Þjóðviljinn - 28.09.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 28.09.1963, Blaðsíða 6
0 SlÐA HÖÐVILJ5NN Latigardagur 28. september 1963 Skæruliðarí Suður- Vietnam „Staðgengíllinn", leikrit vest- ur-þýzka rithöfundarins Rolfs Hochuths um Píus páfa tólfta og Gyðingana, hefur allt frá því að það var frumsýnt í Vestur-Berlín vakið mikla at- hygli — og úlfúð meðal þeirra sem eklú þola að hans heilag- leiki sé gagnrýndur. 1 leikrit- inu er Píus sakaöur um að Tillagan um tugakerfíð vekur fögnuð Hugmyndin um að aðlaga brezku myntina tugakerf- inu hefur vakið mikinn fögn- uð í brezkum blöðum. Því hef- ur hinsvegar verið minni gaum- ur gefinn hvaða hátt eigi að hafa á þessum umskiptum — hvort 100 smáeiningar eigi að vera í pundinu eða hvort taka eigi upp nýtt pund sem iafn- gildi shillingum. The Times hefur lýst því yfir að ríkisstjórnin verði nú að velja á milli þessara tveggja kosta — og því fyrr því betra. The Guardian segir að rann- sóknir sérfrasðinganefndarinn- ar sem tiMögur gerði um breyt- inguna bendi heldur í þá átt- ina að hentugra væri að taka upp tíu shillinga pundið. Daily Mirror skorar á stjóm- ina að láta hendur standa fram úr ermum og taka tuga- kerfið upp, hið skjótasta. Daily Sketch minnir á að í heila öld hafi verið rætt um nauðsyn þess að endurbæta myntkerfið í Bretlandi og seg- ir að sannarlega sé mál til þess komið að af því verði. Aðeins Daily Express, sem er i eign Beaverbrooks lávarð- ar. er andvígt umskiptunum og segir að Bretar geti veitt tíma og fé til mun mikilvægari verk- efna. é>- Píus XII. hafa látiið hjá líða að koma Gyðingunum til hjálpar á þeim tímum er böðlar hund- eltu þá og myrtu þúsundum saman. Verður að flýja land Nú er svo komið að höfund- ur lei'kritsins hefúr ákveðið að yfirgefa Vestur-Þýzkaland þar sem hann telur sér ekki vært þar í landi sökum árása páp- ista. Leikritið hefur verið tek- ið til sýningar í Basél í Sviss. Fyrir írumsýninguna streymdu nafnlaus bréf til leikaranna og var þeim hótað öllu iliu ef þeir hættu ekki við að leika hlutverk í Staðgenglinum. Ennfremur barst lögreglunni í borginni bréf þar sem hótað var að sprengja bæði gyðinga- kirkjuna og frímúraraheimilið í loft upp ef lei'kritið yrði sýnt. Kaþólskir ofstækismenn í Bas- el hafa auk þess efnt til fjölda- göngu þar sem leiksýningunni var mótmælt. Bréf frá Schweitser Meðal þeirra sem látið háfa mál þetta til sín taka er frum- skógalæknirinn Albert Schweit- ser. Hann ritaði nýlega bréf til Rowolt-útgáfunnar í Ham- burg, sem gefið hefur Stað- gengilinn út í bókarformi. t bréfi sínu segir Schweitser að kaþólska kirkjan beri sinn hluta af ábyrgðinni á gyðinga- ofsóknunum í Þýzkalandi, en mótmælendakirkjan sé að þessu leyti undir sömu sök seld. Ábyrgð mótmælendakirkj- unnar felist í þvi að hún leit á ofsóknimar sem hverja aðra staðreynd. Hinsvegar sé ka- þðlska kirkjan sekari þar sem hún var — andstætt mótmæl- endakirkjunni — skipulagður og alþjóðlegur valdaaðili. — Við öll sem lifðum þessa ómennsku og hræðiiegu tíma erum þó sek, þar sem við svikum Gyð- ingana, bætir Schweitser