyrir skömmu, eða 23. ágúst sl. var fundur haldinn í Trún- aðarmannaráðum verkalýðsfé- laganna Þróttar og Brynju, og var þar til umræðu hið alvar- lega ástand í atvinnumálunum þegar tryggingatímabili lyki, um og upp úr mánðarmótun- um ágúst — september. Á þess- um fundi gaf form. Þróttar yf- irlit um athuganir. sem hann hafði gert með viðtölum við nokkra helztu vinnuveitendur bæjarins. Kom þar í ljós að ekki myndi um neina aukningu að ræða, nema e.t.v. hjá Tupnuverksmiðjum rikisins. Líklegt var talið að þrír bát- ar myndu gerðir út til veiða fyrir Hraðfrystihús S. R. og e.t.v. tveir eða þrír fyrir ísa- fold fram að áramótum. Haust- vinna á plönum verður svo til engin. Engin síld hefur verið söltuð fyrir Niðurlagningaverk- smiðju S. R. og óvíst hvort keypt verður nokkurt hráefni handa henni. Togarinn Hafliði hefur verið bundinn í sumar. Snemma í ágúst kom til tals að senda hann á veiðar, en út- gerðarmálanefnd bæjarins taldi rétt að hann yrði ekki hreyfð- ur fyrr en gengið hefði verið frá stofnun útgerðarfélags þess, sem í ráði er að Sig'lufjarðar- kaupstaður og Síldarverksmiðj- ur ríkisins stofni með sér. Þeg- ar komið var fram yfir miðj- an ágúst og sýnt þótti, að síld- arvertíð myndi bregðast hér, fór mönnum að þykja það ó- hyggilegt að binda togarann vegna biðar á að fullnægt yrði einhverjum formsatriðum. — Trúnaðarmannaráðsfundurinn samþykkti því áskorun til bæj- arstjórnar og útgerðarmála- nefndar að leyfð yrði útgerð togarans. Daginn eftir hélt út- gerðarmálanefnd fund og um miðja vikuna þar á eftirkomu fulltrúar bæjarins og S.R. sam- an til fundar á Akureyri til að hefja undirbúning að stofnun útgerðarfélagsins. Þar mun hafa orðið samkomulag um að leyfa útgeirð . skipsins strax og þá fyrir reikning væntanlegs út- gerðarfélags. Bæjaryfirvöld tómlát Það sem við blasir er því ekki sen gl'æsilegast eða trygg- ast. Að vísu má segja að út- gerð 5—6 báta gefi allgóðar vonir, það skapast aUtaf mikil vinna í kring um slíka báta. En reynslan af drift' t.d. Hrað- frystihúss S. R. gerir margán tortrygginn. Það ber t.d. ekki vott um mikinn áhuga fyrír að fá hráefni. að bátum skuli vís- að frá með afla hvað eftir annað, vegna ástæðna, sem hvérgi myndu teknar gildar. — Stöðvun á útgerð Hafliða • í marga mánuði styður að því sama, og Niðurlagningarverk- smiðjan, sem miklar vonir höfðu verið bundnar við, hjá henni er stórtspumingarmerki; það veit enginn hvort hún verður látin lifa eða deyja. Einstaklingsframtakið í bæn- um er ekki upp marga fiska, enda styðja bæjaryfirvöldin 'lítið að einstaklingum. sem eitt- hvað vi’lja gera, fremur hitt að þeim sé torveldað að skapa sér aðstöðu. Ekki hefur bæjarstjóm, svo vitað sé, tekið þau alvörumál, sem nú blasa við, til umræðu, og um meiriháttar framkvæmd- ir á vegum bæjarins mun varla verða að ræða, þótt út- svörin séu býsna há. Ódýrar kvenmokkasíur Seljum í dag og næstu daga ódýrar kvenmokkasíur Stærð:35—42 Verð: Kr. 139 SKOVAL . • C Eymundssonarkjallara) AUSTURBÆJAR Austurstræti 18 Laugavegi 100

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.