Þjóðviljinn - 22.12.1963, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 22.12.1963, Blaðsíða 9
Sunnudagur 22. desember 1963 ÞI6ÐVIUINN SlÐA 0 bokmenntir TYRKJARÁNIÐ Jón Helgason: Tyrkja- ránið. Setberg 1963. Skipt um hlutverk Tyrkjaránið er einhver harmsögulegasti atburður, eem gerst íhefur hér á landi af mannavöldum. Um Jóns- messubil 1627 sigldu hingað sunnan frá Afrjku sjóræningj. ar á þrælaveiðum. Hér smöl- uðu þeir fólki til strandar hundruðum saman eins og bú- fé um Breiðdal og Berufjörð, Vestmannaeyjar og Grindavík. 1 flæðarmáli slátruðu þeir þeim mönnum sem töldust ekki markaðsvara. Þegar sjó- rasningjamir lögðu frá landi, skreiddust þeir, sem tuidan komust í hinum herjuðu hér- uðum, úr fylgsnum sínum og tóku að stumra yfir sárum mönnum og svívirtum. Log- andi af heift störðu þeir út á hafið eftir skipunum, sem fluttu ástvini þeirra fjötraða í daunillum lestum til uppboðs á þrælatorgum í Barbaríinu. Rúmum sjö öldum áður hafði fólk á Irlandsströnd þulið víkingum bölbænir og ákallað guð í neyð sinni. Þá stefndu þar m.a. að landi frændur Molda-Gnúps, landnámsmanns í Grindavík. Hann og Vé- mundur bróðir hans, „voru vígamenn miklir og jámsmið- ir. Vémundur kvað þetta, er hann var í smiðju: Eg bar einn af ellefu banaorð. Blástu meir!“ Nú rak einn Hund-Tyrki hóp Islendinga á undan sér eins og þæga sauði. Afkom- endur hinna fornu víkinga þuldu sjóræningjunum böl- bænir af máttvana heift eins og Irar forðum. Þau afreks- verk, sem þeir gátu ekki , drýgt á vígvelli, unnu þeir í heimi ímyndunar og æfintýris. Tyrkjar tryggðatrauðir tapaðir hrapi snauðir, þá sæki sakanauðir, svelgi og elgi dauði, um þá sveimi og í þeim eimi ógnarloginn rauði, þeir aldrei geymi happ í heimi hróðir viða á hauðri. Með Tyrkjasvæfu sinni telja þjóðsögur, að séra Magnús Pétursson á Hörgslandi hafi sökkt 18 herskipum Tyrkja, sumar sagnir greina 30. Tyrkjum berast tíðindi af Tyrkjaráninu Sumarið 1949 vann ég að sagnfræðirannsóknum við há- skólann í Lundúnum. Dag nokkurn var leiddur til mín miðaldra maður, þrekvaxinn, hvatlegur . og hvassbrýndur. Hér var kóminn Akdes Nimet Kurat, prófessor í sagnfræði við háskólann í Ankara. Hans sérgrein var 17. og 18. öld. Hann hafði dvalizt nokkra mánuði í Uppsölum í Sviþjóð, vann að riti um samskipti Svía og Tyrkja á dögum Karls Xn. Nú var hann á leið heim til Tyrklands en gerði stuttan stanz í Lundúnum. Svíar höfðu frætt hann á því, að landar hans hefðu herjað á Island á 17. öld og síðan væru Islendingar griðarlega Jón Helgason hræddir við Tyrki. Þetta þóttu honnm æsileg tíðindi. Enga Islendinga hafði hann fundið í Svíaveldi og aldrei litið full- trúa þessarar hugblauðu þjóð- ar fyrr en safnvörður vísaði honum að sæti mínu í lestrar- salnum. Honum lá þyngst á hjarta að frétta með sannindum, hvort við íslendingar á eyju langt úti í Atlantshafi tryð- um því, að Tyrkir, landar hans, hefðu herjað á okkur. Með allri virðingu fyrir hreysti sinna ágætu forfeðra, þá kvað hann þá hafa verið mikla landkrabba, sem óttuðust út- hafið engu minna en við Is- lendingar hræddumst Tyrki. Eg gekk með honum á Brezka safnið og blaðaði í ritinu Tyrkjaránið, sem Sögufélagið gaf út