Þjóðviljinn - 24.10.1963, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 24.10.1963, Qupperneq 2
SIÐA MÖÐVILJINN Miðvikudagur 23. október 1963 Ályktun 21. þings I NSÍ um iðnfræðslumál: Gerbreyta þarf skipulagi iðnfræðslunnar í landinu »01 þing X.N.S.Í. vill enn sem íyrx vekja athygli á þeirri staðreynd að núverandi skipu- lag iðnlraeðslunnar er löngu orð- ið .úrelt. Meðan aðrar þjóðir kappkosta að auka tæknimennt- un 'iðnnema, með aukinni verk- legtí. kennslju, þá búa íslenzkir iðnnemar. við úrelt meistara- kerfi, sem heimilar iðnmeist- nrujn að taka iðnnema á 4 ára námssamning án þess að um sé að ræða raunhæfa og skipulega verklega kepnslu. í landinu eru nú r um 20 iðnskólar, þar af nokkrir kvöldskólar. Það er augljóst að eikki er hægt að gera alla þessa skóla svo vel úr garði sera skyldi hvað snertir sér- menntaða kennslu og vinnusali til verklegrar kennslu. 21. þing I.N.S.Í. telur að gjörbreyta þurfi skipulagi iðnfræðslunnar þannig, að hægt verði að útskrifa mun betur menntaða iðnaðarmenn en nú er gert. Þingið telur nauðsyn- legt að á næstu árum verði eft- irfarandi tillögum um breytt skipulag iðnfræðslunnar hrund- ið í framkvæmd, samfara fullri framkvæmd reglugerðar um iðn- fræðslu, sérstaklega varðandi eftirlit með iðnnámi. IAllir þeir sem stunda vilja • iðnnám skulu nema við sér- staka verknámsskóla, sem sett- ir verða á stofn í því augna- miði. Þar skulu nemar læra verfcleg undirstöðuatriði þeirrar iðngreinar sem þeir ætla að nema, ásamt bóklegu námi sem svarar til 1. og 2. bekkjar iðnskóla. Skóli þessi skal standa yfir 8 mánuði og skulu nemar ljúka hæfnisprófi frá skólanum að þeim tíma liðnum. Lágmarks- aldur nema skal vera 15 ár. 2Að loknu þessu skólanámi • skulu þeir nemar sem feng- ið hafa ákveðna lágmarkseink- unn hafa rétt til þess að halda áfram iðnnámi. Skal hafa hlið- sjón af árangri þeirra frá verk- námsskólanum, þegar nemar eru ráðnir hjá meistara. Náms- tími hjá meistara skal vera 2 til 3 ár eftir iðngreinum og þar í skal vera tími til iðnskóla, svo sem verið hefur. 3. Laun nema meðan þeir stunda nám hjá meistara sfculu vera á 1. námsári 55% af kaupi sveina í viðkomandi iðngrein, á 2. námsári 65% af kaupi sveina, á 3. eða síðasta námsári 75% af kaupi sveina. Þó skulu nemar aðeins hafa 50% af kaupi sveina þann tíma sem þeir eru í iðnskóla. 4Meistarar skulu greiða 1% • ofan á kaup nema í sjúkra- styrktarsjóð sem nemar fá svo greitt úr. FRAMTIÐARSKIPULAG IÐNFRÆÐSLU 21. þing I.N.S.f. telur þessar tillögur spor í átt að framtíðar- skipulagi iðnfræðslunnar. Þeg- ar þessar tillögur hafa komizt í framkvæmd telur þingið að vinna beri að því að verklega námið verði í enn rikara mæli flutt í verknámsskólana eins og fram kemur í eftirfarandi til- lögum um framtiðarskipulag iðn- fræðslunnar: 1. Iðnskólar verði efcki fleiri en einn í hverjum lands- fjórðungi, og verði þeir heima- vistarskólar. Rétt til skólavist- ar hafa allir þeir er lokið hafa miðskólaprófi. 2Í skólum þessum fari fram • verkleg 0;g fræðileg kennsla er nemi 75% af iðnnámi. 