Þjóðviljinn - 31.10.1963, Page 7

Þjóðviljinn - 31.10.1963, Page 7
Fimmtudagur 31. október 1963 - ÞJÓÐVILJINN SÓSÍAUSTAFLOKKURINN 25 ÁRA Eg hygg að það sé ekki of- mælt ef sagt er, að stofnun Sameiningarflokks aiþýðu — Sósíalistaflokksins sé merki- legasti viðburðurinn í sögu ís- lenzkrar verkalýðshreyfingar, þegar frá er talin stofnun Al- þýðusambandsins á hintun fyrri stríðsárum. Þegar öllu er á botninn hvolft held ég, að hér sé ekki of djúpt tekið í árinni. Stofnun Sósíalista- flokksins var fyrsti áþreifan- legi árangurinn af langri bar- áttu til að sameina vinnandi alþýðu Islands í pólitískan baráttuflokk. Ef litið er á sögu verkalýðsins í löndum hins borgaralega þjóðfélags, þá má segja, að þessi saga sé saga frá tvístrun til sam- einingar. Þegar upphefst saga verkamanna hvar sem er í heiminum, þá eru þeir tvístruð hjörð, án samtaka og sameig- inlegra markmiða. Samkeppn- in í hinu borgaralega þjóðfé- lagi sundrar í fyrstu þessum mönnum, svo að þeir geta lengi ekki einu sinni komið sér saman um að mynda með sér hagsmunasamtök, og þar sem hin fynstu samtök þeirrar tegundar verða til kemur það oftar en ekki fyrir, að hið borgaralega þjóðfélag getur sundrað þeim, getur villt verkamönnum sýn og gert þá að sínum eigin böðlum. En á sama hátt og biskupar vorir íslenzkir forðum tíð voru barðir til bókar svo fór og alls staðar þar sem verkamenn urðu að stétt, að veruleikinn barði samtakahugsjónina inn í höfuðin á þeim fyrr eða sið- ar, og svo fór einnig á Is- landi. En þótt það sé langur og erfiður róður að koma öll- um vinnandi mönnum í ein og sömu samtök um hagsmuna- mál sín, um krónuna og eyr- inn, þá er hitt sýnu þyngri róður að sameina þá um póli- tíska hagsmuni sína, að sann- færa þá um samhengið milli stjóramála og efnaihagsmála, að færa þeim heim sanninn um það, að samkvæmt sögu- legri stöðu sinni í þjóðfélags- þróuninni muni barátta þeirra til lengdar verða unnin fyrir gýg nema því aðeins að þeir stefni að nýju þjóðfélagi, nýj- um samfélagsháttum mann- anna, þar sem hinum miklu framleiðsluöflum nútíma þjóð- félags verði stjórnað af viti, en ekki látin æða fram eins og blind náttúruöfl, eins og flóð eða fellibylur. Sú hug- mynd, að mennirnir, sem eru sjálfir mikilvægasti þáttur framleiðsluaflanna og sá mátt- ur, sem á bak við þau býr, stjórai þróun og vexti þessara afla í stað þessa að þola það, að skepnan rísi upp á móti skap- ara sínum og færi höfund mannlegs þjóðfélags í ánauð — sú hugmynd er sósíalismi lútímans. 1 hinu fyrsta opinbera skjali ^ameiningarflokks alþýðu — Sósíalistaflokksins var það 'ekið fram, að nafn hins nýja 'lokks fæli í sér nútíð og ramtíð hins íslenzka verka- >ðs, að barátta dagsins í dag tti að færa hina vinnandi >tt nær þeim pólitísku mark- !ðum, sem liggja í rauninni ’in í sjálfri sögulegri að- öðu verkalýðsins í borgara- gu þjóðfélagi nútímans. En pessi pólitísku markmið fær- ast því f jær því sundraðri sem verkalýðsstéttin er hvort sem um er að ræða efnahagsleg samtök hennar eða pólitískan félagsskap. Sósíalistaflokkur- inn og stofnun hans voni tákn þeirrar nauðsynjar, sem knúði æ harðar að dyrum að sam- eina allan íslenzkan verkalýð í samfelld hagsmunasamtök, sem gerðu ekki ákveðna póli- tíska játningu að inntökuskil- yrði, að breyta hinu gamla Alþýðusambandi í heildarsam- tök verkalýðsins og losa það úr skipulagstengslum við Al- þýðuflokkinn; í annan stað var stofnun flokksins tákn þeirrar nauðsynjar að sam- fylkja sem flestum vinnandi mönnum undir pólitísk mark- mið, sem öll verkalýðshreyf- ing nútímans hlýtur að stefna að fyrr eða síðar, hver með sínum hætti og hver með sín- um sérstöku vinnubrögðum, er