Þjóðviljinn - 28.09.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 28.09.1963, Blaðsíða 3
Laugardagur 28. september 1963 tlðÐVUJINN SÍÐA 3 Lýsa andstyggð á kynþáttakúgun Verwoerds Norðurlönd öll hafna boði að senda ráðherra til S-Afríku PRETORIA og NEW YORK 27.9. — Stjórnir allra NorSurlanda hafa hafnaS boSi Verwoerds, forsætisráS- herra SuSur-Afríku, aS senda utanríkisráSherra sína til landsins aS kynnast ástandinu þar. NorSurlönd hafa jafnan veriS fremst í flokki þeirra sem fordæma of- sóknir Verwoerds og hans líka gegn hinum afrísku í- búum landsins. Það var fyrst í gærkvöld að það spurðist að stjómum Norð- urlanda liefði verið gert slíkt boð, en það mun hafa verið borið formlega fram fyrir rúmri viku. Stjóriiir Norður- landa höfðu samráð með sér um málið og mun það líklega hafa verið rætt á fundi for- Vorum svo til alls gáðir, segja flugmenn SAFE OSLÓ 2779 — Flugmennirnir á flugvél SAFE, félags Braathens útgerðarmanns, sem sænskir far- þegar sögðu vera svo drukkna að þeir neituðu að fljúga með þeim, sögðu við heimkomuna til Oslóar, að frásögn Svíanna hefði verið mjög ýkt. Þeir hefðu að vísu fengið sér svolítið í staupinu. Á knattspyrnuleikn- um í Liege sem þeir horfðu á hefði brennivínsflaska gengið á milli þeirra og hefðu þeir dreypt á henni, en verið alls gáðir engu að síður. sætisráðherranna í Kaupmanna- höfn og urðu þær ásáttar um að hafna boðinu. Sendiherrum Suður-Afríku í höfuðborgum Norðurlanda var í dag til- kynnt samtímis um höfnun boðs- ins. (1 frétt Reuters frá Pretoria er að vísu tekið fram að svar frá íslenzku rikisstjórninni hafi enn ekki borizt, en utanríkis- ráðuneytið hefur, eins og skýrt er frá annars staðar í blaðinu, tilkynnt að boðinu hafi verið hafnað). Fara undan í flæmingi Embættismenn stjórnar Suð- ur-Afríku fara undan í flæmingi þegar þeir éru spurðir um heimboðið og viðbrögðin við því, vilja ekki einu sinni stað- festa að boðið hafi verið sent. 'Áfall fyrir S-Afríku í SI> Frétamenn hafa eftir stuðn- ingsmönnum Verwoerds í Suð- ur-Afríku að höfhun heimboðs- ins muni fremur styrkja en veikja aðstöðu hans þar. Þeir segja að stefnu hans í kyn- þáttamálinu hafi vaxið fylgi að undanfömu meðal énskumæl- andi Evrópumanna og það muni enn auka fylgi hans meðal þeirra að á daginn hafi komið að andstæðingar hans erlendis kæri sig ekki um að kynnast ástandinu af eigin raun.. Öðruvisi er á málin litið í að- alstöðvum SÞ í New York. Þar er höfnun heimbo.ðsins talið mikið áfall fyrir stjórn Suður- Afríku. Menn þykjast vita þar að Verwoerd hafi gert sér mikl- ar vonir um að boðinu myndi tekið og talið víst að það myndi bæta hina erfiðu aðstöðu Suð- Valachi lýsti glæpafélögum USA fyrir þingnefnd í gær WASHINGTON 27/9 — Joscph Valachi, Iífstíðarfanginn sem bandaríska lögreglan hefur und- anfarin ár rakið úr garnirnar um starfsemi glæpafélagsins „Cosa Nostra“ mætti í dag fyrir þeirri nefnd bandarísku öld- ungadeildarinnar sem f jallar um hina skipulögðu glæpastarfsemi f landinu. Mikill viðbúnaður var af hálfu lögreglunnar til að koma i veg fyrir að nokkur reyndi að vinna til þeirra 100.000 dollara sem glæpafélagið hefur heitið þeim sem kemur Valachi fyrir kattamef. Hann rakti fyrir þingnefnd- inni kynni sín af „Gosa Nostra“ og yfirboðurum glæpa- félagsins, skipulag þess og starf- semi. Hann sagði m.a. frá Vito Genovese. sem hann sagði vera höfuðpaurinn, og því þegar Genovese kyssti hann á kinnina í viðurvist annarra glæpamanna. Sá júdasarkoss var ábending um að Valachi væri dauðamerktar. „Cosa Nostra“ er að sögn Síldveiðihorfur góðar í Noregi ÁLASUNDI 2779 — Ástæða er til að ætla að vetrarsíldveiðin við Noreg verði góð í ár, segir kunnur norskur nótabassi, Har- ald Johansen í viðtali við „Sunnmörsposten". Hann er ný- kominn af íslandsmiðum og seg- ir þar hafa verið mikið af ungsíld frá árunum 1959 og 1960 og hún muni leita á hrygningarstöðvar við Noregsstrendur þegar líður að vori. Það megi því búast við talsvert meiri síldargöngu í vet- ur en undanfarin tvö ár. Hann sagði annars frá þvi að geysi- mikill floti sovézkra fiskiskipa sé að veiðum fyrir norðan Fær- eyjar. Bátur hans var þrjár stundir að sigla á fuilu stími gegnum sovézka flotann,- sagði hann. Valachis þrælskipulagt félag með ströngum aga og hefur deildir í flestum stórborgum Bandarikjanna. 