Þjóðviljinn - 22.12.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 22.12.1963, Blaðsíða 3
Sunnudagur 22. desember 1963 ÞlðÐVILIINN SÍÐA 3 A HVÍLDAR- DACINN TJALDAÐ TIL EINNAR NÆTUR Uppreisn almennings Þau stórfelldu átök sem orðið hafa um (kjaramál síðustu tvo mánuði eru einstæð fyrirbæri á íslandi. Þau jafngilda alls- herjaruppreisn gegn vissum þáttum í stjórnarstefnunni, einkanlega óðaverðbólgunni og þeirri nýskiptingu á þjóð- artekjunum sem framkvæmd hefur verið að undanfömu verkafólki í óhag. Allt í einu var svo komið að greining eftir stjómmálaflokkum varð aukaatriði innan verkalýðs- samtakanna; kommar, kratar og íhaldsmenn skipuðu sér saman í fylkingar og gerðu sameiginlegar kröfur til vald- hafanna í þjóðfélaginu; kenn- ingin um stéttarlega samstöðu sem sumum hafði virzt ein- hver leiðinleg fræðibókar- regla varð allt í einu að sjálf- gefnum veruleika. Alþingi götunnar var tekið til starfa. Þessi samstaða hefur tví- vegis knúið valdhafana til undanhalds á skömmum tíma. 9. nóvember neyddist ríkis- stjómin til þess að hætta við lagasetningu þar sem gert var ráð fyrir að kjaramálum verkafólks yrði skipað með valdboði, og var þó búið að samþykkja frumvarpið við fimm umræður á Alþingi. Undanfama daga — eftir langvíðtaækasta allsherjar- verkfall í sögu Jandsins — hafa valdhafarnir neyðzt til þess að semja við verkafólk um mun meiri hlut en því hafði verið fyrirhugaður, þótt sá hlutur sé að vísu miklum mun minni en réttmætt hefði verið. Atburðir af þessu tagi bera vott um svo viðtæka hugar- farsbreytingu að hún hlýtur að hafa áhrif á alla þróun landsmála á næstunni. Stjóm- arflokkarnir vita nú að í á- tökum um verðlagsmál og kjaramál og í samskiptum við verklýðssamtökin hafa þeir ekki á bak við sig þann styrk sem lesa má úr atkvæðatölum síðustu kosninga. Sú stað- reynd hlýtur að hafa áhrif á stefnu þeirra á næstunni ef þeir eiga til einhverja póli- tíska dómgreind. Veikleiki ríkis- stjórnarinnar Samstaða verklýðsfélaganna bar vott um mikinn styrk- leika, en að sjálfsögðu eru slík allsherjarátök mjög erfið í framkvæmd, enda létu veil- umar ekki á sér standa. Um slika samstöðu gildir sú marg- þvælda regla að keðja er jafn sterk. og veikasti hlekkur hennar. Samt var það miklu frekar veikleiki ríkisstjórnar- innar sem birtist í samskipt- unum við verklýðsfélögin. Áður en til átakanna kom hafði ríkisstjórnin lagt á það mikla áherzlu að nú yrði að ná heildarsamningum til langs tíma, nú yrði að semja um þá hluti á sviði kjaramála og verðlagsmála sem verklýðs- samtökin í heild gætu sætt sig við og tryggðu jafnframt vinnufrið og rólega efnahags- þróun um alllangt skeið. En þegar til kastanna kom heykt- ist ríkisstjórnin á því verk- efni sem hún hafði sjálf lagt áherzlu á. Hún treysti sér ekki til að gera neina heildar- samninga heldur greip til þess ráðs að sundra þeirri sam- stöðu sem hún hafði áður tal- SPEKIN OG SPAR/FÖT/N eftir EINAR PÁLSSON er bók allra hugsandi manna. 1 bókinni er brugðið upp myndum af sárustu stundum mannsins og skoplegustu hlið- um yfirborðsmennskunnar í heiminum. Ef þú vilt lesa góða bók — sem þú minnist lengi — þá lestu Spekina og sparifötin. Þú gleymir henni ekki. Að frágangi er þetta einhver fegursta bók, sem gefin hefur verið út á Islandi, prýdd fjölda mynda eftir listamanninn Baltasar. Þessi mynd fylgir kaflanum um mótið við flugmanninn, sem skaut Islendingana í stríðinu. ið æskilega. Hún beitti póli- tískum tökum sínum á for- ustumönnum verzlunarmanna til þess að kljúfa þá frá öðr- um launþegum. Jafnframt var sá háttur á hafður að kjör verzlunarfólks skyldu endan- lega ákveðin með gerðardómi 1. febrúar, og lýstu forustu- menn samtakanna yfir því á hófust, að „kommúnistar ein- ir“ stæðu að þeim átökum — þegar það var einmitt athygl- isverðasta og lærdómsrikasta einkenni þessara verkfalla að fldkkaágreiningur hafði orðið að þoka. Samskonar átök voru innan Alþýðuflokksins, milli æðstu leiðtoganna annarsvegar og stönguðust meira að segja innbyrðis. Þannig leiddi ríkisstjórnin yfir sig víðtækasta allsherj- arverkfall í sögu þjóðarinnar. Það verkfall hafði ekki verið markmið alþýðusamtakanna. sem gefið höfðu frest á frest ofan alla daga frá því í vor. Ríkisstjórnin bar ein alla á- búðar, valdhafarnir eru eftir sem áður í gapastokknum. 