mótast af sögu og aðstæðum hverrar þjóðar. Það var eitt fyrsta og mesta afrek hins nýja flokks, er hann fékk umskapað Alþýðusambandið í hagsmunafélagsskap allra verkamanna og kom þannig fótum undir félagsskap, sem er í raun og veru — eða að minnsta kosti gæti verið — sterkasta þjóðfélagsaflið á Is- landi. Reynslan hefur síðar sýnt svo ekki verður um villzt, að á þessu sviði hafði Sósíal- istaflokkurinn leyst eitt erfið- asta málefni íslenzkrar verka- lýðshreyfingar, er hann skar utan af henni hinn þrönga flokksstakk, sem Alþýðuflokk- urinn hafði reyrt hána í og heft vöxt hennar á sama hátt og fætur kínverskra hefðar- kvenna voru færðir í bönd svo að þær máttu ekki hreyfa sig nema í burðarstól. Nú hafði íslenzkur verkalýður fengið fætur til að ganga á, og á þessu aldarfjórðungsafmæli Sósíalistaflokksins má þess gjaraan vera minnzt, að hann átti mestan og gifturíkastan þáttinn í að fá verkalýðinn til að varpa frá sér burðarstól Alþýðuflokksins og standa og ganga á sínum eigin fótum. Það voru miklir hamingju- dagar þessir lokadagar októ- bermánaðar fyrir 25 ái-um, er leiðtogar Kommúnistaflokks Islands og forystumenn vinstri manna í Alþýðuflokkn- um báru loks giftu til að snúa bökum saman í hinni erfiðu baráttu á fjórða tugi þessar- ar aldar og ganga í einn flokk, er hafði efnahagslega og póli- tíska hagsmuni íslenzkrar al- þýðu eina að leiðarljósi og sósíalistíska samfélagshætti á Islandi að markmiði. Það er ástæðulaust að leyna því, að stofnun hins nýja flokks, þar sem báðir aðilnr urðu að slaka nokkuð til, og hinir langminn- ugu íslendingar urðu að gleyma hnífilyrðunum og hnútunum sem farið höfðu á milli þeirra undanfarin ár, var ekki átakalaus. En samein- ing hinna gömlu stríðandi að- ilja tókst þrátt fyrir allt og 25 árum síðar megum við minnast með þakklæti þeirra manna, sem veltu steinunum úr götunni, forustumanna hins gamla Kommúnistaflokks og leiðtoga vinstrimanna Alþýðu- flokksins, ekki sízt þeirra Héðins Valdimarssonar og Sigfúsar Sigurhjartarsonar, sem báðir eru nú látnir, en allir íslenzkir sósíalistar í dag minnast með söknuði og virð- ingu. Og þótt hinn ungi flokk- ur yrði þegar á ungum aldri fyrir nokkru tjóni og manna- missi, þá kom það þá þegar í Ijós, að hann hafði fest djúp- ar rætur í íslenzku þjóðlífi, að honum varð ekki kippt upp úr sinni mold og varpað visnum á haug sögunnar. Hann varð sönnun hins alþýðlega ís- lenzka spakmælis, að á mis- jöfnu þrífast börnin bezt. Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn er sprottinn upp á þeim áratug, sam sagan geymir í minni sínu eem áratug heimskreppu og heimsfasisma. Á því sama ári og Sósíalistaflokkurinn var stofnaður voru skráðir 1200 atvinnuleysingjar í Reykjavík einni, Atvinnubótavinna hins opinbera var þá kennd við þann landshluta Sovétríkj- anna, sem til skamms tíma hefur verið talinn kaldastur og óhugnanlegastur — Síber- íuvinna var hún kölluð og fór fram á mýrlendi fyrir austan fjall. En þótt vinna þessi bæri þetta óhrjálega nafn þá var þó ekki til sá vinnulausi mað- ur í Reykjavík, að hann ósk- aði þess ekki heitt að verða sendur til Síberíu og vinna þar fyrir fjölskyldu sinni. Kreppan og atvinnuleysið markaði að sjálfsögðu alla starfsemi Sósíalistaflokksins á fyrstu áram hans, er auð- valdsskipulagið á Islandi eins og annars staðar lá afvelta í eigin ráðleysi með opin kaun sín sjáanleg öllum mönnum. Um götur Reykjavíkur gengu brúnstakkar hins íslenzka naz- isma og létu dólgslega, ung- menni Sjálfstæðisflokksins, sem fengið höfðu pólitískt upp- eldi sittá stjórnmálanámskeið- um þessa flokks allra stétta, og útbreiddasla blað landsins, Morgunblaðið hafði allar