10 milljón króna rán í Bretlandi LONDON 27/9 — Enn eitt stór- ránið var framið í Englandi i dag. Átta grímuklæddir þrjót- ar stöðvuðu bankabíl skammt frá bæ einum í Kent, afvopn- uðu varðmennina og komust uiidan með gullstengur að verð- mæti 90.000 sterlingspund éða sem næst tíu milljónum króna. ur-Afriku innan SÞ ef Norður- lönd slökuðu eitthvað á hinni eindregnu andstöðu sinni gegn stefriu stjómar hans. Styrkboðið var hreinn uppspuni STOKKHÓLMI 27/9 — Það kom I ljós í dag að náms- og *erða- styrkur sá sem tónskáldið Bo Nilsson hafnaði hafði aldrei staðið honum til boða. Fulltrúi Unesco í Sviþjóð sagði að athug- uðu máli að enginn slíkur styrk- ur hefði verið boðinn. Einhver prakkari mun hafa hringt í Nils- son. og talið honum trú um að honum hefði verið boðinn um 300.000 króng styrkur, en sá lá á eigin bragði, því að Nilsson vakti athygli í Svíþjóð og víðar begar hann sagði blöðum að hann kærði sig ekkert um styrkinn. Honum leiddist að ferðast og ætlaði sér ekki að nema neitt. Hörð árás Kennedys forseta á postula kalda stríðsins SALT LAKE CITY 27.9. — Kennedy forseti var óvenju harð- orður í ræðu sem hann flutti hér í gærkvöld, er hann ræddi um þá bandaríska stjórnmálamenn sem fyrir alla muni vilja við- halda kalda stríðinu, og átti hann þar sérstaklega við Gold- water öldungadeildarmann, sem talinn er Iíklegasta forsetaefni Repúblikana næsta ár. Goldwater og aðrir ofstækis- menn í báðum flokkum hafa lýst sig andvíga sérhverjum samningum við Sovétríkin og allri viðleitni til friðsamlegrar sambúðar við þau. Kennedy for- seti sagði að stefna sú sem þess- ir menn vildu taka myndi leiða mannkynið inn á hættulega braut. Sú stefna væri einnig hættuleg öryggi Bandaríkjanna og gæti orðið þeim örlagarík. De Gaullc vill ekki „vernd” De Gaulle Frakklandsforseti fjallaði líka um utanríkismál í ræðu sem haim. hélt í Belley í dag. — Bandaríkjamenn eru vin- ir okkar og bandamenn, sagði hann, en við kærum okkur ekki um að þeir segi okkur fyrir verk- um eða verndi okkur. Stjórn hans væri þeirrar skoðunar að sá tími kærni að tvær vaida- blakkir réðu ekki lengur fyrir heiminum og af þeirri ástæðu vildi hún að Frakkar færu sín- ar eigin götur í utanríkismál- m Greiða í dollurum eða gulli Sovétríkin vilja kaupa þrjár milljónir lesta hveitis í USA OTTAWA 27.9. — Bandarískir kornkaupmenn staðfestu í dag aS fulltrúar Sovétríkjanna hefSu boöizt til að kaupa þrjár milljónir lesta af bandarísku hveiti fyrir 250 milljónir dollara. ÞaS fylgir fréttinni að Sovétríkín bjóð- ist til aS greiSa hveitiS út í hönd annaðhvort í dollurum eða gulli. Undir stjórninni komið Joseph sagði að í Ottawa hefði einnig verið rætt um möguleika á flutningi slíks magns til Sovétríkjanna. og þyk- ir það þenda til þess að viðræð- umar séu komnar á rekspöl. Hann tólc þó fram að allt væri komið undir afstöðu stjómar- innar í Washington. Þar varðist talsmaður utan- ríkisráðuneytisins allra frétta ef þessu máli og sagði að Banda- ríkjastjóm hefði enn ekki feng- ið neinar áreiðanlegar fregnir af hinu sovézka tilboði. Myndi marka tímamút Það er þó vitað að þetta mál hefur verið rætt í Bandaríkja- stjóm og talsmenn bændasam- taka hafa flestir lýst sig ein- dregið fylgjandi því að hinu sovézka tilboði vcrði tekið. Sama máli mun gegna um þing- menn komræktarhéraðanna, alla nema Mundt öldungadeild?.r- mann frá Suður-Dakóta. Verði úr þessum hveitikaup- Undanfarið