snemma á þessari öld, en hann ritaði hjá sér til minnis. Sjóræningjamir, sem hér herjuðu, voru Serkir, en ekki Tyrkir og komu frá Algeirs- borg í Barbaríinu í Norður- Afríku og Sale (Sala) í Mára- lýðveldinu Marokkó. Riki þessi voru lénsskyld Tyrkja- soldáni, og hinn fróðleiksfúsi prófessor tjáði mér, að skýrsla um svo merka för sem siglingu til Islands og samn- inga um fanga við hans há- tign Danakonung hefði átt að berast stjórn soldánsins. Hann kvaðst ætla að fræða landa sína um Tyrkjaránið. þegar hann kæmi heim, og leita, hvort nokkrar heimildir fynd- ust um það í skjalasöfnum Tyrkjaveldis. Þær hafa ekki fundizt enn þá, en Tyrkjarán- ið eftir Jón Helgason yrði lik- lega „best seller“ í Litlu- Asíu, ef þvi væri snarað á tyrknesku. Menn þar í landi munu laundrjúkir yfir því að hermenn spámannsins skyldu komast alla leið norður til Is- lands. Um Tyrkjaránið eru til all- miklar heimildir. Islendingar voru mjög skrifandi á 17. öld. Suður í Barbariinu settust þeir við að skrifa ættingjum og vinum heima, og sum bréf- anna bárust um síðir á á- kvörðunarstað og eru varð- veitt, en fátt þótti meiri tíð- indum sæta í þann tíð á Is- landi en að fá Tyrkjabréf. Nokkrir hinna herteknu losn- uðu úr ánauð og komust heim og skrifuðu um herleiðinguna. Glæsilegt sögurit Jón Helgason hefur kannað rækilega tiltækar heimildir og fylgir þeim trúlega. Bók hans er ágætlega rituð. Hún er ekki einungis spennandi reyf- ari um æsilega atburði og voðaverk, heldur hefur hún einnig að geyma nærfæma lýsingu á aldarfari og örlög- um manna bæði hér heima og suður í Afríku í þrældómi og á víkingaferðum. Við fljótan lestur hefur mér orðið fátt að ásteytingarsteini i riti Jóns. Hér skal aðeins vikið að tveimur atriðum, og er hvorugt mikilvægt. Kokhreyst! Islendinga og ragmennska flotaforingjans Serkir sigldu tveimur skip- um inn á Skerjafjörð og ætl- uðu að ráðast á Bessastaði. Höfuðsmaður var þá Holger Rosenkranz flotaforingi. Her- skip hans lá fyrir akkerum á Seykunni. Hann Iét Álftnes- inga hrófa upp virki því, sem nefnist Skansinn og síðar varð heimkynni hans Óla, sem allir kannast við. Þegar víkingar nálguðust Skansinn, var skipzt á nokkrum skotum. Hörfuðu þeir þá undan, og kenndi hið stærra skip þeirra grunns á Tyrkjaskeri, en svo nefnist innri boði Löngu- skerja. Þangað er um 2 km frá Skansinum. Þá féll skot- hríðin að boði höfuðsmanns. 1 hálfan annan sólarhring störf- uðu víkingar að því að losa skipið af skerinu. Jón Indía- fari, sem var í vamarliðinu á Skansinum, segir, að þá hafi Islendingar viljað skjóta að þeim sem ákafast, en höfuðs- maður bannaði allar gletting- ar. Islendingar lágu honum síðar á hálsi fyrir rag- mennsku, og er sú kokhreysti endurtekin í kennslubókum í íslandssögu og riti Jóns. Framkoma höfuðsmanns var skynsamleg, en á auðvitað lít- Hlátur og grátur vesælla alda íð skylt við hetjuskap. Það er vafasamt, að fallbyssur Álftnesinga hafi dregið út að Lönguskerjum. Hafi þær hins vegar gert það, þá var hæg- urinn hjá fyrir Serki að leggja að landi á minna skip- inu og skipsbátnum og taka virkið og eyða Álftanesi. Höf- uðsmaður hafði ekkert það lið til varnar, sem hefði stað- izt