Þjóðviljinn - 11.09.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 11.09.1963, Blaðsíða 8
3 SlÐA HÓÐVILIINN Miðvikudagur 11. september 1963 T ÖRYGGISMÁL SÍLDVEIÐISKIPA Síldveiðískip bíða fullhlaðin Iosunar í höfn. Fremst á myndinnii er eitt af stálskipunum, sem smíðuð voru í Austur-Þýzkalandi, en þau eru um 250 brúttólestir að stærð. Þar sem enn er byggt mikið af fiskiskipum fyrir íslfenzka aðila, þá eru þessar upplýsing- ar enn að berast frá miklum fjölda skipasmíðastöðva, og þar sem útreikningarnar eru í sam- ræmi við þessi settu ákvæði, þá er mikiu auðveldara að bera þetta saman og gera sér þannig grein fyrir hinum einstöku skipum. — Mér þykir rétt að geta þess, að Island hefur þannig orðið fyrst allra Norðurlandanna að setja fram kröfur um stöðug- leikaútreikninga á fiskiskipum. Af Norðurlöndunum munu Danir verða næstir, því þeir hafa nú ákveðið að frá 1. októ- ber næstkomandi verði þess krafizt að öll ný fiskiskip verði reiknuð út, og stöðugleikaút- reikningamir sendir til athug- unar dönsku skipaskoðunarinn- ar. Hin Norðurlöndin munu hafa í hyggju að bíða þar til einhver árangur liggur fyrir af starfi þeirrar sémefndar innan IMCO, þ.e.a.s. Siglinga- málastofnunar Sameinuðu þjóð- anna, sem hefur til athugunar stöðugleika skipa, þ.á.m. fiski- skipa. Skipaskoðun ríkisins hefur þannig nú fengið í hendur á- kaflega fróðleg grundvallargögn um stöðugleika íslenzkra fiski- skipa. Ennþá hefur ekki ver- ið hægt vegna manneklu að vinna úr þessum gögnum eins og nauðsynlegt er ef fullur árangur á að fást. Þó hafa ýms atriði þegar verið reikningslega staðfest, sum voru að vísu Ijós fyrir, þótt ekki hafi fyrr en nú ver- ið tiltækar tölulegar upplýs- ingar, sem hægt er að byggja raunhæft mat á. — Þótt enn eigi eftir að berast margir stöðugleikaútreikningar og enn hafi ekki verið unnið neitt að ráði úr því geysilega fróðlega safni útreikninga, sem fyrir liggur, þá tel ég þó rétt á þessu stigi málsins, að vekja athygli á ýmsum atriðum, sem ég tel að þegar megi að gagni koma. 1 júní í sumar sendi Skipa- skoðunin frá sér umburðarbréf varðandi atriði til aukins ör- yggis síldveiðiskipa. Þar eru fram talin 7 atriði er varða styrkleika skipanna, og 24 at- riði er varða öryggi skipanna að öðru leyti. Sum þessara at- riða höfðu þá þegar verið fram- kvæmd á mörgum nýjum skip- um í samræmi við fyrri ósk- ir Skipaskoðunar ríkisins, en önnur atriðanna voru nýlegar hugmyndir, taldar til bóta og -byggðar á reynslunni undan- farið, og á þeim útreikningum á stöðugleika skipanna, sem borizt hafa. Of langt mái yrði hér að telja öll þessi atriði upp, en þau voru þýdd á dönsku og á ensku, og munu koma smám saman í fram- kvæmd á þeim nýju skipum, sem nú eru í smiðum fyrir ís- lenzka kaupendur. Sum þessara atriða er varla hægt að fram- kvæma nema á skipunum i smíðum, en önnur atriðanna má vel framkvæma með nokkr- um breytingum á eldri' skipun- um líka. — Ég vil þér gera grein fyrir örfáum þessara atriða og ræða lítillega ástæð- umar íyrir þeim. Til athugunar Fyrst skal þá nefna það at- riði, að allt rými undir báta- palli verði lokað algjörlega vatnsþétt. Það er svo nú orð- ið, að á flestum skipum, sem eru með bátapalli, er þetta rými orðið að miklu leyti lokað, en þó opið að aftan og framan. Það er því oft sáralítil aukn- ing á yfirþyngd, að loka þessu rúmi algjörlega vatnsþéttu, með vatnsþéttum stálhurðum, með gúmmíþéttingum, o.s.frv. Frá öryggissjónarmiði er hinsvegar sá reginmunur á. að ef þessu rúmi er halaið lokuðu, með lokuðum hurðum á