við. ☆ ☆ ☆ — Okkar timar eru einnig án mannúðar og því er leik- rit Hochmuths meira en rétt- mæt greinargerð um horfið tímabil — það er hróp til okk- ar alira um að halda vöku okkar. Frú Ngo Dinh Nhu, mágkona Diiems forseta í Suður-Víetnam, er nú farin til Bandaríkjanna til þess að tryggja það að þarlendir ráðamenn haldi áfram að senda einræðisstjórninni fé, vopn og „sérfræðinga" henni til fulltingis í „baráttunni gegn kommúnsmanum“. Nú liggur mikið við því að fregnir herma að þjóðfrelsishreyfingin Víetcong hyggi á umfangsmikla sókn. Myndin sýnir Vfetcongliða á göngu um frumskóginn — þeir eru einnig á mýrlendinu og uppi í fjöllum. Haft eftir ,góðum heimildum' í Vínarborg Sovézki herinn verður fluttur úr Ungverjalandi fyrir vorið Það er haft eftir „góðum heimildum“ í Vínarborg að senn muni hefjast brottflutningur sovézka herliðsins í Ungverjalandi og sé ætlunin að honum verði lokið fyrir næsta vor. Sagt er að sovétstjómin hafi orðið við tilmælum ungversku stjórnarinnar um brottflutning sovézka hersins, en hann er í Ungverjalandi á vegum Varsj árbandalagsins. Það er fréttaritari norska „Dagbladets" í Bonn, Jon- Hjalmar Smith, sem segir þessi Farartálma breytt í orkulind Járnhliðið mun verða full- virkjað eftir tæpan áratug Eftir nokkur ár mun enginn ferðamaður þekkja aftur Jám- hliðið fræga í Dóná sem lengi hefur verið rómað fyrir feg- urðar sakir. Þá verður búið að reisa stíflu sem hækkar yfir- borð árinnar um 35 metra og og myndar 150 kflómetra uppi- stöðu til virkjunar. Virkjun jómhliðsins á að framleiða um^- 10 milljarði kílóvattstunda á ári og er það jafnmikið og allar virkjanir í Rúmeníu framleiddu á síðasta ári. Við Járnhliðið eru landamæri Rúmeníu og Júgóslavíu. Dóná brýzt þar í gegnum syðri Karpatafjöll í 150 metra breið um þrengslum en breidd henn- ar er annars frá einum til eins og hálfs kílómetra. Járn- hliðið hefur alltaf verið verstr hindrunin fyrir skipaferðir ur næst-s.tærsta fljót í Evrópu. 1 lok síðustu aldar var gral inn stuttur og tiltöluleg' grunnur skipas,kurður á hægr bakkanum og gátu skip eftir það sneitt hjá þrengslunum. Rannsóknir 1 mörg ár hafa sérfraéðingar rannsakað möguleika á þvi að virkja vatnsaflið og leysa siglingavandamálið á þann hátt sem samsvarar samgöngu- kröfum nútímans. Árið 1956 skipuðu Rúmenar og Júgóslavar í sameiningu nefnd til þess að kanna málið frá tæknilegu og fjárhagslegu sjónarmiði. Rikisstjómir beggja landanna samþykkktu tillögur nefndar þessarar og í júní- mánuði síðastliðnum var í Bukarest gengið frá samning- um um sameiginlegar fram- Framh. á 8. síðu. tíðindi og ber fyrir sig, eins og áður segir, „áreiðanlegar heimildir" í Vínarborg. Hann hefur fyrir satt að Kadar, for- sætisráðherra Ungverja, hafi fengið loforð fyrir því, að all- up sovézki herinn í Ungverja- landi verði fliuttur þaðan í síðasta lagi fyrir 1. apríl næsta vor. Ekki í fyrsta sinn Á það er bent að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem orðróm- ur kemur upp um að til standi að flytja burt sovézka herlið- ið úr Ungverjalandi, en í því munu vera um 80.000 