göt- ur frá 1933 gengið fram fyrir skjöldu og varið ódæðisverk nazismans leynt og ljóst. Kreppan ognazisminn — þetta voru tvær hliðar á sömu myntinni, auðvaldsþjóðfélagi, sem réð ekki lengur við sín eigin samfélagsöfl og botnaði hvorki upp né niður í sigur- verki búskapar sins, svo sem bankastjóri Englandsbanka hafði komizt að orði nohkrum árum áður. Um það leyti er Sósíalista- flokkurinn varð til virtist enn ein holskefla heimskreppunnar ætla að ríða yfir eftir stutt hlé og nokkurt atvinnulegt uppgangstímabil. En þá kom brátt í ljós, að öruggasta ráð- ið og óbrigðulasta, eem auð- valdsskipulagið á við heims- kreppu, er heimsstríð. At- vinnuleysið þurrkast út á skömmum tíma jafnóðum og hægt er að fylkja atvinnuleys- ingjunum undir fánana og verksmiðjurnar hafa nú ekki við að framleiða fyrir tortím- ingarmarkað styrjaldarinnar. Og blessað stríðið kom einnig að etröndum Islands, með her- námi sínu og hernámsvinnu, og einnig hér á Islandi hjaðn- aði atvinnuleysið og nú gengu tveir vinnuveitendur á eftir hverjum einum verkamanni, og Morgunblaðið skipti um tungumál og talaði nú engil- saxnesku jafn reiprennandi og það hafði áður talað þýzku. Hin þríhöfða þjóðstjórn, sem var talin geyma allt það stjórnmálavit, sem til var í landinu, virtist vera einráðin í því að skella skollaeyrunum við hinum nýja veruleika sem var að verða til í landinu og hundsa verkalýðinn og kröfur hans með sama blygðunarleys- inu og ósvífninni og á þeim árum, er þrír verkamenn gengu á eftir hverjum vinnu- veitanda og báðu bljúgir um vinnu, Síberíuvinnu jafnt sem aðra vinnu. Á þessum árum kom það í Ijós, að íslenzkur verkalýður og allir íslenzkir launþegar áttu sér ekki aðra vörn og hlíf en Sósíalista- flokkinn. Því var það raunar engin furða þótt það hafi flögrað að valdhöfunum að banna þennan óþjála flokk. Freistingin var mikil, ekki sízt vegna þess að landið var hernumið. Það var gengið eins langt og frekast var kost- ur svo sem aðstæður voru í landinu: starfandi sósíalistum innan verkalýðsfélaganna var varpað í fangelsi, málgagn flokksins, Þjóðviljinn, bannað- ur og þrír af ritstjórum hans og skeleggustu stjórnmála- pennar landsins voru hand- teknir og fluttir úr landi. Eins og ástatt var á íslandi þá var tæpast hægt að ganga lengra í pólitískri ógnarstjórn. Hinir þrír flokkar sem sátu með allt stjórnmálavitið héldu að í skjóli erlendra vopna gæti þeim leyfzt allt. Þeir héldu, að þeir gætu stjórnað landi, þar sem atvinnuleysið var horfið og eftirspurnin eft- ir vinnuafli miklu meiri en framboðið með sama hætti og þeir höfðu gert af svo mikilli list á árum atvinnuleysis og örbirgðar. En Sósíalistaflokk- urinn kenndi þeim von bráðar annan pólitískan bamalærdóm. Þessi flokkur skipulagði al- þýðuna í landinu til óhlýðnis- baráttu gegn þrælalögum rík- isstjórnarinnar og stefndi öll- um vinstri mönnum til orustu fyrir hækkuðum launum og betri lífskjörum. Sú stétt, sem hafði mátt þola bótalaust at- vinnuleysið og örbirgðina á kreppuárunum undanfarinn áratug, eú stétt fékk nú loks- ins komið fram hefndum á hinum íslenzku valdhöfum fyrir fátæktina og auðmýk- inguna. Það var á þessum fyrstu árum stríðsins, að lagð- ur var grundvöllur að því stéttastríði íslenzkra verka- manna og launþega, er staðið hefur linnulaust fram á þenn- an dag. Þeim er skylt að gleyma aldrei þessari stað- reynd, þeim er ekylt að minn- ast þess, að hin ólöglega hags- munabarátta Sósíalistaflokks- ins á þessum árum hefur fært þeim í hendur þau lífskjör, sem þeir eiga við að búa í dag, og ef þau eru ekki betri en raunin er, þá eru aðrir að- ilar sekir í þeim efnum. Sósíalistaflokkurinn var stofnaður sem