síldveiðum, þá getur fleytimagn þessa rým- is beinlínis rétt skipið við, ef þilfarið fyrir framan sjó- fyllir, í staðinn fyrir að ella' myndi þetta rúm verða fullt af sjó og þyngja skipið enn meirá niður. Sama máli gegnir einnig með hvalbakinn, að hann verþi einnig vatnsþétt lokaður og þess vel gætt, að allar vatns- þéttar hurðir sóu hafðar lok- aðar, nema rétt á meðan geng- ið er um þær. Framan við kraftblakkar- gálgann verði á bátapallinum staðsett hringlaga, vatnsþétt, lág stállúga með loki á hjör- um, þéttað með gúmmípakn- ingum, og spennubúnaði að neðan til lokimar. Tilgangur þessarar lúgu er að gera auð- veldara að nota kraftblökkina til að fjarlægja nótina af báta- pallinufn og setja hana niður á aðalþilfar inni í vatnsþétt lok- aða rúminu undir, þegar skipið er á siglingu. — Síðan má loka lúgunni vatnsþétt aftur. Á sama þátt má nota kraftþlökk- ina til að taka nótina aftur upp á bátapall, þegar hún skal notuð. — Með þessu móti fær- ist þyngd nótarinnar verulega niður, þótt að sjálfsögðu sé enn betra að setja hana niður í lest á siglingu. Þetta atriði er enn ekki komið á neitt skip í notkun. Hinsvegar hefur þess- ari hugmynd verið mjög vel tekið af síldveiðiskipstjórum og er sennilegt að hún komist í framkvæmd á öllum skipum, sem nú eru í smíðum, og þetta atriði er hægt að framkvæma með breytingu á langflestum stærri sfldveiðiskipanna, sem nú eru í notkun. 1 þessu umburðarbréfi eru ennfremur ýms atriði varðandi frárennsli frá síldarnótakassan- um á bátapallinum, þannig að kassinn er gérður elns ópínn og hægt er ti!l að sem minnst- ur sjór geti bundizt í honum, Ög auk þess. áð hánn sé allur gerður úr gataplötum, þannig að sjór geti runnið í gegn um skjólborðið, ofan við nótina. Ýms atriði eru í umburðar- bréfinu varðandi síldarruðn- ingsop, austurop, uppstillingu á stíum á þilfari og í lest, um botngeyma og kjölfestu og fleira þvílíkt. Krafizt er að hægt sé að stöðva allar þil- farsvindur með handtaki í brú. Krafizt er að bjargbelti uppfylli kröfur alþjóðasam- þykktarinnar um öryggi mannslífa á hafinu 1960, og hafi hlotið viðurkenpingu Skipaskoðunar ríkisins. Al- þjóðasamþykkt þessi hefur enn tekið gildi, en þessi bjarg- belti eru miklu fullkomnari en þau gömlu, og því ástæðulaust annað en að taka þau 5 notkun strax. Þar sem þvi verður við komið skal bjargbelti hvers manns fest með teygjubandi undir lofti yfir hverri hvílu, svo grípa megi bjargbelti í einu handtaki ef með þarf. — Að lokum segir í þessu um- burðarbréfi, að þar sem vistar- verur eru framan til í skipi, en bjargtæki að aftan, er mælzt til þess að geymd séu í kassa að aftan jafnmörg auka- belti og skipverjar búa fram í. — Þetta voru aðeins nokkur atriði úr umburðarbréfi Skipa- skoðunarinnar frá því í júní í sumar. Efni þess er aðallega miðað við skip í smíðum, en ég vil hvetja menn til að kynna sér efni þess nánar, því mörg atriðanna má hæglega taka í notkun með breytingum á eldri skipunum líka. Eins og ég gat um áðan, þá eru nú fyrir hendi hjá Skipa- skcðun ríkisins útreikningar yf- ir stöðugleika fjölda ís'lenzkra fiskiskipa. 