Þjóðviljinn - 28.09.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 28.09.1963, Blaðsíða 1
Laugardagur 28. september 1963 — 28. árgangur — 2°8. tölublað. 30. ágúst sl. undir- ritaði Óttar Möller forstjóri Eimskipa- félags íslands samn- ing við Álborg "Værft 'fyrir hönd félagsins um smíði á tveim vöruflutningaskipum. Myndin hér að o'fan er af teikningu af skipunum er verða systur- skip. Sjá nánar frétt á 12. síðu. Kafað eftír bílnum Umdeild lengd af hafnargarði ásamt vörubíl söltk í hafið á Úlafs- vík á miðvikudagsmorgun. Hér sést kafarSnn fara niður til þess að festa taug í vörubílinn, sem var svo dreginn upp með garðinum á þurrt land um kvöldið. A 18. siðu er yfirlýsing frá fréttaritara Þjóðviljans á Ólafsvík út af ummælum Alexanders Stefánssonar, formanns hafnarnefndar, í Tímanum í gær. r- r Otrúlegt-en satt GÍG þiggur ekki boð um utanferð! 1 gær barst Þjóðviljanum eftirfar- andi fréttatilkynning frá utanríkis- ráðuneytinu: i.Ríkisstjórn Suður-Afríku hefur ný- lega boðið utanríkisráðherrum allra Norðurlandanna fimm að koma til Suður-Afríku til þess að kynna sér á- standið og aðstæður þar í landi. Sósíalistar / Reykjavík takiB eftir! ¦ífc- Stjórn Sósíalistafélags Reykjavíkur viill eindregið minna alla félaga á söfnun þá til Þjóðviljans og efl- ingu styrktarmannakerfis blaðsins sem nú stendur yfir. ic Félaginu er ætlaður drjúgur hluti þeirrar fjár- hæðar, sem miðað er við að safnist fyrir 25 ára af- mæli Sósíalistaflokksins 24. október n.k., og nauðsyn- legt er að hver einstakur félagi hefjist handa og geri skyldu sína, því tíminn til stefnu er stuttur. <£- Keppni milli deilda Sósíalistafelagsins hefur verið hrundið af stað og mun Þjóðviljinn skýra nán- ar frá gangi hennar í næsíu viku. ¦fr Skrífstofurnar Tjarnar- götu 20 og Þórsgötu 1 verða opnar í dag frá kl. 10—12. Þessu boði hefur í dag verið svarað með samhljóða orðsend- ingúm frá ríkisstjórnum IJprður- landanha á þá leið. að skoða verðið boðið í ljósi þeirrar á- byrgðar, sem hvíli í Sameinuðu þjóðunum til lausnar á þeim vandamálum, sem kynþáttadeil- an í Suður-Afríku hafi skapað. Þess vegna væri það sameig- inlegt álit ríkisstjórnanna, að utanríkisráðherrarnir ættu því aðeins að taka boðinu, ef heim- sóknin væri líkleg til þess að greiða fyrir lausn vandamálsins í samræmi við sáttmála Samein- uðu þjóðanna, en rikisstjórntr Norðurlandanna litu bins vegar svo á. að heimsókn sem þessi væri því miður ekki tímabær eins og á stæði, og er þar átt við, að málið sé nú til umræðu á allsherjarþinginu." Sjá síðu @ SVEIK UT 2 MILUÓNIR GAF SIG FRAM ÍGÆR í gærmorgun hringdi Sigurbjörn Eiríksson veitingamaður Glaumbæ til lögfræðings síns og bað hann að koma sér í samband við lögregluna, en Sigurbjörn hefur farið huldu höfði síðan Lands- bankinn kærði hann fyrir að hafa selt þar falsaðar ávísanir að upphæð 1,9 milljónir. p Sigurbjörn játaði við yfir- heyrslur í gær að hann væri sekur um verknaðinn, en ekki vildi hann gera grein fyrir því hvað af peningunum varð. Ávís- anirnar voru 6 að tölu og stíl- aðar á tvo aðra banka, Sam- vinnubankann og tJtvegsbank- ann. Gjaldkerarnir í Landsbank- anum munu ekki hafa gætt þeirr- ar reglu að hringja í viðkom- andi banka og athuga hvort innstæður væru til. Avísanirn- ar voru samtals að upphæð 1.935.000 krónur. Komið til sakadómara Halldór ÞQrbjðrnsson saka- dómari tók við rannsókn máls- ins í gær og yfirheyrði Sigur- björn. Ekkert mun hafa komið út úr þeirri yfirheyrslu annað en játningin. Fór huldu höfði Sigurbjörn seldi umræddar á- vísanir í Landsbankanum á fimmtudag, föstudag og laug- ardag í síðustu viku, en kæra Landsbankans kom til sakadóm- ara sl. miðvikudag. Sigurbjörn fór þá huldu höfði, sem 'fyrr segir, en hans var leitað þang- að til í gærmorgun að hann