þeim snúning. Eina vonin var, að þeir létu sér ófarirn- ar á skerinu að kenningu verða og hyrfu frá við svo búið, og sú varð einnig raun- in. I*að bellur á Hallgerði Ein hinna herteknu, sem kom aftur til Islands, var Guðriður Símonardóttir, Tyrkja-Gudda, kona Hall- grims Péturssonar. Hún hefur marga hnútuna fengið lífs og liðin. Jón Helgason er gædd- ur næmum skilningi á örlög- um manna og ríkri samúð einnig með Guðríði, en skiln- ingur hang á sambandi þeirra Hallgríms er býsna grunnur. „Reisn hennar særði, en sef- aði ekki" Hallgrím Pétursson. Guðríður Símonardóttir var kvenhetja, hraust og senni- lega glæsileg. Þótt illar tung- ur rógs og bleyði settust að henni, hélt hún reisn sinni til æviloka. Hún var hinn trausti, óbilandi förunautur skáldsins, sá bakhjarl, sem gerði Hall- grím að sigurvegara. Páir Is- lendingar hafa troðið jafn- brattan stíg og torsóttan í islenzku samfélagi eins og hjónin á Bolafæti í Njarðvík- um ytri, en þau studdu hvort annað. Hallgrímur orti engin ástarljóð til Guðríðar, — eig- inkvennaljóð eru fágæt í ís- lenzkum bókmenntum, — en væri á hana hallað var tungu hans að mæta. Séð hef ég fyrir sunnan subbulegar dubbur. grettar refils ryttur róma skellum hljóma, allt upp undir augum aurugar með saurinn koma úr kotum sinum kámugar og rámar. Þetta voru kveðjurnar, sem nágrannakonumar fengu fyrir róginn um hina stoltu hús- freyju á Bolafæti. Fyrir fáum árum lagði ég leið mína um Museum fiir Völkerkunde í Hamborg. Þar sá ég m.a. forláta kross- saumsábreiðu, sem kom mér einkar kunnuglega fyrir sjón- ir. Þegar ég gætti betur, stóð skrifað, að hún væri kynjuð sunnan frá Algeirsborg, en ekki norðan úr Þingeyjar- sýslu. Hefur nokkurn tíma verið athugað, hvaða listir Is- lendingar fluttu með sér sunnan úr Barbaríinu? Jón Helgason lætur Einar gamla í Eydölum lifa Tyrkja- ránið, en Páll Eggert skráir hann dauðan árinu áður. Eg hafði einhverntíma einhverja skoðun á málinu, en er búinn að gleyma rökunum. Jón bók- færir ekki sin rök. Það er veist, ef hann er búinn að gleyma þeim líka. Frágangur bókarinnar er vandaður. Halldór Pétursson hefur skreytt hana nokkrum myndum og hefur honum stundum tekizt betur. Bjöm Þorsteinsson. Þorsteinn frá Hamri. Skuldaskil. Setberg. — 201 bls. Komnar eru út á bók átján frásagnir eftir Þorstein frá Hamri. Þetta eru svipmyndir úr lífi Islendinga frá þeim tíma er þeir hafa búið við mesta eymd og volæði — eða frá Svartadauða og fram á 19. öld, og er þetta vissulega langt tímabil, meir en hálf aevi þjóð- arinnar. Á þessum tíma gerast marg- ar hræðilegar og furðulegar sögur sem geyrnzt hafa í þjóð- sagnasöfnun og ritgerðum fræðimanna; úr þessu efni hef- ur Þonsteinn unnið Sú afskap- lega fátækt sem bæði guð og kaupmenn sendu yfir mann- fólkið kemur mjög við sögu, og einkum þau viðbrögð ýmsra manna að brjótast inn í mat- arskemmur og stela heldur en að drepast, eða jafnvel myrða menn sér til fjár. Og hljóta meiðingar. öxi og gálga, ef þeim tekst þá ekki að komast undan á báti og út í blessaða hollenzka duggu, svo sem segir frá í þætti af Grundarþjófum. Yfir þessum volaða lýð hlakka vondsleg yfirvöld til alls ills búin: þrír