manns. Blöð á vesturlöndum töldu sig þannig í vetur sem leið hafa ástæðu til að ætla að tilkynn- ing um brottflutning hersins myndi birt í Ungverjalandi í apríl sl. Úr þvi varð þó ekki, en í þess stað var tilkynnt al- menn sakaruppgjöf og voru þá nær allir látnir lausir þeirra sem dæmdir voru í fangelsi eftir atburðina haustið 1956. „Kadar trausíur í séssi“ Fréttaritari „Dagbladets" seg- ir, að nú beri öllum saman um, að sovézki herinn verði fluttur burt úr landinu í vetur. Bæði fylgis- menn og andstæðingar Kadars séu þeirrar skoðunar að stjórn hans njóti svo mikilla vinsælda í Iandinu, að engin hætta sé á því að atburðimir haustið 1956 endurtaki sig. Hann sé traustur í sessi, en brottflutn- ingur hins erlenda herliðs myndi enn auka á vinsældir hans. Því fari fjarri að honum sé nokkur stuðningur að hinu erlenda herliði, nema þá síð- ur sé. Hundruð þúsundu minnust Kóreustríðsins Dómur á Spáni Tveir andfasistar í 30 ára fangelsi Það gífurlega mannhaf scm sést á myndinni var á aöaltorginu í Pjongjang í Noröur-Kóreu ekki alls fyrir löngu og var mannfjöldinn þar saman kominn til þcss að miinnast Kórustríðsins en I sumar voru liöin tíu ár frá lokum þcss. Spænskur herréttur dæmdi fyrir skömmu tvo Spánverja í 30 ára fangelsi fyrir hermd- arverk. Annar hinna dæmdu heitir Manuel Borrero Lopez, 34 ára að aldri, múrari að at- vinnu og sex barna faðir. Hinn er 27 ára myndhöggvari, Juan Saloedo Martin að nafni. Að sögn yfirvaldanna viður- lcenndu þeir báðir að hafa komið fyrir sprengjum við að- álbækistöðvar hcrsins og dóms- höllina í Valenciu 2. descm- ber síðastliðinn og hafa þar með farið eftír fyrirmælum frá íberísku anarkistasamtökunum sem bækistöðvar hafa í Frakk- landi. Ennfremur á Martin að hafa viðurkennt að harm hafi kom- ið fyrir sprengju í skrifstofu spænska flugfélagsins Iberiu í Róm. Til að steypa Franco Verjandi hinna dæmdu sagði Cyrir réttinum að skjólstæðing- ar hafi komið sprengjunum þannig fyrir og á þeim tíma að þær hefðu ekki skaðað fólk. Fór hann fram á að dómur- inn yrði mildaður um 18 ár en þau tilmæli komu fyrir ekki. Mennimir tveir voru hand- teknir fyrr í þessum mánuði, annar í Gerona, hinn í Se- villu. Martin sagði fyrir rétt- inum að starfsemi hans hefði miðað að því að velta Franco einræðisherra úr sessi en ekki að því að valda spænsku þjóð- inni tjóni. Sprengingar í Madrid Þetta er í fyrsta sinn sem Spánverjar eru dæmdir fyrir hermdarverk, síðan andfasist- amir tveir voru kyrktir í iám- um 17. ágúst síðastliðinn. Þrír Frakkar sem setið hafa í spænsku fangelsi frá þvi í marz munu verða dregnir fyr- ir rétt innan skamms. Fyrir fáeinum dögum sprakk sprengja að næturþeli við kirkju eina í Madrid, ekki langt frá bandariska sendiráð- inu. Sendiráðsvörðurinn flýtti sér á staðinn en kom ekki auga á neinn grunsamlegan. Skömmu áður höfðu tvær aðr- ar sprengjur sprungið í Madrid. önnur við vestur-þýzka sendi- ráðið, hin í námunda við það marokkanska. Ábyrgð kirkjunnar á Gyðingaofsóknum Pápistar æfir vegna leik rits um Píus páfa tólfta

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.