Þjóðviljinn - 19.09.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 19.09.1963, Blaðsíða 12
Geysismenn eS sf örf um Kvikmyndaleiðangur Geysis kom ofan úr tíræfum á dögun- um eftir viku ferð norður Sprengisand og víðar. Um helg- ina fóru kvikmyndatökumenn- irnir austur í Skaftafellssýslu og Rangárvallasýslu og eru nú staddir þar. Þessi skemmtilega mynd er tekin á Vatnaöldu og sýnir þá félaga undirbúa mynda- töku. Leikstjórinn Reynir Odds- son er að kikja á mótívið og Gísli Gestsson og WiIIiam Lub- f tschansky standa til hliðar. Óvissan í flugvallarmálinu oriin hættuleg þróun íslenzkra flugmála Það er samróma álit allra sérfræðinga, inn- lendra sem erlendra, að Reykjavíkursvæðið þarfn- ist síns flugvallar. Hitt er annað mál, hvernig þessum málum verður skipað í framtíðinni, hvort núverandi Reykjavíkurflugvöllur verður notað- ur áfram eða nýr völlur reistur annarsstaðar, en óhjakvæmilega verður að taka ákvörðun um þetta mál í allra nánustu framtíð. Ég vænti þess fasílega að ákvörðun í þessum efnum verði tekin í vetur, því að við núverandi óvissu verður ekki unað lengur. Hún tefur fyrir óhjákvæmilegri þróun íslenzkra flugmála og við stefnum hraðbyri í átt til aukinna vandræða, vegna þess að við vitum ekki hvað við eigum að gera. Þrefað am sild Æsifrétt birtist í Al- þýðublaðinu í gær um sölu saltsíldar til Rússa og mátti skilja að sölusamn- ingar væru farnir út um þúfur. „Neita Rússar að kaupa söltunarsíldina á Seyðisfirði og yfir höfuð alla saltsíld fyrir norðan og austan/ í sumar?" spyr Alþýðublaðjð hneykslað. Þjóðviljinn hafðS sam- band við fréttaritara sinn á Seyðisfirði í gær og kynnti sér gang mála. Rússneskur • matsmaður dvaldi á Seyðisfirði á dög- unum og er nú á yfirreið um síldarstaðina fyrir norðan og austan. Hann hafði meðal annars kíkt á nokkrar síldar hjá Hafold- unni, síldarplani Sveins Benediktssocar og hafði lent í þrefi milli síldar- kaupmannanna um gæði vörunnar. Uppistaðan er nú ekki veigameiri. Það þyklr engln ný- lunda, samkvæmt reynslu undanfarinna sumra í síld- arstöðum fyrir norðan og austan, að rússncskir mats- menn bykja dómstrangir um gæði síldarinnar og þykja heldur óvinsælir hjá síldarsaltendum, sem þyk.ia Rússarnir svifaseinir til þess að dansa á línu vest- rænna braskara. Er þar átt við mútubægni og hverskonar óheiðarleika í milliliðastarfsemi. Hér' má segja: „Fjallið tók jóðsótt og fæddist lítil mús." Eitthvað á þessa leið fórust flug- málastjóra, Agnari Kofoed- Hansen orð í gær, er hann ræddi við fréttamenn ásamt nokkrum öðrum starfsmönnum flugmálastiórnarinnar. Til um- ræðu voru einkum öryggismál Reykjavíkurflugvallar, eins og frá er skýrt á öðrum stað í blaðinu, en flugvallarmálið siálft, staðsetning hans eða nýr flugvöllur á borgarsvæðinu bar einnig lítillega á góma. Flugmálastjóri sagði, að er- lendur sérfræðingur, Hellman I allt sumar, gert margvíslegar að nafni, hefði starfað hér á athuganir er að gagni mættu vegum flugmálastjórnarinnar í | Framhald á 2. síðu. Fimmtudagur 19. september 1963 — 