Þjóðviljinn - 22.12.1963, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 22.12.1963, Blaðsíða 14
£4 SÍÐA ÞJÖÐVILIINN Sunnudagur 22. desember 1963 NEVIL SHUTE SKAK- BORÐIÐ — Það gegnir dálítið öðru máli, þegar niggari er annars vegar. Þeir taka ekki við sér nema þeir sjái byssu. — Var þessi blökkumaður vopnaður þegar þið funduð hann? spurði lögregluþjónninn. — Hann var bara með hníf- inn sinn, sagði lautinantinn. En það gátu piltamir ekki vitað. Lögregluþjónninn skrifaði allt þetta gaumgæfilega í vasabók sina. Aftur spurði hann um nafn og herdeild lautinantsins og skrifaði hvort tveggja upp. — Þetta virðist ekki koma inn á okkar verksvið, sagði lög- regluþjónninn að lokum. — En ég verð þó að gera skýrslu út af skothríðinni. Sennilega heyrið þið ekki meira um þetta. Svo hafði hann sig á brott og eftir var Anderson lautinant, gramur og dglítið áhyggjufullur. Hann ók heim í búðimar aftur og áður en hann fór í rúmið, spurði hann Burton sergent spjörunum úr. Sergentinn sem var feitur og fertugur. vissi ekki nafn stúlkunnar, en hann hafði séð hana á götunni nokkrum sinnum og vissi hvar hún átti heima. Anderson lautinant virt- ist sejn hann yrði að fá vitnis- burð stúlkunnar áður en hann gæfi McCulloch höfuðsmanni skýrslu, og klukkan hálfníu næsta morgun barði hann að dyrum á húsi hennar í fylgd með Burton sergent. Herra Trefusia var signalmað- ur við jámbrautina og var þeg- ar farinn til vinnu sinnar; frú Trefusis opnaði fyrir þeim, gagntekin kvenlegri vandlæt- ingu. Grace hafði komið heim grátandi klukkan rúmlega tíu og móðir hennar hafði spurt hana Hórgreiðslan HSrgrelðsIn og snyrtlstofa STETN'D og DÖDO Langavegl 18 ITL h. flyfta) 6lMI 24618. P E R M A Garðsenda 21. SÍMl S3968. Hárgreiðslu- ok snyrtistofa. DSmnr! Hárgreiðsla vlð allra hæfi TJARNARSTOFAN, TJamargötn 10. Vonarstrætls- tnegin. — SfMl 14662. HÁRGREIDSLUSTOFA AUSTURBÆJAR (Maria Guðmundsdóttir) Laugavegi 13 — SlMI 14656 ~ Nuddstofa á sama stað. — í þaula. Hún hafði sagt móðuo sinni að svartur hermaður hefði þrifið í hann og kysst hana og hún hefði hrópað upp yfir sig og sergent i bandarísku herlögregl- unni hefði komið hlaupandi og bjargað henni. 1 vandræðum sínum og angist fannst henni þetta rétt frásögn. — Og ég skal segja ykkur eitt, sagði frú Trefusis og studdi höndum á mjaðmir. — ef þið haldið að þið getið komið með þessa svörtu villimenn inn í heiðarlegan bæ eins og þennan og látið þá ganga hér berserks- gang, þá skjátlast ykkur. Það er guðs mildi að veshngs stúlk- an skuli ekki liggja í gröf sinni núna, og ykkur stæði víst alveg á sama. En þið eruð ekki búnir að bíta úr nálinni með þetta. Það er þokkalegt til þess að vita, að heiðarlegar stúlkur skuli ekki geta ferðazt í friði á götunum á kvöldin. Já, það er þokkalegt, segi ég. 41 Anderson lautinant varð létt- ari í skapi; þetta var einmitt það sem hann þurfti á að halda. Ef einhver vandræði yrðu í sam- bandi við ákæruna eða skothríð- ina, þá gæti hann sótt höfuðs- manninn og látið hann tala við móður stúlkunnar. — Okkur þykir öllum mjög leitt að þetta skyldi koma fyrir, sagði hann bljúgur. — Þó það nú væri, ungi mað- ur. svaraði hún hneyksluð. — Þetta er siðsamlegur staður; svona svínarí viðgengst ekki hér, hvemig svo sem þið athafnið ykkur í heimalandinu. Við kær- um okkur ekki um þessa Villta Vesturs hætti ykkar. Hvað eig- um við að gera, ég spyr? Loka dætur okkar inni á kvöldin svo að svertingjamir nái ekki í þær. Ég hef aldrei heyrt annað eins. Veslings stúlkan hefur ekki sofið dúr í alla nótt og borðaði ekki neinn morgunverð og hún kemur of seint í vinnuna og ég veit ekki hvað. Ég sagði við herra Trefusis að við ættum að sækja til hennar lækni, já, ég sagði það. En hann anzaði því ekki. Hún þagnaði til að draga and- ann. Lautinantinn sagði: — Þér þurfið engar áhyggjur að hafa framar. Við erum búnir að ná niggaranum og þér getið reitt yður á. að svona