15% kauphækkun réttir hvorki hlut verkafólks eins og óhjá- 'kvæmilegt var nú né heldur tryggir hi'in þá festu í efna- hagsþróun sem hver ríkis- stjórn hlýtur að keppa að. Síðan samið var siðast við verklýðssamtökin í júní hefur almennt verðlag í landinu hækkað um 11,4%, sam- kvæmt hinni opinberu vísitölu stjórnarvaldanna. Það er þannig búið að taka obbann af kauphækkuninni fyrirfram. Vitað er einnig að framundan eru nýjar verðhækkanir þann- ig að ekki mun líða á löngu þar til verkafólk stendur í sömu sporum og það gerði í júní. Það hefur að vísu vegið upp þá ofsalegu verðbólgu sem varð í haust, en síðan mun halda áfram að halda undan fæti jafnt og þétt ef dýrtíðarstefna viðreisnarinn- ar heldur áfram. 15% kauphækkun er ekki heldur í samræmi við annan veruleika. Eins og Alþýðu- blaðið bendir á tíðkast nú „gífurlegar yfirborganir" í þjóðfélaginu og eru til marks um mikla gjaldgetu atvinnu- veganna. Það kaup sem nú hefur verið samið um er mun lægra en fjölmargir fá greitt í raun og veru, og það er heimska sem hefnir sín að viðurkenna ekki staðreyndir; öll stjórnmál verða að vera í samræmi við veruleikann sjálfann. Jafnvel þótt ein- hverjar atvinnugreinar kunni að eiga við þrengingar að stríða vegna verðbólgunnar, réttlætir það ekki að miða kaupgjaldið við bágindi þeirra, heldur ber ríkisstjórn- inni að leiðrétta hag þeirra með skynsamlegri stjóm á efnahagslífinu. Upphaf annara samninga? Vandamálin sem við er að glíma eru jafn óleyst og áð- í ur, þrátt fyrir bráðabirgða- j samningana. Og raunar verða j þau vandamál sem tengd eru i lífskjörum almennings ekki | leyst með neinu pennastriki | eða einhverjum samningum | sem undirrilaðir kunna að 'I verða á næturþeli eftir nokk- I urra daga taugastn'ð. Eigi að :| vinna að lausn þarf djúptæk- ‘j ar bre'ytingar á öllu efnahags- ‘ kerfinu. Óðaverðbólgan og uppreisn almennings ættu að ; hafa fært stjórnarherrunum ] heim sanninn um það að nú l verður að snúa baki við við- ! reisninni, hætta að láta gróða- , sjónarmiðið eitt vera hreyfiafl þjóðfélagsins. Því aðeins fæst , vinnufriður til frambúðar að ! verkafólki sé tryggð mun . réttlátari hlutdeild í þjóðar- ■ tekjunum en nú er. Jafn- j framt verður að binda endi á verðbólguna og veita laun- j þegum tryggingu fyrir því að kaupmáttur launanna fari ' vrxandi með aukinni fram- leiðslu og skynsamlegri þjóð- arbúskap en nú tíðkast. Og síðast en ekki sízt verður að stytta hinn óhóflega vinnu- tíma án skerðingar á heildar- tekjum niður í það sem tíðk- ast í löndunum umhverfis okkur. Þessi atriði verða ekki framkvæmd með kjarasamn- ingum einum saman, heldur verða að koma til samningar við alþýðusamtökin um alla stjórn efnahagsmálanna. Ef áframhald verður á þeirri víðtæku samheldni sem tekizt hefur í verkalýðs- hreyfingunni að undanförnu, þrátt fyrir allar veilumar, verða alþýðusamtökin fær um að þoka þróuninni inn á þess- ar brautir. Engin stjómar- völd komast þá hjá því að taka tillit til þeirra í vaxandi mæli i öllum athöfnum sínum. Þá yrðu bráðabirgðasamning- arnir sem nú hafa verið gerð- ir aðeins upphaf annarra og merkari samninga. — Austri. Margt var um manninn að öllum jafnaði í húsi Hins íslenzka prentarafélags við Hvcrfisgötu meðan á verkfallinu stóð. Þangað komu prentaramir til að fá nýjar fréttir af gangi mála. vera til taks ef á þyrfti að halda, rabba