1 þessum útreikn- ingum varð að sjálfsögðu að styðjast við áætlaða þyngd í lest og á þilfari miðað við rúmmál, einnig áætlaða þyngd nótar á bátapalli o.s.frv. Til þess að geta nú endurskoðað einstök atriði útreikninganna, er nauðsynlegt að fá sem ná- kvæmastar upplýsingar um ýms atriði sem allra flestra skipanna, eftir að þau hafa verið í notkun, og líka tölur yfir eldri skipin til að geta borið þau saman. Þann 4. júlí sl. sendi ég því öllum skip- stjórum síldveiðiskipanna um- burðarbréf með spurningalista til útfyllingar fyrir hvert ein- stakt síldarskip, með tilmæl- um um að endursenda svörin. Þyngd síldamótarinnar er mik- ilvægur liður í þessum spurn- ingalista. en farið er fram á að keyra síldamótina á bíla- vog ef hún þarf að fara i við- gerð, eða í síðasta lagi að síld- veiðum loknum. Svör eru þeg- ar farin að berast. og það er von mín að skipstjórar bregð- ist vel við þessari málaleitan minni, þannig að sem örugg- astar raunvemlegar staðreynd- ir fáist til að byggja á í sam- bandi við þessi öryggismál. Samkvæmt kröfum Skipa- skoðunar ríkisins um stöðug- leikaútreikninga, er stöðugleiki skipanna reiknaður út fyrir eftirtalin hleðslutilfelli: 1) Tómt skip, tilbúið til veiða. 2 Skipið fullhlaðið síld í lest og á þilfari. 3) Skipið aðeins með fulla lest af síld. 4) Tómt skip með allt þil- farið fullt af sjó. Á alþjóðafundi í stöðugleika- nefnd IMCO, þ.e.a.s. Siglinga- málastofnunarinnar, sem hald- inn var nú í maí í vor, skýrði ég frá stöðugleikaútreikningum á íslenzkum síldveiðiskipum og sýndi þá útreikningaboga miðað við síldarhleðsluna, Nefndarmenn trúðu því tæp- ast að skip gæti siglt um sjó í því ástandi sem útreikning- arnir sýndu, með sjó allt að 50 cm. yfir þilfari miðskipa, og um eða yfir helming farms- ins á þilfari. Þegar ég sýndi myndir af íslenzkum síldveiði- skipum á leið til hafnar, héldu þeir að um sökkvandi skip væri að ræða. 1 þessu h’leðslu- ástandi er án efa öryggið orð- ið sáralítið, og mun minna en margir telja, þó þannig hafi íslenzk síldveiðiskip siglt til hafnar um árabil, þá er þessi hleðsla að sjálfsögðu langt ,fram yfir það, sem skynsam- legt getur talizt frá öryggis sjónarmiði. Hættulegt ástand Þó er það annað hleðsluá- stand, sem útreikningarnir sanna, að getur verið jafnvel ennþá hættulegra sílveiðiskip- unum heldur en drekkhlaðið skip, og þessu ástandi tel ég að hafi hvergi nærri verið næg- ur gaumur gefinn, fyrr en þá helzt nú undanfarið, þegar skip eru tekin að farast í því á- standi. Hér á ég við svo til tómt- skip. með síldarnót á bátapalli, uppstillinguna á þil- fari og lensportin meira eða minna lokuð. — 1 útreikning- unum á þessu ástandi hefur samkvæmt umburðarbréfi Skipaskoðunar ríkisins um stöðugleika verið reiknað með að skjólborðshæð sé 1,3 metr- ar, en ef ágirndarborðin eru talin með þá er hæðin enn meiri. Ef sjór skyndilega fyllir þilfarið þá getur jafnvel á til- tölulega litlu skipi á gnnað hundrað tonn af sjó hvílt á bilfarinu, og með tómri lest, þá hafa útreikningamir sýnt, að fyrir getur komið það ástand að varla nokkurt þeir,ra skipa. sem nú eru í smíðum geta þol- að þetta, án þess að hvolfa. iafnvel þótt veður sé ekki sér- lega slæmt. Nú verður reyndar að gæta að því, að útreikningamir gera ráð fyrir sjófylltu þilfari á skipinu í sléttum sjó, og sjór- inn á þilfarinu er þannig reikn- aður sem föst þyngd. 1 reynd- inni er þetta að sjálfsögðu þannig, að strax þegar skipið fer að hallast, losnar það við töluverðan Hluta þess sjávar, sem á þilfarinu er, og léttist þá um leið, og getur rétt sig við aftur á eftir. En það getur líka eins vel viljað til, að skipið fái á sig annan sjó rétt á eftri, áður en þilfarið hefur tæmzt af sjó, og þá er skipið mjög illa undir það bú- ið að taka við áfalli, eftir að hafa misst svo mikinn stöðug- leika vegna þyngdarinnar á þilfarinu. . Til úrbóta á þessu ástandi er fyrst og fremst það, að skjólborð séu ekki óhóflega há, að stíur á þilfari séu ekki hafðar uppstilltar á