vandræði koma ekki fyrir framar, nei frú. Hann verður dreginn fyrir herrétt, svertinginn. Hann fær áreiðan- lega tíu ár eða meira. Og hvað snertir dóttur yðar, frú, þá er ég hingað kommn til að segja yður að við í bandaríkjaher er- um mjög hryggir yfir þvi sem gerzt hefur. Við getum sjálfsagt ekkert gert til að létta á huga ungu stúlkunnar. en ef hún þarfnast einhvers eða ef eitthvað getur orðið henni til hugarléttis, þá þætti mér vænt um að þér segðuð mér það. Frú Trefusis sagöi: — Ég veit ekki. Fyrst þið eruð búnir að ná honum og hann verður dreginn fyrir rétt..... Lautinantinn hló við. — Haf- ið engar áhyggjur af því. Þetta skal verða þeim víti til varnað- ar. Þetta skal ekki koma fyrir aftur. Hann hikaði. — Gæti ég fengið að tala við ungfrúna allra snöggvast? Mig langaði að vita hvort hún gæti þekkt manninn aftur. — Komið inn fyrir. Hún vísaði þeim inn í stofuna og fór að sækja dóttur sína sem var að þvo upp eftir morgunverðinn. — Það eru komnir bandarískir yfir- menn út af þessu í gærkvöldi, sagði hún. — Þeir eru svo kurt- eisir. Þurrkaðu þér um hend- umar og komdu og talaðu við þá. Stúlkan sagði: — Ég vil ekki tala við þá, mamma. — Komdu, elskan — þeir bíta ekki. Þeir vilja bara fá að vita hvort þú getur þekkt aftur þennan niggara sem þeir náðu í. — Ég kæri mig ekkert um það. Af hverju geta þeir ekki látið mig i friði. Móðir hennar sagði festulega: — Hinir seku verða að taka út sína refsingu. Svona. þurrkaðu þér um hendumar og komdu. Það tekur ekki nema andartak. — Æ, mamma! Þegar hún birtist í stofunni að baki móður sinni, var hún næst- um mállaus af blygðun og skelf- ingu. Lautinantinn leit á hana, svo laglega og feimna og unga og sem snöggvast fékk hann samúð með Lesurier; hún var sannarlega augnayndi. En svo ákvað hann með sjálfum sér að gera sitt til þess að svertinginn fengi makleg málagjöld. Hann sagði: — Ég er héma á vegum bandaríkjahers, ungfrú Trefusis. til að biðjast afsökun- ar á því sem gerðist í gærkvöldL Okkur þykir þetta mjög leitt og vonum að þér látið okkur ekki gjalda þess. Stúlkan roðnaði og þagði. Móðir hennar sagði vingjam- lega: — Hún ber engan kala til ykkar, er það, Gracie? Stúlkan hvíslaði: NeL Lautinantinn sagði alúðlega: — Höfðuð þér séð þennan mann áður, ungfrú Trefusis? Móðirin sagði: — Svona Grace, talaðu við manninn. Hún hvíslaði: — Ég sá hann í búðinni“. — Fóruð þér nokkum tima út að ganga með honum. ungfrú Trefusis? Hún hristi höfuðið. Móðirin sagði: — Hún fer aldrei út með karlmönnum. Gracie hefur alltaf verið mjög siðsöm stúlka, kapt- einn. Lautinantinn hugsaði með sér: Hún er hlédrægari en þær sum- ar: Það væri hægt að kenna henni sitt af hverju. Upphátt sagði hann: — Vitið þér, hvað hann heitir, ungfrú Trefusis? Hún hristi höfuðið og hvíslaði: — Ég heyrði einhvem kalla hann Dave einu sinni í búðinni. Burton sergent sagði: — Það er rétt, lautinant — Dave Les- urier. — Þér eruð vissar um að það hafi verið sami maðurinn og á- reitti yður í gærkvöldi? spurði lautinantinn. Hún kinkaði kolli. — Töluðuð þér nokkurn tíma við hann annars staðar en í í- búðinni? spurði hann. Hún hristi höfuðið. Móðir hennar sagði: — Talaðu, Gracie, og svaraðu manninum þegar hann spyr þig. Við lautinantinn sagði hún blíðlega: — Hún er al- veg mállaus. Stúlkan ræskti sig og sagði: — Hann kom stundum og keypti sígarettur. Annars tal- aði ég aldrei við hann. Lautinantinn sagði: — Segið mér nú með eigin orðum hvað kom fyrir, ungfrú Trefusis. Hún sagði: — Ég kom útúr þingsalnum og gekk eftir gang- stéttinni og þar var hann, al- einn. Það sást enginn annar á ferli og hann sagði eitthvað. Ég man ekki hvað hann sagði. Og svo tók hann utanum mig og kyssti mig. Anderson lautinant spurði: — Vissuð þér að hann ætlaði að gera það? — Nei, almáttugur. — Hvað gerðuð þér þá? _ Ég þarðist um til að losa mig og rak upp hljóð. Og svo — hún benti á sergentinn — kom hann hlaupandi