verkamanna- flokkur og samkvæmt öllu eðli sínu var og er tilvera hans fyrst og fremst bundin lág- stéttum þeim, sem sækja laun sin til annarra. En flokknum bárust brátt á hendur önnur hlutverk, hlutverk, sem að öllum jafnaði hafa verið tengd hinum borgaralegu flokkum framar öðrum. Það eru verk- efni, sem bundin eru þjóðar- búskap og atvinnuvegum, það ------------------- SÍÐA ^ eru verkefni, sem snerta sjálfa tilveru þjóðarinnar og þjóð- ernisins. Víðast hvar hafa borgarastéttir annara 1 anda komið fram í nafni þjóðarinn- ar, þær hafa lagt hagsmuni sína að jöfnu við hagsmuni þjóðarinnar, og á vissu skeiði hafa þær í þessu efni haft lög að mæla. Á einu sviði þjóðlífs- ins hafa þær oftast verið ein- ráðar: þær hafa skipulagt at- vinnuvegi þjóðarinnar, talið sem eðlilegt er, að þar væri þeirra hlutverk og viðfangs- efni. En hér kemur sem oftar í Ijós, að saga íslenzku þjóð- arinnar er með mjög ólíkum hætti ef borin er saman við sögu umheimsins og jafnvel skyldustu grannþjóða okkar. Svo var það fyrr á öldum og svo hefur það einnig verið á hinu borgaralega skeiði Is- landssögunnar. Flestar þjóðir Evrópu að minnsta kosti geta hrósað sér af að hafa átt menntaða og athafnasama borgarastétt, sem á vissu skeiði söguþróunarinn- ar markar þjóðfélagið á öllum sviðum þjóðlegrar menningar. En á Islandi er þessu á allt annan veg f-arið. Borgarastétt okkar tók út sinn fyrsta þroska á heimsstyrjaldarárun- um fyrri, lenti straks í útsogi eftirstriðsáranna, eftir nokkra ára hlé skall yfir hana heims- kreppa, sem hafði í för með sér viðfangsefni, sem hún réð ekkert við. 1 heimsstyrjöldinni síðari tók hún út næsta þroskastig sitt, losnaði úr gömlum skuldum, en fram- leiðslutæki hennar voru úrelt og slitin í stríðslok og sjálf vissi hún i raun og veru ekki sitt rjúkandi ráð hvað hún ætti að gera við það fjár- magn, sem henni stóð til boða þegar friður komst á. Inn- stæðumilljónirnar frá stríðs- árunum voru í augum flestra góðra íslenzkra borgara bara eyðslufé, sem hægt væri að græða á með innflutningi, aðr- ir vildu kaupa fyrir innstæð- urnar erlend skuldabréf: Is- lendingar áttu sem sagt að verða eins konar próventuþjóð. 1 þessu dapurlega ástandi borgarastéttarinnar, sem virt- ist ekki sjá neinar fjarvíddir né framtíð í tilveru sinni gekk Sósíalistaflokkurinn fram á sviðið og sagði borgarastétt- inni fyrir verkum. Þótt ráð flokksins og tillögur væru að- eins í ætt við einfalda heil- brigða skynsemi, þá óx þetta mjög í augum þeirra flokka, sem borið höfðu hita og þunga dagsins af að stjóma íslenzku þjóðfélagi síðasta áratug. Kaupið ný stórvirk framleiðslutæki fyrir innstæð- urnar, dælið nýju blóði í æðar íslenzkra atvinnuvega, afstýr- ið atvinnuleysi í landinu með stórvirkum framkvæmdum til sjávar og sveita! Eg hygg að leitun muni vera á þeim verkalýðsflokki í stjórnarand- stöðu, er hafi borið fram slíYa stefnuskrá og heildaráætlun til þess að lyfta ráðlausu borgaralegu þjóðfélagi upp úr keldunni. En þetta frumkvæði Sósíalistaflokksins í nýsköpun atvinnuvega var svo sjálfsagt, að meiri hluti þjóðarinnar fagnaði þvi af alhug og stærsta flokkl borgarastéttar- innar, Sjálfstæðisflokknum, þótti ekki stætt á að hafna slíkum tillögum. Að visu þurfti að hýða Alþýðuflokkinn til hlýðni áður en hann tæki þátt í slíkri nýsköpunarstjóm, Framsókn ein tók þann kost- inn að fara í fýlu og setjast að utangarðs um hrið. Ef litið er á hag íslenzku þjóðarinnar pólitískan og efnahagslegan á þeim tíma er við höfðum endurreist lýðveld- ið og nýsköpunarstjórnin var mynduð, þá verður ekki séð, að annað ráð liafi verið væn- Framhald á 8. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.