siglingu, og jafnvel þótt þær séu upp- stilltar, þá séu rifur svo rif- legar að sjór geti auðveldlega runnið af þilfari. Til að lcsna við sjóinn þarf svo að sjá um, að austurop. þ.e.a.s. lens- portin, séu rífleg að stærð, og að þau séu laus og opin. Á þennan hátt styttist verulega sá tími er það hættuástand ríkir sem skipið er í meðan það er með sjófyllt þilfar. Verst em sett í þessu ástandi þau skip. sem ekki em með vatnsþétt lokuðu stóru aftur- húsi og vatnsþétt lokuðum hvalbak. en þó með bátapalli og nót uppi á bátapalli, ef siór kemur aftanfrá yfir skip- ið BB-megin. þannig að allf afturþilfarið sjófyllir, og líka gangurinn SB-megin upp að bátapalli auk alls framþilfars- ins. Ef uppstilling er á síld- arþiifarinu, þá rennur mjög hægt sjór að austuropunurh densportunum). jafnvel þótt þau séu opin og í lagi. Séu auk þess lestarlúgur ekki iok- aðar og skálkaðar, og e.t.v. hurð opin í lúkar eða í reisn þá þarf ekki mikinn sjó til að skipinu hvolfi, hversu gott s.ióskip, sem það annars kann að vera. Á nýsmíðuðu ca. 100 tonna skipi, sem þetta ástand var reiknað út fyrir nýlega. reynd- ist sjór á þilfat-i í 1.3 metra hæð vera 105 tonn. Ef skipið ætti að geta þolað þetta ástand í sléttum sjó, þá þyrfti að setja í skipið hvorki meira né minna en 60 til 70 tonn af ballest. — Það er þannie ereinilegt. að með ballest er “kki hæet að gera þetta skin nruggt f bessu ástandi, nema rýra verulega burðarhæfni skipsins tid fiskveiða. Að sjálfsögðu er rétt að auka ballest nokkuð. þannig að ör- ugglega vegi á móti þyngd síld- amótar á bátapalli og kraft- blakkar og öðmm slíkum út- búnaði. Öruggasta leiðin Mikið lengra er ekki hægt að fara með að auka stöðug- leika skipsins með auknum botnþunga. Ef það væri gert myndi skipin verða stíf og slæm vinnuskip. Það er því ekki önnur leið fær en að ráðast að meinsemdinni þar sem hún einkanlega er, en það er hin óhófslega þilfarshleðsla og háu skjólborð. Sennilega má gera öll íslenzk síldveiði- skip sæmilega ömgg í öllum venjulegum veðrum með því einu að hætta algjörlega við alla þilfarshleðslu, fjarlægja allar upphækkanir á skjólborð- um, hafa rífleg og ávallt opin lensport (austurop), og fjar- lægja allar síldarstíur á ,þil- fari, þannig að sjór renni ó- hindrað strax af þilfarinu og fyrir borð. Ennfremur yrði lokað vatnsþétt báðum göng- um aftan og hvalbak sömu- leiðis. Allar vatnsþéttar hurð- ir yrðu hafðar lokaðar, og lestarlúgur x ávallt lokaðar vatnsþétt á siglingu. Með þess- um róttæku aðferðum yrðu hinsvegar rýrðir vemlega hleðslumöguleikar íslenzkra síldveiðiskipa, og þar með tekjur áhafnarinnar, útgerðar- innar og þjóðarinnar allrar. Þetta' er því það sem íslenzka þjóðin verður að gera upp við sig, og þá að sjálfsögðu fyrst , og fremst sjómennirnir s.jálfir og fjölskyldur þeirra: Á aft gera skipin eins örugg og hægt er án * tillits til tekjuöflunar- möguleika þeirra við veiðar, eða á að slaka citthvað til á fyllsta öryggi til að geta haft meiri tekjur? En íslenzka þjóðin er ekkl ein um að þurfa að taka á- kvörðun í þessu stóra vanda- máli. Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna starfar sérfræðinga- nefnd innan siglingamálastofn- unarinnar IMCO, að alþjóðleg- um athugunum á stöðugleika- vandamálum allra skipa og á fundinum í London í vor var ákveðið. að sérstök undirnefnd athugaðí í,;<ðugleikamál fiski- skipa, og hverjar ráðstafanir Framhald á 10. síðu. Eftir Hjálmar R. Bárðarson, skipaskoðunarstjóra Síðari hluti i i t i 2

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.