og sverting- inn sleppti og ég hljóp burt. Sergentinn var í þann veginn að segja eitthvað. en lautinant- inn varð fyrri til. — Þér hafið aldrei gefið þessum negra undir fótinn? spurði hann. — Nei, herra minn. Ég hafði bara séð hann í búðinni. Anderson fór að búast til brottferðar, ánægður með pott- þétt mál handa höfuðsmannin- um. 1 jeppanum á leiðinni sagði sergentinn. — Það er eitt í þessu, lautinant. Ég heyrði hana hrópa þegar ég var hinum meg- in við homið og næstum um leið hljóp hún beint í flasið á mér. Hún losaði sig af negran- um áður en hann sá mig. _ Uss, sagði Anderson lautin- ant. — Hann hefði náð i hana aftur. ef þú hefðir ekki verið þama. Hún var heppin að þú varst nærstaddur. Þeir óku heim í búðimar. Morguninn eftir barst það óð- fluga um þorpið hver sökudólg- urinn væri. Bessie Frobisher sem fór út á hverjum morgni að gera innkaup fyrir Hvíta Hjört- inn kom til baka og sagði föður sínum, að Gracie virtist ekki hafa orðið mikið meint við árás- ina. — Hún var að vega skömmt- unarvörur eins og hún gerir á hverjum degi, sagði hún. — Það sést ekki á henni svo mikið sem skráma. Jerry Bowman kom um hádegi með bjórfarm; hann stöðvaði bflinn og tók kassana ofan og Frobisher aðstoðaði bann og bauð honum á eftir uppábrauð- sneið og hálfpott af eigin farmi. — Ég var að frétta að hér hefði oröið uppistand i gærkvöldi, sagði hann. — Ojá, sagði herra Frobisher. — Rétt fyrir utan héma. við hliðið að bakgarðinum hinum megin við homið. Þeir náðu svertingjanum, var það ekki? I Penzance? — Þeir fluttu hann á spítala, sagði herra Bowman. — Þú veizt að hann skar sig á háls? Herra Frobisher starði á hann. — Það er ómögulegt! Bowman sagði honum hvað Ætla kapparnir áð gerast Geturðu gizkað á, hvað við — og lögmálið um tog- uppfioningamenn? — Það ætlum aá finna upp? — Þið kraftinn. — Gættu þín! iKld ég nú. notið þyngdarlögmálið. — Það er tómatsósa. S K OTTA Þetta er megnasta óréttlæti. Hún á plötusafn og hún fær óáreitt að geyma það í SÍNU herbergi. Eignizt og lesið bækur, sem máli skipta: FJÖLSKYLDAN OG HJÓNABANDIÐ fjallar um dýpstu og innilegustu samskipti karls og konu, þ.á.m. um ástina, kynlífið, frjóvgun, getnaðar- vamir, barnauppeldi, hjónabandið og hamingjuna. Höfundar: Hannes JónssQn, félagsfræðingur; Pétur H. J. Jakobsson, forstöðumaður fæðingardefldar Landsspítalans; Sigurjón Björnsson, sálfræðingur; dr. Þórður Eyjólfsson, hæstaréttardómari; dr. Þórir Kr. Þórðarson, prófessor. („Hér er um gagnfróðlegt og haglegt rit að ræða, sem flestir geta sótt mikinn fróðleik í og haft gott af“. — Kirkjuritið í nóvember 1963.) Þessi bók á erindi til allra kynþroska karla og kvenna. Örlítið eftir af upplaginu. FÉLAGSSTÖRF OG MÆLSKA eftir Hannes Jónsson félagsfræðing — er úrvals hand- bók fyrir þá, sem taka vilja ábyrgan þátt í félags- starfi og ná árangri í fundarstörfum og mælsku. Bókin er algjörlega hlutlaus og því ákjósanleg handbók fyrir allar félagsstjómir, nefndir og áhugasama félags- menn. — Notadrjúg kennslubók fyrir málfundastarfsemi allra flokka, félaga og skóla, þar sem hún fjallar um fé- lagsstörf, fundarsköp, undirbúning funda, mælsku, rök- ræður, áróður o.fl. Hagstæð og góð jólagjöf hverjum þeim, sem tekur ábyrgan þátt í félagsstarfi. VERKALÝÐURINN OG ÞJÓÐFÉLAGIÐ cr tímabær og athyglisverð bók fyrir alla launþega á þessum tímum hagsmunaátaka, enda fjallar hún um verðmæti vinnunnar, hérlenda og erlenda vinnulöggjöf, þróun verkalýðsbaráttunnar, sáttaumleitanir í vinnu- deilum, stjórnarhlutdeild og atvinnulýðræði. Höfundar: Hamnibal Valdimarsson, Hákon Guðmundsson, Hannes Jónsson og dr. Benjamín Eiríksson. Þetta er hin ákjósanlega jólabók launþega. — Trygg- * ið ykkur ánægjulegf og uppbyggilegt lestrarefni fyrir alla fjölskylduna. Bækurnar fást hjá fiestum bóksölum. FÉLAGSMÁLASTOFNUNIN Pósthólf 31 — Reykjavík — Sími 40624.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.