við félagana, spila, tefla og drekka kaffi, |»ví að rjúkandi kaffi var jafnan á könnunni. Myndin var tekin einn daginn í húsi HlP. (Ljósm. Þjóðv. A. K.). félagsfundinum í Reykjavík að kauphækkanir þá yrðu ekki vmdir 40—50%. Þar með var öðrum launþegum sagt að ekkert vit væri í því að semja til langs tíma; þeg- ar eftir 1. febrúar gæti orð- ið um ný viðhorf að ræða; þvi yrði að gera bráðabirgða- samkomulag sem aðeins stæði skamma stund. Með samning- unum við Iðju í Reykjavík um 14% kauphækkun var launþegasamtökunum síðan sagt að þau myndu ekki með skaplegu móti ná öllu meiri árangri, en sú hlutfallshækk- un va? raunar trygging þess að endurskoðun yrði óhjá- kvæmileg eftir mjög skamma hríð. Þannig hafði ríkisstjórnin sjálf eyðilagt sinn eigin mála- tilbúnað; hún treysti sér ekki til að fást við vandamálið í heild, heldur skildi það eftir opið og jafn óleyst og áður. Átök innan stjórnarflokkanna Getulej’si rikisstjórnarinnar andspænis þessum vanda staf- ar af því að víðreisnarstefn- an hefur beðið algert skip- brot. og ráðamenn stjórnar- flokkanna hafa ekki gert upp við sig hvern kost þeir eigi að velja. Og eins og ævinlega valda ei’fiðleikarnir því að falinn ágreiningur kemur fram í dagsljósið. Innan Sjálfstæð- isflokksins hefur hin gamla valdabarátta Bjama Bene- diktssonar og Gunnars Thor- oddsena blossað upp á nýjan leik síðustu vi'kurnar. Bjami Benediktsson hefur sýnt ýmsa tilburði til þess að vilja leysa efnahagsvandamálin með samningum við verklýðssam- tökin; Gunnar Thomddsen hefur hinsvegar gerzt mál- svari þess að ríkisvald og at- vinnurekendur beittu ýtrustu hörku sinni. Þessi átök löm- uðu fomstu Sjálfstæðisflokks- ins, eins og glöggt kom fram í þeim furðulega óraunsæja málflutr.ingi Morgunblaðsins morg\wúnn sem verkföllin Einföld mál verða flókin þegar hver höndin er uppi á móti annarri. Ágreiningurinn innan stjórnarliðsins olli því að sá frestur sem verklýðsfé- lögin gáfu snemma í vor var ekki notaður allt sumarið. Of- beldisfrumvarpið sem lagt var fram þegar frestinum lauk var örvæntingarfull tilraun til að sameina stjórnarliðið með hörku, en það gliðnaði auð- vitað sundur á nýjan leik and- spænis einhuga andstöðu al- mennings. Nýi fresturinn sem þá var gefinn var ekki held- ur notaður til annars en að þjarka innbyrðis án þess að nokkur árangur fengist. Þegar að verkföllum kom var ekki einu sinni hægt að fá um það skýr svör frá ríkisstjórninni, hvort hún vildi gera meiri- háttar samninga til langs tíma eða bráðabirgðasamn- inga sem stæðu skamma hríð, en verklýðssamtökin hefðu að sjálfsögðu fjallað um hvorn kostinn sem var á raunsæjan hátt. En ríkisstjórnin vissi ekki sitt rjúkandi ráð; þær hálfköruðu og litilsigldu hug- myndir sem frá henni komu Ber alla ábyrgðina hinsvegar verklýðsfulltrúa og ýmissa yngri stjómmála- manna í flokknum. Það voru þeir síðarnefndu sem höfðu orðið í Alþýðublaðinu morg- unin sem verkföllin hófust; forustugrein þess var í hinni algerustu andstöðu við mál- flutning Morgunblaðsins. byrgð á því hvernig komið var, með allsherjarverkfallinu varð sú staðreynd augljós hverjum manni að valdhaf- arnir höfðu ekki lengur nein tök á viðfangsefnum sínum, þeir voru sjálfir orðnir leik- soppar þeirrar óheillaþróunar sem hófst með viðreisninni. „Hinar gífurlegu yfii'borg- anir á hverju sviði eftir ann- að sýna, að gjaldgeta atvinnu- veganna er mikil. Þess vegna er sjálfsagt að láta þá greiða sem hæst kaup, en ríkinu ætli ekki að verða skotaskuld úr hjálpsemi við þá liði útflutn- ingsframleiðslunnar, sem erf- iðast eiga. Svona einfalt er það mál, sem reyndist svo ofsalega flókið í framkvæmd, að þjóðfélag okkar riðar til falls." Aðeins bráðabirgðalausn Og sú bráðabirgðalausn sem nú hefur verið samið um leysir engan vanda til fram-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.