Þjóðviljinn - 28.11.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 28.11.1963, Blaðsíða 12
Fjarri sanni er að staðið hafi á verkalýðsfélögunum til samninga -s> Þessi mynd er tekin á Hótel Sðgu í gær. Talið frá vinstri: Stefán Oddur Magnússon, framkvæinda- Btjðri Hreyíils og Olav St. Chr'stenscn með talstöðina. YerSa sendlar f ramtíoar- innar með vasatalstöivar? Hér á landi er staddur um l>essar mundir Olav St. Christ- ensen, en hann er leiðbeinandi frá danska talstöðvafyrirtækinu Storno, en það er dótturfyrir- tæki Det Store Nordiske Tele- graf Selskap og hefur aðsetur í Kaupmannahöfn. Bifreiðastöðin Hreyfill er um- boðsmaður Storno hér á landi og kynnti Stefán Oddur Magn- ússon, framkvæmdastjóri, þenn- an danska leiðbeinanda fyrir blaðamönnum í gær á Hótel SSgu. Fyrir framan sig höfðu þeir sýnishorn af nýju talstöðvar- tæki sem er einfalt að Sllu sniði og svo lítið um sig, að það kemst fyrir í brjóstvasan- um. Áttu fréttamenn kost á því í gær að tala við höfuðstöðv- arnar á Hreyfli frá grillsaln- um á Hótel Sögu. Þessi nýja talstöð er gefin upp fyrir fimm kílómetra radíus og virðist hentug fyrir hvers- konar þjónustufyrirtæki í borg- ínni. Þannig eru eldri gerðir af talstöðvum frá Storno hjá Hreyfli, Bæjarleiðum, Borgar- bílastöðinni, B.S.R. og Aðal- stöðinni í Keflavík. Hart í bak sýnt í 150. sinn í kvöld 1 kvöld yerður 150. sýning leikritsins Hart í bak eftir Jök- ul Jakobsson. Hart f bak er annað leikrit Jökuls, sem Leik- félag Reykjavíkur tekur til sýn- inga. Fyrra leikritið Pókók var frumsýnt 13. janúar 1961 og hlaut það ágætar undirtektir. Næsta verkefni Leikfélags Reykjavíkur verður leikritið Fangarnir f Altona eftir Jean- Poul Sartré, en það verður frumsýnt á 3. f jólum. Gert er ráð fyrir að frumsýna annað leikrit í janúar og er það gam- anleikurinn Sunnudagur f New York efttr Norman Krassna og einnig mun í ráði að frski Ieik- stjórinn Thomas Mac Anna stjórni í janúar sýningum Leik- félagsins á Shakspearleiknum Romeó og Jíilía. Hart í bak hefur slegið met í sýningarfjölda og eins gífur- leg aðsófcn og hefiur verið að þessu leikriti er óvenjulegur við- burður í Menabu leikhúslífi. Er ánægjulegt að tmgur ísl. höf. njótií slíkra hylli leifchús- gesta. Leikstjórinn, Gísli Hall- dórsson, sagði að æfingar leiks- ins hefðu einnig verið óvenju- margar og kæmi það af því að þarna var um nýtt leifcrit að ræða, sem aldrei hefði verið sett á svið áður. Hart f bak var fram&ýnt í Iðnó 11. nóv. 1962 og enn virðist ekkert iát varða á aðsokninni. ..... ____ Einnig hafa hafnarskrifstof- urnar samband við bátana á höfninni í gegnum Stornotæki og svo mætti lengi telja. Olíufélögin og steypustöðv- arnar eru að athuga möguleika fyrir talstöðvákerfi fyrir bíla sína til betri nýtingar á dýrum og kostnaðarsömum tækjum. Þá mættu dagblöðin athuga þennan möguleika fyrir blaða- menn út um hvippinn og hvapp- inn í borginni. Þróunin virðist stefna að 6- dýrum og einföldum talstöðvar- tækjum Qg verða kannski sendlar fyrirtækja með slík tæki upp á vasann í framtið- inni. Þetta nýja talstöðvartiæki kemur á markaðinn um áramót og kostar sennilega kr. 3.900,00 danskar eða 40.000,00 íslenzkar krónur. Eitt hundrað þúsund verk- fræðitímar liggja að baki þess- ari nýju gerð tækja og er það byggt á transistorkerfinu. Landssíminn. úthlutar bylgju- lengdum og annast viðgerðir á talstöðvunum. Fylkingin fuUveldisfagnaður verður hald- inn n.k. laugardag. Skemmti- atriði auglýst síðar. Yfirlýsing þesi frá sam- starfsnefnd verkalýðsfélag- anna barst Þjóðviljanum í gær. Að gefnu tilefni vegna skrifa f dagblaðinu Vísi í gærdag, þar sem því er meðal annars haldið fram, að „dregizt hafi f hálfan mánuð að unnt væri að hefja samninga", vill samstarfsnefnd verkalýðsfélaganna taka fram eftirfarandi: 1. Nefndarskipan sú sem mun átt við f nefndum skrifum er viöræðunefnd við ríkisstjórnina, en ekki Samninganefnd við at- vínnurekendur. 2. Þessi nefnd var skipuð vegna þess, að samningaviðræð- ur við atvinnurekendur undan- farnar vikur höfðu Ieitt f ljós, að atvinnurekendur töldu sig ekkert geta komið til móts við kröfur verkalýðsfélaganna nema að til kaemi aðstoð þess opin- bera á einn eða annan hátt. — Af framangreindum ástæðum á- kvað samstarfsnefndin að til- nefna viðræðunefndina. 