28. árgangur — 200. tölubiað. leigubílstjéri kærir lögreglu varðstjóra Leigubílstjóri sem ekur hjá Steindóri, Kjartan Pálsson að nafni, hefur kært Sigurð Ágústsson varðstjóra í um- ferðarlögreglunni fyrir líkamsárás. Segir hann Sfgurð hafa sleg/ð sig í andlitið og fleygt sér út úr bifreiðinni er hann tregðaðist við að hlýða fyrirmælum hans um að færa bifreiðina. Var bílstjórinn að bíða eftir farþega er þetta gerðist. Málið er komið til Sakadóms Reykja- víkur til rannsóknar. Atburður þessi gerðist sl. Iaugardagsmorgun á Hverfis- götu. Segir Kjartan svo í kæru sínni að' hann hal'i ver- ið kallaður að hárgreiðslu- stofu til þess að sælcja far- þega. Ók hann þangað og tók Herskipaflotinn í höf n 10000 neytendur hafa mót- mælt lokun söluturnanna í dag kemur til afgreiðslu í borgarstjórn kvöld- sölumálið svonefnda og í tilefni af því kallaði stjórn Félags söluturnaeigenda fréttamenn á sinn fund í gær. Þar voru lagðar fram í skíru og á- kveðnu formi þær athugasemdir, sem félagið tel- ur sig þurfa að gera í sambandi við frumvarp þeirra Sigurðar Magnússonar og Páls Líndal. Þessar athugasemdir eru birtar orðrétt á 2. síðu blaðsins. Hafliði Jónsson formaður fé- lagsins lagði sérstaka áherzlu á að hér væri um þrennskonar kvöldsölufyrirkomulag aö ræða. 1 fyrsta lagi matvörubúðir með söluopi. einstæðir turnar og bið- skýli, sem selja vöru sína útum söluop og svo litlar búðir. bar sem seldur er takm. fjöldi vörutegunda, sem afgreiddar eru yfir veniulegt búðarborð. Fjöidi þessara staða f allt er um 100. en að frádregnum matvöruverzl- ununum eru þeir um 50-60, hins- vegar eru síðastnefndu staðirnir ekki nema 30-40 og myndi uýja reglugerðin einkum koma hart niður á þeim. Ætlunin er sem sagt að biðskýlin selji sína vöru eftir sem áður til klukkan 23.30 með sama fyrirkomulagi og verið hefur. einstæðir turnar sem til þessa hafa selt beint út á göt- una gegnum söluop munu halda því fyrirkomulagi, en verða að loka. klukkan 22.00, en litlu búð- irnar verða að set.ia hjá íér söluop, selja gegnum það allan daginn og til kl. 22.00 á kvöldin. Almennar matvöruverzlanir. sem til þessa hafa haft söluop á verzluninni sjálfri, verða þá að færa það á sérstakt húsnæði og selja um það eingöngu svo- kallaða munaðarvöru. sem nánar er kveðið á um í reglunum,. en hafa að öðru leyti opna búð til- klukkan 22.00 öðru hverju og eftir reglum sem settar yrðu. Stiórn Félags söluturnaeigenda telur að þarna sé um greinilegan mismun að ræða. Þessar regiur stefni allar að því að kippa grundvellinum undan söluturnun- um og færa þau viðskipti, sem til þessa hafa farið fram í turn- unum í verzlanirnar. Vegna alls þessa spyrja sölu- turnaeigendur nú sem svo: „Hvar er nú hin friálsa samkeppni og forsvarsmenn hennar?" Aðspurðir kváðu þeir undir- skriftasöfnunina halda áfram af fullum krafti. I fyrradag skiluðu þeir um 7000 nöfnum til borgar- ráðs og kváðu þeir ekki ólík^eiJt að söfnunin væri nú komin f 10.000 nöfn. — Sjá greinargerð á 2. síðu. ÞEGAR LJOSMYNDARA blaðs- ins varð gengið um höfnina