3. Skólinn skal standa yfir 17 mánuði samtals, 9 mánuði Gamlir, góðir dagar Gylfi Þ. Gíslason við- skiptamálaráðherra gaf i út- varpsræðu sinni í fyrrakvöld þá skýringu á hruni við- reisnarinnar að það stafaði af því að efnahagskerfi þjóð- arinnar hefði farið úr skorð- um í heimsstyrjöldinni síðari; vandamálin nú mætti rekja beint eða óbeint til styrj- aldaráranna og þeirrar rösk- unar sem þá varð á efnabags- lífinu öllu. Þannig geta menn fundið margt sér til réttlæt- ingar, og mun Gylfa ekki skorta ræðuefni ef hann held- ur áfram að fikra sig þannig aftur í tímann, þar til hann sannar að lokum að synda- fallið sé raunar upphaflega orsökin. Það voru fyrst og fremst kaupgjaldsmálin sem ráð- herrann taldi hafa farið úr skorðum á styrjaldarárunum, og er ástæða fyrir launþega að gefa þeim ummælum sér- stakan gaum. Á stríðsárunum varð einmitt stökkbreyting á kjörum verkafólks, kaup- gjaldið hækkaði mjög veru- lega eftir harða baráttu al- þýðusamtafcanna, og komið var á vísitölukerfi til þess að tryggja að kaupmáttur launanna héldist sem stöðug- astur, Síðan befur verið Þar- izt um þetta kaupstig og gengið á ýmsu, eins og al- kunnugt er. Núverandi ríkis- stjóm hefur einbeitt sér að því verkefni að hnekkja þeim árangri sem launþegasamtök- in náðu á styrjaldarárunum, m.a. með því að fella niður vísitöluuppbætur á kaup og skipuleggja sívaxandi óða- verðbólgu í kjölfar þeirrar breytingar. En ráðherranum finnst ekki nóg að gert; nú þarf að leiðrétta að fullu þá „röskun“ sem varð fyrir rúmum tveimur áratugum. Það er-u auðsjáanlega fleiri en forustumenn Sjálfstæðis- flokksins sem líta á ástand- ið fyrir stríð sem „gamla, góða daga“. Er það ekki? Tíminn víkur i gær að deilum stjórnarflokkanna og Framsóknarflokksins um her- námsframfcvæmdir í Hval- firði. Lýsir hann framkomu stjómarflokkanna gagnvart Framsóknarflokknum á þessa leið: „Eru þeir nú eins og þjófur sem hrópar að vamm- lausum, er finna að fram- ferði hans: Þegið þið, þið er- uð þjófar líka!“ Þetta er mælt af miklum skaphita. En eru þeir eikki þjófar líka? —• Austri. fyrra árið, en 8 mánuði það seinna. 4. Að loknu námi í skólanum verklegt nám í 1 ár hjá meist- ara og að þvi loknu gangast -undir eveinspróf. 5Kaup nema skal vera 75% • af kaupi sveina meðan hann er hjá meistara". Sinf óní utónleika r næsta fimmtudag Erling Blöndal Bengtson leikur einleik Aðrir tónleikar Sinfóuíuhljóm- sveitar lslands verða haldnir í Háskólabíói næstk. fimmtu- dag. Einleikari með hljómsveit- inni verður Erling Blöndal Bengtsson. Á efnisskrá hljómsveitarinnar eru að þessu sinni forleikur að óperunni ,,Ruslan og Lúdmíla”, eftir Glinka, Konsert fyrir cello og hljómsveit eftir Sjostakovits og Sinfónía nr. 1. eftir Brahms. Cellokonsertinn eftir Sjostako- vits er nýlegt verk, saminn 1959. Hvor lýgur? Framíhald af 1. síðu. Hingað komu sendinefndir er- lendis frá til athugunar og und- irbúnings. Málið var rætt á mörgum fundum í París og ótal fréf fóru á milli. Hver trúir þvi svo að Nato og utanríkisráðu- neyti Islands hafi staðið í marga mánaða viðræðum um fram- kvæmdir í Hvalfirði, sérstakur uppdráttur gerður af þeim að ósk Islands, sendar hingað sendinefndir o.fL ef utanríkis- ráðherra Islands hefur þegar í upphafi lýst því yfir, að engar slíkar framkvæmdir kæmu til mála. Því trúir auðvitað eng- inn .... Alþýðublaðið getur upplýst, að því er kunnugt um. að Nato gerði utanríkisráðherra Islands grein fyrir því með bréfi í apríl 1955, að nauðsynlegt væri að fá samþykki hans fyrir því að ráð- ast mætti í Hvalfjarðarfram- kvæmdimar áður en þær voru teknar upp í fjárhagsáætlanim- ar, ella væri ekki hægt að taka þær með. Endirinn varð sá að þær voru teknar upp í áætlan- imar, sem dags. eru 1. marz 1955.