3. Af því, sem að framan er sagt er það ljóst, að það hefur síður en svo staðið á verkalýðs- samtökunum til samningavið- ræðna. Þvert á móti hafa ein- stðk félög og samstarfshópar fé- laga staðið í og leitað eftir víð- ræðum við atvinnurekendur liðnar vikur. Skrif þau sem hér hafa verið gerð að umtalsefni að gefnu til- efni eru ekki til þess fallin að greiða fyrir nauðsyn þess að „sanngírni og góður vilji ráði f samníngaviðræðum". Reykjavík, 27. nóv. 1963. Fulltrúaráðið Fulltrúaráðsfundur Sósialista- félagi Reykjavikur í kvöld fimimtudag klukkan 8.30 í Tjarnargötu 20. Stjórnin. Aðalfundur KÍM í kvöld kl. 9 Kínversk-íslenzka menningar- félagið heldur aðalfund sinn í kvöld, fimmtúdag 28. nóvember, í MtR-ealnum, Þingholtsstræti 27, og hefst fundurinn kl. 9. Þar fara fram venjuleg aðal- fundarstörf og sýnd verður ný kínversk kvikmynd. Á fundinum gefst félags- mönnum kostur á að afla sér kínverskra blaða og bóka, eins og venja hefur verið á fundum félagsins. Fimmtudagur 28. nóvember 1963 — 28. árgangur — 253. tölublað. fafcfe i* «0 Ite í.Tor*. o « tn.o u ,»* ° »la 26 DAGAR EFTÍR - GERIÐ SKIL AÐALVINNINGUR f Happdrætti Þjóðviljans 1963 er glæsileg fJSg- urra herbergja íbúð f parhúsi að Holtsgötu 41 og verður hún afhent fokheld. Er vinningurinn metinn á hálfa millj- 6n króna en raunveruiegt verðmæti íbúðarinnar mun iiö vera talsvert meira^ enda má segja að íbúðir fari nú daghækkandi i verði. Hefur aldrei verið boðið upp á glæsi- legri vinning i Þjóðviljahappdrættinu en nú. EFTIR ERU NÚ AÐEINS 26 dagar þar til dregið verður um þennaa glæsilega aðalvlnning ásamt 10 verðmætum aukavinning- um Þess vegna er brýnt að nota hvern dag vel, þvl að takmarkið er að selja alla miða upp. Gerið peninga. skil fyrir seldum miðum á skrifstofu happdrættisins að Týsgötu 3. simi 17514, eða sendið skilin f pósti. Skrlfstofaa er opin alla virka daga kl. 9—12 og 1—6. ENN VANTAR skrifstofuna fjög^ir númer sem sérstaklega hefur verið beðið um eru það nr. 1077, 4232, 8034 og 34345. Hafið samband vlð skrifstofuna ef þið hafið þessi númer uiulir höndum óseld. Bezta afrekið á sundmótinu Hrafnhildur Guðmundsdóttir fékk sérstakan bikar fyrir bezta afrekið sem unnið var á Ármannsmótinu, en hún hlaut 921 stig fyrir afrek sitt í 200 m. bringusundi. Það er Iíka bezta afrekið sem íslenzk kona hefur náð í sundi, satn- kvæmt finnsku stigatöflunni. — Aðrar fréttír af mótinu eru á íþróttasíðu. KETILL ENN Á SJÚKRAHÚSI ¦ Samkvæmt upplýsingum sem Þjóðviljinn hefur aflað sér frá Tulsa virðist ¦ ýmislegt vera vansagt og missagt í frásögnum blaða hér um skotárásina á ís- lenzku flugvirkjanemana tvo. Blaðið hafði einnig tal af Oddi Ólafssyni lækni, föður annars drengjanna, og spurðist fyrir um líðan þeirra. Oddur sagði, að Halldór hefði farið af spítalanum síðastiUðinn laugardag, en Ketill lægi enn, og væri mátt- farinn; líðan hans þó eðlileg eftir ástæðum. Læfcnar hafa tilkynnt honum að hann yrði útsikrifaður nú í vifculok en mætti ekfci reyna neitt á sig næstu vitour. Mun hann því tefjast frá náimi jafnvel enn lengur en gert hafði verið ráð fyrir í fyrstu. Fréttir frá Tulsa Þjóðviljinn hefur haft sam- band við Islending 1 Tuisa og segir hann að þetta sé í þriðja sinn sem árásarmaður- inn Scagg er ákærður fyr'r samskonar afbrot og segir furðulegt að þetta skuli ekki hafa komið fram í fréttum hér heima. Sögusagnir um að piltamir hafi veríð undir á- hrifum áfengis segir hann al- gjörlega tilhæfulausar eins og reyndar lögregluskýrslur beri með sér. Þá kemur það einnig fram í upplýsingum hans að ís- lenzku námsmennirnir í Tulsa hafi fyrst komist í kynni við hjólhýsiskonuna kvöldið áð- ur en Scagg skaut á þá Hall- dór og Keti'l. Borðhnífur Þá þykir ástæða til að leið- rétta það, vegna viUandi frá- sagnar í fréttaskeyti til Morg- unblaðsins, að frásögn um að piltarnir hafii ráðist að Scagg þegar þeir töldu sér það ó- hætt, er röng, og að hnífur, sem annar þeirra er sagður hafa dregið upp var borð- hnífur úr hjólhýsinu, sem hann þreif með sér í ofboði er hann sá að um h'fið var að tefla.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.