í gær, þótti honum þessi sjón einna merkilegust. af því, sem fyrir augun bar. Fimm sjöundu hlutar her- skipaflota íslendinga í höfn! ÞARNA LIGGJA hlið við hlið: Ægir. Albert, Sæbjörg, Gaut- ur og María Júlía, aðeins Óðinn og Þór eru úti að gæta landhelgislínunnar og vera til taks ef'. eithvað verður að hjá flotanum. ÞAÐ HEFÐI svoseni litlu mun- að fyrir gæzluna þó að þeir hefðu legið þarna lika, en myndin hefði hinsvegar orðið miklu skemmtilegri." '(G.O.) I konu þá er pantað hafði bíl- inn og ók með hana að húsl á Laugavegi en þangáð var hún að sækja hárgreiðslu- tæki. Ok Kjartan síðan aftur að hárgreiðslustofunni og lagði bifreiðinni þar fyrir íraman við gangstéttina og bar tækin inn f húsið fyrir konuna. Segist hann' siðan hafa ætlað út í þílinn aftur til þess að bíða eftir konunni er ætlaði að fara aftur með bílnum. 1 þessum svifum bar Sigurð Ágústsson uimferðarlögregluimann að og skdpaði hann Kjartani að fara af götunni með bílinn og leggja honum annars staðar. Tregðaðist Kiartan við ög sagð- ist vera að bíða eftir fanþega sem kæmi á hverri stundu og væri sér því heimilt að láta bílinn standa þarna á götunni á meðan. Segir Kiartan að Sig- urður hafi sezt inn I bflinn til sín og sagt að hann myndi þá færa hann sjálfur. Drap Kjart- an þá á bflnum en Sigurður kveikti á honum aftur. Ber Kiartan síðan að Siguröur hafi greitt sér þungt högg á gagn- augað, varpað sér út úr bíln- «m og ekið honum burt, lagði honum á götuna allmiklu innar og tók úr honuim lyklana. Fékk bílstjórmm þá ekki aftur fyrr en um hádegi. Kjartan segist hafa beðið Sig- Framhald á 2. síðu. Nýr bátur til Siglufjarðar Siglufirði i gær. — Hingað til Siglufjarðar er væntanlegur ein- hvern næstu daga nýr bátur4 Æskan, SI 140. Báturinn er smíð- aður í Odense á Fjóni, gerðúr úr eik og er rúmlega 180 brúttó- lestir að stærð. 1 honum er 330 hestafla Bolindervél. Eigandi skipsins er Æskan h.f. en aðalhluthafi í því fyrirtæki er Þráinn Sigurðsson útgerðarmað- ur. Skipstjóri á heimsiglingunni var Björn Friðbiarnarson. — K. F. Styrkir úr Menningar- og minningarsfóði kvenna Nýlega er lokið styrkveiting- um úr Menningar- og minningar- sióði kvenna. Til úthlutunar voru að þessu sinni 51 þúsund krón- ur, er skiptast þannig: S0O0 — krónur hlútu: Sigurveig Hialtested til söng- náms, Þórunn Elfa Magnúsdótt- ir til handritakönnunár. 4000,—krónur hlutu: Albína Thordarson til náms f húsagerðarlist. Eyborg^ Suð- mundsdóttir til náms f málara- list, Líney Skúladóttir til náms í húsagerðarlist, Signý Thorodd- sen til náms f sálarfræði. 3000,—krónur hlutu: Agnes Lðve til náms í píanó- leik. Edda Scheving til sníða- náms, Sigríður Haraldsdóttir til náms í heimilishagfræði, Sigurl. Svanfríður Benjamínsdóttir til sémáms í framleiðslu, Þórunn S. Ólafsdóttir til söngnáms. 2500,—krónur hlutu: Guðrún Hansdóttir til náms f íslenzkum fræðum. Kristín Ragn- arsdóttir til tannlæknanáms. Ólof Jónsdóttir til kennaranáms, Ragn heiður Hansdóttir til tannlækna-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.