“ Hvor lýgur? Þama er um að ræða fram- burð sem stangast algerlega, annarhvor tignarmaðurinn fer með meinsæri. Og hér er um að ræða mjög alvarlegt mál, sem snertir basði Alþingi Islendinga og þjóðina í heild. Úr þvi verð- ur að fást skorið til fullnustu. 1 nágrannalöndunum myndu þjóðþingin þegar i stað skipa rannsóknamefnd til þess að komast að óyggjandi niðurstöðu, ef hliðstæðir atburðir gerðust þar. Er ekki sjálfsagt að Alþingi Islendinga bregðist eins við, skipi rannsóknamefnd, kalli Kristin heim frá Moskvu, yfir- heyri hann og Guðmund, ásamt ráðheirum þeim sem voru með Kristni i stjóm 1955 og þeim yfirmönnum Atlanzhafsbanda- lagsins sem um málið hafa fjall- að? Iðnþingið sett í dag að Hótel Sögu 25. Iðnþing Islendinga verður háð í Reykjavík dagana 24.—26. október n.k. Iðnþingið verður sett á Hótel Sögu en fundur verða haldnir í samkomusal í Iðnaðarbankahúsinu við Lækjar- götu. Helztu mál, sem rædd verða á Iðnþinginu eru m.a.: Iðn- fræðsla og tæknimenntun; al- mennur lífeyrissjóður iðnaðar- manna; lánamál iðnaðarins o.fl. GENGUM EKKI AF ÞINGINU segir formaður Iðnnemafélags Akur- eyrar í símtali við Þjóðviljann 1 róggrein um 21. þing Iðn- nemasambands íslands, sem birtist í Morgunblaðinu síðast- liðinn þriðjudag, er þvi haldið England vann Framhald af 12. síðu. Denis Law og Spánverjinn Cento skárstir. Mjög var það áberandi að heimsliðið skorti samæfingu. Einstakir leikmenn sýndu ágæt tilþrif, og eins brá fyrir góðum samleik, en snilldin nýttist ekki vegna þess að samræmingu vantaði í liðið. Enska liðið var skipað mjög jöfnum, mönnum og vel samæfð- um, en enginn var öðrum betri nema Jimmy Greaves, sem var langfræknastl maður liðsins og bezti maður á vellinum, eins og áður segir. Liðsmenn heimsliðsins höfðu að baki samtals 663 landsleiki, þar af hafði Puskas 89. Þeir ensku áttu 198 landsleiki -.ð baki, þar af átti Bobby Sharbon 46. Talið er að 250 milljónir manna hafi fylgzt með leiknum í sjónvarpi og útvarpi um all- an heim. fram, að fleiri fulltrúar en full- trúar Iðnnemafélags Vestmann- eyinga hafi gengiift út af þing- inu eða „allir lýðræftissinnar nema tveir fulltrúar frá Akur- eyri’' eins og blaftið orftar það. Vegna þessara ummæla hringdi Þjóðviljinn til Haralds Asgeirs- sonar formanns Iðnnemafélags Akureyrar en hann var einn af fjórum fulltrúum þess félags á þinginu. „Þetta er alrangt,” sagði Har- aldur, enginn okkar Akureyring- anna gekk af þinginu og enginn nema fulltrúarnir frá Vestmanna- eyjum. Það er ekki fótur fyrir því sem Morgunblaðið segist hafa eftir okkur. Þó við frábiðj- um okkur pólitískar merkingar, vil ég taka það fram, að við styðjum núverandi stjóm INSl. Annars, sagði Haraldur að lok- um, höfum við komið okkur saman um að senda Morgunblað- inu og e.t.v. fleiri dagblöðum yf- irlýsingu til leiðréttingar á þess- ari furðulegu frétt Morgunblaðs- ins. Auk tónleikanna í Reykjavík mun hljómsveitin fara í hljóm- leikaför til Akureyrar og Sel- foss. Á fundi með fréttamönn- um í gær kvaðst Erling Blönd- al Bengtson bíða óþreyjufullur eftir íslenzkum cellokonsert. Héðan fer Erling aftur tií Hafn- ar, en í vetur mun hann fara hljómleikaför til Sovétrikjanna og Svíþjóðar. Hljómleikamir í Háskólabíói hefjast kl. 21. Hljómsveitarstjóri er Prcnnnsías O'Duinn. SDlli PJONUSTAH LAUGAVEG! 