hefur gengið um það orðrómur að Sovétríkin væru að þreifa fyrir sér um kaup á miklu magni af komi frá Bandaríkjunum, en þau sömdu nýlega um að kaupa hveiti af Kanadamönnum fyrir hálfan milljarð dollara og er það nær allt það hveiti sem Kanada hefur aflögu. Staðfest í Ottawa Talsmaður bandarískra kom- kaupmanna í Ottawa, Burton Joseph frá Minneapolis, staðfesti í dag að sovézkir samninga- menn þar hefðu leitað eftir kaupum á bandarísku hveiti. Hann vildi þó ekki nefna um hve mikið magn hefði verið að ræða, en starfsbróðir hans. E.W. Cook, einn helzti komkaupmað- urinn í Tennessee, skýrði frá því í Memphis í dag að um væri að ræða þrjár milljónir lesta fyrir 250 milljónir dollara sem greiddar myndu í reiðufé og i gulli, ef þess væri óskað. Cook er nýkorninn heim frá Ottawa. DANSSKOLI Heiðars Ástvaldssonar Síðasti innritunardagur er mánudagurinn 30. október. um. eins og telja má líklegt eft- ir því sem vitað er um undir- tektir, mundi það marka tíma- mót í viðskiptasögu Bandaríkj- anna og Sovétríkjanna. (Um þau tímamót er nánar fjallað 1 Er- lendum tíðindum á 7. síðu). Uppskerubrestur Höfuðástæðan til þessara komkaupa Sovétríkjanna í Vest- urheimi er uppskerubrestur í flestum hveitiræktarhéruðum Sovétríkjanna í ár. Hann stafar bæði af því að vetrarhveitið varð illa úti vegna frosta og snjóleysis og af þurkum s*m urðu seinni part sumars. Sovét- ríkin munu þó vegna nýræktar og hættra aðferða vera sjálfum sér næg með hveiti, en allmikið skortir á að þau geti staðið við skuldbindingar um komsölu til annarra, einkum flestra landa Austur-Evrópu og Kúbu. Vilja korn frá Rúmenum Flest lönd Austur-Evrópu verða að flytja inn kom í ár. Eina undantekningin mun vera Rúmenía, sem er vel aflögufær. Fullyrt var í Moskvu í dag, þótt ekki væri það staðfest, að sovát- stjómin hefði krafið Rúmena um að skila nú aftur 400.000 lestum af komi sem Sovétríkm lánuðu þeim þegar verr stóð á Reykjavík. lega. Upplýsingarit liggur llllil! frammi í bókaverzlunum. Framhaldsnemendur talið við okkur sem fyrst. Kópavogur. Innritun í síma 1-01-18 frá ||®|||| kL 10 f.h. til 2 e.h. og kl. 20 til 22 daglega. ý’ > Hafnarfjörður. , Innritun í síma 1-01-18 frá | kl. 10. f.h. til kl. 2 e.h. og kl. 20 til 22 daglega. Keflavík. Innritun í síma 2097 frá ® kl. 3 til 7 daglega. Orðsending til foreldra barnaskólabarna. Vegna skorts á tannlæknum til starfa við bamaskóla borgarinnar eru forráðamenn bama f þessum skólum hvattir til að láta starfandi tannlækna skoða tennur bamanna reglulega og gera við þær eftir þörfum. Borgarsjóður greiðir helming kostnaðar við einfaldar tannviðgerðir bama á bamaskólaaldri. búsettra í Reykja- vík, þar til öðru vísi verður ákveðið. Til þess að reikningur fáist greiddur þarf eftirfarandi að vera tilgreint á honum: Nafn bams og heimili, fæð- ingardagur, ár. skóli og bekkur, svo og hvers konar tannviðgerðir voru framkvæmdar og á hve mörgum tönnum. Reiikningum tannlœkna fyrir framangreinda þjónustu má framvisa í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur alla virka daga, kl. 10—12 f.h., og verður þá helmingur reikningsupp- hæðar endurgreiddur. Vakin skal athygli á, að endurgreiðsla nær einnig til ofangreindrar tannlæknaþjónustu, sem framkvæmd er yfir sumartímann. Fyrir böm, sem útskrifast í vor, gild- ir umrædd tilhögun til 1. september n.k. Stjóm Heilsuvemdarstöðvar Reykjavíkur. Ballettskólinn Laugaveg 31 10 vikna námskeið hefst mánudaginn 7. okt. — Barnaflokkar fyrir og eftir hádegi. Dag- og kvöldtímar fyrir konur. (Byrjendur og framh.) Uppl. og innritun dag- lega í símum 37359 og 16103 kl. 2—5 e.h. Stúlka vön bókhaldi óskast til starfa nú þegar. HEILSUVERNDARSTÖÐ REYKJAVÍKUR. SfMAVARZLA Þjoðvil]'inn vill ráða stúlku til símavörzlu. Þarf að geta vélritað. Upplýsingar í síma 17500. ÞJÓÐVILIINN .

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.