sýslumenn, landfó- geti, stiftamtmaður og kóngur sjálfur kveða upp ótal dóma yfir einni vesælli konu sem hefur ekki annað af sér gert en eignast böm (þátturinn Úti- leguþjófur í embætti) — það má nærri geta að þessi fylk- ing valdsins lét ekki sitt eftir liggja þegar eitthvað alvarlegra skeði. Á slíkum tímum er að sjálfsögðu gott að hafa einhver æðri máttarvöld sér til stuðn- ings, himnesk eða helvísk, enda fjalla ýmsir þáttanna um gald- ur, — jafnvel inn í útibú Je- hóva, skólana, læðast sterkar óskir um að læra það kukl sem hjálpaði mönnum að fiska vel (til þess þarf eina fígúru) eða að koma í veg fyrir að stúlku sé spillt fyrir manni — en til þess þarf reyndar fimm stafi. (Þátturinn Galdramál í Skál- holti). En þrátt fyrir öll þessi ó- sköp sem á dynja er ekki allt jákvætt líf drepið niður. þrátt fyrir allt sækja menn enn styrk í skáidskap og fróðleik, og eru þar á ferli margir eftir- minnilegir menn eins og Guð- mundur Bergþórsson, „Kryppl- ingurinn á Stapa“ og Kolbeinn sem kvaðst á við andskotann. Og þrátt fyrir allt geta menn enn gert sér glaðan dag. dans- að og tekið á kvenfólki svo Þorsleinn frá Hamri eftir er munað í margar aldir, þótt ýmislegt hafi gerzt í þeim málum síðan. Ekki má heldur gleyma blessuðum prestunum sem lengi báru allan hita og þunga af skemmtanalifi lands- manna með yndislegum ræð- um og frábærri sérvizku. Eða hvort myndum við nútíma- menn að nýafstöðnum prest- kosningum ekki fagna jafn á- heyrilegri mælsku og birtist f þessari góðu og gömlu prédik- un: — Eins fer guð með oss kristna menn, böm mín góð. Hann hristir oss, hann skekur oss, hann damlar oss, með sinni krossbullu hér í heimi. Hinn óæðra hluta mannsins, nefni- lega líkamann, lætur hann nið- ur í jörðina, svo að hann fúni þar og rotni, en sálina, sem er æðri hluti mannsins, lætur hann uppá sína andlegu smér- hillu. En þegar ég á síðan sit fyrir ofan guð minn í dýrðinni og ég sé ykkur hrapa ofan til helvítis einsog lambaspörð ofan bratta hjarnfönn þá segi ég: Fjandinn vorkenni ykkur nú. Ykkur var betra að hlýða mér, þegar ég prédikaði yfir ykkur í Hofteigi...... Þorsteinn frá Hamri fer mjög skemmtilega með þetta efni. Hann vinnur það misjafn- lega mikið. en hann nýtur jafnan góðrar fundvisi á það sem eftirtektarvert er og sérkennilegt — þvi eru Skuldaskil svo til laus við þann sparðatíning sem svo oft spillir bókum svipaðrar teg- undar. Sömuleiðis er höfundi mikill styrkur að staðgóðri þekkingu sinni á þessum tíma og betur fer hann með íslenzkt mál en heiðraðir lesendur eiga að venjast. Þannig tekst Þor- steini frá Hamri að setja sam- an ánægjulega bók sem flytur mörg minnisverð tíðindi inn í sjónmál nútímamanna úrkaldri fjarlægð misjafnlega stílfimra fræðimanna. A. B. Ég þakka hjartanlega öllum þeim, nær og fiær. sem glöddu mig og mína og minntust mín með kveðjum, heimsóknum, blómum og öðrum vinar- gjöfum, blaðagreinum og á annan hátt með hlýj- um hug á sextugsafmæli mínu 2. des sl. Sér í lagi vil ég, fyrir hönd okkar hjónanna, þakka Norður- Þingeyingum, heima í héraði og syðra, elskulega umhyggju á tímamótum í æfi okkar. Gleðileg jól. Gísli Guðmundsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.