18 SIMI 19113 TIL SÖLU: 2 herb. kjallarafbúð við Holtsgötu, sér hitaveita. sér inngangur, 1. veðr. laus. 2 herb. íbúð við Fálkagötu, sér hitaveita, sér inn- gangur. 3 herb. góð kjallaraibúð á Teigunum, sér hitaveita, sér inngangur. 4 herb. góð kjallaraibúð í Garðahreppi, sér hiti, sér inngangur. Verð 300 þús. krónur, útb. kr. 175 þús. 4 herb. hæð við Bergstaða- streeti, sér hitaveita, 1- búðin er í standsetningu, verður sem ný. I SMÍÐUM: Glæsilegar 6 herb. enda íbúðir á 1. og 2. hæð, við Háaleitisbraut. 3 herb. jarðhæð og 6 herb. hæð við Lyngbrefcfcu, fullbúin undir tréverk, allt sér fyrir hverja hæð. Glæsileg einbýlishús í Garðahreppi, fokheld. Höfum kaupendur með miklar útborganir að 511- um tegundum íbúða. Hlaut góða dóma í tónleikaför vestra Rögnvaldur Sigurjónsson, pí- skrifaði og bauð Rögnvaldi að anóleikari er nýkominn heim úr hljómlcikaferð um Kanada og Bandaríkin. Rögnvaldur var mán- uð í ferðinni og hélf alls Jjþra tónlcika, í Winnipcg, Vancouver, Seattle og Washiington. Rögnvaldur Sigurjónsson Hann hlaut mjög góða dóma og segir tónlistargagnrýnandi ,,The Winnipeg Tribune” þetta meðal annars í grein sem ber fyrirsögnina „Píanóleikari með snilldarbrag”: „Rögnvaldur Sig- urjónsson reyndist vera snjall og alvarlegur pianóleikari. Með- ferð hans á viðfangsefnunum sem voru eftir Schubert, Chopin Liszt, auk tveggja verka eítir danskan og íslenzkan höfund, voru tæknilega fáguð og með heiðarlegu listrænu handbragði. Jafnframt sýndi hann snilldartök á hljóðfærinu, og náðu þau há- marki með Mefisto-valsinum eftir Liszt.“ . . . Þá segir enn- fremur að Rögnvaldur ráði yf- ir þeirri óbilandi fingrafimi, sem nauðsynleg sé til að ráða fram úr þeim tækni'iegu vandamálum sem úi og grúi af í þessari í- burðarmiklu tónsmíð Liszts. Upptök þessarar ferðar voru þau að Richard Bales yfirmaður tónlistardeildarinnar í Natíonal Gallery cxf Art í Washington koma og halda tónleika. Fyrir milligöingu Þjóðræknisfélagsins var ferðin afráðin og ákveðið að hann skyldi einnig halda tón- leika í Vestur-íslendingabyggð- um í Kanada. Fyrstu tónleikarn- lr voru 18. september í Winni- peg og þar varð Rögnvalldur þeirrar æru aðnjótandi að verða gerður að heiðursborgara Winn- ipeg. Féfck hann í þvi tilefni skrautritað skj al nr. 975. Aute Rögnvaldar hafa aðeins þrír Is- lendingar orðið þessa heiðurs aðnjótandi, en það eru Ásgeir Asgeirsson forseti Islands, Guð- rún SSmonar söngkona, og Sig- urður Þórðarson tónskáld. Tónleikamir í Vancouver voru 23. september, síðan hélt Rögn- valdur til Seattle. Tónleikamir þar voru 25. september og milli atriða söng íslenskur karlakór. Rögnvaldur lék í útvarpinu f Seattle og haft var viðtal við hann í sjónvarpi. Síðustu hljómleikarnir voru f Art, 6. október. Þar hefur Rögn- valdur spilað áður, árið 1945. Rögnvaldur kvað móttökur og fyrirgreiðslu alstaðar hafa verið hinar beztu. 1 Winnipeg tók á móti honum ræðismaður Is- lands, Grettír L. Jónsson, í Van- couver Snorri Gunnarsson og í Seattle Tani Bjömsson. 1 öllum þessum borgum héldu þeir og íslendingafélögin Rögnvaldi hin glæsilegustu samkvæmi. , 53ja sekúndna fundur á Alþingi í gær. Þar var fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1964 vísað samhljóða til fjárveitinganefndar eins og venja er til. Annað mál er á dagskrá var, var tekið af dag- skrá og fundi slitið er fimmtíu og þrjár sekúndur voru liðnar frá setningu hans. VQ M KHftlCT

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.