gaf sig fram. Hann var í borginni allan tímanri. Ekki er enn vitað hve viða- mikið mál þetta kann að verða og hve margir kunna að koma þar við sögu áður en lýkur. Hvarf úr Borgar- firði, kom fram í Hafnarfirði I hádegisútvarpinu í gær,- lýsti lögreglan í Borgarnesi eftir Í3 ára : gamalli telpu, Haföldu Breiðfjörð, sem hafði horfið frá bænum Stóra-Botni í Borgar- firði í fyrrakvöld klukkan um 11. Lögreglan á Akranesi fór með hóp leitarmanna suður í Hvalfjörð. til að leita að telpr unni, en talið var að hún væri á leið til Reykjavíkur, heim til sín. Ekki höfðu leitarmenn verið lengi að, þegar þau boð bárust frá Hafnarfirði að stúlkan væri komin þar fram. Ekki hafði hún samt gert vart við sig heima. Telpan var í sumardvöl að Stóra-Botni. Þurraþrm eða þurraþrm ekki í saltsíldinni? ¦ Samkvæmt fréfct í Tímanum í gær rannsök- uðu rússneskir yfirtökumenn 5500 tunnur af salt- síld á Seyðisfirði í fyrradag og vísuðu þeir frá 1000 tunnum af þessu magni vegna þurraþráa. Hafði þó íslenzka síldarmatið samþykkt þessa síld sem útflutning'shæfa vöru á sínum tíma. -k Þjóðviljinn hafði samband í gær við Leó Jónsson, forstöðumann ríkismatsins en hann var þá staddur á Vopnafirði. Blöðunum sæmst að þegja * Leó Jónsson kvað sér ekki vera kunnugt um þessa frávísun Rússanna á Seyðisfirði og yfir höfuð ekki á öðrum stöðum fyrir austan. Fæst orð hafa minnsta ábyrgð. Aðspurður um hvort gerð- ardómur fjallaði um frávísað magn, sem að dómi síldarmatnr.s væri boðleg vara, kvaðst hann ekki vita til að sh'kt væri á döfinni. öll dagblöðin hefðu skrifað mikið um þetta mál og af litlu viti að sínum dómi og væri þeim sæmst að þegja. •k Aðspurður hvar Rússarnir hefðu yfirfarið síld fyrir austan, sagði hann þá hafa yerið á Seyðisfirði, Norðfirði, Eskifirði. og Reyðarfirði og væru þeir nú að halda norður á bóginn til Vopna- fjarðar, Raufarhafnar og hafnanna við Eyjafjörð. ¦*¦ Leó Jónsson kvað þránun í síld aldrei hafa orðið deiluefni fyrr við rússneska yfirtðkumenn og hafi áður aðeins verið deilt um hvernig síldin væri kviðskorin. Átti ekki von a blómvendinum HALLDÓRA JÓNSDÓTTIR, hús- móðir á Akureyri, átti ekki von á því að forstjóri Flug- félags Islands tæki á mótí henni og afhenti stóran blóm- vönd, er hún steig út úr Ak- ureyrarflugvélinni á Reykjar- víkurflugvelli um hádegis- bilið í gær. EN BLÓMIN fékk hún samt og tilefniið var að hún reyndist vera milljónasti farþeginn með flugvélum Flugfélags Is- lands. — Sjá frétt og mynd á 12. síðu. Sovézk hveitikaup í USA ViBskiptabanh á hel/arþröm Sjá síður © og Q íslenzkar grágæsir eru nú um nítján þúsund að tölu Eins og kunnugt er af fréttum, hefur í sumar verið unnið að því að telja íslenzkar grágæsir, og reyndust þær 19 þús- und talsins. Jafnframt hefur enskur sérfræð- ingur, dr. Janet Kear, unnið að því að rann- saka tjón það, er gæsír valda á haustin. Tjónið telur hún langsamlega mest á Héraði, en auk —Valda lang- mestu tjóni á HéraBi þess mikið í Austur- Skaftaíellssýslu, Skaga- firði og við neðanverða Þjórsá. Þrátt fyrir þetta telur dr. iJan- et Kear tjóhið minna eö hún hafði búizt við. Kann það bæði að vera sökum þess að fólk er nú varara um sig en áður og hitt eins, að gæsum hefur fækk- að nokikuð undanfarið. Gæsirnar reyndust sem fyrr segir um 19 þús. talsins, en við talningu í Skotlandi, þar sem grágæsin heldur sig á vetrum, hefur stofn- inn vanalega reynst 25 til 30 þúsund. Hefur þvi stofninn minnkað allverul. undanfarið. nema vera kynni að verul. fjöldi gæsa hafi leynzt fyrir leitar- mðnnum, en það má telja nær útilokað. Hinsvegar gætu und- anfarnar vetrarhörkur á Bret- Ianidseyjum skýrt þessa fækkun. Dr. Kear ferðaðist norður og austur uffi Iandið allt að Horna- iPramhald á 2. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.